Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 05.05.1979, Qupperneq 12

Dagblaðið - 05.05.1979, Qupperneq 12
12 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. MAÍ 1979. KASTUÓS Á NORSKAN ARKITEKTÚR — Sýning í Ásmundarsal Það var fjölmenni samankomið í húsnaeði Arkitektafélags íslands í Ásmundarsal við Freyjugötu á mið- vikudag, en þá efndu samtökin til fundar til að k ynna þá aðstöðu sem þau hafa komið sér upp i hinu gamla vígi myndlista í Reykjavík, svo og sýningu sem arkitektúrsafnið í Noregi og sam- tök arkitekta þar höfðu sent íslenskum starfsbræðrum sínum. í framhaldi af þeirri sýningu verður haldin ráðstefna og samnorrænn stjórnarfundur arki- tekta á Húsavík nú um helgina. Síðan Arkitektafélagið flutti að Freyjugötu 41 í fyrra hefur það unnið markvisst að því að koma sér upp að- stöðu fyrir daglegan rekstur félagsins og einnig hefur félagið lagt áherslu á það að í Ásmundarsal verði hægt að efna til funda eða sýninga um um- hverfismótun, húsagerðarlist og mynd- list tengda henni. og eru áfjáðir i að koma á samstarfi við sem flestar greinar. „Aðalatriðið er að hér verði líf og fjör,” sögðu þeir Björn Kristleifsson og Þórarinn Þórarinsson, en þeir eru báðir i stjórn Arkitekta- félagsins. Vildu þeir hvetja almenning og listamannasamtök til að kynna sér þá aðstöðu sem þarna væri fyrir hendi. Næstu mánuði munu arkitektar hafa skipulagt sýningar í sal hússins og hefst sú vertíð á ofangreindri sýningu frá Noregi er nefnist „10 Ár Norsk Arki- tektur”. Hefur henni verið komið fyrii á 50 stórum pappaspjöldum, en þau spjöld voru prentuð með serígrafískum aðferðum í einum 30 eintökum þannig að hægt var að senda sýninguna á marga staði i einu og jafnvel úr landi. Er þetta afar meðfærileg sýning og ætla arkitektar hér jafnvel að koma henni fyrir úti á landsbyggðinni, en norska arkitektasambandið gaf sam- tökunum hér eitt „eintak” af sýning- unni. Vildu stjórnarmenn AÍ sérstak- lega láta i ljós þakklæti sitt vegna þess höfðingsskapar Norðmanna. Bestog hagkvæmast Sýning Norðmanna, sem opin verður næsta hálfa mánuðinn, er ekki hugsuð sem yfirlit yfir það sem „best” er talið í byggingalist þar í landi, heldur er hún fremur hugsuð sem innlegg í umræðu um hlutdeild arkitekta í mótun um- hverfis, úrlausnir þeirra á viðfangsefn- um o.fl. Spannar sýningin allar tegundir bygginga, sumarbústaði, íbúðarhús af öllum stærðum og gerðum, skóla, iðnaðarmannvirki, menningar- stofnanir o.fl. Hverju verki, sem sýnt er, fylgir stutt skýring á viðfangsefninu og úrlausn þess. Norska sendiráðið átti einnig þátt í hingaðkomu þessarar sýn- ingar og bauð það til veitinga á kynn- ingarfundinum. Létu viðstaddir arki- tektar íslentkir þá von í ljós að sýningu þessari yrði veitt verðskulduð athygli og gæti hún þannig örvað skoðana- skipti um þessi málefni hér á landi. A.l. Líf og fjör Auk þess hafa arkitektar skapað í húsinu aðstöðu til rannsókna fyrir ein- staklinga eða félagssamtök innan lista AÐALSTEINN INGÖLFSSON Af norsku sýningunni. Breyttwr opnunartim OPlD KL. 9—9 i Ailar skreytingar unnar af fag- mönnum. Nag blloitcsBI a.a.k. i kvöldla IiIÓMÍAMXHIÍ HAFNARSTRÆT! Simi 12717 ", .........................^ / Kennslugreinar: pianó, harmónika, munnharpa, gítar, melódika og rafntagnsorgel. Hóptimar, einkatímar. VORNÁMSKEIÐ INIMRITUN t SÍMA16239. EMIL ADÓLFSSON NÝLENDUGÖTU 41. Fokhelt einbýlishús á HÚSAVÍK 130 ferm, + tvöfaldur bílskúr, 54 ferm, til sölu strax ef viðunandi tilboð fæst. Upplýs- ingar gefur Stefán Helgason í síma 96-41345 til kl. 17.00 á daginn en 96-41671 á kvöldin. Þessi glæsiíegi Benz árg. 1975 er til sölu, 5 cylindra D, sjálfskiptur. Upplýsingar f sfma 71937 efla 33757 FEIKNALEGT ÓRATÓRÍ Tónlistar- dagarnirá Akureyri Eina framlag heimamanna til Tón- listardaga á Akureyri voru Árstíðirn- ar eftir Haydn sem Passíukórinn söng á lokatónleikunum sl. sunnu- dag. Til halds og trausts voru fengnir u.þ.b. 30 hljóðfæraleikarar úr Reykjavík og einsöngvarar frá Reykjavik og Árósum. Roar Kvam, sá óbugandi norski búmaður, hafði æft þetta feiknalanga óratórí mest- allan vetur, og árangurinn var ótrú- lega mikill og góður. Nú ber alls ekki að leyna að Passíukórinn hefur ýmsa galla. Einna tilfinnanlegast er bassa- leysið. Þarna vantar nokkra kröftuga strigamunna sem geta hjálpað til við að lyfta undir glæsibrag efri radd- anna, ekki síst þegar fengist er við svona „Hándelianisma” einsog Haydn beitir oft í Árstíðunum. Þetta kom þó ekki að sök, nema þegar allra mest gekk á, og i heild var söngur kórsins fyllilega sambærilegur við það besta sem við höfum í Reykjavik. Einsöngvararnir, Ólöf K. Harðar- dóttir, Jón Þorsteinsson og Halldór Vilhelmsson, stóðu sig eins og vænta mátti af mikilli prýði. Hugans leiftur Sérstaka athygli vakti þó tenórinn Jón Þorsteinsson, sem hefur tekið ótrúlegum farmförum frá því hann söng hér í Bach Kantötu og Requiemi V r Mozarts í fyrra, og þótti hann þó býsna góður þá líka. Nú á hann að syngja i kórnum í Bayreuth í sumar, og við skulum bara vona að Wagner geri ekki útaf við hann. Hérna er lýriskur tenór af stórum „kaliber” í uppsiglingu. Það sem helst skyggði á við þennan flutning Árstíðanna var hljómsveitin, sem ekki náði almennilega „sam- bandi” við afganginn af fyrirtækinu. Verður það að nokkru að skrifast á reikning Kvams sem ekki virðist hafa þá viðbragðsflýti og hugans leiftur sem til þarf ef sameina á ólíka krafta á naumum tíma. Og fjárhagurinn leyfði ekki nema tvo allsherjaræf- ingardaga. En hvað um það, þetta var góð og vönduð skemmtun, þó heldur i lengra lagi. Þessir tónleikar, og sinfóníutón- leikarnir á föstudaginn, fóru fram í íþróttaskemmunni svonefndu, og þó hún sé heldur hráslagaleg, enda upp- haflega ætluð fyrir bíla og vélar bæjarins, er þar furðugóður en nokk- uð ójafn hljómur. Hljóðfæraleikarar sumir segja að hvergi sé betra að spila en þarna. Áheyrendur mega hins vegar vara sig því á aðeins tveggja metra svæði getur hljómurinn breyst frá þvi versta til hins besta og öfugt. Hljómburður er eilíft vandamál og liggur við að best sé að láta tilviljun eina ráða. Endurtekning Að endingu verður ekki komist hjá að þakka Tónlistarfélagi Akureyrar og Passíukórnum fyrir þetta glæsi- lega en áhættusama uppátæki sem Tónlistardagarnir eru. Þetta var í þriðja skipti sem ótaldir baráttu- glaðir áhugamenn lögðu sig alla fram um að heiðra heilaga Sesselíu með slíkum hátíðahöldum, og skulum við vona að þeir gefist ekki upp þó nokkuðblási á móti í bili. Passíukórinn og sömu einsöngvar- ar ásamt hljómsveit munu nú endur- taka Árstíðirnar i Reykjavík, og verða þeir tónleikar í Háskólabíói sunnudaginn 6. maí kl. 2 e.h. Þessi „endurtekning” átti upphaflega að fara fram l. maí en veðurguðirnir leyfðu ekki flug til eða frá Akureyri þann daginn. Gefst Reykvíkingum hér upplagt tækifæri að heyra góðan söng í einu af meistaraverkum tón- listarsögunnar. L.Þ. LEIFUFf ÞÓRARINSSON Tónlist Ekkert venjulegt barokkhjakk Einu kammertónleikarnir á Tón- listardögunum voru samleikur þeirra Manuelu Wiesler og Helgu Ingólfs- dóttur á llautu og sembal. Þær léku annarsvegar barokkverk og nútíma- verk hinsvegar, enda var víst ekki mikið samið fyrir þessi hljóðfæri á 19. öldinni. Aðalverkið var sónata í e-moll eftir Bach, og hana léku þær stöllurnar af slíkri dramatískri innlifun að undir- rituðum var um og ó á köflum. En skemmtilegt var það. Þetta var ekkert venjulegt „barokkhjakk” heldur hárnákvæm túlkun á stórum hugsun- um meistara allra tíma. Nútímaverkin voru eftir Egil Hovland (norskur), Atla Heimi Sveinsson, undirritaðan og André Jolivet, sem bar höfuð og herðar yfir afganginn. Það er raunar ótrúlegt hvað Jolivet nær að skrifa af miklum sannfæringarkrafti fyrir eina litla sólóflautu og hvað Manuela nær að gæða þá pappirsvinnu miklu lífi í atmosferunni. Öllum til gleði Verkið heitir Meinlæti, þriþætt með metafísískum undirtitlum, sem ég kann engin frekari skil á. En þetta er flókin, heilsteypt og hrein músík og öllum til gleði sem nenna að leggja eyrun við. Og auðvitað var gaman að heyra Helgu brillera í sólóverki Atla, Frum- skógum, sem er verk sem vinnur á við frekari kynningu. Sumarmál undir- ritaðs skána lika, en það er allt þeim Manúelu og Helgu að þakka. Tón- leikarnir hófust með stuttri sónötu eftir barokkflautumeistarann Quantz og lauk með fallegri Hándelsónötu, og voru þær báðar i e-moll. Þetta var því mikill e-moll konsert, og var satt að segja fróðlegt að heyra hvað tón- tegundaval getur haft mikla þýðingu við uppbyggingu efnisskrár, á okkar atónölu tímum.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.