Dagblaðið - 09.05.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 09.05.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1979. 9 Búnaðarmálastjóri um versta vor í 30 ár: Fellir hjá fjárbændum ef harð- indin haldast um nokkra hríð — gras-, kartöf lu- og garðávaxtaplöntur líklegast með minnsta móti í sumar „Ef þessi kuldatíð helzt fram í miöjan mánuð fara fjárbændur- bændur að lenda í alvarlegum vand- ræðum af því tagi sem ef til vill eiga sér ekki stað nema nokkrum sinnum á öld. í kjölfar sauðburðarins lenda þeir í vandræðum með að hýsa lamb- fé, reynist þess þörf vegna kulda. >á fara bændur að verða fóðurtæpir og fóðurlausir, sem farið er að bera á hjá stöku bændum þótt slíkt sé hvergi orðið landshlutavandamál enn. Kjarnfóðurskortur kann einnig að verða i kjölfar dreifingarörðug- leika vegna íss við landið í vetur og farmannaverkfallsins nú. Þá er hætta á óeðlilega miklum lambadauða, ef nauðsyn reynist að hýsa lömbin óvenjulengi, og ef ekki fer að vora fyrr en seint í júní er beinlínis hætta á felli,” sagði Halldór Pálsson búnað- armálastjóri í viðtali við DB í gær. Taldi hann allar likur benda til að vorveðráttan nú hefði slæm áhrif á grassprettu í sumar, sem hvergi væri komin í gang nú, ekki einu sinni í hlýjasta héraði landsins, í Mýrdaln- um. Vegna óvenjumikils klaka í jörðu víðast um land nú bjóst hann einnig við lítilli kartöflu- og garðávaxtaupp- skeru. Minntist Halldór vorsins 1949 sem einhvers versta vors, nema ef vera kynnið vorið nú. Gróður fór ekki i gang vorið ’49 fyrr en komið var yfir miðjan júlí en þá var klaki mun minni í jörðu en nú og auk þess kom þá langvarandi góðviðri er hjálpaði gróðri fljótt á legg. Halldór var bjartsýnn á að afrétt- arbeit yrði með venjulegum hætti enda tekur gróður þar ekki að vaxa fyrr en i júní í venjulegu ári. -GS. Stefntað beinu N-Atlantshafsflugi Flugleiða: „Ætti ekki að hafa neikvæð áhrif á ferða- mannastrauminn” — segir hótelstjóri Hótels Loftleiða „Ég lít ekki á þetta sem alvarlegar á Alþingi í gær og segir m.a. aö ljóst fréttir þar sem ég tel að þeir sem á sé að N-Atlantshafsflugið geti vart annað borð hafa hug á viðkomu hér haldið áfram nema hluti þess veröi bóki sig í þau flug sem viðkomu hafa floginn beint milli Ameriku og hér,” sagði Erling Aspelund, hótel- Evrópu án millilendingar á Kefla- stjóri á Loftleiðum, i viðtali við DB í víkurvelli. gær. Tvö ráðuneyti eru nú að kanna Þetta var álit hans á þeim kafla i horfur á leyfi til sliks flugs hjá banda- skýrslu utanríkisráðherra er flutt var riskum flugmálayfirvöldum. _GS. FLUGLEIÐIR AUKA ENN FLUGREKSTUR Þrátt fyrir margs konar erfiðleika ara, Luxair, fyrirhuga stofnun leigu- hjá Flugleiðum þessa stundina stefnir flugfélags til farþegaflutninga, væntan- allt á að félagið muni enn auka umsvif lega undir nafninu Aerolux. sin í flugrekstri á næstunni, að þessu Svo sem DB hefur skýrt frá er ekki sinni óbeint í gegnum Cargolux sem fyrirhugað að hið nýja félag skerði flug Flugleiðir eiga þriðjung i. Flugleiða á einn eða annan hátt. Cargolux og flugfélag Luxemburg- -GS. Sumarstarf fyrir börn og unglinga 1979 Bæklingurinn „Sumarstarf fyrir börn og unglinga 1979” er kominn út og er dreift til allra aldurshópa á skyldunámsstigi í skólum Reykjavíkur- borgar. í bæklingi þessum er að finna framboð borgarstofnana á starfi og leik fyrir börn og unglinga í borginni sumarið 1979. Um er að ræða eftirtald- ar stofnanir: íþróttaráð Reykjavíkur, Leikvallanefnd Reykjavíkur, Skóla- garða Reykjavíkur, Vinnuskóla Reykjavíkur og Æskulýðsráð Reykja- víkur. Starfsþættir þeir sem um getur í bæklingnum eru fyrir aldurinn 2—16 ára. Flest atriðin snerta íþróttir og úti- vist en einnig eru kynntar reglulegar skemmtisamkomur ungs fólks. Vinnuskóli Reykjavikur er starf- ræktur fyrir þá nemendur sem setið hafa í 7. og 8. bekk grunnskóla í borg- inni skólaárið 1978—1979 og eiga lög- heimili í Reykjavík. Starfstími skólans hefur undanfarin sumur verið frá 1. júní—1. ágúst. Sl. sumar var tímakaup til nemenda 60% af taxta Dagsbrúnar fyrir sömu aldursflokka en heimilt er að greiða allt að 15% kaupauka, miðað við afköst. Umsóknareyðublöð fást hjá Ráðningarstofu Reykjavíkur Borgar- túni 1 og ber að skila umsóknum um skólavist fyrir 24. maí nk., s. 18800. Framvísa ber nafnskírteini. Allir sem sækja um á réttum tíma og uppfylla inntökuskilyrðin fá skólavist. -GAJ- Frumvarp um bætt- an aðbúnað sof nar ,,Ég þori ekki að reikna með að tali við DB. Frumvarp hans um bætt- tími vinnist til að koma málinu fram an aöbúnað á vinnustöðum og aukið fyrir þinglok,” sagöi Magrtús H. öryggi virðist því munu sofna á þessu Magnússon félagsmálaráðherra I við- þingi. -HH. Hveragerði íbúð óskast til leigu. Uppl. í síma 99-1724. NEMENDUR í FJÖLBRAUTARSKÓLANUM MÓTMÆLA: SUNDLAUGARBYGGINGU FRESTAÐ EINU SINNIENN Gunnar Bender, nemandi i Fjölbrauta-K skólanum, afhendir Sigurjóni Péturs-^ syni, forseta borgarstjórnar, undir- skriftalistana. DB-mynd RagnarTh. „Við mótmælum því harðlega að það á að fresta byggingu íþróttahúss. Þörf á íþróttahúsi er mjög brýn.” Þannig segir meðal annars i mótmæla- skjali er Gunnar Bender, nemandi í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, af- henti Sigurjóni Péturssyni, forseta borgarstjórnar, í gær. Mótmælaskjal- inu fylgdu undirskriftir 500 nemenda Fjölbrautaskólans. Sigurjón sagðist ekki kannast við að íþróttahús hefði verið á fjárhagsáætluninni. Hins vegar hefði verið frestað framkvæmdum við sundlaug við skólann. Þeirri fram- kvæmd hefði einnig verið frestað undanfarin ár. Það byggðist fyrst og fremst á því að sundlaugin væri ekki ómissandi hluti af kennslurými skól- ans. Hér væri miklu fremur um hverfis- sundlaug að ræða og þetta hefði verið eitt af örfáum verkefnum sem hægt Gunnar Bender sagði að nemendur hefði verið að hægja á framkvæmdum skólans mundu fylgja málinu fast eftir. við. Kvaðst hann mundi athuga málið. -GAJ- Alltaf eitthvað nýtt Við seljum barna-, unglinga- og dömu- fatnað. Nýir dömukjólar í hverri viku. Mikið úrval af blússum og bolum fyrir dömur. Barnavesti, heil og hneppt, stærðir 4—16. Flauelsmittisbuxur og smekkbuxur, stœrðir 2—16. Gallabuxur, stærðir 6—16, á aðeins kr. 5.900—6.900. Mikið af sumarjökkum (mittis) á börn og unglinga. Vorum að fá mikið af frotté-fatnaði á dömur, svo sem: vesti, boli og peysur, heilar og hnepptar, gott í sólarlandaferð- ina. Póstsendum Laugavegi 66 Sími 12815.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.