Dagblaðið - 09.05.1979, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 09.05.1979, Blaðsíða 16
“MUSSUR- Stœrðir 38—50 ________Elízubúðin Skipholti5. i LÓD-LÓÐ Til sölu byggingarhæf lóð í Arnarnesi. — Gott verð ef samið er strax. Uppl. í síma 21825. Auglýsing íbúð fræðimanns í húsi Jóns Sigurðssonar í Kaup- mannahöfn er laus til afnota tímabilið 1. september 1979 til 31. ágúst 1980. Fræðimenn eða vísindamenn, sem hyggjast stunda rannsóknir eða vinna að vísindaverkefnum í Kaup- mannahöfn, geta sótt um afnotarétt af íbúðinni. í íbúð- inni eru fimm herbergi og fylgir þeim allur nauðsynleg- asti heimilisbúnaður. Hún er látin í té endurgjaldslaust. Dvalartími í íbúðinni skal eigi vera skemmri en þrír mánuðir og lengstur 12 mánuðir, en venjulega hefur henni verið ráðstafað í þrjá mánuði í senn. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist stjórn húss Jóns Sigurðssonar, Islands Ambassade, Dantes Plads 3, 1556 Köbenhavn V., eigi síðar en 1. júní næstkomandi. Umsækjendur skulu gera grein fyrir tilgangi með dvöl sinni í Kaupmannahöfn, svo og menntun og fyrri störfum. Þá skal tekið fram, hvenær og hve lengi er óskað eftir íbúðinni, og fjölskyldustærð umsækjanda. Sérstök umsóknareyðublöð er hægt að fá á skrifstofu Alþingis í Alþingishúsinu í Reykjavík. Stjórn húss Jóns Sigurðssonar. Smurbrauðstofan BJORNINN Njálsgötu 49 - Sími 15105 % auglýsir nýtt byrjendanámskeið fyrir 15 ára og eldri sem hefst mánudaginn 14. maí. lnnritun daglega kl. 19—20 í síma 35025 í Ármúla 28. Gamlir félagar hvattir til að hejja œfingar að nýju. KARATEFÉLAG REYKJAVÍKUR Kvik myndir Listin að Ijúga Regnboginn sýnir um þessar mundir Capricorn One ■- DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. MAt 1979. Állt virrtist í lagi og geimfararnir undirbúa ferrt sina til Mars. Heiti: Capricom One Handrit og leikstjóm: Petor Hyoms Kvikmyndun: Bill ButJer Klipping: Jamos Mitchell Tónlist: Jerry Goldsmith Gerð (Bundaríkjunum 1977 Sýningarstaður: Regnboginn Aöalhlutvork: Elliott Gould, James Brolin, Brenda Voccoro, Hol Holbrok. Líkt og fjölmargar aðrar þjóðir búum við íslendingar í tæknivæddu þjóðfélagi. Á síðustu áratugum hefur tækniþróunin verið mjög ör þannig að ýmsar tækninýjungar hafa komið fram í dagsljósið sem engan hefði órað fyrir nokkrum árum áður að væru framkvæmanlégar í náinni framtíð. Hn eftir þyí sem viðfangs- efnin verða erfiðari þeim mun flóknari tækniútbúnað þarf til að leysa þau. Því er þannig komið að al- menningur er hættur að skilja hvernig þessi vandamál eru leyst þótt hann geri sig ánægðan með niðurstöðurnar. Þessu má líkja við sjónvarpstækið. Við sjáum myndina án þess að skilja þann flókna tækm- útbúnað sem skilar myndinni á sjón- varpsskerminn. Á þessu atriði byggist einmitt Capricorn One sem Reynhoy inn hefur tekið til sýningar. Hagnaður ofar öryggi Myndin hefst í stjómstöð N.A.S.A. í Houston þar sem verið er að undirbúa skot á Capricorn One sem er fyrsta mannaða geimfarið sem á að skjóta til Mars. Geimfararnir, þrír að tölu, eru búnir að koma sér fyrir i stjórnklefanum þegar skipun kemur um að þeir eigi að yfirgefa geimfarið strax. Þeir eru siðan fluttir burtu með leynd meðan sjálft geim- skotið á sér stað í fjarveru þeirra. En hvers vegna allt þetta umstang? Það er jú tvíþætt. í fyrsta lagi kom í ljós að öryggisútbúnaður þeirra í geim- farinu var gallaður því fyrirtækið sem framleiddi hann hafði sett hagnaðinn framar örygginu. í öðru lagi átti þessi geimáætlun í vök að verjast vegna þess að þjóðinni þótti nóg um hvað þetta kostaði miðað við hvað hún uppskar. Þess vegna hefði fyrstur manna steig sín sögufrægu spor á tunglinu, heldur að með þessari flóknu tækni er hægt á marg- víslegan máta að glepja fólki sýn. Almenningur hefur löngum trúað blint á tæknina án þess að gera sér fyllilega grein fyrir blekkingar- möguleikum hennar. Leikstjóranum Peter Hyams gekk ekki vel til að byrja með að fá ein- hvern til að sýna handriti sinu áhuga. Það liðu nokkur ár þangað til hann fann stuðningsmann sinn sem var Lord Lew Grade hjá ITC. En hvers vegna hafði Lord Lew Grade áhuga á handritinu? ,,Ef okkur hlotnast ein- hver heiður fyrir þessa mynd þá er það lykilmanni Watergate-hneykslis- ins, H. R. Haldeman að þakka” segir Hyams. ,,Áður en Watergate kom til sögunnar hafði enginn áhuga á myndinni. Öllum fannst hugmyndin of fáránleg.” Það var því baktjalda- makkið í Hvíta húsinu og tilraunin til að blekkja bandarísku þjóðina sem vakti áhugann á handriti Hyams. Kostir og gallar En myndin hefur ýmsa galla. Meginókostur hennar er hvernig þessari athyglisverðu hugmynd er pakkað inn í Hollywoodumgjörð. Enda hefur Capricorn One verið lýst sem vel hristri blöndu af myndunum All the Presidents Men og ll’s a Mad, Mad, Mad World. Einnig er myndin óþarflega hæg í upphafi og miklum tíma eytt í vangaveltur um tilgang og nauðsyn þessarar hringavitleysu. Aftur á móti er tæknivinnan mjög vel af hendi leyst eins og t.d. flugatriðin með þyrilvængjurnar. Elliott Gould fer vel með hlutverk blaðamannsins, sem lætur ímyndunaraflið fljúga með sig í gönur, og einnig má hrósa Brendu Vaccaro, sem fer með hlut- verk eiginkonu eins geimfarans, þótt litið sér. Þótt Capricorn One sé þokkaleg afþreyingarmynd, sem tekst að byggja upp töluverða spennu, þá vill hugmyndin sem myndin er byggð á týnast í öllum látunum. inguna að ekki væri allt með felldu. Þá tekur við annar hluti myndar- innar sem ekki er ástæða til að rekja nánar. Kveikjan var Watergate Hugmyndin að efnisþræðinum er mjög góð og ef til vill ekki svo ótrú- leg. Ég vil þó ekki halda fram að Neil Armstrong hafi verið í einhverju kvikmyndaveri í Hollywood þegar myndir birtust af honum er hann BaldurHjaltason frestun skotsins og sá kostnaður og erfiðleikar sem því væri samfara lík- lega orsakað endalok geimferða- áætlunarinnar. En það gat yfirstjórn þessara mála ekki hugsað sér. Því var gripið til þess ráðs að skjóta geimfar- inu ómönnuðu og senda síðan sjón- varpsmyndir af lendingunni á Mars úr upptökuveri á jörðinni með hjálp geimfaranna svo þjóðin héldi að þeir væru á Mars og allt væri með felldu. Þetta virtist allt ganga vel þangað til forvitinn blaðasnápur fékk á tilfinn- y

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.