Dagblaðið - 17.04.1979, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 17.04.1979, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 17: APRÍL 1979. Nóg að gera á Skaganum: Haraldur Böðvars- son byggir enn Einu sinni var sagt að va:ri annað hvert hús á Akureyri merkt KEA væri hvert hús á Akranesi merkt Haraldi Böðvarssyni & Co. Hvort sem það er satt eða ekki er fyrirtækið mjög stór at- vinnuveitandi á Skaganum og hefur svo vcrið lengi. Nú cr verið að byggja við fiskiðjuver fyrirtækisins til hagræð- ingar og geymslu á kælivélum. Fiskur hefur borizt jafnt og þétt á land á Akranesi i allan vetur en engir háir toppar hafa komið í löndunina. Hefur verið nóg að gera hjá fólki í landi undanfarið en lokið var að vinna úr þeim fiski sem borizt hafði fyrir þorskveiðibannið daginn fyrir skírdag. Þá var ekki um annað að ræða en fara að dytta að bátunum fyrir þá eldri. Hinir yngri létu sér hins vegar fátt um finnast og léku sér eins og áður. - DS Enn byggir Haraldur Böðvarsson. Nú til þess að stækka fiskiðjuver sitt. DB-myndir Sv. Þorm. Ungviðið á Akranesi er kátt og glatt eins og ungviði er yfirleitt og ekki spillir fyrir að góð leikaðstaða er þar þar sem bærinn er lítill og sveitin rétt fyrir utan. Skáksveit MH sigraði í keppni framhaldsskólanna Þegar ekki má veiða er ekki um annað að ræða en að dytta að bátunum fyrir sum- arið. DB-myndir Sv. Þorm. Nýlega fór fram í Reykjavík skák- keppni framhaldsskóla. Fjórtán sveitir víðs vegar af landinu tóku þátt i mótinu og voru tefldar sjö umferðir eftir Mon- rad kerfi. Keppnin nú var jafnari en oftast áður en þó fór svo að lokum að Menntaskólinn við Hantrahlið tryggði sér öruggan sigur. Sveit MH tryggði sér þar með rétt til þátttöku á Norður- landamóti framhaldsskóla en þá keppni hefur sveitin unnið þrisvar, 1974, 1976 og 1977. Hafa margir af efnilegustu skákmönnum okkar einmitt teflt með Hamrahlíðarsveitinni og nægir þar að nefna þá félaga Jón L. Árnason og Margeir Pétursson. Efst varð A-sveit MH með 24,5 vinninga. í öðru sæti varð sveit Fjölbrautaskólans i Breiðholti með 19 v. og i þriðja sæti A-sveit MR með 18,5 v. Það verður fróðlegt að sjá hvort sveit MH tekst enn einu sinni að tryggja sér sigur á Norðurlandamóti framhaldsskóla sem ferfram í Sviþjóö i sumar. -GAJ SALAN I FULLUM GANGI Flogiö alla máríudaga í áætlunarf lugi kl. 12 á hádegi. Kaupmannahöfn — Sofia — Varna. Fyrsta flug 21. maí/ siðasta flug 24. sept. 5 hótel,2 baöstrendur. öll hótelherbergi meö baði, WC svölum, ísskáp og sjónvarpi. Hálft fæöi ,matarmiðar. Skoöunarferöir innan Búlgariu og utan Istanbul með skipi, Moskva — Aþena með flugi. Verð í 3 vikur frá 180 þús. krónum. islenskir fararstjórar. Hægt er að stoppa i Kaupmannahöfn á heimleiö án aukakostnaðar í flugi. 50% gjaldeyrisauki, þegar skipt er. ódýrasta land í Evrópu. Rómaöar baðstrendur og allur aðbúnaður. Uppselt 20. ágúst og aðrar ferðir mjög mikið bókaðar. Bókið strax, ekki missir sá er fyrstur fær. LÆRIÐ ENSKU 1 ENGLANDI 12 skólar á vegum ACE, i Bournemouth, Poole, Wimborne, Blandford og London. Hópferðir á Novaschool á 3 vikna fresti 14. maí, 3. júni, 24. júní, 15. júlí, 6. ágúst. 27. ágúst, 17. september. örfá sæti laus. Verð fyrir unglinga að 26 ára aldri kr. 200.000.- Innifalið gist- ing, hálft fæði virka daga, fullt um helgar, flug, keyrsla af flugvelli á skóla og til baka. 20 tíma kennsla á viku auk ýmislegs annars sem styður námið. A þriöja i páskum opnum við i nýjum húsakynnum. Gnoðarvogi 44, — Vogaveri. i Ferðaskrifstofa ÆrföMk' XiAfTfANS | HELGASOMAR Gnoðarvogi 44. Simar 29211, 86255 ANGLO-CONTINENTAL EDUCATIONAL GROUP Prísma í nýtt húsnæði „Við teljum okkur geta veitt betri og ódýrari þjónustu með því að hafa all- an reksturinn á einni hæð,” sagði Ólafur Sverrisson, sem á Prisma og Myndahúsiö í Hafnarfirði ásamt Bald- vini Halldórssyni. „Við vorum áður hérna í þessu sama húsi að Reykja- vikurvegi 64, á 350 fermetra gólffleti og tveimur hæðum, en erum núna á einni hæð og 500 fermetrum.” Vegna þessara tímamóta buðu þeir gestum að skoða nýju húsakynnin, vélar og tæki sem að litgreiningu og prentþjónustu lúta, en sá hluti reksturs- ins heyrir undir nafnið PRISMA, og er stofnað árið 1973, í júní. „Við byrj- uðum smátt í fyrstunni,” sagði Ólafur, ,,en með árunum uxu verkefnin svo að við vorum búnir að sprengja utan af okkur húsnæðið á seinasta ári, enda komnir með allt varðandi prentþjón- ustu nema bókband. Við prentum fyrir viðskiptavini um allt land, blöð, bækur, timaril. auglýsingar, sem við jafnfranu hónnum sé þess óskað, plötualbúm og sitthvað fleira, bæði í svarthvítu og litum.” Fyrir þremur árum stofnuðu þeir félagarnir Ólafur og Baldvin Ljós- mynda- og gjafavörubúðina, sem heitir eftir þennan dag nýju og þjálla nafni, MYNDAHÚSIÐ. Hafnfirðingar hafa vel kunnað að meta þessa einu verzlun sinnar tegundar i bænum, enda er mjög gott úrval allra hluta til ljósmynda- gerðar á boðstólum. MYNDAHÚSIÐ hefur ekkert sérstakt umboð, heldur kappkostar að hafa allt það bezta sem til er á markaðinum. „Við tökum litmyndir I framköll- un,” bætti Ólafur við, „og það tekur jafnlangan tíma að fá þær og ef menn gerðu sér ferð til Reykjavikur með filmurnar. Fólk getur því sparað sér ómakið þangað og lagt þær inn hjá okkur. Einnig höfum við kvikmynda- filmuleigu og vélar, 8 mm, með miklu úrvali góðra mynda, sem óspart hefur verið notað bæði af einstaklingum og félögum.” emm Smurbrauðstofan BJORNINN Njálsgötu 49 — Simi 15105 ÞRDSTIIR =! UM AUA BORGINA* SÍMI \ 85060 I

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.