Dagblaðið - 17.04.1979, Blaðsíða 36

Dagblaðið - 17.04.1979, Blaðsíða 36
Jón Gunnarsson í Sædýrasafninu leitar eftir kyni dýrsins. Karlkyns, sagði hann. Maður fannst látinn íNaut- hólsvíkurlæk Snemma á páskadagsmorgun var, lögreglunni tilkynnt um mann sem lík- lega væri látinn í læknum í Nauthóls- vík. Var fljótt brugðið við og maðurinn fluttur í slysadeild, en er þangað var komið reyndist hann látinn. Hinn látni hét Helgi Ríkharðsson. frjálst, aháð daghlað ÞRIÐJUDAGUR17. APRÍL1979. Njarðvík: Fiskiðjunni lokað og opnuð á víxl Fiskiðjan hf. í Njarðvik hóf aftur vinnslu um klukkan átta í gærkvöldi en heilbrigðisfulltrúi kaupstaðarins hafði stöðvað starfsemi bræðslunnar um klukkan 13.30 í gærdag vegna meng- una sem barst yfir Kefiavíkurkaupstað. Fyrir páskahelgina samþykkti bæjar- stjóm Njarðvikur áskorun til heil- brigðisnefndar um að leyfa ekki vinnsiu á hráefni, sem bærist til Fisk- iðjunnar eftir 15. mai næstkomandi. Telur bæjarstjórnin, að sögn Alberts K. Sanders bæjarstjóra, að dregizt hafi úr hömlu að setja upp fullnægjandi hreinsitæki við verksmiðjuna. Gunnar Ólafsson, forstjóri Fiskiðj- unnar, sagði í viðtali við DB í gær, að yfirvöld hefðu stöðvað rekstur verk- smiðjunnar í rúma viku samtals í vetur. Værí ekki fjarri lagi að áætla að við það hefði framleiðsluvirði hennar minnkað um 100 milljónir og beint tjón því samfara væri á milli tuttugu og þrjátíu milljónir. Hann sagði höfuð- ástæöuna fyrir þeim drætti sem orðið hefði á að setja upp hreinsibúnað vera skort á fjármagni. Vopnafjörður: Hafísinn á undanhaldi — Brettingur lét ísinn ekkiaftrasér ísinn í Vopnafirði var á undanhaldi á páskadag og í gær. ísspöngin sem fjörðinn fyllti var í gær úr í miðjum firði og aðeins stakir jakar á firðinum. Vonast Vopnfirðingar nú til að vanda- málum vegna íssins taki nú senn að ljúka. Mikil vinna hefur verið í frystihúsinu og unnið var bæði á skírdag og á laugardag fyrir páska. Kom skuttogar- inn Brettingur inn til Vopnafjarðar um síðustu helgi og var ekki nema 10—15 mínútum lengur en venjulega að sigla inn fjörðinn gegnum ísinn. Á sama tíma sneru sanddæluskip frá vegna íss svo og skip með fóðurbæti. Fór hið síðarnefnda til Bakkafjarðar og skip- aði þar öllu á land og hefur fóðurbæt- inum nú verið ekið á ákvörðunarstað. Allir sem vettlingi hafa getað valdið hafa verið í vinnu. Mun fiskvinnu lokið á næstu dögum og verður þá bið eftir næsta vinnslufarmi. - ASt / HK Vopnafirði BRÚ TÓK AF í SNJÓFLÓÐI „Snjóflóðið féll á brúna einhvern tima á bilinu milli sjö og átta á skír- dagskvöld og tók brúna með sér i heilu lagi,” sagði HjörleifurÓlafsson hjá Vegagerðinni í viðtali við DB í morgun, en á skírdag lokaðist aðal- leiðin að vetrarlagi milli Akureyrar og Húsavíkur, þar eð snjóflóð féll á veginn í Dalsmynni í Fnjóskadal og tók þar af brú. Hefur áður fallið snjóflóð á veginn á sama stað og er brúin ekki nema nokkurra ára gömul að sögnHjörleifs. ,,Það reyndist hins vegar litill snjór á Vaðlaheiðinni og hún var mokuð á laugardagsmorgun,” sagði Hjörleif- ur. ,,Við munum samt leggja allt kapp á að byggja brúna á ný, enda þolir Vaðlaheiðin enga vorumferð vegna aurbleytu sem nú fer að gera vart viðsig.” - HP Mikill hiti út af netaveiðibanni „Liggur við borgarastyrjöld" —vantrauststillaga á sjávarútvegsráðherra? „Segja má, að liggi við borgarastyrj- öld,” sagði Karl Steinar Guðnason al- þingismaður (A) í morgun um hinar nýju takmarkanir á þorskveiðum. Hann sagði að verið væri að flytja níu milljarða milli landshluta með því að banna netaveiði frá 1. maí frá Eystra Horni að Homi. Þá væri miðað við, að afli Suðurnesjamanna gæti annars orðið 30—40 þúsund tonn á tímabilinu 1.—15. maí eins og hann hefði mestur orðið. ,,Ég er ákaflega óhress sem Suður- nesjamaður en viðurkenni að gæta verður hagsmuna þjóðarheildarinnar,” sagði Karl Steinar. Vestfirðingar segðu hins vegar, að hávertíð þ; :rra væri á sumrin og ætti að miða takmarkanir við metafla, sem varð hjá þeim í fyrra, en aflahrunið á Suðurnesjum siðustu ár. Vestfirðingar segja að verði neta- veiðin nú ekki skorin niður, muni ekk- ert verða eftir handa þeim í sumar, þar sem hámarkið hefur verið sett við 200—290 þúsund tonn á árinu. „Skilar raunvöxtum," segir sjávarútvegs- ráðherra „Fiskveiðitakmarkanirnar eru sparnaður, sem skilar þjóðarbúinu raunvöxtum,” sagði Kjartan Jóhanns- son sjávarútvegsráðherra í morgun. „Þær munu yfirleitt nýtast á sama svæði síðar. Þannig munu takmarkanir á veiði vertíðarfisksins nýtast á vertíð síðar og takmarkanir á veiði togara á smáfiski koma togurum til góða síðar. Aðgerðunum er ekki stefnt að neinum landshluta heldur hugsað til, hvað væri nauðsynleg út frá sjónarmiði þjóðar- heildarinnar.” Gífurlegur hiti hefur verið í þorsk- veiðimálum. Sjávarútvegsráðherra hefur sætt gagnrýni úr öllum áttum, en hann segist reyna að fara bil beggja. Tveir fyrrverandi sjávarútvegsráðherr- ar, Lúðvík Jósepsson (AB) og Matthias Bjarnason (S), hafa rætt um að flytja vantrauststillögu á sjávarútvegsráð- herra. Þeir hafa gagnrýnt hann fyrir að draga taum Suðumesjamanna. -HH Stefnir í gjaldþrot Olíumalar hf. — flestsveitarfélögin andvig hlutafjéraukningu AUt virðist nú stefna í gjaldþrota- skipti Olíumalar hf. Sveitarfélög þau eru standa að fyrirtækinu eru treg til þess að samþykkja að leggja til aukið hlutafé, sem er skilyrði þess að ríkið leggi fram stóran hluta fyrirhugaðrar hlutafjáraukningar. Bæjarstjórnin á Seltjarnarnesi hefur þegar samþykkt að leggja ekki fram frekara hlutafé og var það sam- þykkt með 4 atkvæðum gegn 1, en 2 sátu hjá. Þá var samþykkt samhljóða í hreppsnefnd MosfeUssveitar að leggja ekki fram hlutafjáraukningu. Bæjarstjóm Hafnarfjarðar hefur enn ekki tekið formlega afstöðu, en Ámi Grétar' Finnson, bæjarfuUtrúi í Hafnarfirði, sagði í morgun, að hann reiknaði ekki með samþykki bæjar- stjómar Hafnarfjarðar og lýsti sig persónulega andvígan hlutafjáraukn- ingu í fyrirtækinu. Bæjarráð Kópavogs hefur lagt fram tiUögu fyrir bæjarstjóm, þar sem sett em þau skilyrði fyrir hluta- fjáraukningu, að önnur sveitarfélög er standa að Olíumöl hf. leggi einnig fram aukið hlutafé. Þaö má því reikna með að Kópavogur hafni einnig. Eina bæjarfélagið, sem hefur sam- þykkt hlutafjáraukningu er Grinda- vik. Fyrirhugað var að leggja fram 400 mUljónir til OUumalar hf. frá ríki, sveitarfélögum og verktökum, standa að fyrirtækinu. „ ...þá liggur fyrir gjaldþrot” — segir stjórnarformaðurinn ~ „Það er á hreinu, að ef hlutafjár- aukningin fæst ekki til OHumalar hf., þá liggur ekkert fyrir annað en gjald- þrot,” sagði Ólafur G. Einarsson stjómarformaður OUumalar hf. í vjðtaU við DB í morgun. ,,En þessi „prósess” er alls ekki búinn, þótt einstök sveitarfélög sam- þykki ekki hlutafjáraukninguna. Það var alltaf viðbúið að hluthafar nýttu sér ekki heimild sina til fuUs og þá er að bjóða öðrum að kaupa hlutaféð. „Aðalfundur Oliumalar verður á föstudag og þá skýrast máUn væntan- lega, en sveitarfélögunum hafa þó ekki verið sett ákveðin tímamörk til ákvörðunar vegna þess fundar,” sagði ÓlafurG. Einarsson. -JH. Átta metra andar- nefja drapst f fjörunni Hvalurinn talinn hafa leitað upp ífjöruna sakirelli Laust eftir hádegi í gær varð þess vart að hvalur var orðinn landfastur í fjörunni vestan við Grandagarðinn í Reykjavík. Brauzt dýrið harkalega um þá er undan því fjaraði og særðist við þau átök, enda rótaði dýrið jarðvegi til með sporði sínum líkt og jarðýta hefði verið að verki í fjömnni. Lögreglumenn kvöddu til Brynjólf Sandholt dýralækni og Jón Gunnars- son forstjóra Sædýrasafnsins honum til aðstoðar. Jón sagði í viðtaU við DB að þama hefði verið um að ræða andainef iurúm- lega átta metra langa. Kvað Jón þessi dýr orðin sjaldséð en þau hefðu verið algeng við íslandsstrendur hér á ámm áður. Jón taldi að dýrið hefði verið orðið mjög gamalt, enda búið að ná Lögreglumenn, dýralæknir, sérfróðir og forvitnir safnast saman um hvaiinn við Granda eftir að hann var dauður. DB-myndir. Sv. Þorm. algerri hámarksstærð samkvæmt fræðibókum: Mikið var af sníkju- dýrum á hvalnum og tók dýralæknirinn sýni af þeim. Jón taldi að eUi eða sjúkdómur væri líklega orsök þess að dýrið leitaði hér á fjöru sem þarna er. Dýrið var bundið landfast af starfs- mönnum hafnarinnar í gær en í dag mun í ráði að flytja þá á sjó út og reyna að sökkva því. Engin leið er að nýta slík dýr nú tU dags, þótt það hefði ekki verið látið úr greipum ganga á árum áður. -ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.