Dagblaðið - 09.05.1979, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 09.05.1979, Blaðsíða 17
DAGBLAÐID. MIÐVIKUDAGUR 9. MAl 1979. 17 Hljómplötuútgáfunnarhf. getið fMusic Week: Náðu samböndum í Kanada og Frakklandi Þó eru tíu plöturkomnarútþað sem aferárinu Það sem af er þessu ári eru komn- ar út tíu hljómplötur hér á landi. Á sama tíma i fyrra voru þær aðeins sex talsins, svo að ætla mætti að iljómplötuútgefendur væru með bjartsýnna móti nú en þá. Svo er þó ekki, því að mun færri plötur eru í vinnslu nú ... öllu heldur stórlega færri þvi að aðeins eru nú fimm plötur í vinnslu en voru á annan tug- inn í fyrra. Plöturnar sem eru nú í smíðum á ýmsum stigum eru sólóplata Bjarka Tryggvasonar frá Akureyri, plata Þursaflokksins, diskóplata Gunnars Þórðarsonar, tvöföld hljómleika- plata Megasar, Drög að sjálfsmorði, og nýjasta plata Ljósanna í bænum. Tvær til viðbótar eru fullgerðar, en óútkomnar. Þær eru Faðir Abraham í Skrýplalandi og Brot af því bezta með hljómsveitinni Trúbrot. BJARKI TRYGGVASON^ vinnur um þessar mundir að |§||fe sólóplötu sinni i Hljóðrita í I Hafnarfirði. Teikn.: Ragnar Wjt&r Lár. Þá munu útgefendur halda nokk- uð að sér höndum um útgáfu á nýj- um plötum. Fálkinn og Steinar hafa til að mynda ekkert ákveðið hvaða plötur verði ráðizt í að taka upp „Bill Wyman bassaleikari Stones hefur til dæmis samið lög fyrir þessa söngkonu. — Það sem óvana- legt er viö hana er að hún kemur oft og iðulega fram hálfnakin á söng- skemmtunum sínum.” Þá stendur til að undirrita samn- ing um gagnkvæman útgáfurétt við kanadískt fyrirtæki, V-Records. Það hefur áhuga á að fá lög efdr Jóhann G. Jóhannsson, sem dreif- býlissöngkonan Crystal Gayle á síðan að flytja. — Eftir ráðstefnuna hafa einnig nokkur erlend fyrirtæki sýnt áhuga á samstarfi við Hljóm- plötuútgáfunahf. Á Midem ráðstefnunni kynnti Hljómplötuútgáfan listamenn sína og það sem þeir hafa látið frá sér fara. Svo virtist sem lög Jóhanns G. Jóhannssonar vektu mesta athygli af íslenzkaefninu. Misskilningur blaðamanns I greininni í Music Week eru nokkrar missagnir, meðal annars þær að hljómsveitin Poker haft átt flest vinsælustu lögin hér á landi þrjú síðasdiðin ár og að Jóhann G. Jóhannsson hafi stofnað hljóm- sveitina. Að sögn Hljómplötuút- gáfumanna barst þetta atriði ekki einu sinni i tal. Blaðamaðurinn sem skrifaði greinina er hins vegar kunnugur Jóhanni G. og íslenzkri tónlist og er misskilningur hans trú- lega sprottinn af þeim kunnings- skap. -ÁT- JÓHANN G. JÓHANNS SON — Lög hans vöktu mesta athygli þess efnis sem Hljóm- plötuútgáfan hf. kynnd á ráö- stefnunni i Midem i Frakk- landi. á tónlistarráðstefnunni fMidem Enska tímaritið Music Week fór nýlega nokkrum orðum um Hljóm- plötuútgáfuna hf. eða Icelandic Recordings and Music eins og fyrir- tækið heitir á úttienzku. Það er meðal annars fjallað um víðfeðmi starfsemi fyrirtækisins, tónlistar- fólkið sem útgáfan hefur á snærum sinum og nokkrar framtíðaráædan- ir. Tildrög þessarar greinar er för Jóns Óiafssonar forstjóra Hljóm- plötuútgáfunnar hf. og blaðafull- trúa hans á tónlistarráðstefnuna í Midem í Frakklandi í janúar síðast- liðnum. { greininni í Music Week segir meðal annars að á Midem hafi útgáfan gert samninga við fyrirtæki í Frakkiandi og Kanada. Hljóm- plötuútgáfumenn staðfestu þetta í samtali við DB. „Við gerðum samning um út- gáfuréttinn á lögum frönsku söng- konunnar Nadine Expert sem Roll- ing Stones uppgötvuðu á sínum ,tíma,” sagði talsmaður útgáfunnar. næst. Hljómplötuútgáfan hf. mun vera með einhverja útgáfuáætlun i deiglunni fram á árið. Plötur þær sem komnar eru út á árinu eru þessar: Reykingaplata Brunaliðsins og Sam- starfsnefndar um reykingavarnir (út- geftn 23.janúar) I veruleik — Þokkabót (útg. 15. febrúar) Skrýplarnir (útg. 23. marz) / góðu lagi — HLH-flokkurinn (útg. 29. marz) Keflavlk ípoppskurn (útg. 5. apríl) Manuela Wiesler & Julian Dawson Lyell (útg. 26. apr.) Halldór Haraldsson & Gísli Magnús- son (útg. 26. apr.) Special Treatment — Jakob Magnússon (útg. 26. apr.) Brottför kl. 8 — Mannakorn (útg. 30. apr.) Þú ert — Helgi Pétursson (útg. 8. maí). Keflavík ípoppskurn: Þaðgleymdist að krydda KEFLAVÍK í POPPSKURN - Ýmsir Útgefandi: Geimsteinn (GS—109) Stjórn upptöku: G. Rúnar Júliusson Það er í sjálfu sér sniðug hugmynd að safna saman hljómlistarmönnum eins ákveðins byggðarlags og láta þá koma fram á einni plötu í samein- ingu. Mér er kunnugt um tvær slíkar; Selfoss sem kom út í fyrra og plötu þá sem hér er fjallað um, Keflavík i poppskurn. Munurinn á þessum tveimur plöt- um er talsverður þó að tilgangurinn með þeim sé svipaður. Á Selfossplöt- unni kom fram stór hópur Selfyss- inga, söngkórar, lúðrasveitir, popp- hljómsveit og einstaklingar — sem sagt mjög sundurleitt lið tónlistar- manna. Á Keflavik í poppskurr. heldur útgefandinn sig eingöngu við popparana og fyrir bragðið verður platan heilsteyptari. Aðeins Æsku- minning Guðmundar Snæland sdngur í stúf við annað efni plötunn- ar. En þó að Keflavik i poppskurn sé nokkuð heilsteypt miðað við fjölda flytjendanna er hún ekki algóð. Einna helzt væri að líkja henni við mat sem gleymzt hefur að krydda. Velflestir þeirra sem fram koma á plötunni eru löngu kunnir sem laga- smiðir, hljóðfæraleikarar eða söngv- arar, en flestir virðast þeir vera langt frá sínu bezta að þessu sinni. Þó skilar Magnús Þór Sigmundsson lagi sínu Medicobooze prýðilega frá sér. Þá eru Strætin í Keflavík og Kyrrlátt kvöld vel frambærileg lög. Aðrir virðast vera að sofna af áhugaleysi. Þá er annar galli á Keflavik i poppskurn nokkuð áberandi, — lé- legir textar. Óþarfi er að rökstyðja það frekar. Þcir sem hlusta á plötuna komast fljótt að raun um að keflvísk- um poppurum er flest betur gefið en að yrkja texta. En hvað sem því líður þá er rjóm- inn af keflvískum poppurum loksins saman kominn á einni plötu. Vafa- laust þiggja samborgarar þeirra þetta framlag með þökkum en við hinir sem ekki erum svo lánsamir að vera uppaldir í þcssari islenzku Mekku poppsins hefðum kosið að platan væri aðeins líflegri. . AT MAGNÚS ÞÓR SIG- MUNDSSON — Lag hans Medicobooze er hiö bezta á plötunni Keflavík lpoppskurn. ÞURSAFLOKKURINN er þessa dagana að leggja siðustu hönd á nýja plötu sína, sem kemur út hjá Fálkanum í sumar. Fálkinn hefur ekkert frekar ákveðið um plötuútgáfu á næstunni. DB-mynd Ragnar Th. ÚTGEFENDUR HALDA AÐ SÉR HÖNDUNUM

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.