Dagblaðið - 17.04.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 17.04.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 1979. II móti að teljast, þegar afleiðingarnar lenda áVíetnömum sjálfum, höfund- um hinnar árangursriku striðstækni. Þeir gerðu innrás i Kambódíu i desember í fyrra, en nú í byrjun apríl virðast þeir aðeins hafa tök á helztu borgum, en í sveitunum ráða skæruliðar Kambódíu miklu og hinn öflugi her Vietnama veit aldrei hvar skæruliðanna er að leita né hvar þeir muni bera niður í næstu árás. Fregnir hafa borizt um, að her Víetnama, sem stjórnað er að mestu af yfirmönnum sem stjórnuðu hernum í styrjöldinni gegn Banda- ríkjunum verði nú einkum að byggja á nýjum herdeildum með mönnum sem skikkaðir hafa verið í herinn til að auka herstyrkinn í Kambódiu og á norðurlandamærunum sem liggja að landi erkifjendanna í Kína. Ein höfuðástæðan fyrir erfiðleik- um Bandaríkjamanna í Víetnam er talin sú að her þeirra byggði að mestu leyti á mönnum sem voru skyldaðir í herinn og sáu enga ástæðu fyrir því að vera að stríða langt í burtu, einhvers staðar í Asíu. Her- skyldan hafði einnig mjög slæm áhrif heima fyrir og olli andstöðu bæði foreldra og þeirra aldurshópa, sem gátu átt von á því að lenda i styrjöldinni. Nokkuð hefur borið á því að sögn heimildarmanna Bandaríkjamanna, að undirmenn í Vietnam, sem fengið hafa tilkynningu um að mæta i herinn, hafi flúið til nágrannalanda og dveljist nú þar í flóttamanna- búðum. Talið er að um það bil 100 þúsund vietnamskir hermenn berjist nú í Kambódiu. Ekki er vitað hve her Pol Pots, fyrrum æðsta manns Kambódíu, er fjölmennur en haft er eftir nokkuð áreiðanlegum heimildum, að þvi er talið er, að her hans hafi veitt mjög mikið viðnám og mun meira en almennt hafi verið búizt við. Víetnamar eru sagðir hafa skipulagt fimm til sjö þúsund manna lið Kambódíumann^, sem flúið höfðu land sitt á valdatíma Pol Pots og félaga. Herliði þessu hefur þó að mestu verið haldið frá beinum styrj- aldarátökum. Virðist hlutverk þeirra einkum vera á hinu pólitiska sviði. Her Pol Pots virðist hafa nægar birgðir vopna til að stunda skæruhernað sinn sem byggist á skyndiárásum, þar sem fastaher innrásarliðsins frá Víetnam á sér einskis ills von. Vitað er að Kínverjar hafa sent skæruliðum nokkurt magn vopnasjóleiðis. Talin er nokkur hætta á miklum matarskorti í Kambódíu. Bændurnir eru milli tveggja elda, geta bæði átt von á því að yfir þá hellist skæruliðar og herlið Víetnam. Hvorugur kosturinn þykir þeim góður og ljóst er að slíkt hemaðarástand hlýtur að draga verulega úr allri framleiðslu matvæla. Ástandinu í Kambódiu þykir vel lýst á þann hátt að hersveitir Víet- nam fari eftir vegunum á daginn og geri þá færa til umferðar. Á nóttinni fari aftur á móti skæruliðar Pol Pots á kreik og komi jarðsprengjum fyrir í vegunum. Kjallarinn Hafsteinn Þorvaldsson sé nokkrum sönnum íþróttaunnanda til geðs að íþróttamenn okkar „keyri sig út” (eins og sagt er á slæmu íþróttamannamáli) á þennan hátt undir því yfirskini að hér sé um keppni að ræða. Mér finnst það ömurleg meðferð á hverri íþrótta- grein að láta örmagna menn silast um leikvanginn og auglýsa þetta sem keppni og mettilraun í íþróttum. Slíka misnotkun ætti ekki að hafa aðrar hugmyndir og leita annarra leiða en þessarar til fjáröflunar. Sannarlega er þar ekki um auðugan garð að gresja, en við verðum að gera það áður en það er orðið of seint. Maraþonleiðin gæti endað með slysi og auk þess óttast ég að hún kunni að vekja andúð á íþróttaiðkunum vegna þess að hún sýnir ranga mynd af þeim. Til umhugsunar fyrir opinbera aðila Þessi örþrifaráð félagsforustunnar til fjáröflunar fyrir íþróttastarfsem- ina ætti líka að vera nokkurt um- hugsunarefni fyrir opinbera aðila. Þrátt fyrir verulega leiðréttingu á fjárstuðningi rikis- og sveitarfélaga við íþróttastarfsemina í landinu hin síðari ár, skortir enn nokkuð á að hann sé í líkingu við það sem gerist með öðrum þjóðum, og horfum við þá gjarnan til næstu nágranna okkar á Norðurlöndunum. Um gildi íþróttastarfs fyrir þjóðar- uppeldið ætla ég ekki að fara mörg- um orðum að þessu sinni, en vil þó undirstrika og minna á örfá atriði: í dag mun láta nærri að 25% íslensku þjóðarinnar séu félagsbundnir iðk- endur íþrótta í frjálsu íþróttastarfi, og stór hópur þar fyrir utan sem iðkar íþróttir og útivist sér til ánægju og heilsubótar. Iéfgk „Mér fínnst þaó ömurleg medferd á hverri íþrótta- ^ grein að láta örmagna menn sHast um leikvanginn og auglýsa þetta sem keppni og mettilraun í íþróttum." fyrir áhorfendur ef mönnum er annt um íþrótt sína. Neikvæð áhrif á útbreiðslustarfið Það væri fásinna að halda áfram á þessari braut. Hún er blátt áfram hættuleg, bæði fyrir þrautþjálfað af- reksfólk og þá ekki síður fyrir lítt æfða áhugamenn, og hún verður stöðugt hættulegri eftir því sem lengra er seilst eftir tímalengdar-met- unum. Þeir sem eru í félagsforystu íþróttafélaganna verða að finna öll íþróttaleg samskipti eru for- senda framfara og félagslegs ávinn- ings íþróttastarfsins, en kosta okkur mikið fé. Iðkun íþrótta stuðlar að auknu heilbrigði þjóðarinnar, sem í dag verður að verja um 15—20% af ráðstöfunarfé þjóðarbúsins til ýmiss konar heilbrigðisþjónustu. Og siðast en ekki síst eru íþrótta- samskipti orðin snar þáttur í menn- ingarsamskiptum þjóða í milli, og þar viljum við gjarnan eiga fulltrúa sem halda uppi merki íslands. Hafsteinn Þorvaldsson, form. Ungmennafélags íslands. Spurtábarnaári: Hafa bömin óskað eft- ir dagvistarheimilum? Ég hef nýlega lokið við að lesa bókina „Börn, konur og störf á heimilum” eftir sænska prófessorinn Hugo Hegeland, útgefin 1975. Snemma í vetur kom í dagblaði í Reykjavík grein sem er þýtt viðtal dansks blaðamanns við þennan prófessor. Heiti greinarinnar „Hin heimavinnandi húsmóðir hún er guUs ígUdi” vakti athygli mína, þar kvað við nýjan tón. í stuttu máU reiknar prófessorinn út, hve mikið heimavinnandi hús- mæður spara sænska ríkinu, í bein- hörðum pæningum. Þessar tölur allar eru reiknaðar af mjög svo mikilli hóf- semi og eiga við sænskt þjóðfélag, sem ég tel að sé vinsamlegra barna- fólki en okkar þjóðfélag. Niðurstaða dæmisins er auðvitað sú, að störf á heimilum spara sænska ríkinu ótrú- lega fjármuni. Ef þetta dæmi væri reiknað eftir íslenskum aðstæðum, yrði það heimafólki, að mínu mati, enn hagstæðara. Bók prófessors Hegelands fjallar svo nánar um þetta efni og hugleiðingar um, af hverju þau störf sem nefnd hafa verið hús- móðurstörf, eru svo lítUsvirt í reynd. Þessi bók er svo gagnmerk og bendir okkur á svo margt athyglisvert, sem ég tel að alla varði, sem láta sig ein- hverju skipta velferð samborgar- anna, að undravert er að engir skuli leggja hér orð í belg frekar. Þar sem augljóst er að þetta starf á heimUum varðar fyrst og fremst börnin, það er það fólk sem á að taka við og halda uppi þjóðfélaginu, þegar þeir sem nú eru í blóma lífsins og halda öllu gang- andi, þurfa að draga sig í hlé og • i að- stoð, þá ættum við að staldra við og athuga okkar gang. Ætti ekki að meta þetta starf meira en gert er nú? Eru börn „arðbær"? Mín persónulega skoðun er sú, að þetta starf ætti jafnvel að meta mest af öllum störfum: Hvar mundi grundvöllurinn að heilbrigðri og góðri sál fyrst og fremst vera lagður? Hins vegar er það svo hér, að þetta starf virðist oft vera beinlínis fótum troðið. Ekki nóg með að við metum það tU engra launa og við húsmæður höfum ekki einu sinni ómagarétt, búum við stórskertan rétt til trygg- inga og sjúkradagpeninga, einar allra stétta, heldur má segja að geisi gegn okkur látlaus áróður, ég vil segja næstum múgæsing- Enda þótt það sé yfiriýst brot á mannréttindasam- þykktum að stofna til æsinga gegn tilteknum stéttum, þá virðist það ekki gilda um okkur, við erum víst stéttleysingjar. Hér á landi eru þeir meira að segja verðlaunaðir í bak og fyrir, sem hugkvæmist að velja okkur sem soralegastar nafngiftir. Hve langt á þetta að ganga? Þetta kemur svo auðvitað einnig fram í því, að allir sem stunda sömu störf úti á vinnumarkaði eru lítilsmetnir til launa. (Hvort sem okkur líkar betur eða verr, er nú aðeins til einn mæli- kvarði á allt og alla, þ.e. peningar). Hjúkrun, kennsla, barnauppeldi og umönnun aldraðra, fatagerð, matargerð og hreingemingar alls konar, allt eru þetta upphaflega heimilisstörf og eiga nú sammerkt að vera lágt metin á vinnumarkaði. Hús- móðurstarfið er þó sýnu lægst metið, því það virðist einskis metið. Það er kafli útaf fyrir sig, hvernig einum einstaklingi ér ætlað að lifa á krónum 0,00 á mánuði, meðan laun- þegi með ca kr. 1.200.000.00 á mántiði kemst ekki af án þess að fá kr. 240.000,00 í viðbót. — Til eru hópar sem segja að heimilissiörf séu ekki arðbær störf og eigi því ekki að vera til. Hvað getum við sagt við svona fullyrðingum og hve langt er hugsað? Er þá ekki hægt að segja að börn séu ekki arðbær á meðan þau eru börn? Og hvað þá? Hvað með húsmæður og heimili? Á að afnema þetta allt? Þurfum við ekki að staldra við og íhugaþetta? Löng vinnuvika í bók prófessors Hegelands er ýmislegt að finna um þessa hluti. Þar V er okkur t.d. sýnt á mjög hófsamleg- an hátt, hvað lágmarksvinna við barnafjölskyldu tekur marga tíma á . viku, ef aðeins það bráðnauðsynleg- asta er unnið. Eftirlit og leikur við böm, námsaðstoð, huggun og hjúkrun barna og annarra á heimil- inu, matargerö, þvottur og ræsting. Ein tafla próf. Hegelands lítur þannig út: í fjölskyldu með börn sjáum við að foreldrið sem heima er vinnur bæði langan og óþægilegan vinnutima fyrir engin laun og mjög skert rétt- indi. Hvers vegna þetta hróplega mis- rétti? Okkur er jafnvel núið þvi um nasir, að við séum sníkjudýr og and- legir krypplingar, í ræðu og riti, þar til heilbrigðar stúlkur sem helst af Kjallarinn Ingibjörg Snæbjörnsdóttir öllu kysu að fá að vera heima hjá barni sínu, meðan það er að komast á legg, þora engan veginn að láta það í ljós. Engum dettur í hug að taka dýra- móður frá afkvæmi sínu fyrr en það er fært um að bjarga sér sjálft, allir vita hvernig færi fyrir því afkvæmi. Hvers eiga þá mannabörn að gjalda? Nú á barnaári er mikið barist fyrir því að koma upp nægum og góðum barnaheimilum fyrir öll börn, er þetta ósk barnanna? Auðvitað þurf- um við fyrst og fremst góð barna- heimili. Erum við hérna mjög nálægt því marki og hvað mun það kosta? Ég sé í bók Hegelands að „standard” dagstofnun nú til dags, og þá er reiknað með að úr þurfi að bæta þar, er þannig skipuð: T.d. heimili með 45 pláss, þar er eftirtalið starfslið: ein forstöðukona, fjórir forskólakennar- ar, sex fóstrur, ein hjálparstúlka, fóstrunemi að hálfu, ein matráðs- kona, ræstingafólk og svo fólk til af- leysinga. Eru okkar heimili svona bú- in og hvað mundi það kosta hér? Hver er „timbraður"? í bókinni er t.d. þessi tilvitnun frá Lisbet Palme: „Látið ekki börn vera á dagvistunarheimili allan daginn, það er alltof þreytandi fyrir þau og hætt við að þau góðu áhrif, sem þess- ar stofnanir geta haft, fari forgörð- um.” Persónulega þekki ég margar fóstrur og enga hef ég heyrt með- mælta því að barn sé allan daginn i dagvistun og alls ekki börn innan þriggja ára aldurs. Enda koma raddir um þetta frá uppeldisfræðingum og fleirum. Kennarar telja líka að þeirra hlutverk sé ekki að taka að sér upp- eldi, heldur kennsla og aðstoð við heimilin. Hver á nú að bera ábyrgð á uppeldi barna, ef heimilið á að af- leggjast, eins og sumir virðast vilja stefna að? Annað mál er það að mér finnst að sem uppeldisaðstoð við heimilin ættu leikskólar að vera sjálf- sagðir. Svo heyrir maður líka raddir um það, að ekki þurfi það að hafa nein áhrif á barn að móðir vinni úti, því allt sé undir því komið að samband sé náið og gott þá stund sem fjölskyldan er öll saman. Þá er ekki hugsað út í það, að hjá mörgum eru þær stundir afar stuttar, oft nánast engar. Eins var brugðið upp í blaði mynd af tvenns konar barnafjöl- skyldum, áttu víst aðeins að vera til tvær gerðir, það var hópur af góðum foreldrum, sem vilja vera og eru (og hafa efni á) sem mest með börnum sínum. Það má sjá þessar fjölskyldur að sagt var uppi á fjöllum um allar helgar á skíðum, alltaf öll fjölskyldan saman. (Hvað kostar það t.d. 5 manna fjölskyldu?) Svo var það hinn hópurinn, sem lá heima timbraður um helgar og þóttist vera að slappa af vegna of mikils vinnuálags og þykist jafnvel endilega þurfa að vinna heimilisstörfin um helgar. Hvað með börn þessa hóps, spyr sá sem hefur svona einfalda mynd af íslenskum fjölskylduhópum. Hvernig eiga allir þeir mörgu, sem hafa um 200 þús. kr. laun á mánuði að komast af í dag? Þetta er lika ein- föld spúrning. Það er ekki hægt. Bæði hjónin verða að afla tekna, án tillits til barnafjölda. Það fólk er yfir- leitt ekki timbrað heima um helgar, það er lika að vinna þótt helgidagar séu. Raunveruleikinn er bara sá að við höfum ekki bara tvo launaflokka hér á landi. Laun manna eru að mér skilst í mörgum flokkum, en þá undanskil ég okkur sem eigum að lifa á loftinu. Að lokum vil ég á barnaári biðja fólk að íhuga fyrst og fremst, hvað er barninu fyrir bestu, setjum þau í fyrsta sætið i raun. Ég hef sjálf verið með börn alla ævi og get ekki hugsað mér neitt meira þroskandi, jákvæð- ara og skemmtilegra starf en að sinna þessum litlu mannverum, sem eru bestu, réttsýnustu og vitrustu mann- eskjur í heiminum, sannkallaðir spekingar, sem við fullorðna fólkið mættum margt af læra. Snúum við blaðinu, gerum þeim foreldrum það fært, sem það þrá, að hafa tima fvrir börnin sín, þau fáu ár af ævinni sem það tekur að koma þeim á legg oc veitum þeim sanngjarna aðstoð til þess. Látum enga móður þurfa að vfirgefa barn sitt nauðuga og látum það heyra fortiðinni til, að feður þekki varla börnin sin. Höldum öllum leiðurn út i atvinnulífið opn- um, hvenær sem hver og einn er reiðubúinn, og við munum fá betra og þroskaðra fólk til vinnu, fólk sem hefur lært í skóla barnanna. Stöndum vörð um elstu stofnun mannkynsins, fjölskylduna, HEIM- ILIÐ: Ingibjörg Snæbjörnsdóttir húsmóðir. Aldur barns . 1 barn 2börn 3 börn 4 börn 0—3ja ára 52 stundir 78 st. 91 st. 98 st. 4—6 ára 32 — 48 — 56 — 68 — 7—9 ára 20 — 30 — 35 — 38 — 10—15ára 12 — 18 — 21 — 23 — „Ég vil á barnaári biója fólk aó íhuga fyrst og fremst, hvaó barninu er fyrir bestu. Setjum þau í fyrsta sætió í raun."

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.