Dagblaðið - 09.05.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 09.05.1979, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1979. Bandaríkin: Tréð mæld- ista 130 km hraöa Vegfarendur gátu ekki í fljótu bragði séð að sakleysislegt pálmatréð við veg- kantinn í Florida í Bandartkjunum væri hættulegt umhverfinu. Ekki var þó allt sem sýndist og við hraðamæl- ingu kom í ljós að tréð taldist á rúmlega eitthundrað og þrjátíu kílómetra hraða á klukkustund. Það var í það minnsta niðurstaða nokkurra aðila sem dund- uðu sér við mælingar þar vestra fyrir skömmu. Voru þarna starfsmenn sjónvarps- stöðvar, sem vildu ganga úr skugga um nákvæmni þeirra mælitækja, sem notuð eru til að mæla hraða bifreiða. Auk pálmatrésins var einnig gerð til- raun með að mæla hraða húss eins. Varð niðurstaðan sú að hann taldist 45 kílómetrar á klukkustund. Afleiðingar þessa eru þær að dómari einn í borginni Nesbitt í Florida hefur ákveðið að fresta tæplega eitt þúsund málum gegn ökumönnum, sem ákærðir hafa verið fyrir of hraðan akstur á grundvelli hraðamælinga lögreglunnar. Vill dómarinn fá úr því skorið hjá sér- fræðingum hvort mark sé takandi á þeim tækjum sem notuð eru við mæl- ingarnar. Margir sérfræðingar hafa sagt að mikillar ónákvæmni gæti í tækjunum. Einnig hafa þeir gagnrýnt að þeir lögreglumenn sem störfin ann- ast séu óvanir og verði því á ýmis mis- tök. Haft er eftir nokkrum sérfræðingum að svokallaðar radarmælingar á hraða bifreiðaséu rangar íalltað þriðjungi til- vika. Segja sömu aðilar að betra sé að taka aftur upp hefðbundnar aðferðir þar sem lögreglumenn á mótorhjólum þeysi um hraðbrautir á eftir óprúttnum ökumönnum. 1X2 1X2 1X2 36. leikvika — leikir 5. maí 1979. Vinningsröð: XX2 — 120—11X — X12 1. vinningur: 11 réttir — kr. 151.000.- 393+ 30073(3/10) 31526 33103+ 40090(4/10) 42258(4/10) + 2. vinningur: 10 réttir — kr. 3.600.- 725 31593 + 34180 34824(2/10) + 40353(2/10» 42379 2069 32372 + 34181 34846 + 35916 + 40447 41533 3532 33108 + 34278 34932 35942 + 40528(2'10) 5447 33136 + 34372 + 35173 + 40056(2/10) 41764 + 5625 33270 34393 + 35174(2/10) 40547 41862(2/10) 30072(2/10) 34405 + 40057(2/10) 42203 30117 33588 34409(2/10) + 40087 40585 + 42256 + 30661 33670 34462 35654 40131(4/10) 42259 + 30705 33763 34579 35733 + 40134(2/10) 42260 + 30943 33832(2/10) + 35772 + 40219(2/10) + 42264 + 31532 33835 + 34580 35774 40224 + 40975 42270 + 31583 + 33841 34802 + 35780 + 40227 + 41377 42326 31592 + 34098 + 34821 + 35856 40252 + 41517 42373 + Kærufrestur er til 28. maí kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og aðalskrifstofunni. Vinnings- upphæðir geta lækkað ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að fram- vísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýs- ingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR — íþróttamiðstöðinni — REYKJAVÍK Danmörk: Bensínstríð vegna fimmtíu ára afmælis Gulf veldur keppinautunum reiði Undanfarna daga hefur staðið yfir verðstríð i Danmörku á milli olíu- sölufyrirtækja. Hófst þetta um síð- ustu helgi og er ástæðan afmæli Gulf olíufélagsins, sem heldur nú upp á hálfrar aldar starfsemi sina í Dan- mörku. Að því tilefni var ákveðið að hver bensínlítri skyldi lækka um 25 aura danska eða um það bil jafnvirði fimmtán íslenzkra króna. Önnur olíusölufyrirtæki í Danmörku fylgdu á eftir. Er ekki séð fyrir end- ann á verðstyrjöldinni. Nemur tekju- tap fyrirtækjanna að sögn miklum upphæðum og er lítil hrifning meðal samkeppnisaðila Gulfolíufélagsins. Danmörk hefur ekki siður en önnur vestræn ríki orðið fyrir barðinu á olíuverðhækkunum og þykir sumum að verðlækkun á bensíni skjóti skökku við í dag. Hefur verið rekinn mikill áróður fyrir nauðsyn þess að sparlega sé farið með bensín og olíu eins og raunar aðra orkugjafa. Hafa forráðamenn Gulf félagsins verið sakaðir um að vinna á móti sparnaðarviðleitninni með því að lækka bensínverðið. Sagt er að fólk ruglist í ríminu ef einn aðili lækki verðið og auki þannig eftir- spurn á meðan aðrir prediki orku- sparnað. Talsmenn Gulf segja aftur á móti að ekki sé ástæða til að halda að eftirspurn aukist til muna þó nokkur lækkun verði á verðinu skamma hríð. Neytendur í Danmörku eru að sjálfsögðu hinir ánægðustu og við- skiptaráðuneytið í Kaupmannahöfn hefur tilkynnt að það fylgist með málum og muni grípa inn í ef þörf þykirá. ■: :■':. Hundurinn þoldi ekki við, þegar munnhörpuleikurínn var búinn að angra hann um stund og þaut þvi af stað. Eigandinn komst siðan undir Ixknishendur en hún hafði fallið og brotið á sér fótinn. Hún býr fjarri öðru fólki á Sunnmærí i Noregi og ef hundurinn hefði ekki farið hefði hún getað verið marga daga hjálparlaus. Greip hún til þess ráðs að leika á munnhörpu þvf reynslan hafði kennt henni að hundurinn gat með engu móti þolað slfka tónlist. Washington: Órlítill vopna- samdráttur með Saltsamkomulagi Loksins eftir sex og hálfs árs við- ræður hillir undir samkomulag í hin- um svonefndu Saltviðræðum. Þykir ljóst að með því megi takast að draga nokkuð úr vopnaframleiðslukappi stórveldanna. Ekki er þó búizt við að þarna sé á ferðinni neitt tímamóta- samkomulag. Til þess hafa ágrein- ingsatriði verið orðuð of almennt í samkomulaginu til að samkomulag mætti nást. Undanfarnar vikur hafa þeir Cyrus Vance, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Dobrynin, sendi- herra Sovétríkjanna i Washington, verið á fjölmörgum fundum vegna Saltviðræðnanna og er búizt við opinberri tilkynningu um að náðst hafi samkomulag innan skamms tíma. Bandaríkjamenn hafa þó beðið um nokkurn frest til að þeir geti kynnt málið fyrir bandamönnum sínum i Atlantshafsbandalaginu. Ákveðið hefur verið að leiðtogar Bandarikjanna og Sovétríkjanna, þeir Brésnef og Jimmy Carter for- setar hittist og leggi lokahönd á verk- ið. Ekki er enn ákveðið hvar það verður en rætt er um að það geti orðið í Stokkhólmi, Vín eða Genf. Nokkrar áhyggjur hafa verið undanfarið um að bágt heilsufar Brésnefs forseta Bandaríkjanna gæti sett strik í reikninginn. Var vegna þess lögð nokkru meiri vinna í sam- komulagsdrögin en upphaflega var áætlað ef vera kynni að fundur for- setanna yrði að mestu formsins vegna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.