Dagblaðið - 17.04.1979, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 17.04.1979, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 1979. Allar skraytingar unnar af fag- rnónmim Mcrg bllaitall a.a.k. 6 kvöldla lil OM í'AM XIIR HAFNARSTRÆTl Slml 12717 RÁÐHERRANEFND NORÐURLANDA NORRÆNA MENNINGARMÁLASKRIFSTOFAN í KAUPMANNAHÖFN 1 Norrænu menningarmélaskrifstofunni í Kaupmannahöfn er laus til umsóknar staöa upplýsingafulltrúa, svo og staöa þýðanda / túlks (starfssvið einkum þýðingar og túlkun á finnsku úr dönsku, norsku og sænsku). Nánari upplýsingar um stöðurnar má fá I menntamálaráðu- neytinu, sbr. og auglýsingu i Lögbirtingablaði nr. 31/1979. Um- sóknarfrestur er til 30. apríl nk. og ber að senda umsóknir til Nordisk ministerrád, Sekretariatet for nordisk kulturelt samarbejde, Snare- gade 10, DK-1205 Köbenhavn K. 9. apdl 1979. Félagsfundur Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur félagsfund að Hótel Loftleiðum, miðvikudaginn 18. apríl 1979, kl. 20.30. Fundarefni: Nýir kjarasamningar. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Náttfata- ^ markaöur Ingólfsstræti 6 Náttkjólar frá kr. 2000.- Sólsloppar f rá kr. 3000.- Sokkabuxur 6 kr. 400.- Peysur og barnafatnaður brjóstahaldarar, yfir stærðir I undirfötum og margt margt fleira. Látið ekki happ úr hendi sleppa. T úlípaninn Ingólfsstræti 6. SKYNDUMYHDIR Júgóslavía: Skjálftinn jafn tíu megatonna vetnissprengju meira en tvö hundruð fórust og þúsundir særðar, sumum ekki hugað líf Talið er að um það bil áttatíu þúsund manns hafi orðið að láta fyrirberast undir beru lofti sið- astliðna nótt vegna afleiðinga mikilla jarðskjálfta við Miðjarðarhafsströnd Júgóslavíu á páskadag. Er þetta talinn mesti jarðskjálfti sem vitað er um á þessum slóðum. f það minnsta tvö hundruð manns munu hafa farizt og talið er að meira en eitt þúsund hafi slasazt og sumir það alvarlega að þeim er ekki hugað líf. Að sögn kunnugra munu dánar- tölur eiga eftir aö hækka verulega. Aðbúnaöur þess fólks, sem orðiö hefur fyrir barðinu á náttúruhamför- unum er ekki góður og aðeins lítill hluti þeirra hafði náð sér í tjöld og hafði aðeins teppi til að skýla sér fyrir næturkuldanum. Vísindamenn hafa sagt að fyrsta jarðskjálftahrinan, sem riðið hafi yfir strönd Júgóslavíu, sem liggur að Adriahafinu hafi verið jafnöflug og að tíu megatonna kjarnorkusprengja hefði sprungið þar nærri. Þær fregnir hafa borizt frá nágrannaríkinu Albaniu, að þar hafi þrjátiu og fimm manns farizt og þrjú hundruð og þrjátíu slasazt af völdum jarðskjálftanna. Talið er að manntjón hafi orðið minna en efni stóðu til vegna þess að tiltölulega lítil byggð er á þeim svæðum þar sem jarðskjálftans gætti hvað mest. Meira en tvö hundruð minni skjálftar hafa mælzt á þessum slóðum eftir aö fyrsti og stærsti kippurínn fannst á páskadag. Hann mun hafa verið svo mikill að strand- lengjan hefur víða tekið á sig algjör- lega nýjan svip. Margar sögufrægar fornleifar munu að sögn yfirvalda hafa eyðst algjörlega i hamförunum. Efnahagslíf þessa hluta Júgó- slavíu, sem að miklum hluta byggðist upp á ferðamannaiðnaði mun verða lengi að komast í samt horf. Háanna- tíminn er ekki enn genginn í garð og þvi ekki mjög mikið af ferðamönn- um. Ekki munu hafa oröið nein meiðsli eða manntjón meðal þeirra tvö þúsund ferðamanna, -sem vitað var um á mestu jaröskjálftasvæðun- um. Þegar var orðinn skortur á hæfu drykkjarvatni á jarðskjálftasvæðun- um vegna þess að flest allir brunnar og vatnsból höfðu hrunið saman. Mikið af rotnandi skrokkum dauðra dýra gæti valdið ýmiss konar sótt- kveikjum og óttast er aö taugaveiki geti brotizt út. mmvzm ' : : i Bandaríkin: John Cheever hlaut Pulitier verðlaunin Rithöfundurinn John Cheever hlaut bandarísku Pulitzerverðlaunin í ár fyrir smásagnasafn sitt, sem var meðal metsölubóka í fyrra. Var þetta tilkynnt ásamt átján öðrum Pulitzer verðlauna- veitingum í morgun. Að venju var það forseti Columbia háskólans í New York sem það gerði en verðlaunin eru veitt fyrir skáldskap af ýmsu tagi, blaða- mennsku og tónlist. Verðlaunabók John Cheever fjallar um bandarískt þjóðlíf í dag. Meðal annarra verðlaunahafa má nefna leik- ritahöfundinn Sam Shepard en hann hlaut verðlaunin fyrir verk sitt — Buried Child —. Fjallar það um upplausn bændafjölskyldu í IUinois- fylki. Robert Penn, sem orðinn er 73 ára að aldri, hlaut sín þriðju Pulitzer- verðlaun nú fyrir Ijóðagerð. Hann hlaut verðlaunin í fyrsta sinn árið 1947 fyrir skáldsöguna AU The Kings Men. Leonard Baker blaðamaður hlaut verðlaun fyrir ævisögu. Var það fyrir bókina Days Of Sorrow And Pain. Er það frásögn af lífi helzta forustumanns gyðinga í Berlín á tímum Hitlers og hvernig hann aðstoðaði trúbræður sína við að komast undan. Richard Ben Cramer, tuttugu og átta ára gamall blaðamaður, hlaut verðlaunin fyrir blaðamennsku að þessu sinni. Var það fyrir frásagnir hans af atburðum í Miðausturlöndum. Cramer starfar við blaöið Philadelphia Inquirer. Pulitzerverðlaunin eru nefnd eftir fyrrum útgefanda New York dag- blaðsins New York World, sem nú er hætt að koma út, Joseph Pulitzer.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.