Dagblaðið - 17.04.1979, Blaðsíða 21

Dagblaðið - 17.04.1979, Blaðsíða 21
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 1979. 21 íþróttir Iþróttir I) i Iþróttir Iþróttir —sigraði Víkingi úrslitaleik íslandsmótsins Bjami Guðmundsson skoraði sjöunda mark Vals á 15. mínútu úr hraðaupp- hlaupi eftir að Óli Ben. hafði varið, 7— 4 og síðan 8—5. Víkingar náðu að minnka forskot Vals í eitt mark, Páll og Ólafur Jónsson með tvö glæsimörk, 8—7, síðan 9—8 en staðan í leikhléi var 11—9 Val í vil — Viggó .Sigurðsson skoraði níunda mark Vals, sem hafði náð þriggja marka forustu, 11—8. Spennan var gífurleg — og viðureign þessara risa stórgóð. Þegar í upphafi síðari hálfleiks minnkaði Víkingur muninn í 11 —10, Páll Björgvinsson þá að verki eftir yfirvegaða sókn Víkinga. Jón Pétur svaraði fyrir Val, Viggó minnkaði enn muninn — hans sjötta mark. Á 9. mínútu skildi enn eitt mak, 13—12, og Stefáni Gunnarssyni vikið af velU en Víkingar héldu áfram að gera mistök — Valsmenn komust þrjú mörk yfir, 15—12, 15 minútur eftir, Brynjar Kvaran varði víti frá Viggó, skömmu síðar skaut Árni Sigurðsson í stöng og Valsmenn náðu fjögurra marka forustu, 16—12 og tólf mínútur eftir. En á næstu mínútu skoruðu Víkingar tvívegis, Viggó í bæði skiptin, 16—14, Þorbjöm Jensson jók forustu Vals enn — 17—14. Páll Björgvinsson minnkaði muninn enn, 17—15 úr víti. En aftur náðu Valsmenn þriggja marka forustu, Jón Pétur. Þorbjörn Jensson var rekinn af velli í annað sinn — og enn gafst Víkingum tækifæri á að minnka muninn, en Öli Ben. varði víti Páls Björgvinssonar. Engu að síður minnkaði Steinar Björgvinson muninn í tvö mörk, 18—16 og fjórar mínútur eftir. Þorbjörn Guðmundsson kom Val í 19—16, Viggó svaraði fyrir Víking 19—17, En Valsmenn lém ekki deigan síga — Bjarni Guðmundsson skoraði 20. mark og Jón Karlsson innsiglaði sigur Vals, 21 —17, um leið og flautan gall — Valur íslandsmeistlari. Valsmenn verðskulduðu sigur — því þeir börðust af krafti og í markinu áttu þeir mann leiksins, Ólaf Benediktsson. Þessi snillingur varði hvað eftir annað snilldarlega, 15 skot allt í allt. Þar af eitt víti. Auk þess kom Brynjar inná, til að verja víti. Með slíka markvörzlu, þá er vart annað hægt en að sigra, því þegar Óli varði — og það á mikils- verðum augnablikum, þá lyfti það undir Valsmenn um leið og það dró Víkinga niður. Valsmenn þykja ekki leika fallegan handknattleik — leikmenn eru stórir og þungir og þeir nýta þessa kosti sér vel — en árangurs- rikur er handknattleikur Vals. Það sannar árangurinn þrjú síðustu árin. Og að baki þessum árangri er snjall þjálfari — Hilmar Björnson. Víkingar máttu sætta sig vjð að tapa naumlega af meistaratign þriðja árið i röð. 1976 unnu Víkingar Valsmenn tvívegis en engu að síður stóðu. Vals- menn uppi sem sigurvegarar. 1 fyrra • skoruðu Valsmenn sigurmark sitt þegar sex sekúndur voru til loka. Og nú mega Spónaplötur - harðviður Flesiar þykkiir af spónaplötum eru nú fáanlegar í nýju byggingavörudeildinni, auk allra algengmtu harðvidartegunda. Viðanpónn ímiklu úrvali. Vanti þig timbur til smíða í heimahúú leyúr bygginga- vörudeildin vandann á fljótlegan og þcegilegan hátt. Byggingavörudeild jl^ Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Simi 10600 Malmö og Köln með pálmann í höndunum „Það er mjög erfitt að leika gegn Malmö FF — og við fengum varla tæklfæri í leiknum,” sagði þjálfari Austria Vinarborg eftir að Austria og Malmö höfðu gert jafntefli 0—0 í Evrópubikamum — keppni meistara- liða — i Vínarborg á miðvikudag. Ekkert mark var skorað i leiknum og vonbrigði áhorfenda, sem voru rúmlega 70 þúsund í Vinarborg voru mildl. Sænska liðið ætti nú að hafa góða möguleika að komast i úrslit keppninnar i Múnchen i mai. Sænsku leikmennirnir gáfu þeim austurrísku aldrei frið — og eftir þvi, sem leið á leikinn, voru þeir sterkari aðilinn. En Svíana vantaði Anders Ljungberg, miðherjann, sem skoraði þrjú mörk gegn Wisla Krakow — og án hans tókst þeim ekki að skora. Þó munaði sáralitlu að Cervin skoraði rétt fyrir leikslok. Austria komst í úrslit í Evrópukeppni bikarhafa í fyrravor en tapaði í úrslitum fyrir Anderlecht — 4—0 í París. Jafntefli Forest í hinum undanúrslitaleiknum í Evrópubikarnum á miðvikudag, gerðu Nottingham Forest og Köln jafntefli i Nottingham, 3—3, í æsispennandi leik. Þýzka meistaraliðið kom heldur betur á óvart í byrjun leiksins — og tókst þá tvívegis að skora. Fyrst belgíski lands- liðsmaðurinn Roger van Gool á 5. mín. og síðan Dieter Miiller á 19. mín. eftir sendingu van Gool. En ensku meistararnir gáfust ekki upp þó á móti blési. Gary Birtles minnkaði muninn í 1—2 fyrir hálfleik — og í síðari hálfleiknum komst Forest í 3—2 með mörkum lan Bowyer og John Robertson, sem skallaði í markið eftir sendingu Birtles. En Köln tókst að jafna. Japanski leikmaðurinn Yasuhiko Okudera kom inn á sem varamaður á 80. mín. og honum tókst að skora með raunverulega sinni fyrstu spyrnu. Fékk knöttinn frá van Gool og spyrnti á mark Forest nokkru fyrir utan vítateig. Knötturinn hafnaði í markinu — mikið klaufamark hjá Peter Shilton og möguleikar Forest að komast í úrslit keppninnar virðast nú ekki miklir. Liðin leika í Köln 25. april. Vörn Beveren sterk í Evrópukeppni bikarhafa lenti Barcelona í hinum mestu erfiðleikum með belgísku bikarmeistarana Beveren á Spáni. Tókst þó að sigra með marki Carlos Rexach úr vítaspyrnu á 66. min. Barcelona sótti mjög í leiknum ákaft hvatt af 110 þúsund áhorfendum, en vörn belgíska liðsins var sterk og lands- liðsmaðurinn Pfaff snjall í marki. Beveren ætti að hafa allgóða möguleika á að komast í úrslit keppninnar, því yfirleitt sýnir Barcelona, með öllum sinum frægu leikmönnum, lítið á útivöllum. Johan Neeskens, sem gert hefur 5 ára samning við Cosmos, féll, víti Barcelona. Var felldur af Freddy Buyl. í hinum leiknum í undanúrslitum Evrópukeppni bikarhafa vann Fortuna Dússeldorf, Vestur-Þýzkalandi, Banik Ostrava, Tékkóslóvakíu, 3—1 í Dússeldorf. Þó náði tékkneska liðið forustu í leiknum með marki Petr Nemec á 11. mín. Það var ekki fyrr en á 54. mín. að þýzki landsliðsmaðurinn Klaus Allofs jafnaði. Hann skoraði aftur á 65. mín. og þriðja mark Dússeldorf skokraði bróðir hans Thomas. Þávoru lOmín. til leiksloka. Rauða stjarnan vann Rauða stjarnan, Belgrad, sigraði Hertha, Berlín, Vestur-Þýzkalandi, 1 — 0, að viðstöddum 85 þúsund áhorf- endum í Belgrad. Hjá Rauðu stjörnunni var skarð fyrir skildi — fimm aðalmenn liðsins vantaði vegna meiðsla eða leikbanna. Þó sótti liðið mjög í leiknum en Hertha varðist vel, einkum í siðari hálfleik. Eina mark leiksins skoraðí Dusan Savic, ásjöundu mínútu. Skallaði knöttinn í markið. Á þriðjudag gerðu MSV Duisburg og Borussia Mönchengladbach, bæði V- Þýzkalandi, jafntefli 2—2 í Duisburg. íhandknattleik Valur varð Íslandsmeistari þriðja árið í röð siðastliðinn miðvikudag er Valsmenn sigruðu Viking 21—17 i hreinum úrslitaleik þessara risa íslenzks handknattleiks. Það var hörkuviður- eign og stemmningin í Höllinni, þar sem hver lófastór blettur var setinn, var gifurleg. Valsmenn stóðu uppi sem sigurvegarar, og það var sanngjarn sigur. Valsmenn börðust af krafti frá fyrstu minútu til hinnar síðustu — náðu tveggja marka forskoti þegar á fyrstu mínútum leiksins og þessu for- skoti héldu Valsmenn. Þeir fögnuðu i lokin — nokkuð óvænt því fiestir höfðu veðjað á Víking fyrir leikinn. „Valur — Valur — Valur,” ómaði um Höllina og vonbrigðin voru Víkinga. Rétt einu sinni misstu þeir naumlega af meistaratign. Höllin var þéttsetin, um þrjú þúsund áhorfendur — mesta aðsókn að hand- knattleik í vetur. Þegar áður en leikur- inn hófst voru stuðningsmenn liðanna farnir að hvetja — og þar voru Víking- ar meira áberandi. Borgarstjórinn í Reykjavík heilsaði leikmönnum og síðan hófst leikurinn — Valsmenn byrjuðu. Þegar í fyrstu sókn skoraði Þorbjörn Jensson, vörn Víkings illa á verði, og góður markvörður hefði átt að verja frá Þorbirni — en þar með var tónninn gefinn. Vörn Víkins náði sér aldrei á strik, markvarzlan i molum. Þorbjörn Guðmundsson bætti síðan við öðru marki, 2—0 og aðeins tvær mínútur liðnar. Valsmenn komu til leiksins greinilega afslappaðir — Víkingar hins vegar allir á nálum. Vals- menn höfðu allt að vinna, flestir höfðu spáð að Víkingur sigraði — og pressan því á Víking. Eftir 10 mínútna leik var staðan 5—3 Val i vil. Kristján Sigmundsson hafði ekki varið skot, og í DB-mynd Bjarnleifur. Vikingar enn standa í skugga Vals- manna. En Víkingar hafa orðið fyrir blóðtöku frá því síðast þegar þessir risar börðust um íslandsmeistaratign. Síðastliðið sumar misstu Víkingar þrjá landsliðsmenn, Þorberg Aðalsteinsson, Björgvin Björgvinsson og Magnús Guðmundsson. í vetur bættist sá fjórði við, Ólafur Einarsson. Og svo þegar á bættist að stórskytturnar Einar Magnússon og Sigurður Gunnarsson gátu ekki leikið vegna meiðsla gegn Val — þá var þar orðið heilt lið af lands- liðsmönnum! Og nú bætist sá sjöundi við Viggó Sigurðsson. En það í sjálfu sér sýnir styrk að þrátt fyrir allar þessar blóðtökur þá eru Víkingar á toppnum — það ber vitni um öflugt starf. Viggó Sigurðsson var yfirburðamaður í liði Vikings — en aðrir leikmenn náðu sér aldrei á strik án þess þó að liðið léki illa. Það vantaði einfaldlega það sem gerir lið að meisturum — vörn og markvörzlu og að tækifæri væru nýn. Mörk Vals skoruðu — Þorbjörn Guðmundsson og Jón Pétur 5 mörk, Þorbjöm Jensson 4, Bjami Guðmundsson Jón Karlsson og Stefán Gunnarsson 2 mörk hver. Steindór Gunnarsson 1 mark. Mörk Víkings — Viggó Sigurðsson 9, Páll Björgvinsson og Steinar Birgisson 3, Ólafur .lónsson 2 mörk. Þeir Gunnlaugur Hjálmarsson og Karl Jóhannsson dæmdu leikinn — og fórst þeim það alveg þokkalega úr hendi. H.llalls. íslandsmeistarar Vals 1979. hans stað kom Eggert Guðmundsson. Viggó Sigurðsson minnkaði muninn í 5—4 og á 13. mín gafst Víking færi á að jafna. Erlendur Hermannsson fór innurhorninu en hörkuskol hans fór inn á stöngina og síðan út af. V'alsmenn bmnuðu upp, Jón Pétur átti hörku- skot í stöng og síðan í fót Eggerts Guðmundssonar og inn. „Nú vinna okkar menn, við höfum gæfuna með okkur,” sögðu nokkrir stuðningsmenn Vals. Já, Valsmenn höfðu á þessum kafia gæfuna og hún spilar ávallt stóran þátt hjá hverju meistaraliði. Víkingar náðu sér ekki niður — og

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.