Dagblaðið - 17.04.1979, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 17.04.1979, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 1979. Iþróttir Iþróttir I d Iþróttir Iþróttir Skíðalandsmótið á ísafirði: Haukur var f sérf lokki 2. Magnús Eiríksson, S. 3. Þröstur Jóhannsson, í. 56.42 I 4. Trausti Sveinsson, F. 56.44 5. Halldór Matthíasson, R. 56.50 57.35 Æfir 5 tíma á dag! „Færið var ekki nógu gott til að byrja með en það lagaðist er líða tók ó gönguna,” sagði hinn margfaldi meist- ari Haukur Sigurðsson frá Ólafsfirði eftir 30 km gönguna. Það var sólskin og um þriggja stiga hiti er göngumenn- irnir hófu 30 km gönguna og fór veður hlýnandi og þar af ieiðandi áttu göngu- mennirnir i miklum erfiðieikum með að flnna réttan áburð. Vegna mikOs hæðar- munar i brautinni var þetta enn erfið- ara. Haukur Sigurðsson tók forystuna mjög fijótt, gekk hann gönguna mjög jafnt allan timann og á mun meiri hraða en aðrir keppendur. Kom hann 6 mín. á undan næsta manni i mark. Aðeins fimm sek. skildu næstu tvo menn, þá Magnús Eiríksson og Trausta Sveinsson, en Trausti hefur nú hafið æfingar á ný eftir rúmlega tveggja ára hlé. Sýndi hann hér gamla takta með skemmtilegum tilþrifum. Helzta von ísfirðinga, Þröstur Jóhannsson, byrj- aði gönguna nokkuð vel, en hann varð að hætta göngunni eftir 10 km, og hefur þar iíklega áburðurinn sett strik í reikninginn. Reykvísku göngumenn- irnir byrjuðu gönguna frekar illa en eftir að hafa skipt um áburð, þá gekk mun betur hjá þeim seinni hluta göng- unnar. Halldór Mattíasson vann á í síð- ari hluta göngunnar. Göngubrautin var fjölbreytt og skemmtileg og krafðist hún verulegrar skíðakunnáttu. Framkvæmd göngunn- ar tókst í alla staði mjög vel. Göngu- stjóri var Sigurður Jónsson og brautar- stjóri Arnór Stígsson. Úrslit í 30 km göngu 1. Haukur Sigurðsson, Ó. 92.20 2. Magnús Eiríksson, S. 98.20 3. Trausti Sveinsson, F. 98.25 4. Halldór Matthiasson, R. 99.43 5. KristjánGuðmundsson, í. 105.28 Úrslití 15 km göngu 20ára og eldri: 1. Haukur Sigurðsson, Ó. 54.31 Hinn sterki göngumaður frá Ólafs- firði, Haukur Sigurðsson, virðist vera í sérfiokki meðal islenzkra göngumanna nú. Hann hefur æft fimm tima á dag síðustu átta mánuði, enda lætur árang- urinn ekki á sér standa. Hann sigraði með yfirburðum í 15 og 30 km göngu á ísafirði um páskana. Haukur sagðist vera óvenjulítið þreyttur eftir 30 km gönguna. Ástæðuna fyrir þvi taidi hann að i boðgöngunni á laugardag hafi hann fundið vissan takt sem hann hafi getað haldið í þcssari göngu, það er að reyna að halda sama hraða alla þrjá hringina. Yfir sumartimann æfir Haukur sig á hjólaskfðum en af þeim á hann tvö pör önnur fyrir malbik en hin fyrir möl. Byggjast æfingar hans 30—40% á malarskiðunum. Haukur þakkar einnig hinum frábæra sænska skíðaþjálfara Kurt Ekros velgengni sína. í Svíþjóð tók Haukur þátt í göngu- móti fyrir skömmu, náði hann mjög góðum árangri. Hafnaði hann í 42. sæti af 4000 keppendum. Sigraði hann þar meðal annars þann er sigraði Vasa- gönguna i ár. Haukur leiddi gönguna fyrstu 32 km og eftir 52 km var hann kominn í 12. sæti, en þá fékk hann magakrampa svo hann varð að hægja ferðina veruiega og fóru einir 25 Hid fullkomna - tvöfalda - einangrunargler ífsso) srBitKHJA GLERBORG HF. hefur nú enn sem fyrr sýnt fram á forystuhlutverk sitt (framleiöslu einangrunarglers á Islandi, meó endurbótum ( framleiðslu og fram- leiðslutækni. Með tilkomu sjálfvirkrar vélasamstæðu i fram- leiðslunni getum við nú ( dag boðiö betri fram- leiöslugæöi, sem eru fólgin I tvöfaldri llmingu I stað einfaldrar. Af sérfræðingum sem stundað hafa rannsóknir á einangrunargleri er tvöföld líming besta framleiðslu- aðferð sem fáanleg er ( heiminum I dag. Hefur hún þróast á undanförnum 10 árum, (það sem hún nú.er. Aðferðin sameinar kosti þeirra afla sem ekki hefur verið hægt að sameina ( einfaldri llmingu, en það er þéttleiki, viðloöun og teygjanleiki. í grundvallaratriöum eru báðar aðferðirnar eins. Sú breyting sem á sér stað í tvöfaldri límingu er sú, að þegar loftrúmslistar (állistar milli glerja), hafa verið skornir ( nákvæm mál fyrir hverja rúðu, fylltir meó rakaeyðandi efni og settir saman á hornum, þannig að rammi myndast, þá er rammanum rennt ( gegn um vél sem sprautar „butyl“ llmi á báðar hliðar listans. L(m þetta er 100% rakaþétt og innsiglar þannig þéttleika rúðunnar. YfirKmi er sþrautað slðast inn á milli glerja og yfir álrammann, með þv( fæst samheldni milli glerja og sá sveigjanleiki sem glersamsetning þarf að hafa til þess aö þola vindálag og hreyfanleika vegna hita- stigsbreytlnga. Helstu kostir þessarar aðferðar eru: 1. Margfalt meiri þéttleiki gagnvart raka. 2. Minni kuldaleiðni, þar sem rúður og loftrúmslisti liggja ekki saman. 3. Meiraþolgagnvartvindálagi. GLER LOFTRUM ALLISTI MILLIBIL ÞETTILISTI RAKAEYÐINGAREFNI SAMSETNINGARLIM DB-mynd Þorri. göngumenn fram úr honum þá. Það væri gaman að geta dvalið við æfingar erlendis í eitt til tvö ár, en það er nú ekki endanlega ákveðið ennþá. Stefnan hjá mér núna er að geta æft vel fyrir ólympíuleikana næsta vetur og vera þá í toppæfingu, sagði Haukur að lokum. Spennan eykst íÞýzkalandi Leikmenn þýzka meistaraliðsins, Köln, eru komnir í stuð. Á laugar- daginn unnu þeir stórsigur á einu af efstu liðunum, Eintracht Frankfurt, 1— 4 — og það er í fyrsta sinn, sem Köln sigrar Eintracht i Frankfurt frá þvi í marz 1969. Dieter Miiller, Roger van Gool, Zimmermann og Wilmer skoruðu mörk Kölnarliðsins en Eisener fyrir Frankfurt. Efsta liðið Kaiserslautern tapaði 3— 1 í Duisburg þó svo liðið næði forustu með marki Benny Wendt. Bayern Miinchen og Stuttgart gerðu jafntefli 2— 2 og Hamborg sigraði. Þar skoraði Kevin Keegan tvö mörk. Vegna bilunnar í fjarrita blaðsins á laugardag höfum við ekki heildar- úrslitin í Vestur-Þýzkalandi. Kaiser- slautern er efst með 38 stig eftir 27 leiki. Stuttgart hefur 37 stig eftir sama leikjafjölda og Hamborg 36 stig eftir 26 leiki. Siðan kom Bayern Munchen og Frankfurt með 31 stig. Dundee Utd. langefst Dundee Utd. heldur áfram sigur- göngu sinni i skozku úrvalsdeildinni. Sigraði Hearts á laugardag 3—0 á úti- velli og Celtic sl. miðvikudag 2—1 í Dundee. Liðið hefur nú átta stiga forustu i deildinni en mjög kom á óvart á laugardag að Rangers tapaði fyrir botnliðinu Motherwell, sem þegar er fallið niðurí 1. deild. Celtic lék þá við St. Mirren í Paisley og sigraði með marki George McClusky á 44.mín. Það var eina mark leiksins. Leiknum var lýst í BBC og sagði þulurinn, að Jóhannes Eðvalds- son hefði verið mjög traustur í vörn Celtic. Staðan i úrvalsdeildinni er nú þannig. DundeeUtd. 32 17 7 8 48—32 41 Rangers 27 12 9 6 36—25 33 Aberdeen 28 10 11 7 45—26 31 Celtic 26 13 5 8 41—29 31 Hibernian 30 9 13 8 37—33 31 Morton 32 10 11 11 44—48 31 St. Mirren 31 12 5 14 37—36 29 Partick 28- 10 7 11 29—29 27 Hearts 28 8 7 13 37—51 23 Motherwell 31 5 5 21 28—72 15 Enn sigraði Bill Rodgers Bill Rodgers, USA, sigraði i Boston maraþonhlaupinu i gær — þriðji sigur hans í hlaupinu síðustu fimm árin. Tfmi hans mjög góður — 2 klst. 9 mfn. og 27 sek. Annar var Seko, Japan, á 2:10.12. Þriðji Robert Hidge, Kanada, 2:12.30 og Tom Fleming, USA, hlaut sama tfma og varð fjórði. Fimmti Gary Björkland.USA, 2:13.14.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.