Dagblaðið - 09.05.1979, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 09.05.1979, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1979. Alvarlega horfir íatvinnumálum á Patreksfirði: Öllu starfsf ólki sagt upp á næstunni í hrað- frystihúsinu Skildi — sem er stærsti atvinnurekandi staðarins með 80—120 starfsmenn Hraðfrystihúsið Skjöldur á Pat- reksfirði á nú i verulegum rekstrar- erfiðleikum og líkur eru á því að öllu starfsfólki veröi sagt upp á næstunni. Þá horfir mjög alvarlega í atvinnu- málum Patreksfirðinga því Skjöldur er langstærsti atvinnuveitandinn á staðnum, þar eru á launaskrá 80— 120 manns eftir árstíma. Magnús Guömundsson forstjóri Skjaldar sagði að verkfall farmanna kæmi frystihúsinu ákaflega illa. Erfiðleikar hafa lengi verið í rekstrin- um en þegar ekki er hægt að skipa út afurðum liggur ljóst fyrir að segja þarf upp fólkinu. Peningar eru ekki fyrir hendi. Húsið stendur það illa fyrir. Ákvörðun um uppsagnir verður tekin fyrir alveg á næstunni. Hjá hraðfrystihúsinu Skildi leggja upp þrír stórir bátar í eigu hússins, auk eins báts til og skuttogarans Guðmundar í Tungu. Að sögn Magnúsar hefur verið nær dauður sjór frá páskum, auk þess sem þorsk- veiðibannið gerði það að verkum að netabátar urðu að draga net úr sjó og togarinn að veiða fisk er ekki passaði i vinnslu hússins. Þá hafa svo miklar birgðir safnazt fyrir hjá húsinu að togarinn var sendur til Sandgerðis og látinn landa þar. „Við liggjum með gífurlegar birgðir af skreið, saltfiski og freð- fiski,” sagði Magnús. „Húsið er að verða fullt. Fyrir verkfall var gert ráð fyrir því að skip kæmi og næði í 6—7 þúsund kassa en það varð ekki af þvi.” -JH. Skýrsla OECD: STJÓRN- LAUS VERD- BÓLGA? Hætt er viö að islenzka rikis- stjórnin missi stjóm á verð- bólgunni, segir i skýrslu Efna- hags- og framfarastofnunarinnar OECDsem birt var ígær. OECD hvetur islenzk stjórn- völd til að beita áfram harðri skattastefnu og draga úr út- lánum. í skýrslunni segir að efnahagur Islands ,,hafi getað ráðið við” meiri veröbólgu en þekkist í flest- um öðrum aðildarríkjum stofn- unarinnar en nýtt ástand hafi skapazt eftir 45% verðbólgu i fyrra. Þá segir að gangi stefna stjórn- valda upp megi búast við 34% launahækkunum í ár samanborið við 55% í fyrra. Verðbólgan ætti þáaðvera34—55%. -HH. Guðfræðinem- arámóti prests- kosningum Aðalfundur Félags guðfræði- nema, haldinn i apríl 1979, lýsir ánægju sinni með framkomið stjórnarfrumvarp á Alþingi um afnám prestskosninga. Væntir aðalfundurinn þess að þingmenn sjái sér fært að samþykkja frum- varpið á yfirstandandi þingi til þess að af megi leggjast sem fyrst hinn mest sundrandi þáttur í starfi prestsins. -GAJ- Nflstm hfmm PLASTPOKAR O 82655 Rýmkuð starfræksla vínveitingahúsa: Beðið eftir blessun dómsmálaráðherra „Dómsmálaráðuneytið er ekkert farið að taka afstöðu til þess ennþá hvort vínveitingaleyfi verður rýmkað, við vorum rétt að fá þessa áskorun borgarstjórnar,” sagði Ólafur Walter Stefánsson skrifstofustjóri í dóms- málaráðuneytinu í viðtali við DB í gær- dag. Eins og greint var frá í blaðinu í gær samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur fyrir sitt leyti að leyfa veitingahúsum að hafa opið til kl. 03 að nóttu og um leið að hleypa fólki inn lengur en til 23.30 eins og verið hefur. Einnig var samþykkt að skora á dómsmálaráðu- neyti að rýmka í samræmi við þetta vínveitingaleyfi þannig að selja mætti vín til hálfþrjú á nóttu. „Dómsmálaráðuneytið þarf að leggja blessun sína yfir þessa breytingu á opnunartímanum því um er að ræða breytingu á lögreglusamþykkt og í rauninni tvær breytingar, annars vegar á opnunartíma og hins vegar á reglum um slit skemmtana, auk svo breytingar á áfengislögum um þann tíma sem selja má vín,” sagði Ólafur Walter. Á meðan dómsmálaráðuneytið fjallar um málið verðum við að láta okkur nægja að dansa til tvö á nótt- unni. -DS. Fjöldi f ólks heim sótti Amarholt BORÐSTOFUBORÐ OG STÓLAR WW WW rnMlvILL.IUMIML'li SÍÐUMÚLA 2 - SÍMI 39555 STÁLHÚSGAGNAGERÐ STEINARS „Það er búin að vera mikil umferð hérna í dag. Við áttum von á um þrjú hundruð gestum í heimsókn en fengum um það bil eitt þúsund,” sagði starfs- maður á Arnarholti er DB kom við á vistheimilinu síðdegis i gær. Þar var efnt til opins húss. Fólk fékk að skoða húsakynnin, gat keypt sér kaffi og muni sem vistfólkið hafði búið til. Á Arnarholti eru nú 48 sjúklingar á aldrinum frá átján ára til hálfáttræðs. Meðalaldurinn er aðeins yfir fjörutíu ár. Flestir þeirra eru fatlaðir eftir geð- ræna eða vefræna sjúkdóma og einnig eru þar nokkrir vangefnir. Nær allir sjúklingarnir vinna og þiggja laun fyrir. Einnig njóta þeir margs konar endurhæfingar. Vistheimilið að Arnarholti hefur verið starfrækt síðan árið 1945. Eldri húsakynnin voru reist af Thor Jensen en í desember 1977 var tekið í notkun nýtt hús sem stórlega var til bóta fyrir heimilið. -ÁT- Hvernig aðstoðar þú sjónskerta? Blindrafélagið hefur gefið út bækl- ing er nefnist Hvernig aðstoðar þú sjónskerta? í bæklingnum segir meðal annars: „Vertu eðlilegur í um- gengni við okkur, sem sjónskert erum, hvorki úr hófi forvitinn né vandræðalegur. Komdu fram við okkur eins og venjulegt fólk. Talaðu við okkur sjálf en ekki förunaut okkar. Brýndu ekki raustina. Við heyrum flest ágætlega. Heyrn og til- finning er okkar „sjón”. Láttu því til þín heyra . . .” Blindrafélagið hyggst dreifa þessum bæklingi sem víðast. -GAJ- Námskeið fyrir foreldra Barnaársnefnd Blindrafélagsins, Hamrahlíð 17 Reykjavík, hefur hug á að efna til námskeiðs fyrir foreldra sjónskertra og blindra barna. Fyrir- hugað er að námskeið þetta standi í viku og hefjist 19. júní í sumar. Meðal annars er ætlunin að veita for- eldrum ýmsar hagnýtar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til þess að tryggja eðlilegan þroska sjónskertra og blindra barna. Ennfremur telur nefndin það mjög æskilegt að for- eldrar þessa barnahóps fái tækifæri til að koma saman og til þess að ráð- færa sig við sérhæfða blindrakennara og aðra er eitthvað kunna að hafa til málanna að leggja. Grunur leikur á að nokkuð sé um sjónskert og blind börn viðs vegar um landið sem fara á mis við sjálfsagða þjónustu. Barnaársnefnd Blindafélagsins skorar því á alla þá er áhuga hafa á þátttöku að tilkynna sig sem fyrst til blindraráðgjafa í síma 91—38488. -GAJ-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.