Dagblaðið - 09.05.1979, Blaðsíða 7
I
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1979.
7
Erlendar
fréttir
REUTER
San Salvador:
Þrír fallnir
í átökum við
kirkjudyr
Að minnsta kosti þrír féllu og margir
særðust í átökum á milli lögreglu og
skæruliða í Mið-Ameríkuríkinu San
Salvador í gær. Eru þar á ferðinni
sömu aðilar og haldið hafa sendiráðum
Frakklands og Costa Rica undanfarna
daga. Átökin hófust við kirkju eina,
sem skæruliðarnir hafa einnig á valdi
sínu. Átti að halda mótmælafund fyrir
utan kirkjuna.
Hættið árás-
um á Palest-
mumenn
Stjórnin í Washington hefur skorað
á ríkisstjórn ísraels að hætta árásum á
búðir Palestínuaraba í Líbanon. Segja
hinir fyrrnefndu að ef ekki verði látið
af árásunum geti soðið upp úr innan
skamms.
Flóttamenn
íloftárásum
Flóttamaður einn frá Mósambík í
Afríku segir að búðir skæruliða og
annarra svartra, sem flúið hafa frá
Ródesíu, séu nær daglega undir loft-
árásum flughers stjórnarinnar i
Ródesíu.
Stjórnarandstaðan í ísrael hefur
ákveðið að leggja fram vantrauststil-
lögu gegn ríkisstjórn Menachem
Begins. Ástæðan er að fyrir nokkru var
sjötíu og sex skæruliðum úr hópi Pal-
estínuaraba sleppt úr haldi í skiptum
fyrireinn ísraelskan hermann.
11
SJO VORU SLEGN-
IR AF í MORGUN
—sakir meðal annars samband við síonista og ísrael
Byltingardómstólar i íran létu taka
sjö manns af lífi í morgun, sem áður
höfðu verið dæmdir til dauða af
byltingardómstólum. Meðal saka var
stuðningur við síonisma og sambönd
við ísrael. Er þá tala þeirra, sem
teknir hafa verið af lífi síðustu tvo
sólarhringa komin upp i tuttugu og
átta.
Meðal hinna líflátnu var þekktur
kaupsýslumaður sem, að sögn út-
varpsins í Teheran, hafði ekki
hlýðnazt stjórn Khomeinis og slitið
öllu samstarfi við ísrael. Eignir hans
voru allar gerðar upptækar og auk
þess eignir nánustu ættingja hans, að
því er útvarpið sagði. Voru þær
gefnar fátækum.
Kunnugir telja að ný alda dauða-
dóma muni halda áfram í íran en í
gær voru hinir líflátnu tuttugu og
einn. Hafa þeir aldrei verið fleiri á
einum degi frá því að byltingin var
gerð gegn keisaranum í íran í febrúar
síðastliðnum. Að sögn útvarpsins var
fyrrum spilavítiseigandi meðal hinna
líflátnu en hann þótti frábært dæmi
um þá tegund manna sem byltingar-
dómstólar kalla spilltustu verur á
jörðu hér. Einn fyrrum ráðherra var
meðal hinna líflátnu. Var það fyrrum
herforingi sem gegndi stöðu
upplýsingamálaráðherra í fyrra.
Auk þess voru þrír foringjar í
Savak, hinni hötuðu leynilögreglu
keisarans, og einn hermaður sem
dæmdur var fyrir morð.
I fyrsta skipti i sögunni er kona forsætisráðherra i Bretlandi. Margir velta þvi nú
fyrir sér hvernig eiginmanni Margrétar Thatcher muni reiða af í hinum opinbera
embættisbústað að Downingstræti 10. Sjálfur virðist Denis Thatcher þó ekki
hafa miklar áhyggjur enda likast til orðinn vanur pólitisku starfi eiginkonu sinnar.
Kalifornía:
Byssur og
hnífar á
lofti
— síðustu andartökin áður en
bensínskömmtunin gekk í gildi
Slegizt var í biðröðum, byssum
veifað og hnífum beitt í viðleitninni
til að fá örlitlu meira bensin andar-
tökum áður en formleg skömmtun á
því hófst í Kaliforníu.
Þetta fylki Bandaríkjanna þar sem
eru sextán milljónir bifreiða en
aðeins tuttugu og tvær milljónir íbúa
hefur farið verst allra út úr hinni svo-
nefndu olíukreppu. Jimmy Carter,
forseti Bandaríkjanna, hefur meira
að segja ekki séð sér annað fært en
leita til fulltrúadeildar þingsins i
Washington um heimild til að
skammta bensín.
Jerry Brown, ríkisstjóri í Kali-
forníu, hefur talið málið svo alvarlegt
að hann taldi ekki fært að bíða af-
greiðslu þingsins á frumvarpi forset-
ans og fyrirskipaði gildistöku bensín-
skömmtunar strax í dag. Búizt er við
að atkvæðagreiðsla um heimild
Bandarikjaforseta muni verða af-
greidd í dag.
Margir bifreiðaeigendur létu
hendur skipta í viðleitninni nl að fá
nokkra bensindropa og margir af-
greiðslumenn vopnuðust kylfum eða
byssumviðstörfsin.
BÍLALEEGA
Til sölu er bílaleiga á góðum stað, leiguhús-
næði, um 250 ferm, góð aðstaða. Hentugt að
reka verkstæði eða sprautun jafnhliða. Til-
boð leggist inn á augld. DB merkt „Bíla-
leiga" fyrir 15. maí.
Það er hjá Skeifunni sem
ÞAÐ SKEÐUR
að bíllinn selst sé hann á staðnum.
BÍLASALAN
SKEIFAN
Skeifunni 11 — Símar 84848 og 35035.