Dagblaðið - 17.04.1979, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 17.04.1979, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 1979. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Liverpool jók forskotið —Vann Man. Utd. 2-0 meðan West Bromwich Albion gerði tvívegis jaf ntef li Evrópumeisturum Liverpool tókst að vissu leyti að hefna ósigurins í undanúrslitum ensku blkarkeppn- innar gegn Man. Utd. Þegar liðin mættust í 1. deild á Anfield i Liver- pool á iaugardag. Liverpool vann öruggan sigur 2—0 og þar með tvöfalt gegn United f deildinni. 3—0 á Old Trafford á jóladag. Hins vegar er llklegt, að leikmenn Liverpool vildu skipta á sigrum, þvi liðið stefnir nú i öruggan sigur i 1. deild og óliklegt að stigin á laugardag sldpti verulega máli, þegar upp verður staðið i vor. Liverpool hefur nú sex stiga forustu i 1. deild en WBA tókst aðeins að ná jafntefli i leiknum sinum i sfðustu viku. Kapparnir frægu, Emlyn Hughes og Steve Heighway, komast nú ekki lengur í lið Liverpool og Phil Thompson er hinn nýi fyrirliði liðsins i stað Hughes. Liverpool lék mjög vel á laugardag gegn veiktu liði United, sem var án Gordon McQueen, leik- bann, og Jimmy Greenhoff, sem á við meiðsli að stríða. Liverpool sótti strax miklu meira og raunverulega furðulegt að liðið skyldi aðeins ná eins mark forustu fyrir leikhléið. Það var líka heldur óvænt mark á 36.mín. Engin hætta virtist, þegar Alan Kennedy fékk knöttinn um miðlín- una, lék aðeins upp vinstri kantinn og gaf fyrir — á stöngina fjær. Þar kom Kenny Dalglish aðvifandi og skoraði. 22. mark hans á leiktímabilinu — en nokkru áður hafði Gary Bailey, hinn 19 ára markvörður United, varið snilldarlega frá Dalgiish. Eftir aðeins tvær mín. í síðari hálfleik tókst Phil Neal að skora annað mark Liverpool. Þar við sat. Andy Ritchie, hinn 18 ára miðherji United, varð að yfírgefa völlinn vegna mciðsla og kom gamla kempan Stewart Houston í hans stað. Það styrkti vörnina en Joe Jordon var að mestu einn á báti í sókn Man. Utd. Komst litið áleiðis og var slakur — en um miðjan s.h. var hann þó illa felidur af Thompson innan vítateigs. „Þetta var vitaspyrna,” sagði Dennis Law í BBC, en einn frægasti dómari Englendinga, Clive Thomas, lét sem ekkert hefði skeð. Liverpool réð gangi leiksins en leikmenn liðsins voru ekki á skotskónum, þrátt fyrir snilldarieik úti á vellinum. Hinum megin fékk Steve Coppell tvö auðveld tækifæri til að skora en misnotaði bæði — og það hefði verið óréttlátt ef Liverpool hefði misst stig. Talsvert var um leiki í síðustu viku og við skulum nú lita á úrslitin. Fyrst Waldron náði forustu fyrir Southampton en Cyrille Regis jafnaði eftir að venjulegum leiktíma var lokið. Martin Buchan skoraði mark Man. Utd. í f.h. en i þeim síðari skoraði Frank Worthington tvívegis fyrir Bolton. 2. deild Fulham-Cardiff Brighton-Charlton Oldham-Blackburn Sunderland-Notts Co. 3. deild Exeter-Swindon Oxford-Plymouth fram að laugardegi. Bury-Carlisle Hull-Sheff. Wed. 1. deild Watford-Colchester Aston Villa-Derby 3—3 Brentford-Southend Man.Utd.-Bolton 1—2 QPR-Norwich 0—0 4. deild Southampton-WBA 1 — 1 Reading-Portsmouth York-Grimsby Glösster Sests augad Taktu myndavélina með þér í samkvæml og ferðalög, því: “Glöggt er gests augað”. Enn gleggra fáirðu myndina rétt framkallaða. Ný framköllunar- og kóperingaraðferð fyrir litmyndir, sem gefur þriðjungi stærri myndir en þessar venjulegu, litlu. Þá verður hvert smáatriði myndarinnar líka þriðjungi stærra og skýrara, gleggra en ella. Umboósmenn: Reykjavfk: Myndverk, Hafnarstræti 17 og Bókabúólr Braga, Hlemmtorgi og Lækjargötu Nana snyrtlvöruverslun Fellagöröum v/Noröurfell Árbæjarapótek, Hraunbæ 102 auk f jölda matvöruverslana Hafnarfjörðun Skffan, Strandgötu Akranes: Verslunin Óöinn Akureyri: Bókabúóin Huld, Hafnarstræti 97 Bildudaiun Kaupfélag Patreksfjaróar, Hafnarbraut 2 Breiðdalsvík: Kaupfélag Stööfiröinga Búðardalur. Kaupfélag Hvammstanga Dalvík: Verslunin Sogn, Goóabraut 3 Djúpivogur: Kaupfélag Berufjaróar Eyrarbakkl: Verslun Guólaugs Pálssonar, Sjónarhóli Fáskrúðsfjörður. Verslunin Þór h.f., Búóarvegi 3 Gerðar. Þorláksbúó, Gerðavegi 1 Hellisandun Hafnarbúóin Rifi, Rifsvegi Hólmavik: Kaupfólag Stelngrimsfjarðar Húsavík: Skóbúð Húsavíkur Hveragerðl: Kaupfélag Árnesinga útibú Höfn: Verslunin Silfurberg, Helóabraut 5 Suðurlandsbraut 20 - Simi 82733-22580 Isafjörður: Neisti h.f., Hafnarhúsinu Hafnarstræti9 Keflavik: Sfapafell, Hafnargðtu 29 Kópasken Kaupfélag Noröur Þingeyinga Laugarvafn: Kaupfélag Árnesinga Noskaupstaóur Versiun HðskuldarStefánssonar, Ólafsvik: Verslunin Kassinn, Ólafsbraut Patreksfjörður: Kaupfélag Patreksfjaröar, Aóalstræti 60 Raufarhöfn: Hafnarbúöin h.f., Álfaborg Reyóarfjöróur Kaupfélag Héraðsbúa Sandgerðl: Þorláksbúð, Tjarnargötu 1—3 Sauðérkrókun Bókaverslun Kr. Blðndal, Skagflrðingabraut 9 Selfoss: Kaupfélag Árnesinga, v/Austurveg Seyðisfjöróun Bókaverslun A. Bogasonar og E. Sigurðssonar Siglutjörður Verslun Gests Fanndal, Suðurgötu 6 Stokkseyrl: Allabúð Stykkishólmur Kaupfélag Stykkishðlms, Hafnargðtu3 Tálknafjörður Kaupfélag Tálknafjarðar Vestmannaeyjar Stafnes-Miðhús, Bárugðtu 11 Þlngeyrl: Verslun Gunnars Sigurðssonar, Hafnarstræli 2 Þorlákshöfn: Bóka ög Gjafabúóin, Unubakka 4 Ef ekki er umboðsmaður nálægur yður, þá má senda filmur í póst til: Gírómyndir, Pósthólf 10, Reykjavík. Wigan-Port Vale Barnsley-Hartlepool 2—2 2—0 5—0 3—0 1—2 3—2 2—2 1 — 1 0—3 3—0 2—0 0—0 5—3 1—0 Stórsigur Colchester í Lundúnum gegn Watford kom mjög á óvart. Þá eru það úrslitin á laugardag. 1. deild Birmingham-Wolves 1 — 1 Bolton-Middlesbro 0—0 Chelsea-Southampton 1—2 Coventry-Bristol City 3—2 Derby-Nottm. Forest 1—2 Leeds-Aston Villa 1—0 Liverpool-Man. Utd. 2—0 Man.City-Everton 0—0 Norwich-Ipswich 0—1 Tottenham-QPR 1—1 WBA-Arsenal 1—1 2. deild Blackbum-Burnley 1—2 Bristol Rov.-C. Palace 0—1 Cambridge-Fulham 1—0 Cardiff-Brighton 3—! Charlton-Stoke 1—4 Leicester-Sunderland 1—2 Luton-Millwall 2—2 Newcastle-Sheff. Utd. 1—3 Notts Co.-Oldham 0—0 Orient-West Ham 0—2 Wrexham-Preston 2—1 3. deild Blackpool-Tranmere 2—0 Carlisle-Chester 1—1 Colchester-Oxford 1—1 Lincoln-Peterbro 0—1 Mansfield-Hull 0—2 Plymouth-Brentford 2—1 Rotherham-Bury 2—1 Sheff. Wed.-Chesterfield 4—0 Shrewsbury-Watford 1 — 1 Southend-Gillingham 0—1 Swindon-Swansea 0—1 Walsall-Exeter 2—2 4. deild Aldershot-Northampton 2—0 Bournemouth-Reading 0—0 Crewe-Wigan 1 — 1 Darlington-Doncaster 3—2 Grimsby-Scunthorpe 1 — 1 Halifax-Huddersfield 2—3 Hartlepool-York 1 —i Hereford-Stockport 1—u Portsmouth-Wimbledon 0—0 Port Vale-Barnsley 3—2 Rochdale-Bradford 1—0 Liam Brady náði forustu strax á 2. mín. fyrir Arsenal í West Bromwich og leikmenn \yBA voru mjög slakir lengi vel. En á 58. mín. tókst Tony Brown að jafna — skallaði knöttinn með hnakkanum í mark og eftir það var þung sókn á mark Lundúnaliðs- ins. En Pat Jennings stóð þá fyrir sínuímarkiArsenal. Nottm. Forest komst í 2—0 með mörkum Birtles á 24. mín. og Martin O’Neil á 34. mín. David Webb skoraði fyrir Derby á 42. mín. og þar við sat. Gerry Daly var settur úr liðr Derby vegna þess að hann fór seint í rúmið eftir leik Derby í Birmingham á miðvikudag! Rúmlega 40 þúsund sáu slakan leik Lancashire-liðanna Man.City og Everton á Maine Road — aðeins sprettir Peter Barnes, sem vill fara frá City, vermdu áhorfendum og Wood var góður í marki Everton. Man. City hefur selt Ron Futcher til Minnesota Kickers í USA fyrir 120 þúsund sterlingspund. Hins vegar léku botnliðin Birming- ham og Úlfarnir vel í Birmingham. John Richards skoraði fyrir Úlfana en Alan Ainscow jafnaði. Úlfarnir sóttu mjög lokakaflann eftir að Martin Dennis, bakvörður Birming- ham, var rekinn af velli, en tókst þó ekki að skora. Coventry komst í 3—0 með mörkum Powell, Hutchison og Steve Hunt í f.h. en í þeim síðari skoruðu Mabbutt og Gow fyrir Bristol City. Poul Hart skoraði sigurmark Leeds gegn Aston Villa — Hollendingurinn Thyssen sigurmark Ipswich i Norwich. Holmes og Peach skoruðu fyrir Southampton en Stanley fyrir Chelsea. Bakvörðurinn Clemence náði forustu fyrir QPR gegn Tottenham en Steve Perryman jafnaði strax. Öll efstu liðin í 2. deild unnu á úti- völlum nema Brighton, sem steinlá í Cardiff. Þó skoraði Peter Ward fyrsta mark leiksins fyrir Brighton. Á svipuðum tíma í fyrra tapaði Brighton einnig í Cardiff og það varð til þess að Tottenham komst í 1. deild. Tottenham og Brighton voru með 56 stig í lok keppninnar í 2. deild í fyrra. Bolton sigraði með 58 stigum. Southampton hlaut 57 stig. Stoke sigraði Charltón með mörkum Richards, Randall, O’Callaghan og Irvine en Derek Hales skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu. Tveir leikmenn Charlton meiddust og liðið lék með 10 mönn- um lengstum i s.h. Sunderland og Crystal Palace unnu athyglisverða sigra — og West Ham vann Orient í innbyrðisviðureign Lundúnaliðanna. Pat Holland skoraði fyrra mark WH á 5. mín. en það var ekki fyrr en á lokamínútunni að Jeff Pyke gull- tryggði sigur West Ham. Ian Walsh skoraði sigurmark Palace. Þá má geta þess að Bruce Rioch, fyrirliði Skotlands á HM sl. sumar, skoraði eitt af mörkum Sheff. Utd. i New- castle. Eftir leikina á laugardag voru Watford og Swansea efst í 3. deild með 51 stig. Gillingham og Shrews- bury höfðu 48 stig, Carlisle 47. í 4. deild voru Grimsby og Reading efst með 54 stig. Aldershot hafði 5! stig og Wigan 50stig. -hsím. Úrslit í Evrópumótunum UEFA-bikar- keppnin I Beigrad. = Rauða stjaman, Belgrad, Júgóslavíu, Hertha Berlín, Vestur-Þýzkalandi, 1-0 (1-0). Markið Savic. Áhorfendur 85 þúsund. Evrópukeppni bikarhafa í Dússeidorf. Fortuna, Dússeldorf, Vestur-Þýzkalandi, — Banik Ostrava, Tékkóslóvakíu 3—1 (0-1). Fortuna. Kiaus Allofs, tvö, Thomas Allofs. Banik. Nemec. Áhorfendur 15 þúsund. Í Barcelona: — Barcelona, Spáni, — Beveren, Belgíu, 1-0 (0-0). Mark Carlos Rexach vitaspyrna. Áhorfendur 110 þúsund. Evrópukeppni meistaraliða í Nottingham: Nottingham Forest, Englandi,-Köln, Vestur-Þýzkalandi, 3—3 (1-2) Mörk Forest. Gary Birtles, Ian Bowyer og John Robertson. Mörk Köln. Roger van Gool, Dieter Múller og Yasuhiko Okudera. Áhorfendur 42 þúsund. í Vínarborg. Austria Vínarborg, Austurríki, — Malmö FF, Sviþjóð, 0- 0. Áhorfendur 70 þúsund.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.