Dagblaðið - 09.05.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 09.05.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. MAl 1979. ............. 5 Forráðamenn bflatrygginga segja: Það finnast vafaatriði f gjaldskrám bflatrygginga — sem ráðið geta 10—20 þúsund króna mun á iðgjaldi einnar bflatryggingar „Það eru vafaatriði í gjaldskrám bifreiðatryggingafélaganna, atriði sem við teljum að ætti að leiðrétta og höfum farið fram á að leiðrétta en viðkomandi ráðuneyti hefur ekki vilj- að fallast á,” sagði yfirmaður bif- reiðadeildar eins af stóru tryggingafé- lögunum í viðtali við DB. ,,Við höfum bæði farið fram á leiðrétting- ar á svoköliuðum áhættusvæðum, sem landinu er skipt í, og einnig á gjaldflokkunum sem bifreiðum er raðað í eftir þyngd og krafti. Óskir okkar um leiðréttingar myndu þýða eitthvað lægri iðgjaldatekjur en samt sem áður hefur ráðuneytið staðið á móti breytingum.” Nú á lokadögum greiðslu trygging- ariðgjalda af bílum án dráttarvaxta hafa veski margra ökumanna tæmzt eða létzt ótrúlega við afgreiðsluborð tryggingafélaganna. Ýmsir skilja ekki hvað ræður flokkun bíla í gjald- flokka og enginn skilur að nær helm- ingsmunur skuli á tryggingaiðgjöld- um bíla t.d. í Borgarnesi og í Reykjavík. Gjaldflokkar bíla hjá tryggingafé- lögunum eru þrír, að sögn Runólfs Þorgeirssonar hjá Sjóvá, sem er meðal reyndustu manna í bílatrygg ingamálum. Árum saman hefur til grundvallar gjald flokkask ipnngunni legið stærð, þungi og orka bílsins sem tryggjaá. ,,í tryggingamálum eru ætíð sveifl- ur,” sagði Runólfur, ,, og tjóna- þunginn sýnir að iðgjöld ættu að hækka eitthvað á millistærð bíla og þeim stærstu en „litli bíllinn” ætti þá að lækka í iðgjöldum. Eins er það að þar sem mörk eru sett varðandi bila- stærð, þunga þeirra og orku verða ávallt einhverjir bílaeigendur nálægt mörkunum, sumir rétt ofan við línu sem ákvarðar iðgjald svo munar á annan tug þúsunda og aðrir lenda rétt fyrir neðan og sleppa því tiltölulega vel. Við tryggingamenn höfum rætt dæmi um slíkt og hugsanlega verða leiðréttingar gerðar á gjaldflokka- skiptingu.” Runólfur sagði eirinig að verðbólga hefði á síðustu árum eyðilagt alla vis- indamennsku í tryggingariðgjalda- málum og væri næstum aflögð með öllu. Ljóst væri, ef litið væri á áhættusvæðin þrjú sem landinu er skipt í hvað bifreiðatryggingar snertir, að vegna fjölgandi tjóna þyrfti að hækka iðgjöld sérstaklega á lægsta áhættusvæðinu, jafnvel lika í miðflokknum. Tillögur um breytingar voru sendar ráðuneyti og byggðust á skýrslum yfir 52% bilaeignar landsmanna. Kvað Runólfur slíkan fiölda bíla mjög marktækan til ákvaróanatöku um breytingar. En á tillögur trygg- ingafélaganna var ekki fallizt og taldi Runólfur það stafa frekar af því að tillögurnar hefðu borizt seint en að ráðuneytið vildi ekki líta á stað- reyndir málsins. -ASt. Maraþonskák á Kópavogshælinu: A Tefldu320skákirá V tveimur sólarhringum Tveir starfsmenn Kópavogshælisins, Páll Bergsson og Gísli Stefánsson, háðu með sér maraþonskák nú um helgina og settu nýtt fslandsmet. Sátu þeir við taflborðið frá föstudagskvöldi til sunnudagskvölds og tefldu hvorki meira né minna en 320 skákir. „Ég vann nú fleiri skákir en mótherji minn féll líka oft á tíma með gjörunnið tafl,” sagði Páll Bergsson i samtali við DB skömmu eftir að maraþonsetunni við skákborðið lauk í gærkvöld. „Annars er það ekki aðalatriðið hver vann heldur málefnið sem við erum að vekja athygli á með þessu tiltæki, það er söfnun skátanna á Stór-Reykja- víkursvæðinu fyrir bíl handa Kópa- vogshælinu.” Páll kvaðst vera orðinn töluvert vankaður eftir tveggja sólarhringa setu við skákborðið og þurfti hann að hugsa sig vandlega um fyrir hvert orð sem hann sagði. Hann kvaðst ekki vilja endurtaka þolraun sem þessa. Með því að tefla í tvo sólarhringa bættu þeir Gísli og Páll metið um sautj- án klukkustundir. Fyrra met var 31 klukkustund. -ÁT- Ríkið fær nú 144 krónur af hverj- um bensínlítra Bensín hefur hækkað um 115% á 12 mánuðum Félag íslenzkra bifreiðaeigenda hefur í fréttatilkynningu rekið upp rama- kvein vegna nýjustu bensínhækkunar- innar en engar fréttir fara af frekari að- gerðum samtakanna hækkunarinnar vegna. FÍB sundurliðar bensínverðið þannig: Síðasta verð Hækkun Núv. verð Innkaup (cifl 51 26 77 Innl. skattar 121 23 144 Annar innl. kostn. 33 2 35 205 51 256 Hækkun á bensíni nú er talin af tveim ástæðum, segir FÍB. Frá hendi hins rússneska seljanda nam hækkunin 51% eða26 kr. álítra. Hækkun ríkisins umfram samþykkt fjárlög Alþingis fyrir 1979 er um 23 kr. á lítra þrátt fyrir yfirlýsingar ráðherra um að hækkanir á olíuvörum ættu ekki að vera skattstofn ísl. ríkisins. FÍB bendir á að innkaupsverð til ís- lendinga sé nú talsvert hærra en bensin er selt á frá smásöludælu i Bandaríkj- unum þar sem lítrinn kostar 46—55 kr. Sýni þetta að endurskoða þurfi frá grunni innkaupasamninga þá sem í gildi eru. Bensín hefur hækkað um 115% á ís- landi á síðustu 12 mánuðum, kostaði 119 kr. i maí í fyrra en 256 kr. nú. -ASt. N Lyfjaverzlunin: GEFIZT UPP VIÐ EINKASÖLU Stjórnarfrumvarp um lyfjadreif- ingu, sem kom fram í gær, gerir ekki ráð fyrir ríkiseinkasölu á lyfjaverzl- un. í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar sagði þó: „Athugað verði að tengja lyfjaverzlun heilbrigðisþjón- ustu og setja hana undir félagslega stjórn.” Nefnd sem vann að frumvarpinu þótti ekki ráðlegt að fara út í mikla þjóðnýtingu. Hún leggur til að tryggð verði staða Lyfjaverzlunar ríkisins sem innkaupa- og dreifingaraðila fyrir sjúkrahús ríkisins og sveitarfé- laga auk dvalarheimila aldraðra. Tryggt verði að Lyfjaverzluninni „verði ekki settur stóllinn fyrir dyrn- ar með innkaup erlendis frá”. Þá verði hún sett undir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. í frumvarpinu er lagt til að lyfja- sala fari alfarið úr höndum lækna. Staðarval lyfjabúða er ákveðið og á enginn landshluti að verða út undan, segir þar. aRétt spor^^"""^^ í rétta átt... .. Sporin í TORGIÐ Barnaskor Stærðir28—41 Verð frá kr. 9.300.- Kvenskor Stærðir37—41 Verðkr. 12.300. Karimannaskor Stærðir:40—46 Verðkr. 12.300.- Skór við öll tœkifœri á allan aldur Póstsendum

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.