Dagblaðið - 09.05.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 09.05.1979, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. MAl 1979. DB á ne ytendamarkaði Súkkulaðitertur eru allra uppáhald Venjuleg, hefðbundin fyrir börnin og ein „spari” fyrir fullorðna fólkið Súkkulaðitertur og kökur hafa löngum verið uppáhald barna og unglinga. Margir fullorðnir eiga erfitt með að láta á móti sér, þegar boðið er upp á væna sneið af slíkri köku. Hér fara á eftir uppskriftir aðvenjulegri súkkulaðitertu, sem hentar vel í t.d. barnaafmæli — og síðan að mokka- rúllutertu sem gæti frekar verið „fyrir fuliorðna”. Súkkulaðiterta 1/2 bolli smjörl. 1 bolli sykur 2 msk. kakó 2 egg 11/2 bolli hveiti 1 tsk. natron 1 tsk. lyftiduft 1/2 tsk. salt 1/2 bolli súrmjólk Vanilla eftír smekk Kremið: 1 pakki flórsykur 1/2 bolli smjör 2—3 msk. kakó legg Mjólk, rjómi eða vatn þar til kremið er mátulega þykkt til að smyrja því i kökuna. Smjörið er hrært vel með sykrinum og eggjunum bætt út í, síðan kakóinu og þurru hlutunum ásamt mjólkinni. Þetta verða tveir botnar, sem hefast mjög vel, bakaðir við 200°C hita í um það bil 20—25 mín. Þegar botnarnir eru orðnir kaldir eru þeir lagðir saman með kreminu, sem einnig er smurt á hliðar og ofan á kökuna. Það er búið til á þann hátt að smjörið er hrært með flórsykrinum og egginu. Síðan er kakóinu bætt út í ásamt vökvanum. Ef vill má bragð- bæta kremið með vaniiludropum, en mörgum finnst óþarfi að hafa van- Vörumarkaður í næstu viku verður opnaður stór vöru- markaður í miðbænum með ýmsar vörur. Þeir sem eiga vörur og þurfa að selja þær ættu að nota tækifærið og fá leigða aðstöðu á markaðnum og koma vörunum í peninga. Hér er gott tækifæri fyrir iðnfyrirtæki, heildverzl- un og þá sem hafa hætt verzlunarrekstri en eiga eftir vörurnar. Uppl. í síma 17130 eða í síma 12708 eftir kl. 7 í kvöld. Rfkisútvarpið auglýsir stöðu dagskrárstjóra lista- og skemmtideildar sjónvarps lausa til umsóknar. Starfið er veitt til fjögurra ára. Umsóknum sé skilað til Sjónvarpsins, Lauga- vegi 176, á eyðublöðum sem þar fást, fyrir 1. júní nk. BOTNLAUS STUIH Það hljómar ótrúlega að vefja eigi rúliutertunni upp með þurri diskaþurrku, og síðan rúlla henni i sundur er hún er orðin köld, en þetta gekk eins og i sögu hjá okkur i „tilraunaeldhúsinu' DB-mynd Bjarnleifur. Súkkulaðiglassúr: 100 g suðusúkkulaði 2 msk. smjör 2 tsk. Ijóst síróp illudropa bæöi í kökunni og einnig í kreminu. Hráefnið í svona súkku- laðitertu (og kremið) telst okkur til að kosti um það bil 600 kr. Mokkarúlluterta Hérnakemur svo „fulloröins-kak- an”, og er hráefnið í hana nokkuð mikið dýrara en í hina hefðbundnu súkkulaðitertu. Okkur taldist til að rúllutertan kostaði tæpar 1500 kr. En þeir sem smökkuðu á henni úr „til- raunaeldhúsi” DB voru á einu máli um að hún væri vel þess virði og mjög góð. I kökuna fara: 5 egg (við stofuhita) 1 bolli flórsykur pínulitið salt 3 msk. kakó Mokkafylling: 11/2 peli þeytirjómi 1/2 bolli flórsykur 3lsk. kaffiduft Eggjahvíturnar eru þeyttar mjög vel, helmingnum af flórsykrinum er stráð út í og þeytt áfram þar til sykur- inn er alveg genginn saman við hvít- urnar. Þeytið nú rauðurnar mjög vel (í annarri skál) eða þar til þær eru orðnar þykkar, látið þá saltið út i og síöan afganginn af flórsykrinum ásamt kakóinu. Blandið nú rauðu- hrærunni varlega saman við hvít- urnar. Fóðrið venjulegt rúllutertu- form aö innan með vaxpappír, smyrjið vel með smjöri og stráið örlitlu hveiti á pappírinn. Smyrjið deiginu jafnt í formið og bakið við 200°C hita í 15 min. Losið þá kantana varlega og hvolf- iö kökunni á þurra diskaþurrku sem kakói hefur verið stráð á. Rúllið kök- unni saman með þurru stykkinu og látið hana kólna alveg. Búið nú til glassúrinn. Brjótið súkkulaðið i smábita og látið í skál yfir heitu vatni (ekki láta vatnið sjóða) og látið smjörið út i. Þegar þetta er vel bráðið er sírópinu hrært vel saman við. Látið þetta bíða aðeins. Fyllingin er ekki annað en stíf- þeyttur rjóminn, með flórsykrinum og kaffiduftinu. Þegar kakan er orðin vel köld er henni rúllað varlega í sundur og fyllingunni smurt á og kökunni síðan rúllað saman aftur. Samskeytin eru látin snúa niður. Loks er glassúmum smurt yfir kökuna. Hann er dálítið þunnur og vill því leka niður með hliðunum. — Þetta hljómar dálítið flókið, en er það alls ekki, þegar á hólminn er komið og alveg óhætt að reyna að spreyta sig. -A.Bj. „Ekki mikill gróði af vinnu utan heimilisins þegar börnin eru tvö” „Ég get ekki orða bundizt að láta í ljósi ánægju mina með þessa „heima- vinnandi húsmóður” sem skrifaði í Dagblaðið núna fyrir nokkrum dög- um um sparnað þeirra sem eru heima. Ég er alveg viss um að það er ekki mikill gróði að því að vinna utan heimilis, þegar börnin eru orðin tvö. Ég skal ekki segja með eitt barn. Hins vegar vinnur einn maður ekki fyrir öllu þegar „Iifistandardinn” er eins og hann er nú, verið að kaupa ibúð og allt sem því fylgir. Ég er ein af þeim sem er heima og reyni þá að spara með því að sauma og prjóna á börnin, fyrir utan að mér finnst það sérlega gaman. Ég keypti t.d. efni í axlabandaflauelsbuxur á þrjú börn, elzt 12 ára. Það kostaði 6000 kr. Síðan náði ég í tvo búta fyrir 300 kr. (gamalt verð), sem dugðu í tvennar buxur á þennan tólf ára. Þarna fékk ég í fimm buxur fyrir 6.300 kr. Ég geri mikið að því að kaupa búta í þuxur, bæði á mig og börnin. Beztu kaupin fmnst mér í Buxna- og búta- sölunni Skúlagötu. Garn kaupi ég alltaf á verksmiðjusölu Gefjunar á 100—150 kr. hespuna. Þannig fékk ég fyrir veturinn í 3 „gammosíur”, 3 lambhúshettur, 3 vettlinga og 2 sokka fyrir 2.530 kr. Og svona væri hægt að telja enda- laust. Beztu kveðjur, Edda.” Raddir neytenda

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.