Dagblaðið - 09.05.1979, Page 14

Dagblaðið - 09.05.1979, Page 14
14 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. MAl 1979. Íþróttfr iþróttir_____________iþróttir______________ Íþróttir________ íþróttii Geir Þorsteinsson til KR FRABÆR J HJÁ SKAG/ Skagamenn gera það svo sannarlega ekki enda- sleppt í ferð sinni til Indónesiu. Þeir eru nú komnir i úrslit í keppninni gegn landsliði Burma og fer leikurinn fram í kvöld. Akurnesingar léku á föstudag gegn landsliði Burma og töpuðu þá 0—1, en komust i úrslitin á hagstæðri markatölu. Liðin mætast því aftur í kvöld. Skagamenn léku í fyrradag við landslið Japana og unnu það 2—1 þannig að með sanni má segja að árangurinn sé mjög góður. Jón Sigurðsson verður áf ram með KR næsta vetur Kenny Dalglish kom til Liverpool i ágúst 1977. Fi skoraði Dalglish sitt 41. deildamark fyrir Liverp þegar Dalglish skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liveri LIVER MEIS — eftir öruggan 3-0 sigur y Sheffieid United féll í 3. deild < Liverpool tryggði sér enska meistaratitilinn í gærkvöldi með mjög öruggum og sannfærandi sigrí yfir Aston Villa á Anfield Road, leikvelli Liverpool. Yfir 50.000 manns voru á Anfield og urðu vitni að þvi þegar Líverpool yfirspilaði Aston Villa allt frá fyrstu mínútu til hinnarsíð- ustu. Lokatölur urðu 3-0 eftir að staðan hafði verið 2-0 i hálfleik. Það var mikil stemmning á vellinum strax í upphafi leiks og áhorfendur fengu svo sannar- lega eitthvað fyrir sinn snúð. Strax á 1. mínútu — eftir 47 sek. reyndar — skoraði bakvörður- inn Alan Kennedy fallegt mark og þar með var tónninn gefinn. Leikmenn Liverpool sóttu nær látlaust að marki Villa en það var ekki fyrr en rétt fyrir leikhlé, að Kenny Dalglish, marka- kóngur Liverpool sl. tvö ár, skoraði annað markið. Þetta var 21. 1. deildarmark Dalglish í vetur, en á sl. keppnistimabili skoraði hann 20 mörk í 1. deildinni fyrir Liverpool. Sannkall- aðurgullkálfur. í siðari hálfleiknum var um svipaða sögu að ræða og Liverpool hafði tögl og hagldir í leikn- um. Terry McDermott gerði út um leikinn á 54. mínútu er hann skoraði gott mark. í leiks- lok brauzt út mikill fögnuður í Liverpool en Liverpool vann nú titilinn í 3. sinn á sl. 4 árum og eru ekki mörg lið sem leika slíkt. Úrslit leikja í gærkvöldi 1. deild Bolton — Tottenh^m Liverpool — Aston Villa WBA — Southampton 2. deild Burnley— Millwall Utd. — Leicester Newcastle — Wrexham 3. deild Brentford — Swindon Peterboro — Chesterfield 1- 3 3—0 1—0 0—1 2— 2 2-0 1-2 0—0 Þjálfaramál úrvalsdeildarliðanna eru fæst á hreinu og t.d. hafa Stúdentar ekki gengið frá sínum málum ennþá, en málin skýrast nú í vikulokin. UMFN hefur endurráðið Ted Bee og KR-ingar ætla að fá sér annan Bandaríkjamann. Framarar vilja endurráða John Johnson en það skýrist ekki fyrr en í ágúst. Valur fær Tim Dwyer aftur en um ÍR-inganaer lítt vitað. Rússar unnu Bandaríkjamenn Sovétmenn unnu Bandaríkjamenn örugglega í körfubolta í gær 91-77 eftir að staðan í hálfleik hafði veríð 43-38 fyrír Rússana. Leikurinn fór fram í Moskvu og var liður i mikilli keppni milli heimsálfa. Þá unnu Frakkar Argentínumenn 103-87 í Mulhouse í gærkvöldi. Staðan í hálfleik var 48-38 fyrír Frakkana. Frakkarnir unnu Bandaríkjamenn- ina á laugardag í þessarí sömu keppni þannig að eitthvað virðist Bandaríkja- mönnunum vera faríð að förlast listin. Þá eru það KR aðdáendum einnig mikil gleðitíðindi, að Jón Sigurðsson hyggst ekki fara eitt eða neitt. Miklar sögusagnir hafa gengið hér í borginni þess efnis, að Jón hygðist ganga yfir í Fram eða ÍR en þær hafa ekki átt við nein rök aðstyðjast. KR varð bæði Íslands- og bikar- meistari nú í ,vor og þá hætti Einar Bollason, einn kunnasti körfuknatt- leiksmaður íslands fyrr og síðar, en með komu Geirs verður skarð Einars fyllt og vel það. DB tókst ekki að ná i Geir, hvorki í gærkvöldi né í morgun, en KR-ingar hyggjast æfa yfir sumartímann að ein- hverju leyti. KR-ingum hefur borizt stórkostlegur iiðsauki í körfuboltanum þar sem Geir Þorsteinsson er. Geir tilkynnti félaga- skipti yfir i KR i gær og mun leika með þeim næsta keppnistímabil. Geir er einn af okkar allra beztu körfuknatt- leiksmönnum og hefur veríð fastur maður í landsliði undanfarín ár og einn aðalmáttarstólpinn i Njarðvíkurliðinu. íþróttir

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.