Dagblaðið - 09.05.1979, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 09.05.1979, Blaðsíða 28
Kópavogur: FOGETILEYFÐI EKKIDISKÓTEKID —viljum stuðla að heilbrigðum skemmtunum segir bæjarfógeti Krakkar í Kópavogi hafa i velur stundað diskótek að Hamraborg 1. Oiskódansinn hefur verið stundaður á föstudags- og laugardagskvöldum en þó ckki um hverja helgi. Tveir að- ilar hafa staðið fyrir þessum diskó- dansi og sl. laugardag aetlaði iþrótta- félagið Gerpla aö sjá um gleðina. Fógeti í Kópavogi greip hins vegar inn í og leyfði ekki diskótekið á laugardaginn. Þetta hefur valdið óánægju unglinga og annarra er staöið hafa að þessu diskóteki. DB hafði samband við Sigurgeir Jónsson bæjarfógeta i Kópavogi og spurði hann um málið. Bæjarfógeti sagði það rétt vera að ekki hefði verið veitt leyfi til þessarar skemmtunar. „Við höfum mjög viljað stuðla að því að unglingar hér í Kópavogi gætu skemmt sér á vínlausri skemmtun. Leyfi voru því veitt fyrir þessum diskótekum og gekk það mjög vel í upphafi. Lögregluvarðstjóri gaf þessu góð meðmæli, en ástandið hefur farið versnandi. Dagblaðið sagði m.a. frá skrílslát- um eftir slíka skemmtun og því fór ég að athuga hvað hæft væri i því. Það reyndist rétt vera. Skemmtanirnar hafa farið úrskeiðis hjá báðum aðil- um.” Þá sagði bæjarfógeti að umsókn um leyfið heföi verið hent inn til sín eftir viðtalstima á föstudag. Nefnt væri fólk sem ætti aö bera ábyrgð, en það reyndist endasleppt. Leyfið væri ekki veitt upp á þau býti. „En þetta er siður en svo gert af kvikindishætti,” sagði fógeti. „Við vildum aðeins stuðla að heilbrigðum skemmtunum.” -JH Irjálst, nháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 9. MAl 1979, ísafjörður: Sportsigl- ingamaður bjargaði grá- síeppusjó- manni með snarræði SOFNAR BRUGGFRUMVARPK) Mjög tvísýnt er um, hvort „brugg- frumvarpið”, stjómarfrumvarp um einkasölu ríkisins á öl- og vingeröar- efnum, nær fram aðganga fyrir þing- lok. Fjármálaráöuneytið leggur þó mikla áherzlu á að málið verði af- greitt. Bæði er aöeins um hálf önnur vika eftir af þingtímanum og málið skammt komið í meðferð þingsins og nokkur klofningur i stjórnarliðinu um máiið. Innan þingflokks Alþýðu- flokksins er að minnsta kosti veruleg andstaða við þetta frumvarp. Magnús H. Magnússon félags- málaráðherra tjáði DB, að hann ef- aðist mjög um að frumvarpið næði fram að ganga fyrir þinglok. Sú skoðun hefur einnig komið fram hjá ýmsum þingmönnum I viðtali viö blaöið. - HH Pétur þulur kærir fyrir útvarpsráði Pétur Pétursson þulur og félagar hans í Andófi '79 hafa kært fyrir út- varpsráði meðferð fréttastofa Ríkisút- varps á kosningaúrslitum i BSRB. Þeir lögðu í gær fram ósk um, að við þá yrði rætt um úrslitin en í stað þess var aðeins rætt við Kristján Thorlacíus for- mann BSRB og Tómas Árnason fjár- málaráðherra, þá sem töpuðu kosningunum. Pétur sagði í viðtali við DB í morgun, að sér hefði þótt einhliða að málum staðið fyrir kosningarnar í ríkis- fjölmiðlunum og enn ætti að hafa sama hátt, eftir „rassskellingu” þessara manna. -HH. Kröfurfarmanna: Tillaga Alþýðubanda- lagsins: 3% til allra nema há- tekjumanna utan BSRB - frumvarp væntanlegt Alþýðubandalagið vill að samþykkt verði á Alþingi fyrir þinglok, að allir fái 3% grunnkaupshækkun nema hátekjumenn utan BSRB. Að öðru leyti verði hafinn undirbúningur al- mennra kjarasamninga sem fari fram næsta haust. Alþýðubandalagið undirbýr einnig tillögur um einhvers konar hátekju- skatt en flokkurinn hefur ekki komizt að endanlegri niðurstöðu í því efni. Alþýðubandalagið vill að launaþak verði sett við laun 350—400 þúsund krónur á mánuði. Verðhækkanir verði ekki leyfðar nema þær leiði af erlend- um verðhækkunum. Þessi lög skuli gilda annaðhvort til 1. desember eða áramóta. Ráðherrar flokksins munu á morgun gera tillögur um þessi efni í rikisstjórn- inni. Ólafur Ragnar Grímsson alþingis- maður (AB) hafði samband við DB og óskaði tekið fram vegna ummæla sem höfð voru eftir honum í gær um hálaunamenn, að þar hefði hann ekki átt við BSRB-menn. -HH. Snarræði sportsiglingamanns frá ísa- firði bjargaði mannslífi á ísafjarðar- djúpi á laugardaginn er skipstjóri af grásleppubáti dróst fyrir borð með netunum. Var þar á ferð 8 tonna grásleppu- báturinn Nonni ÍS 64. Sá sem eftir var í bátnum, þegar skipstjórann tók út, var viðvaningur i fyrsta túr sínum á bátn- um og kunni ekki einu sinni á hann. Hefði honum vafalítið ekki tekizt að bjarga skipstjóranum í tæka tíð, þar sem sjór var mjög kaldur. Sportsiglingamaðurinn renndi báti sínum í skyndi upp að skipstjóranum og náði honum úr sjónum aðeins um minútu eftir að hann féll útbyrðis, og er þetta snarræði tvímælalaust talið hafa bjargað lífi skipstjórans. -GS. Yfir 100% verðbólga — á næsta ári segir Hagdeild VSÍ. „Það hefur ekkert gerzt í farmanna- deilunni,” sagði Ingólfur Stefánsson hjá Farmanna og fiskimannasambandi íslands í morgun. „Allt situr við það sama.” Framkvæmdastjórn Vinnuveitenda- sambands íslands ræddi farmanna- verkfallið á fundi sínum i gær og þar var m.a. lögð fram spá Hagdeildar Vinnuveitendasambandsins um hækkun launa, F-vísitölu og dollara- gengis miðað við að aðeins yrði gengið að u.þ.b. þriðja hluta þeirra krafna, sem yfirmenn á farskipum hafa sett fram og aðrir aðilar vinnumarkaðarins fengju sömu hækkun launa. Samkvæmt þeirri spá yrði verðbólgan á næstu 12 mánuðum 107% og í septem- ber 1980 yrði gengi dollarans 940 kr. miðað við 333.20 í dag. „Þá segir og í ályktun VSÍ, að „þar sem þjóðartekjur aukast ekki á þessu ári, geta samningar um kauphækkanir ekki leitt til kjarabóta, heldur einvörð- ungu aukinnar verðbólgu. . .” „Kröfur yfirmanna á farskipum fela í sér yfir 100% kauphækkun”. DB bar þessa ályktun VSÍ undir Ingólf og sagðist hann ekki trúaður á að það setti þjóðfélagið á hvolf, þótt farmenn fengju einhverja kauphækk- un. „Þegar skipafélögin taka erlend leiguskip, skila þau yfirleitt hagnaði. Launagreiðslur á þau skip eru samt um 100% hærri en til íslenzkra áhafna. Ég skil því ekki barlóminn í íslenzku skipa- félögunum. Við höfum enda aldrei fengið upp- gefið hve mannakaupið er stór hluti í rekstrinum og svo virðist sem Þjóð- hagsstofnun hafi þær tölur ekki heldur.” -JH. 'Það er ekki nóg að þvo bara gluggana sem laða, lokka og seiða viðskiptavinina — húsið þarf allt sitt bað. DB-mynd: Magnús Hjörleifsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.