Dagblaðið - 09.05.1979, Page 1

Dagblaðið - 09.05.1979, Page 1
Á 5. ÁRG. — MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ1979 - 104. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTl 1 l.-AÐALSÍMI 27022. Hafnarfjörður: > Helmingur af 20 ára skógræktarstarfi ónýtt — Þr jár 9 ára telpur ætluðu að kveikja „lítið bál” en úr varð eldhaf sem nær 200 manns þurfti til að yf irvinna Leikur þriggja níu ára telpna meA eld innan girðingar Skógræktarfélags Hafnarfjarðar í gær orsakaði milljónatjón i verðmætum og ónýtti um helming gróðurs sem Skóg- ræktarfélagið hefur unnið að í um eða yfir 20 ár. Eldurinn varð á skammri stund mjög mikill og barðist allt slökkvilið Hafnfirðinga, lögreglan, hjálparsveit skáta, björgunarsveit SVFÍ, vinnuflokkar Hafnarfjarðarbæjar auk liðsauka frá Slökkviliði Reykjavíkur og Skóg- ræktarfélagi Rvíkur alls voru 200 manns, við eldinn í rúmar tvær klukkustundir. Tilkynning um eldinn kom kl. 16.15 og magnaðist hann gífurlega á örskammri stund. Stelpurnar sem orsökuðu brunann ætluðu aðeins að kveikja „lítiðbál.” Um það bil helmingur girts lands Skógræktarfélagsins í Hafnarfirði er brunnið, alls um 15 hektarar. Þarna var mest af sitkagreni, stafafuru og bergfuru auk alls kyns plantna Skög- ræktarmenn segja að í krónum talið sé tjónið upp á margar milljónir en ánægja fólksins, sem að þessu gróðurstarfi hefur unnið, verður ekki metin til fjár. Og allt var þetta vegna leiks óvita með eld. Það verður ekki of brýnt fyrir foreldrum að sjá nú til þess að börn þeirra séu ekki meðeldspýtur og sérhver sem fer um landið á þessum þurra tíma verður að gæta sérstak- lega vel að með %ð henda hvorki frá sér vindlingi né eldspýtu. -ASt. Ólafur bað ráðherrana að merkja við mikil- vægustu málin: MERKTU VIÐ 36 AF 39 MÁLUM — f jöldi þingmála „sofnar” á loka- sprettinum Fjöldi þingmála er að ,,sofna”, þar sem hálf önnur vika mun eftir af þessu þingi. „Merkið þið nú við þau frum- vörp á ykkar vegum sem þið leggið mesta áherzlu á að nái fram,” sagði Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra við ráðherra sína fyrir rúmri viku. 39 stjórnarfrumvörp voru þá óafgreidd. Ráðherrarnir skiluðu Ólafi merking- um. Þeir höfðu merkt við 36 af hinum 39 stjórnarfrumvörpum. Vonlaust er að þau mál öll gangi fram þessa daga. Hverjum þykir sinn fugl fagur, og munu margir ráðherr- arnir berjast til hinztu stundar við að reyna að koma „sínum” málum í gegn. Fundir eru farnir að standa til mið- nættis. Lokaspretturinn í fullumgangi. Flestöll þingmannafrumvörp og -til- lögur stranda, einnig frumvörp stjórnarþingmanna, svo að ekki sé minnzt á frumvörp og þingsályktunar- tillögur stjórnarandstæðinga. ,,Já, það er mikið tillöguflóð, en ekki er það óvanalegt á fyrsta þingi eftir kosningar, þegar margir nýir þing- menn taka sæti,” sagði Sighvatur Björgvinsson, formaður þingflokks Al- þýðuflokksins, í viðtali við DB. -HH ~'"-"("*TjaldaneSmálið: ] „Ráðuneytið hefur aldrei beðið um gögn” — segir formaður Réttarverndar „Við í Réttarvernd gengumst í því að safna saman öllum gögnum um þetta mál og ræða við starfsfólk,” sagði Ellert Guðmundsson, formaður Réttarverndar, í viðtali við Dagblað- ið um Tjaldanesmálið. „Þessi gögn hafa verið fyrir hendi allan tímann og við ítrekað í bréfum til ráðuneytisins, eins og sjá má, að við hefðum þau undir höndum og myndum .afhenda þau um leið og við værum beðnir um það. Ráðuneytið hefur hins vegar alltaf hafnað beiðni okkar um rann- sókn, án þess að biðja einu sinni um að fá að sjá gögnin. Það finnst okkur furðulegt,” sagði Ellert ennfremur. í svarbréfi heilbrigðisráðuneytisins við beiðni Réttarverndar um rann- sókn í málinu frá því 11. apríl í ár segir í niðurlagi: „Síðan það bréf (fyrra bréf Réttarverndar þar sem at- hygli er vakin á málinu) var skrifað hafa því ekki borist nein gögn um málefni sem snerta aðbúnað vist- manna á Tjaldanesheimilinu. Ráðuneytið mun þvi ekkert aðhaf- ast nema íslensk réttarvernd eða aðrir aðilar láti þvi í té gögn sem gefa til- efni til aðgerða.” - HP t Ráðherra: (JPS! Um leið og strákarnir hoppuðu niður á brettið þeyttist stúlkan upp í loft — ekki laus við að vera hálfhrœdd, ef marka má svip hennar. DB-mynd Ragnar Th. „VIL FA GOGNIN STRAX Á BORÐIД „Ég hef ekkert um þetta mál að brigðisráðherra í morgun. segja annað en það, að ég vil fá öll „Við munum síðan kanna málið i gögn í málinu inn á mitt borð strax,” ljósi þeirra.” sagði Magnús H. Magnússon heil- -HP Vitnisburður starfsstúlkna á Tjaldanesheimilinu: „Líkist óhugnanlegum tilraunum...” J) Dagblaðið hefur undir höndum bréf fyrrverandi starfsfólks á Tjalda- nesheimilinu þar sem greint er frá at- burðum sem það segir hafa gerzt í starfstið sinni og Réttarvernd vitnaði í bréfum sínum til. Bréfin eru undir- rituð. í einu bréfinu segir m.a.: „í þeim tilfellum, sem einhverjir piltanna fengu útrás fyrir tilfinningar sínar eða óánægju með því að rífast við starfsfólkið eða fóru í hár saman, þá gaf forstöðumaðurinn róandi lyf, yfirleitt Truxal 15 mg eða 50 mg og sendi viðkomandi í rúmið.” Þá segir í sama bréfi: „Veturinn ’75—76 leið einn piltanna mjög af geðsjúkleika, gat ekki sofið og var mjög árásargjarn og gaf forstöðu- maðurinn þá í samráði við lækni heimilisins, að okkur var tjáð, stóra skammta af mismunandi róandi Iyfj- um í pillu- eða sprautuformi, svo mest líktist óhugnanlegum tilraun- um.” í öðru bréfi segir: „Ég hef orðið vitni að því aö hann hefur tekið pilt með steinbítstaki og haldið í kaldri sturtu og einnig hellt vatni ofan í hann, svo lá við köfnun ...” Þá segir í þriðja bréfinu: ,,Oft kom það fyrir, að forstöðumaðurinn fyrir- skipaði að gefin skyldu ,,lyf á lín- una”, ef einhverjir drengjanna voru óstýrilátir ...” - HP A

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.