Dagblaðið - 09.05.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 09.05.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. MAl 1979. 3 Vaxtagreiðsla Gjaldheimtunnar N — hvenærber þéraðfá greidda vexti? Spurning dagsins Hvernig lízt þér á að ríkið taki upp einkasölu á ölgerðarefnum? Ágúst Hróbjartsson hringdi: Mig langar til þess að vekja athygli já því á hversu óréttlátan hátt dráttar- Ivextir hjá Gjaldheimtunni eru teknir. Hér áður fyrr fékkst þú 1/2% í vexti af upphæð sem þú áttir inni hjá Gjaldheimtunni. Ef þú hins vegar skuldaðir henni voru teknir af þér 1 og 1/2% vextir. Síðan var þessu breytt þannig að ef þú skuldar Gjald- heimtunni núna eru teknir af þér 3% vextir en áfram færð þú ekki nema 1/2% ef Gjaldheimtan skuldar þér. Annað óréttlæti í vinnubrögðum Gjaldheimtunnar veldur mér mikilli reiði. Þú færð við endurskoðun skattskýrslu aukaálag að upphæð t.d. kr. 2 milljónir. Þú greiðir strax þessar 2 milljónir, siðan kærir þú málið til ríkisskattstjóra. Málinu er vísað til ríkisskattanefndar og tekur málsumfjöllun um 1 ár. Þegar niður- staðan loks kemur hefur verið fallizt á að þú greiðir 1 milljón. Þú átt sem sagt 1 milljón inni hjá Gjaldheimt- unni og ert búinn að eiga hana þar í 1 ár. En hvað skeður? Þú færð enga vexti greidda af þessari milljón. Ef þú aftur á móti hefðir ekki greitt þessar tvær milljónir hefðu 3% vexdr verið. reiknaður aftur á bak um 1 ár sem þú hefðir mátt greiða Gjaldheimtunni. í öðru lagi: Segjum að þú sért bú- inn að greiða 1200 þús. krónur í fyrirframgreiðslu'til Gjaldheimtunn- ar. Þegar þú færð skattseðilinn þinn kemur í ljós að þú átt ekki að greiða nema 500.000 krónur. Þú færð 1/2% vexti greidda af þeim 700.000 krónur sem þú hafðir greitt umfram til Gjaldheimtunnar. Fyrirspurn til dómsmála- ráðherra Afgreiðsla Gjaldheimtunnar i Reykjavlk. DB-mynd R. Th. Sig. í báðum þessum dæmum er um að ræða upphæðir sem Gjaldheimtan hefur tekið af þér og greitt síðan til baka. En hvernig í ósköpunum stendur á því að þú færð aðeins greidda vexti í síðara dæminu. DB hafði samband við Guðmund Vigni Jósefsson gjaldheimtustjóra: ,,í 43. grein skattalaganna er sagt að kæra á skattagreiðslu fresti ekki greiðsluskyldu. Og í þeirri grein er hvergi gert ráð fyrir vaxtagreiðslu í tilvikum sem nefnt er í fyrra dæminu. Hvort þetta er óréttlátt eða ekki vil ég ekki segja um. Ég túlka aðeins lögin eins og þau eru. Hins vegar liggur fyrir frumvarp um staðgreiðslukerfi skatta og er í því frumvarpi gert ráð fyrir vaxtagreiðslu í slíkum til- vikum.” hkuí Aðalsteinn Aðalsteinsson verzlunar- stjóri: Mér lízt illa á það. Ég vil að fólk geti keypt ölgerðarefni á frjálsum markaði. Eyþór Stefánsson bóndi: Ég held að það sé ágæt hugmynd. Þá eru þau á réttum stað. Vilborg Eggertsdóttir húsmóðir: Illa. Fólk ætti að geta keypt þessi efni og bruggaðað vild. Ungstúlka hringdi: Hefur fíkniefnalögreglan rétt til þess að láta atvinnurekendur vita að fólk sé á sakaskrá hjá henni og þar með verða ef til vill völd að því að fólk missi vinnuna? Hringið ísíma 27022 milli kl. 13 og 15, eða skrifið Heimilis læknr Raddir lesenda taka við skilaboðum til umsjónar- manns þáttaríns „Heimil- islœknir svarar" sfma 27022, kl. 13-15 alla virka daga. - ----------- ■ - «> NU eru laus ýmis hverfi á Reykjavíkur- svæðinu fyrir BLAÐSÖLUBÖRN Sigvaldi Jónsson öryrki: Mér er alveg sama. Ég er ekkert að hugsa um frjálsa verzlun eða ríkisverzlun. BLAÐINU EKIÐ HEIM TIL YKKAR A HVERJUM MIÐVIKUDEGI Hjördis Þórhallsdóttir húsmóðir: Það er alveg fráleitt. Hver og einn á að geta búið til vín að vild. HAFIÐ SAMBAND VIÐ AFGREIÐSLU í síma 27022 Svanlaug Friðþjófsdóttir húsmóðir með meiru: Mér lízt vel á það. Ég er alveg andvíg því að fólk geti bruggað eigið vin.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.