Dagblaðið - 17.04.1979, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 17.04.1979, Blaðsíða 13
Riða hefur verið staðfest á basnum Hornstöðum Laxárdalshreppi i Dölum. Að sögn Rögnvalds Ingólfssonar héraðsdýralæknis i Búðardal hefur riðuveiki ekki orðið vart áður á þessu svæði. Þær sérstöku aðstæður eru á Horn- stöðum að fé hefur gengið þar á afgirtu heimalandi sl. 10 ár og mjög lítið komið saman við annað fé. Þetta er mikið áfall fyrir fjárbændur á þessu svæði því þar sem riðuveiki hefur komið upp áður hefur hún valdið verulegu tjóni. Sauðfjárveikivarnir og héraðsdýralæknir hafa ákveðið að halda fundi með sveitarstjórnarmönn- um og bændum í Dalasýslu um þær ráðstafanir er gerðar verða. Það er ekki vitað hvaðan smit þetta er komið en riðuveiki hefur komið upp langt frá öðrum riðusvæðum, t.d. kom riðuveiki upp í Borgarfirði eystra í N- Múlasýslu árið 1970. Telur Rögnvaldur héraðsdýralæknir mikilvægt að bændur séu vel á verði gagnvart sjúkdómnum því hann er ólæknandi og alltaf banvænn. Að- spurður sagði Rögnvaldur að lítið væri um alvarlega sjúkdóma í snuðfé á þessu svæði, t.d. sé ekki að t' na tannlos, kýlapest eða lungnapest svo vitað sé en Hvanneyrarveiki veldur nokkru tjóni. Garnaveiki kom upp fyrir nokkru í Suður-Dalahólfi, en hefur breiðzt svo hægt út að hún hefur valdið litlu tjóni, en bólusett hefur verið hjá þeim mönn- um þar sem veikin hefur komið upp. -AF/JH VEL HEPPNUÐ HJOL- REIÐAKEPPNI Um miðjan marz fór fram spurn- ingakeppni meðal allra 12 ára skóla- barna á landinu. Alls tóku 4.400 nem- endur þátt í spurningakeppninni. Þeir nemendur sem náðu beztum árangri öðluðust rétt til þátttöku í hjólreiða- keppni er var tvískipt, góðakstur á ak- brautum og hjólreiðaþrautir. Keppnin fer fram í tveimur riðlum, í Reykjavík og á Akureyri. Fresta varð keppninni á Akureyri vegna samgöngu- erfiðleika til 20. apríl. En í Reykjavík fór keppnin fram laugardaginn 7. apríl við Austurbæjarskólann. Alls voru mættir 70 keppendur frá 56 skólum, allt frá ísafirði til Seyðisfjarðar. Að venju unnu við keppnina kennarar, löggæzlumenn, elztu nemendur grunn- Einbeitnin skin úr svip þátttakenda enda til mikils að vinna. skóla og nokkrir JCR félagar. Umsjón með keppninni hafði Guðmundur Þor- steinsson námstjóri umferðarfræðsl- unnar. Baldvin Ottósson lögregluvarð- stjóri stjórnaði góðaksturskeppninni, en Brynjar Valdimarsson kennari keppninni í hjólreiðaþrautum. Verð- laun, ferð á alþjóðlegt hjólreiðamót í Madrid 23.-26. maí nk., hljóta þrír efstu úr Reykjavíkurriðlinum. f þremur efstu sætunum urðu: 1. Böðvar Þórisson, Snælandsskóla Kópav. 560 stig, 2. Helgi Laxdal, Kópavogsskóla 551 stig, 3. Bergþór Gunnlaugsson Þingeyrarskóla 442 stig. -GAJ HÆTTUNNI B0DIÐ HEIM? Málarastarfið getur á köflum verið heldur glæfralegt eins og þessi mynd sýnir raunar. Hitt er annað hvort hér sé ekki beinlinis verið að bjóða hættunni heim því ekki er vinnupallurinn þarna neitt traustvekjandi og greinilegt að ekki þarf mikið út af að bera svo stór- slys verði. Ekki ætti að vera mikill vandi að búa betur um hnúta en þama er gert. Myndin er tekin á Skólavörðu- stígnum. GAJ / DB-mynd Hörður. ALLS112 ERNIR A LANDINU Um áramótin 1978-1979 töldust alls 67 fuilorðnir ernir á landinu, 29 ungir ernir og upp komust 10 ungar úr sjö hreiðrum. Óvisst er með aldur á 6 örn- um. Alls eru þvi 112 ernir á landinu. 12 pör gerðu tilraun til þess að verpa svo öruggt má telja, en varp misfórst af ýmsum orsökum. Örninn er méð við- kvæmustu varpfuglum landsins og þolir ekki að verða fyrir styggð meðan1 hann liggur á og þar til ungar eru um. tveggja vikna gamlir. Mest vanhöld voru á stöðum nálægt æðarvarpi og þangskurði. Stjórn Fuglaverndarfélags Islands beinir þeirri ósk til landsmanna að taka vel á móti örnum sem fara að nema land minnugir þess að frant til 1900 voru um 200 pörn af örnuni dreifð urn allt land, en ekki finnast skýrslur um að á þeim öldum hafi örninn valdið tjóni. Bráðskemmtileg lamn á mörgum vanda. Ýnnar breiddir og gerðir. Ann'k-eik, Paluander, Santos- palnander, Orgpine, Askur, Fura, Coto, Almur, ^ Mahonv, Imota, teak. 0\_________________________________ Byggmgavomaena ■JIIB Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Simi 10600

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.