Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 09.05.1979, Qupperneq 13

Dagblaðið - 09.05.1979, Qupperneq 13
13 \ DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1979. f—-------------------- Passíukórinn réttlætir það að kalla Akureyri höfuðstað Tónleikar Passfukórsins á Akureyri í Háskóla- bfói 6. mai. Einsöngvarar: ólöf Koibnjn Haröardóttir, Jón Porstoinsson og Haldór Viihelmsson. Þeim tU aöstoðar: Kammeravort skipuö hljóÖ- fœraleikurum úr Sinfónfuhljómsveit íslands, aö mestu. Stjómandi: Roar Kvam. Verkefni: Árstíöirnar eftir Joseph Haydn. Ungur kór Það var ærið tilhlökkunarefni að fara að hlýða á flutning Passíukórs- ins á Akureyri, þá loksins að veður- guðunum þóknaðist að hleypa kórn- um suður yfir fjöll. Tvennt kom á óvart við fyrstu sýn. Hið fyrra hversu ungir kórmeðlimir eru. Það liggur við að Laufásklerkur sé eins og hálf- gerður ellimálafulltrúi innan um alla unglingana. Mun þó hver, se'm til þekkir, réttilega mótmæla því sem hverri annarri haugalygi, að séra Bolli sé sakaður um gamlingjahátt. Hitt er hversu vel þau vanda til gerðar efnisskrár. Hún er snyrtilega fjölrituð með helstu upplýsingum um einsöngvara, stjómanda, kórinn, höfundinn og verkið. Að visu slæðist inn smá sagnfræðileg, eða landfræði- leg, ónákvæmni, eins og að segja sjálfan Papa Haydn fæddan í Króatíu, en slíkt er svo sem ekki verra en að kalla Benedikt á Auðnum Hrútfirðing. Texta verksins birta þeir einnig með lauslegri þýðingu eftir Magnús Kristinsson. Sveitasælusöngur Árstíðirnar hefjast með mikilli bjartsýni og heiðríkju. Vorið, þessi dásamlegi tími í austurrískri sveit, þegar trén blómgast og vínviðurinn Passiukórinn á æfingu á Akureyri. skýtur sprotum sínum. AUt þetta lof- syngur van Swieten svo listilega, og Haydn, sveitamaðurinn, er ekki í vandræðum með að búa ljóðunum viðeigandi umgjörð í tónum. Strax í Vorinu nýtur birta hinna ungu radda kórsins sín afar vel. Fáir hafa tjáð sína barnslegu sönnu guðstrú eins og Haydn í lokakór Vorsins, sem kórinn söng glæsilega. En áður en varir er sumarið, með sínum þrúgandi hita og svækju, skollið á. Sumarið hefst með hjartnæmri lýs- ingu ásólarupprásinni. Þar náðu þau afbragðs góðri stígandi, bæði ein- söngvararnir og kórinn. Þá ber og sérstaklega að geta þeirrar mögnuðu spennu, sem þau HaUdór, Jón og Ólöf náðu að byggja upp í rezitativ- unum á undan Óveðrinu. Vanþekking eða templaraítök Að loknu heitu sumri er svo tími uppskerunnar kominn. Tími iðju- seminnar sem Haydn lætur svo vel að dásama. Haustið er líka veiðitimi og þeir þekktu báðir, van Swieten og Haydn, til hinnar frægu merkur austan við Eisenstadt, þar sem skot- leyfi kostar nú orðið álíka og vika í úrvals laxveiðiá á íslandi. Þá er einnig timi vínuppskeru, þessa dýrð- lega strits. ÖU virtust haustverk þessi kórfólkinu heldur framandi, og ein- hvern veginn var eins og þau tryðu því ekki að sveitamenn í Austurriki drykkju sig hreifa af víninu sem þeir rækta. — Nema þá að templararnir eigi svona sterk ítök í höfuðstað Norðurlands. Siðan kemur vetur með biturt frost. Þótt Haydn túlki i tónum napran norðanvind þá er sá garri vart meira en andvari á vori hér norður á klakanum. Veturinn er einnig tími heimilisiðna og baðstofuskemmtana. Þetta skUdu þau betur. Lokaþáttur- inn, tríóið og tvöfaldur kór, var svo stórglæsUegur. Stórvirki Hljómsveitin kom vel frá sínu hlut- verki. Ég trúi samt ekki öðru en að fleiri hæfir tónlistarmenn leynist í röðum heimamanna fyrir norðan. Mér fannst alltof mikUl hluti hljóm- sveitarinnar sóttur í Sinfóníuhljóm- sveitina og vel hefði mátt gefa fieiri ungum Akureyringum tækifæri til að spreyta sig. Halldór Vilhelmsson kom mér þægilega á óvart. Rödd hans virðist hafa gjörbreyst á skömmum tíma. Hún er öll fyllri og mýkri en t.d. þegar ég heyrði hann síðast, í C-moll messunni. Nú fannst mér hann best njóta sin í aríunni „Der muntre Hirt” . . . í „Sumrinu”. Hana söng hann meðeinstakri hlýju. Jón Þorsteinsson var fremur stífur og verkaði eins og taugaóstyrkur, en náði sér þó prýðielga á strik í dúettin- um um hina sönnu ást, í Haustinu. Ólöf Kolbrún Harðardóttir skilaði sínu hlutverki með glæsibrag og tókst henni hvað best upp í rezitativinu og aríunni „Willkommen jetzt, o dunkler Hain” og „Welche Labung ftlr die Sinne”. Roar Kvam hélt örugglega um stjórnvölinn. Hann hefur unnið gott verk með kór sínum. í Passíukórnum er gott jafnvægi milli radda og radd- irnar bjartar og hreinar. Kórinn er hæfilega fjölmennur til að flutningur verks eins og Árstíðanna fái notið sin. Passíukórinn er einn af þeim þátt- um, sem réttlæta það að kalla Akur- eyri höfuðstað Norðurlands. Við verðum að leita alla leið til Tórshavn til að finna sambærilegt framtak á sviði tónmennta í jafn fámennri byggð. Fimm frækin íafmæli Það er best að byrja á því að óska Galleríinuvið Suðurgötu til hamingju með afmælið, en það er tveggja ára um þessar mundir. Tvö ár eru langur tími hvað gallerí snertir og hafa mörg slík fyrirtæki hér á landi lagt upp laupana á styttri tíma. Hafa menn þá annaðhvort misst móðinn eða peningana, — eða hvort tveggja. Galleríið við Suðurgötu nýtur þess hins vegar að það er „fjölskyldu- óðal” í tengslum við meðlimi og þetta auðveldar allan rekstur. Menn þurfa ekki að kvíða himinhárri leigu og gróði er ekki settur á oddinn. Þannig er fundin sálarró og þægi- legur starfsgrundvöllur. Ekki má heldur gleyma þvi að þarna er sam- hent lið að verki sem skipt hefur með sér störfum á bróðurlegan hátt, — en innbyrðis samkomulag er algjört skil- yrði fyrir blóma. Fullbókað Nú halda þeir gallerismenn afmælissýningu og er engin þreytu- merki að sjá á starfseminni. Húsnæðiö er fullbókað í allt sumar og margir merkir nýlistarfrömuðir munu verða hér á ferð og troða upp við Suðurgötuna, m.a. ljóðskáldið og sprelligosinn Dick Higgins og einnig munu herskáar konur sýna þarna myndlist á næstunni. Hins vegar finnst manni að galleríið verðskuldi vandaðri afmælissýningu en þá sem nú hangir þar á veggjum. Þátttak- endur eru aðeins fimm og í þann hóp vantar marga frjóustu meðlimi gallerísins. En þetta er búinn að vera strangur vetur og menn kannski þreyttir á óslitinni sköpun. Hin fimm fræknu eru Bjarni H. Þórarins- son, Friðrik Þór Friðriksson, Jón Karl Helgason, Margrét Jónsdóttir og Svala Sigurleifsdóttir. Bjarni hefur farið ýmsar leiðir í verkum sínum, aðallegá landleiðina og ekki ávallt haft erindi sem erfiði að mínu áliti. Hlaðiö og myndað Hér er ferskari blær yfir verkum hans en áður og aðrir listamenn eiga heldurekki eins mikið í þeim. „Fóta- ferð” er hnyttið verk og heillegt, — gengur eðlilega upp og „Male situ- ation” er allt að því kímilegt fram- hald á þeim hlaðstíl sem Bjarni hefur Úr „Fótaferö” efUr Bjarna H. Þórarinsson. tamið sér og það er einmitt sú glettni sem verkið hefur fram yfir hin grafalvarlegu láð-verk hans. Friðrik Þór kom skemmtilega á óvart á sam- sýningu með Steingrimi Eyfjörð hér forðum og meira að segja festi Lista- safn íslands kaup á verki eftir hann. Friðrik Þór var þá með tilbrigði um íslenska málshætti og orðatiltæki og sló á meinfyndna strengi. Ég er ekki eins sáttur við framlag hans nú, — hann virðist hafa meira fyrir hlutun- um og útsetningarnar eru vart eins eftirminnilegar og áður, auk þess sem ljósmyndunin sjálf er til lýta. Mesta ánægju hafði ég af hógværu verki sem nefndist „Því meira sem ég veit” og einnig mátti glotta yfir „Nostalgíu”, — mynd af höndum sem krafsa í svörðinn. Heldri manna höfuð Jón Karl Helgason kannast ég ekki við en um verk hans, nokkra múr- steina og sellóboga, mátti hrasa á efri hæðinni. Meir held ég varla að hægt sé að segja um hans þátt að þessu sinni. Margrét Jónsdóttir hefur dundað við margt, ef marka má sýningar hennar á þessum vettvangi. Þó virðist hún fremur myndrænt þenkjandi í það heila og lætur ekki gefna forskrift eða konsept drekkja öllum litum eða formígrundunum sínum. Framlag hennar er einna sér- kennilegast hér að þessu sinni. Með vaxlitum teiknar hún heldri manna höfuð, — gott ef forsetinn á ekki eitthvað í einu þeirra, — og bera þau frollur eða hettur í líki fogla og fiska. Þetta er í raun allt og sumt, en það má hafa gaman af þessu samblandi hátíðleika og náttúrlegra fyrirbrigða sem er í eðli sínu súrrealískt. En svona túlkun krefst vandaðra vinnu- bragða og þar getur Margrét bætt um betur. Myndlist „Upp upp min sál og allt mltt geð” eftir Margrétl Jónsdóttur. Konur í karlaheimi Svala Sigurleif sdóttir er fyrir- ferðarmikil í innsta herbergi á efri hæð. Verk hennar eru í svipuðum dúr og þau sem sjá mátti á einkasýningu hennar fyrr í vetur. Fjallað er um konur í karlaheimi, gegnum táknmál myndablaða og er henni meir í mun að koma skoðunum á framfæri en vinna myndrænt úr þeim forsendum sem hún gefur sér. Tilbrigði um skó hennar var þó eftirminnilegt, ekki sist vegna þess að mikinn fnyk lagði af skónum. Stærst er verk Svölu um „Dóm Parísar”, — goðsagnarlegt innlegg í kvennabaráttuna og gengur út á það að allt sé karlmönnum að kenna, eins og venjulega. Það er sem sagt ekki annað fyrir mann að gera en skríða hnipinn á brott.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.