Dagblaðið - 09.05.1979, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 09.05.1979, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIK.UDAGUR 9. MAÍ 1979. 15 iþróttir iþróttir iþróttir íþróttir IRANGUR VMðNNUM Leikurinn gegn Japan var mjög erfiður og var ieikið í 35 stiga hita — aðstæður sem eru islenzk- um knattspyrnumönnum með öllu óeðlilegar. Þeir létu það þó ekki á sig fá og lögðu Japani að velli. og aðrið þrír eru meiddir og Öster gengur illa þessa dagana, sagði Teitur Þórðarson — Það gengur allt á afturfótunum hjá okkur þessa dagana sagði Teitur Þórðarson hjá Öster er DB hafði sam- band við hann í gærkvöldi. — Við lékum gegn Djurgarden á sunnudag og töpuðum 0—2 úti og leikur okkar var mjög slakur. — Við höfum nú aðeins þrjú stig eftir fjóra leiki og byrjunin hefur verið slæm en það hefur flest verið á móti okkur. — Þrír af beztu leikmönnum liðsins hafa fótbrotnað á nokkrum vikum. — Landsliðsmarkvörðurinn, hægri bak- vörður okkar og einn enn hafa allir brotnað á skömmum tima og auk þess eru þrír úr liðinu frá í fyrra meiddir núna, þannig að við leikum einungis með hálft lið. Orslit í Allsvenskan á sunnudag og mánudag. Norrköping — Malmö 1—0 Djurgarden — Öster 2—0 Elfsborg — Halmia 1—0 Halmstad — Atvidaberg 0—0 Hammarby — Kalmar 2—2 Sundsvall — AIK 0—1 Landskrona — Göteborg 0—0 Staðan eftir 4 umferðir. Norrköping 4 3 1 0 9—1 7 Halmstad 4 2 2 0 5—1 6 Malmö 4 3 0 15—16 Sundsvall 4 3 0 1 3—1 6 Elfsborg 4 2 1 1 2—3 5 Gautaborg 4 1 2 1 5—2 4 Atvidaberg 4 I 2 1 2—2 4 Landskrona 4 1 2 1 3—6 4 Djurgarden 4 1 1 2 4—4 3 öster 4 1 1 2 3—3 3 Hammarby 4 1 1 2 4—5 3 Kalmar 4 0 2 2 3—8 2 Halmia 4 1 0 3 1—6 2 AIK 4 1 0 3 1—7 2 Slagsmál þegar Hamborg vann Köln 6-0 ígær fir Aston Villa í gærkvöldi *n Millwall heldur enn í Shefffield United féll í 3. deildina í gær er liðið náði aðeins jafntefli 2—2 á heimavelli gegn Leicester. Sheffield þurfti að vinna 9—0 en var fjarri því aðtakast slíkt. Mikil harka var í leiknum og að honum loknum brutust út slagsmál meðal áhorfenda. Sheffieldliðin leika því bæði í 3. deild næsta ár og mega svo sann- arlega muna sinn fífil fegri. Millwall vann óvænt á útivelli og heldur enn í vonina um 2. deildarsæti. í fyrra vann Mill- wall síðustu 6 leikina og hélt sæti sinu og þarf nú 7 stig í síðustu fjórum leikjum sínum til að hanga uppi, en Blackbum og Sheffield eru bæði fallin. í 3. deildinni vann Swindon afar mikilvægan sigur á útivelli og er nú í 3. sæti I deildinni en á eftir tvo útileiki. Við skulum nú skoða stöðuna á toppi 1. deildar, botni 2. og toppi þeirrar 3. l.deild Liverpool WBA Nottm. Forest Everton 2. deild Cardiff Wrexham Leicester Luton Bristol R. Charlton Oldham Sheff. Utd. Millwall Blackbum 3. deild Watford Swansea Swindon Shrewsbury Gillingham 40 28 8 39 23 11 39 18 18 42 17 17 4 5 3 54—23 8 52—40 51 40 15 9 16 53—70 39 39 12 13 14 43—38 37 42 10 17 15 43—52 37 42 13 10 19 60—57 41 13 10 18 47—63 36 42 11 13 18 60-69 35 40 11 13 16 46—60 42.11 12 19 52—69 38 10 9 19 37—52 41 9 10 22 39—71 45 23 12 10 79—52 58 45 23 12 10 81—60 58 44 25 7 12 71—45 57 44 19 19 6 53—37 57 44 19 17 7 61—43 55 „Þrír leikmenn hafa fótbrotnað” ;rill hans hjá liðinu hefur verið einstakur og f gær ool í 82 leikjum. Myndin hér að ofan er frá pool — gegn Middlesbrough í ágúst 1977. 4. deild Barnsley — Grimsby Scunthorpe — Wimbledon Malmö tapaði óvænt og greinilegt er nú á öllu, að leikmenn liðsins eru með allan hugann við úrslitaleikinn gegn Forest i Evrópubikarnum í lok mánaðarins. — Það hefur ekkert verið haft sam- band við mig út af landsliðinu, þannig að ég á ekki v»u á því að verða kallaður heim í landsleiki í sumar, enda höfum við tvo frábæra miðherja, þá Pétur Pétursson og ArnórGuðjohnsen. Öster, liði Teits Þórðarsonar, hefur gengið brösulega nú í byrjun Allsvensk- an, cnda eru 6 lykilmenn liðsins meiddir. Um helgina tapaði Öster 0—2 fyrir Djurgarden. — Næsti leikur hjá okkur verður á mánudag en þá leikum við gegn Atvidaberg á útivelli og maður verður bara að vona að þetta fari að ganga betur. Deildakeppnin íbad minton um helgina Hin árlega deildakeppni Badminton- sambands íslands verður um næstu helgi í Laugardalshöllinni. Hefst keppnin með setningarathöfn kl. 10 á laugardagsmorgun, en á sunnudag lýkur keppninni með verðlaunaafhend- ingu. Þátttakendum er skipt i tvær deildir. í fyrstu deild eru KR, ÍA, Valur og þrjú lið frá TBR. Tennis- og badmintonfélag Reykja- víkur hefur ávallt sigrað hingað til, og við því er líka búizt núna, en allt getur gerzt í badminton. Til dæmis má geta þess að liðsskipan þeirra TBR-inga er með því móti að Jóhann Kjartansson, Kristín Magnúsdóttir og Kristín Berg- lind eru í A-liði TBR, Sigfús Ægir Árnason, Sigurður Kolbeinsson, Lovísa Sigurðardóttir og Hanna Lára Pálsdóttir eru I B-liði, og Broddi Kristjánsson og Haraldur Kornelíusson í C-liði. Þetta er til þess að gera keppn- ina jafnari og meira spennandi. í annarri deild keppa Gerpla, Badmintonfélag Hafnarfjarðar, Tennis- og badmintonfélag Vest- mannaeyja, B-lið KR og D-lið TBR. Þar er aldeilis óvíst hver sigrar. Deildarkeppni BSÍ hefur hingað til verið eitt alfjölmennasta badminton- mótið á hverjum vetri. Sl. haust var reglum keppninnar breytt. Liðin hafa verið minnkuð úr 10 manns í 6. Einnig er keppnin haldjn um eina helgi, I stað þess að henni var dreift um hálfan veturinn áður. Þetta er gert til þess að auðvelda minni félögunum þátttöku og til að einfalda skipulagningu keppn- innar í heild. Heiftarleg slagsmál brutust út á meðal leikmanna Hamborgar og Köln í leik liöanna í Bundesligunni í gærkvöldi undir leikslok en staðan var þá 6-0 fyrir Hamborg. Kevin Keegan var í banastuði og skoraði tvö mörk, auk þess sem hann lagði upp tvö önnur. Þessi frábæri sigur Hamborgarliðs- ins gerði það að verkum að liðið komst aftur á topp Bundesligunnar en Stutt- gart hefur haldið forystunni undan- farnar vikur. Það voru þeir Heinz Flohe og Herbert Neumann, sem voru reknir af leikvelli í leikslok í gær er þeim tók að hitna í hamsi. Mótlætið fór mjög í taugarnar á leikmönnum Kölnar og tapið fyrir Nottingham Forest í undan- úrslitum Evrópubikarsins virðist enn sitja í þeim. Úrslit í Þýzkalandi í gær: Hamborg — Köln 6-0 Duisburg — Bayern 3-1 Bremen—Dtisseldorf 1-1 Bayern er algerlega heillum horfið í vetur og liðið vinnur ýmist stórsigra eða þá tapar stórt. Duisburg er á meðal neðstu liða og tapaði t.d. 0-3 fyrir Hamborg á laugardag. Nú eru aðeins fjórar umferðir eftir í Bundesligunni i Þýzkalandi og staðan á toppnum er mjög jöfn. Við skulum líta áefstu liðin. Hamborg 30 19 6 Stuttgart 30 18 7 Kaisersl. 30 16 10 Bayern 30 14 7 Dusseldorf 30 12 9 Frankfurt 30 13 7 10 42-42 33 Fyrri leikur UEFA úrslitanna í kvöld — Við vinnum þennan leik örugg- lega, sagði þjálfari Rauðu stjörnunnar, Branko Stankovic, í viðtali við frétta- menn i gærkvöldi. — Þetta verður erfiður leikur og það er mjög erfitt að.geta sér til um úrslit, sagði fyrirliði Borussia, Berti Vogts. Fyrri leikurinn 1 úrslitum UEFA keppninnar verður háður á leikvelli Rauðu stjörnunnar í kvöld og þegar er uppselt — 100.000 manns. Mikið rigndi í Belgrað í nótt og voru leikmenn Rauðu stjörnunnar áhyggju- fullir vegna þess og töldu það geta hjálpað Borussia mjög mikið, en vitað er að Þjóðverjarnir hyggjast leggja allt kapp á vörnina I kvöld. Fyrir tveimur árum áttust þessi lið við í Evrópu- keppni meistaraliða og þá vann Borussia sannfærandi 3-0 úti og 5-1 heima. Akurnesingat hafa nú verið rúmar tvær vikur á þessu mikla ferðalagi og munu koma heima á laugardaginn. Þá hefst strax undirbúningur fyrir Islandsmótið, en fyrsti leikur Skagamanna er gegn Keflavík nk. miðvikudag. Það verður fjör i handknattleiknum i Vestmannaeyjum næsta keppnistimabil — þá leika bæði Týr og Þór í 2. deiid. Þór tókst ekki að vinna sér sæti i 1. deild eftir auka- leikina við HK á dögunum en Týr sigraði í 3. deild. Hér eru meistarar Týs i 3. deild- inni. Efri röð frá vinstri. Arnþór Sigurðsson, Hallgrímur Tryggvason, Stefán Jóns- son, Logi Sæmunsson, Magnús Þorsteinsson, Ingibergur Einarsson, Halldór Hallgrimsson, Snorri Rútsson og Guðmundur Ölafsson. Fremri röð. Björn Eliasson, Helgi Ragnarsson, þjálfari og leikmaður, Viðar Hjálmarsson, Sigurlás Þorleifsson, Egill Steinþórsson, Viðar Eliasson og Ómar Jóhannsson. DB-mynd Ragnar Sigurjónsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.