Dagblaðið - 17.04.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 17.04.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 1979. 9 vv £, t-wí-V ••:•••'-x : ' ' '-,,, , ,:: •: xv * , < > s Dananum Tommy Seebach tókst vel upp ásamt félögum sinum I söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöóva, sem fram fór i tsrael á dögunum. Reyndar gafst is- lenzkum sjónvarpsáhorfendum kostur á að sjá dýröina f gærkvöldi. Danska lagið Erlendar fréttir Chicago: Arftaki Daleys lofar öllu fögru — fyrsti kvenborgar- stjórinn í stórborg vestra Jane Byrne fyrsta konan, sem gegnir borgarstjórastarfi í stórborg í Banda- ríkjunum tók við embætti í Chicago í gaerkvöldi. Hefur hún lofað að taka upp betri siði en tíðkuðust í tíð Richard Daley fyrrum borgarstjóra, sem ríkti í tuttugu og tvö ár, þar til hann lézt áriö 1977. Ætlar hún að sögn að berjast gegn spillingu og bæta menntunarskil- yrði, heilbrigðisþjónustu, al- menningsvagnakerfi og reyna að stöðva flótta efnaðra borgara úr mið- borginni út í útborgirnar. Kanada: Rændu tveim milljörð- um f skjóli páskanna — ekkert vitað um ræningjana tveim sóiarhringum ef tir að ránið var f ramið Lögregluyfirvöld í Ottawa í Kanada hafa lýst hneykslun sinni á hvernig þrír ræningjar gátu óáreittir athafnað sig í aðalpósthúsi borgar-r innar á páskadag án þess að nokkur öryggisvörður yrði var við þá eða að öryggiskerfi byggingarinnar færi í gang. Talið er að þama sé um að ræða eitt mesta rán í sögu Kanada og ged ránsfengurinn verið allt að sex milljónum dollara eða jafnvirði um það bil tveggja milljarða islenzkra króna. Þegar síðast til fréttist var ekkert sem benti til þess að lögreglan hefði komizt á spor ræningjanna, sem munu hafa sópað til sín ferða- ávísunum, skartgripum, miklu af myntsýnishornum og vegabréfum.' Voru þá tveir sólarhringar síðan talið er að ránið hafi verið framið. Lögregluyfirvöld eru sögð hneyksl- uð vegna þess að þau telja að slæleg gæzla hafi gert ræningjunum leikinn auðveldan. Vegna páskahelginnar hafi til dæmis aðeins verið einn vörður við gæzlu í allri byggingunni og hann meira að segja óvopnaður. Mesta rán í Kanada til þessa er talið hafa verið framið árið 1958, þegar tiu milljón dollara virði af verðbréfum og skartgripum frá fjár- málafyrirtæki einu í Ontario var stolið. Faðu mikið fycir lftíð fé Útvarp — Plötuspilari — Kasettusegulband — 2 hátalarar Magnarinn er25 wött. ísrael: Sex Palestínu- skæruliðar felldir Sex Palestínuskæruliðar voru felldir eftir að þeir voru komnir inn fyrir landamæri ísraels frá Líbanon síðast- liðna nótt að því er talsmaður ísraelska hersins tilkynnti í morgun. Einn ísraelskur hermaður féll í bardaga við skæruliðana og nokkrir særðust. Ródesía: Fimm daga almennar kosningar hóf ust í dag Almennar kosningar hófust 1 Ródesiu í dag. Hinar fyrstu þar sem bæði hvítir og svartir taka þátt. Þegar höfðu skæruliðar ráðizt á olíubirgða- stöð og umferðarmiðstöð. Talið er víst að skæruliðar muni láta aftur á sér kræla en kosningarnar munu standa í fimm daga. Mikill hluti hvítra karla 1 landinu hefur verið kallaður til vopna til að reyna að tryggja friðsamlega framkvæmd kosninganna. Þær eru taldar eina von stjómar Ians Smith for- sætisráðherra i Salisbury til að fá al- þjóðlega viðurkenningu. Hvorki helztu leiðtogar svartra sem dveljast erlendis né Sameinuðu þjóðirnar hafa viljað viðurkenna kosningarnar í Ródesíu, sem marktækar um vilja þjóðarinnar. BORGARTÚN118 REYKJAVÍK SÍMI 27099 SJON VARPSBUÐIN JLmvw AÐEINS 198.000.- REUTER Skotland: Tveirfórust í járnbrautar- slysi Tveir jámbrautarstjórar fórust og sextíu og tveir farþegar slösuðust er tvær járnbrautir rákust á í Skotlandi síðastliðna nótt. Lík lestarstjóranna voru enn föst í brakinu i morgun en aðeins einn farþeganna var það mikið slasaður að hann þyrfti að dveljast á sjúkrahúsi í dag. Komust farþegar út úr brakinu með því að brjóta rúður og skríða út.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.