Dagblaðið - 09.05.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 09.05.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1979. .. 11 N Giscard fyrst frjálslyndur En de Gaulle gerði sér grein fyrir mikilvægi þess fyrir Fimmta lýð- veldið að ríkið stjórnaði sjónvarpinu. Hann kom sjálfur iðulega á skjáinn. Ráðherrar hans hikuðu ekki við að setja bann á dagskrárefni sem þeim var ekki að skapi. Stjórnarand- stæðingar fengu aldrei að koma ná- lægt kastljósunum. Ástandið batnaði talsvert þegar Georges Pompidou tók við völdum. 1974 var það verk Giscards að skipta gamla sjónvarps- og hljóðvarpsrisa- bákninu, ORTE, upp í sjö deildir. Það varð hljóðvarpsstöð, þrjár sjón- varpsrásir, fyrirtæki til að framleiða sjónvarpsefni, rannsóknastofnun og tæknideild. Hann mælti svo fyrir að deildarstjórar skyldu senda skýrslur beint til hans ef embættismenn stjórnarráðanna dirfðust að reyna að hafa einhver áhrif á efnisval eða út- sendingar. „Ég treysti ykkur algjörlega til að bera ábyrgð á þvi sviði,” sagði for- setinn af miklum stórhug. „Ekkert skoðanaeftirlit, engin afskiptasemi mun breyta því.” Hann hefur orðið að éta þessi frjálslyndu orð ofan í sig. Að vísu hafa umræður um stjórnmál aukizt mjög frá því sem áður var en þessi sjöhöfðaði fjölmiðill hefur þurft að standa af sér marga kalda gusuna á undanförnum misserum. Fyrirtækið sem átti að framleiða efni lenti i fjár- kröggum, fór illa út úr verkföllum og síðast en ekki sizt tókst þvi ekki að lyfta sér upp úr þrúgandi andleysinu sem hefur einkennt það. Eftir mikið japl og fuður ákvað sjónvarpið að sýna hina frægu mynd um grimmdarverk nasista: Holo- caust, Brennifóm, eins og sumir vilja kalla hana, eða gjöreyðingu lifs með eldi. Þar með var líka skrúfað fyrir. Franska sjónvarpið hefur aldrei viljað sýna hina heimsfrægu mynd, The Sorrow and Pity (Sorg og sam- úð). Hún lýsir Frökkum á stríðsárun- um, að vísu ekki sem samverkamönn- um nasista heldur sem sljóum þol- endum óhæfunnar. Það allra síðasta er að ekki fæst sýndur myndaflokkurinn Frakkar, ef þér bara vissuð. Hann er gerður af André Harris og Alain de Sedouy, sem eru frægir fyrir gerð heimilda- mynda, og er í þremur hlutum sem lýsa Frakklandi í stríðinu, á undan því og eftir. Glansmyndin í voða Frakkar, ef þér bara vissuð, hefur verið sýnd í kvikmyndahúsum í land- inu og keypt af mörgum meiriháttar sjónvarpsstöðvum, svo sem CBS, BBC, og til Vestur-Þýzkalands, Kanada, Ítalíu, Belgíu o.s.frv. En þótt það væri einmitt franska sjón- varpið'sjálft — rás tvö — sem fjár- magnaði gerði myndarinnar árið 1974 hefur það nú endanlega ákveðið að hafna henni til sýninga. Ástæðan er: „skortur á sýningartíma”. Annar höfundurinn, André Harris, lét svo um mælt: „Sjónvarp- ið hefur búið til glansmynd af Frakk- landi sem gæfuríki og óttaðist að myndin okkar mundi varpa skugga þar á.” Franska sjónvarpið hefur reynt að afsaka dráttinn á sýningu Trotsky- myndarinnar með þvi að ókleift hafi reynzt að fá ítalska og spánska kommúnistaleiðtoga til að taka þátt i umræðum sem áttu að fylgja mynd- inni. En fréttaskýrendur telja greinilegt að hér séu komnir maðkar í mysu. Góðar heimildir telja að það sé ókostur við reksturinn að Giscard forseti velur deildarstjórana upp á sitt eindæmi til þriggja ára í senn. Æðsti maður rannsóknastofnunar- innar er nýbúinn að segja af sér. Hann gaf þá skýringu að honum væri ómögulegt að átta sig á hvert sitt eiginlega verksvið væri. (Úr The Christian Science Monitor) IHH Himneskir grasbítar Það er sjálfsagt hlutskipti margra borgarbúa að neyta landbúnaðar- vöru, og þar með eru tengslin við sveitina sögð. Þegar ég var strákur fór ég víst aldreiísveitásumrin. Iss, þú veizt ekkert um sveitasæl- una, sögðu leikfélagar sem verið höfðu í sveit út og suður. Stundum reyndi ég að malda í mó- inn. Þá sagðist ég hafa verið í sveit suður með sjó. Þar var stundaður blandaður búskapur. Iss, það er ekki alvörusveit, svör- uðu strákarnir. Þangað fór ég nú samt í ein tíu sumur í sveit sem ekki var alvörusveit. Og undi mér satt að segja ekk i illa. Enn minnist ég kyrrðarinnar i sveitinni og enn minnist ég þess hve borgarstrætin voru hörð undir fæti á haustin. Á þeim árum gerði maður veiga- miklar uppgötvanir í húsdýrafræði. Rollurnar fengu sér pönkklippingu á nútímavísu og maður lærði að gera greinarmun á grásleppu og heimilis- ketti. Fiskurinn malaði ekki. Af öðrum vísindum má nefna að halinn á hestinum var allur trosnaður eins og ónýtur kaðalspotti en belju- halinn stóð beint upp í loftið á vorin eins og loftnetsstöngin á langferða- bílnum. Á hinn bóginn var halinn á hundin- um eins og spurnarmerki í lögun með punkt í sóðaskapnum. Þar voru líka lítillátar og iðjusam- ar hænur sem úðuðu í sig gumsinu sem féll af borðum mannfólksins. Haninn var alltaf sagður með tann- pinu, og var það ekki eðlilegur ótti stráks, sem stundum gekk með skaft- pott fullan af gumsi niður i hænsna- kofa, að hænurnar ætluðu sér að verpa með sömu tíðni og hríðskota- byssur losa sig við sprengikúlur? Nú hafa ráðherrar slikar áhyggjur. ... náin kynni ... Þar að auki var ég tvö sumur norður í landi í símavinnu. Þar fór ég fótgangandi um alla dali inn af Eyjafirði, gekk heiðar og flatlendi allt austur að Þórshöfn. Á þessum ferðum kom ég bæði á kot og stórbýli. Gestrisni naut maður á hinum minni býlum. Gjarnan var manni boðið upp á kaffi og heima- bakaðar kökur. Og þessir kaffisopar eru enn heitir I minningunni. Á sögufrægum stórbýlum fékk maður hvorki vott né þurrt. Ekki er þetta nú alveg sannleikanum sam- kvæmt því að oft grunaði mig að hundar á frægum stórbýlum væru sérþjálfaðir í þeirri athöfn að míga á :gesti þar sem stígvélinu sleppti. Nú á manni að skiljast að smábýlin séu þjóðhagslega óhagkvæm. Nú eiga bændur, sem fá kaup sitt greitt einu ári á eftir öðru verkafólki, að minnka afköstin. Það á ekki að hrófla við skrifstofubákninu sem bændur standa undir. Það á hvorki að hrófia við milliliðum né lítt traust- vekjandi sölustjórum sem vilja fela fyrir almenningi skaðsemi sumra bú- vörutegunda. Nú á að hlaupa eftir dularfullum þörfum heimsmarkaðarins. Nú verða ■gærur helzt að líkamnast án kinda — og bænda. .........að ofan............... Það verður tæplega nokkur koll- steypa í landbúnaðarmálum, þó að landbúnaðarráðherra segi meeee í dag og möööö á morgun. Samt hefur þessi ríkisstjórn Kjalfarinn Árni Larsson ákveðið aö breyta framleiðsluháttum og nú ætla valdhafar að telja stráin ofan í íslenzka grasbíta. Nú verður smjörbeljum nánast bannað að bíta gras og rjómabeljur verða skotnar í buff ef þær éta tuggu meira en kvótinn heimilar. Ógleymd- ar eru blessaðar undanrennubeljurn- ar sem nú flokkast sem heilagar kýr. Allar nytjajurtir vaxa í 15 cm hæð og flauta síðan í undirgefni á sláttu- vélarnar. Þannig verður hin nýja skipan. Og verðlaunamjólkurkýrin Huppa og aðrar gæðabeljur eru nánast rétt- dræpar. Nú á að fást sama verð fyrir halanp á verðlaunamjólkurkú og greitt er fyrir skottið á villimink. Kæmi það nokkrum á óvart, þegar vorannir bænda hefjast, að sporlétt- ur ritstjóri hlaupi hringveginn spil- andi á Pan-flautu til að ginna af- kastamikla bændur frá búverkum? Jiiiiihúúúú. .... rándýrið .... Annað er ííka skrítið, hve sauð- kindin hefur verið borin þungum sökum á þessari öld. Hérna hafa karlar dundað sér við að skrifa lang- lokur um illsku sauðkindarinnar. Sauðkindin fjárfestir auðvitað í fasteignum á höfuðborgarsvæðinu fyrir andvirði nýræktar-, girðinga- og hlandforarstyrkja. Það er sauðkindin sem kemur i veg fyrir að landsmenn viti að dýrafitan leggur fleiri lands- menn árlega að velli en umfcrðarslys, tóbak og brennivín samanlagt. Það er sauðkindin sem stefnir að þvi að fjár- svelta matvælarannsóknir á íslandi. Hve léttvægir eru mannlegir brestir ekki samanborið við sauðkindina. Og það er sauðkindinni að kenna hve beitarlönd eru gróðurlítil í dag. Nú finnst varla stingandi strá nema á gróðurkortum landbúnaðarsérfræð- inga og grasafræðinga. Er það ekki helvitis sauðkindin sem búir. er að éta allan trjágróðurinn, kjarrið, beitar- löndin og túngróðurinn? Nú er einungis uggur í brjósti fær- ustu sauðkindarsérfræðinga. Þeir óttast að stökkbreyting verði í sauð- kindinni í nánustu framtíð. Þegar gróðurinn er þrotinn breytist munnur sauðkindarinnar i ógnarsterka sog- dælu sem sogar að sér sand, mold og grjót. Þjóðfélagsóvinur númer I, sauðkindin, á eftir að éta fjöllin upp til agna og hafa jöklana i eftirrétt. Það er alveg á hreinu, er þaðekki? Sauðkindin er rándýrið. Árni Larsson rithöfundur. Gjörbylting fasteignasölu Hinn 10. apríl sl. kom út hefti Stjórnartíðinda og voru þar birt: „Lög um stjórn efnahagsmála o.fl.” Þauerunr. 13/1979. Umræður á alþingi urðu miklar um þessa lagasetningu en frekar hljótt hefur verið um þetta mál síðan lögin voru samþykkt og þau birt. Þótt lög þessi séu 15 blaðsíður í Stjórnartíðindum er þar fátt sem beinlínis er fastákveðið. Þarna er fyrst og fremst um stefnumörkun að ræða. „Stefna skal að því að verðtryggja sparifé landsmanna og almannasjóða" Þessi setning er tekin orðrétt úr upphafi 34. gr. laganna. Með þessu er I raun og veru ekki stefnt að breytingu á bankakerfinu hér á landi heldur má fremur tala um byltingu. Eins og kunnugt er hefur verið bannað að verðtryggja skuldabréf i viðskiptum milli einstaklinga, nema með örfáum undantekningum. Einnig hefur ríkissjóður einokað sölu gott form ásparnaði. Andvirði þeirra hefði átt að ganga inn í bankakerfið og þar hefði átt að endurlána þetta fé með sömu kjörum og það var tekið að láni. Þetta hefði getað orðið upp- haf að frjálsara bankakerfi og linað hefði verið á einokun sem lengi hefur viðgengizt í úthlutun lánsfjár. Það gleymist stundum að frelsi er meira en málfrelsið eitt. Réttur til lántöku gegn nauðsynlegum trygg- ingum eða lántökufrelsi eiga að vera sjálfsögð mannréttindi. Giörbylting fasieignasölu í lögunum um stjórn efnahagsmála er ekki beinlínis vikið að sölu fast- eigna og verðtryggingu í slíkum við- skiptum. Þar er fyrst og fremst talað um banka og innlánsstofnanir. í 41. gr. segir þó: „Ákvæði 40. gr. um verðtryggingarkjör við banka og aðrar innlánsstofnanir gilda einnig I sambærilegum viðskiptum utan banka og innlánsstofnana á grund- velli auglýsinga Seðlabankans þar um, sbr. 39. og 40. gr.” Þótt mikið ráðist auðvitað af því, hvernig þessar auglýsingar Seðla- „Þaö nægir til að breyta aiiri fasteignasölu, ef bankalán verða almennt háð vísitölu.” á svokölluðum spariskírteinum, sem eru með visitöluákvæðum, og bannað öðrum slíka útgáfu. Andvirði sölu spariskírteina hefur gengið til ýmissa framkvæmda ríkis- sjóðs. Það hefur samt alltaf verið örlítið óbragð að þessum vinnubrögðum. Ríkissjóður á ekki að taka sér slík forréttindi. Spariskírteinin eru mjög bankans verða, er það samt ekki úr- slitaatriði. Það nægir til að breyta allri fasteignasölu ef bankalán verða almennt háðvísitölu. Það hefur í raun og veru fallið undir skort á mannréttindum í þessu þjóðfélagi að seljandi húseignar hefur ekki mátt verðtryggja söluandvirðið eða þann hluta þess sem hann hefur ekki fengið greiddan strax og hefur orðið að lána Þetta hefði átt að leyfa miklu fyrr. Þessu fylgja margir kostir, t.d. lægra söluverð og meira hefði komið af íbúðum á almennan markað, t.d. íbúðir sem seljandinn hefur lítil not af i dag en dregur að selja þar sem peningar hans í íbúð- Kjallarinn Lúðvík Gizurarson inni eru verðtryggðir, meðan hann á hana, en þeir missa verðtryggingu að verulegu leyti við sölu, t.d. allt sem lánað er beint af seljanda. í stuttu máli sagt hefði átt að leyfa eiganda' fasteignar að skipta á henni og verðtryggðum skuldabréfum, t.d. líkum spariskn teinum ríkissjóðs. Breytt viðhorf Verðtrygging bankalána breytir þessu þegar hún kemur til fram- kvæmda. Seljandi fasteignar getur þá veðsett húseign sina í banka og verða þau lán verðtryggð. Síðan setur hann íbúðina til sölu og lætur greiða sér strax mismuninn á söluandvirði og upphæð áhvílandi skulda. Með þessu móti hefur seljandinn verðtryggt allt söluandvirðið, hvort sem slíkt verður leyft beinlínis af Seðlabanka eða ekki. Hann fer bara með þetta í gegn- um bankakerfið. Þörf á reglum Það mun skapa ýmis vandkvæði þegar áhvilandi lán á fasteignum eru flest að öll orðin verðtryggð þar sem eitt lán notar þessa viðmiðun, t.d. gengi, en annað notar vísitölu o.s.frv. Ef ekki á að koma til vand- ræða við sölu fasteigna verður að setja um þetta fastar reglur og kæmi vel til greina að bankakerfið tæki al- mennt að sér innheimtu og útreikn- inga í sambandi við greiðslur sem greiða á vegna kaupsamninga um ibúöir. Þetta verður í raun og veru bylting i sölu fasteigna en ekki breyting. Stjórnmálasigur Það var stjórnmálasigur fyrir for- sætisráðherra, Ólaf Jóhannesson, þegar honum tókst að fá lögin nr. 13 frá 10. apríl 1979 um s; iórn efnahags- mála o.fl. samþykkt. í því felst nokkur kaldhæðni ef vinstri stjórn kemur með þessum lögum í gegn slíkri breytingu á bankakerfinu og öllum viðskiptum, sem því tengjast, að hægt verður eftir það að tala um lántökufrelsi á íslandi. Hvað segja svokallaðir frjáls- hyggjumenn um þetta og af hverju komu þeir ekki þessari breytingu á meðan þeir voru og hétu? Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmaður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.