Dagblaðið - 17.04.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 17.04.1979, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 1979. mmuww frjálst, nháð dagblað Otgefandt Dagblaflið hf. FramkvnmdastJAH: Svalnn R. EyJóHaatxi. Rltatjöri: Jönaa Kriatjinaaon. Fréttaatjóri: Jön Blrglr Péturaaon. RltatJAmarfultrúl: Haukur Halgaaon. SkrtfatofuatJAri ritatjómor Jöhannoa RsykdaL iþröttlr Hallur Sknonaraon. Aflatoðarf rittaatjörar Atfl Stalnaraaon og Ómar ValdF marsaon. Manningarmil: Aöalatuinn IngöHsson. Hatldrit: Ásgrimur Pilaaon. Blaflamann: Anna Bjamason, Aagalr TAmasaon, Bragl Slguiflaaon, Döra Stafinsdóttir. Gissur Sigurfls- aon, Gurmlaugur A. Jönaaon, HaHur Hallaaon, Halgl Pitursaon, Jönas Haraldaaon, Ólafur Gairaaon, Ólafur Jönsson. Hflnnun: Gufljón H. Pilason. LJösmyndln Aml Pill Jöhannaaon, BJamlaHur BJamleHsson, Hflrfiur VHhJilmason, Ragnar Th. Slgutfls- son, Svainn Pormöðsaon. Skrifatofustjóri: Ólafur EyJóHsson. GJaldkari: Prilnn ÞoriaHaaon. Sökistjóri: Ingvar Svalnaaon. DraHlng- aratjöri: Mir E.M. HaUdörsson. Rhstjöm Slflumúla 12. Afgraiflala, iakrtftadaild, auglýalngar og akrifstofur ÞveihoM 11. Aflalaknl blafiakis ar 27022 (10 Itnuri. Askrift 3000 kr. i minufii innanlands. i lausaafllu 150 kr. alntaklfl. Satnktg og umbrot Dagblafllð hf. Slflumóla 12. Mynda- og plfltugeifl: Hilmk hf. Slðumúla 12. Prantun: Arvakurhf. SkaHunnl 10. Frelsið hefur vinninginn Vinstri stjórnin hefur stöðvað framkvæmd laganna um frjálsa verðmyndun og afnám samkeppnis- hamla, sem voru eitt skásta verk fyrri ríkisstjórnar. Forsætisráðherra hafði í frumvarpi sínu farið inn á stefnu Alþýðubandalagsins í þessum efnum, þótt lögin frá í fyrra hefðu verið á hans vegum. Á elleftu stundu fengu alþýðuflokksmenn fram breytingar á frumvarpinu, sem halda opinni smugu til að einhvers staðar verði verðlagning gefin frjáls. Þetta er þó aðeins snuð upp í kratana, sem líklega verður til lítils. Eðlilegt er, að almenningur óttist miklar verð- hækkanir, ef verðlagning yrði í skyndingu gefin frjáls. Víða eru lamandi samkeppnishömlur. Verðskyn neyt- enda hefur verið slævt í óðaverðbólgu. Rétt stefna í verðlagsmálum væri fyrst og fremst að vinna á hinum ótalmörgu verðbólguhvötum í kerfinu. Byggja verður upp neytendasamtök, sem rísa undir nafni, og efla verðskyn almennings. Á slíkt skorti stórlega i laga- setningunni í fyrra. Þetta ætti að vera verkefni ríkis- stjórnarinnar, en jafnframt ætti hún að legga inn á braut aukins frelsis, alls staðar þar sem þess er kostur, eða eins og sagði í lögunum frá í fyrra, þar sem sam- keppni er „nægileg”. Neytendur mega vita, að núgildandi verðlagshöft þjóna þeim ekki. Frjáls verðmyndun mundi leiðbeina efnahagsstarfseminni í samræmi við óskir og hag þjóðarinnar, enda er það verkefni verðmyndunar að nýta afkastagetu þjóðfélagsins með þeim hætti, sem skapar mesta framleiðslu með minnstum tilkostnaði. Haftastefna veldur því, að þjóðin hefur úr minna að spila. Merki verðlagshaftanna má sjá hvarvetna. Innkaup til landsins hafa verið gerð óhagkvæmari. Kerfið verðlaunar menn fyrir að kaupa dýrt inn. Framfarir hafa orðið minni en ella í vörudreifingu. Framleiðni fyrirtækjanna hefur verið haldið niðri. Dregið hefur úr samkeppni milli fyrirtækja og þjónustu þeirra við neytendur, enda engin samkeppnis- löggjöf verið til staðar. Höftin hafa auðveldað ,,samráð” milli fyrirtækja til að halda verði uppi og þjónustu niðri. Margs konar spilling önnur þrífst undir núverandi kerfi. Verðskyn neytenda hefur verið deyft, þar sem menn hafa trúað á forsjá hins opinbera en ekki haft hvatningu til að gera eigin samanburð á verði, gæðum og þjónustu. Það er misskilningur, að verðlagskerfið hafi tryggt lægra vöruverð en ella yrði. Reynsla annarra þjóða bendir í þveröfuga átt. Sem dæmi má nefna, að verðlagshækkanir hafa verið 1240 prósent síðustu 15 ár hér á landi, þar sem ríkja víðtæk verðmyndunarhöft og engar reglur fyrir- finnast um samkeppni. í Noregi og Danmörku, þar sem verðlagseftirlit er nokkuð en jafnframt eftirlit með samkeppni, voru verðlagshækkanir á sama tíma 155— 200 prósent. í Svíþjóð er verðmyndun frjáls en eftirlit með samkeppni, og voru verðhækkanir þar 150 prósent á þessu tímabili. í Vestur-Þýzkalandiog Banda- ríkjunum voruverðhækkanir aðeins 80—100 prósent á þessum tima, en þar er verðmyndun frjáls og sam- keppnishömlur bannaðar. Þessi dæmi sýna, að enginn teljandi árangur er af verðlagseftirliti, þegar á heildina er litið. Önnur atriði ráða verðbólgunni. Kostir frjáls- ræðisins vega'miklu þyngra en hugsanlegir ókostir, þegar til lengdar lætur. Stríðið í Kambódíu: Vfetnamar í sömu súpu og Bandarík- in voru í Víetnam Bandarískir sérfræðingar hafa komizt að þeirri niðurstöðu að stríðs- rekstur Víetnama í Kambódíu sé eftirmynd af þeirra eigin háttum á meðan þeir börðust við Viet Cong og Norður-Víetnama þar eystra. Þykir þeim kaldhæðnislegt að sjá nú Viet- nama beita sömu skyndisóknunum með sérstökum leiðöngrum gegn V. ii ii ii ....... Kambódíuher. Segja þeir þetta vera nákvæmlega sömu aðferðirnar og Bandaríkjaher beitti gegn Viet- nömum ásinni tíð. Samkvæmt bandarískum heimildum sem sagðar eru unnar upp úr fregnum víðs vegar að eiga Viet- namar nú í sömu erfiðleikunum með Kambódíuhe' sem beitir nú aðferðum skæruliða eins og Banda- ríkjamenn mættu í hemaðinum í Víetnam. Víetnamar eru meira að segja sagðir hafa þróað hernaðar- tækni skæruliða betur og fullkomnar en nokkrum hafði áður tekizt. Er því ekki leiðum að líkjast þegar Kambódíuher tekur þá til fyrirmynd- ar. Kaldhæðnislegt hlýtur það aftur á Maraþonkeppni iþróttafólks í hin- um ýmsu íþróttagreinum er nú orð- inn næstum daglegur viðburður hér- lendis. Hver hópurinn af öðrum í ýmsum landshlutum hefur þreytt slíka þolraun að undanförnu tU þess að reyna að afla iþróttafélögunum f jár. Reynt ei að segja íslandsmet og jafnvel heimsmet með því að leika með knöttinn sólarhringum saman. Ég álít að áhugamannsstarfið sé komið út á hálan ís með þolkeppni af þessu tagi þó að þær séu fram- kvæmdar í þeim tilgangi að afla fjár fyrir félög eða íþróttadeildir og rekstur þeirra. Mér frnnst líklegt að hinir fjölmörgu stuðningsaðUar íþróttastarfs í landinu vUdu með glöðu geði greiða félögunum þetta styrktarfé eftir öðrum og skynsam- legri leiðum. Ég trúi því ekki að það Hvers konar maraþonkeppni hefur mikið verið i fréttum að undanförnu. Það er ekki einungis i knattleikjum, eins og Hafsteinn skrifar um, heldureinnig á mörgum öðrum sviðum. Þessi mynd sýnir maraþonkeppni i skák. Örþrifaráð f öf I- un rekstrarfjár

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.