Dagblaðið - 17.04.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 17.04.1979, Blaðsíða 1
Eldurí íbúð íHafnarfirði: Maður lézt af völdum reykeitrunar —eldurinn hafði kraumað lengi áður en hans varð vart Klukkan 6.48 á skírdagsmorgun var slökk viliðið i Hafnarfirði kvatt aö fjölbýlishúsinu nr.96 við Álfaskeið í Hafnarfirði. Var mikill eldur í enda- íbúð á 3. hæð, en húsið er fjórar ibúðarhæðir. Slökkviliðsmenn björg- uðu þegar við komuna manni og tveimur konum út um glugga á norð- austurherbergi íbúðarinnar og notuöu við það slökkviliðsstiga. Er fleiri slökkviliðsmenn bar að fóru reykkafarar inn í íbúðina og fundu húsbóndann, Halldór Einars- son netagerQarmann, í hjónarúminu. Var hann þegar fluttur i slysadeild Borgarspítalans og gefið súrefni og veitt hjartahnoð á leiðinni. Lá hann síðan í gjörgæzludeild þar sem hann lézt í nótt. Hitt fólkið var einnig flutt í slysa- deild en fékk fljótt að fara heim. Einn slökkviliðsmanna fékk einnig reykeitrun og var fluttur í sjúkrahús. Hresstist hann fljótt og hefur með öllu náðsér. Ljóst þykir að eldurinn hafi komið upp í sjónvarps- og bókaherbergi í SA-horni íbúðarinnar. Þar var allt brunnið sem brunnið gat. Mun eldur- inn lengi hafa kraumað þar áður en hans varð vart. Húsmóðirin sem svaf í hjónarúm- inu vaknaði við eldinn og gerði slökkviliði viðvart og um sama leyti komu boð um eldinn frá vegfaranda á Reykjanesbraut. Tókst slökkviliðs- mönnum fljótt að ráða niðurlögum eldsins. Mjög miklar skemmdir urðu á íbúðinni og vatn og reykur fóru víðar um húsið með tilheyrandi skaða. • -ASt. \ \ ! ! j l í i i í 4 4 4 5. ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL1979 — 87. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTII l.-AÐALSÍMI 27022. friálst, úháð dagblað Þrjátíu og þriggja ára gamall maður var stunginn með brauðhníf í bakið snemma í morgun í húsi við Barónsstig. Hann var ekki talinn í lifshættu, þegar síðast var vitað i morgun. Ljóst er, að tuttugu og níu ára gamall maður veitti þennan áverka og er hann í gæzluvarðhaldi. Hann var farinn af staðnum, þegar lðgreglan kom þangað laust fyrir klukkan sex í morgun. Fleira fólk var þama á fyrstu hæð hússins að Barónsstíg 22 þar sem kona er hús- ráðandi eftir því sem næst verður komizt. Hafði fólk setið að drykkju þar. Þegar lögreglan kom á staðinn gátu þeir, sem þar voru gefið upplýs- ingar um manninn, sem áverkann veitti og gefið upp heimilisfang hans. Fannst hann skammt frá heimili sinu í Álftamýri, þegar hans var leitað þar. Kiukkan um fimmtán mínútur fyrir sex í morgun kom konan, sem er húsráðandi á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Skýrði hún frá þvi, að maöur lægi í blóði sínu eftír hnifs- stungu, sem honum hefði verið veitt á heimili hennar þá fyrir skömmu. Kvað hún árásarmanninn hafa gengið með sér allt að Hlemmtorgi og hafi hann ætlað að gefa sig fram við lögreglu, en brast svo kjarkinn, þegar þangað var komið. Fór lögreglan þá þegar að Baróns- stig 22. Þar lá hinn stungni. Kvartaði hann undan kvölum í hjarta og iungum að þvi er virtíst. Þar voru einnig tveir menn, sem þarna höfðu verið staddir. Var strax farið með hinn særða á slysavarðstofuna og síðan með hitt fólkið í gæzlu og tíl yfirheyrslu. Virðist málið liggja ljóst fyrir, enda þótt ekki sé vitað hvort einhver ágreiningur hafi orðið hvati að árásinni. Hnifslagið kom nærri herðablaði vinstra megin. Sem fyrr segir er hinn særði ekki talinn í lífs- hættu. Yfirheyrslur eru hafnar hjá Rannsóknarlögreglu rikisins. -BS. Lögreglan fyrir utan húsið Barónsstig 22i morgun. DB-mynd: Sv. Þorm. Af malbiki út í fjörugrjótið Á áttunda tímanum I morgun var bif- reið ekið út af Sœtúni i Reykjavik niður i stórgrýtta Laugamesgöruna. Þama var stúlka ein á ferð i nýlegum Datsunbíl. Ekki er vitað hvað slysinu olli, en til- gátur eru uppi um að stúlkan hafi fengið aðsvif þvi akstur hennar var reikull áður en útafaksturinn varð. Enginn grunur er um áfengisneyzlu. Stúlkan var flutt i slysadeild en ekki talin alvarlega slösuð. Myndin sýnir lögreglumenn bera stúlk- unafrá bílnum sem situr á stórgrýtinu. ASt /DB-myndSveinn Þorm. | Spennandikeppniílandsliðsflokkiískák: Ingvar Ásmundsson íslandsmeistari 79 Ingvar Ásmundsson varð í gær- kvöldi íslandsmeistari í skák 1979. Ingvar hefur nokkrúm sinnum áður verið mjög nærri því að hreppa titilinn en ekki tekizt fyrr en nú. Keppnin var mjög spennandi að þessu sinni þvi fyrir síðustu umferðina áttu þrír kepp- endur möguleika á sigri, Haukur Angantýsson sem hafði 7,5 vinninga, Ingvar sem hafði 7,5 og Björn Þorsteinsson sem hafði 7 vinninga. í síðustu umferðinni sigraði Bjöm hinn unga og efnilega Jóhann Hjartarson, Haukur gerði jafntefli við Elvar Guðmundsson en skák Ingvars og Sævars Bjarnasonar fór S bið. Það var þvi ljóst, að Ingvar yrði að vinna sigur í þeirri skák til að tryggja sér titilinn og þegar skákin var tefld áfram í gær- kvöldi tókst honum að knýja fram sigur. Ingvar hlaut því 8,5 vinninga en þeir Haukur og Bjöm 8. Það dregur nokkuð úr þessum sigri Ingvars, að fiesta okkar sterkustu menn vantaði á mótið s s. Friðrik, Guðmund Sigurjónsson, Inga R. Jón L., Helga Ólafsson og Margeir. 1 áskorendaflokki sigraði Benedikt Jónasson með 8,5 vinninga. í 2. sæti varð Júlíus Friðjónsson með 8 vinn- inga. Þeir fiytjast í landsliðsflokk. Í meistaraflokki; sigraði Hannes Ólafs- son og í opna flokknum sigraði Óttar F. Hauksson. -GAJ- Skákin sem réð úrslitum á mótinu. Ingvar Ásmundsson og Sævar Bjama- son eigast við. Haukur Angantýsson fylgist spenntur með til vinstri: DB-mynd: Hörður. STUNGINN MED BRAUÐ- HNÍF í BAKIÐ ekki talinn í lífshættu, árásarmaðurinn þekktist ognáðist

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.