Dagblaðið - 28.05.1979, Side 9

Dagblaðið - 28.05.1979, Side 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. MAÍ 1979. 9 Ródesía: Stjóm hinna svörtu tekur viðídag Ríkisstjórn svartra í Ródesíu tekur til starfa í dag og við formlegum völdum í landinu. Hún á þó við ýmsa erfiðleika að glíma strax frá byrjun, einkum þó vegna þeirra deilna sem orðið hafa á milli leiðtoga svartra í landinu, sem þó tóku þátt í almenn- um þingkosningum þar fyrir skömmu. í ríkisstjórninni verða aðeins full- trúar úr flokki Muzorewa biskups og einnig flokki lans Smiths fráfarandi forsætisráðherra hins hvíta minni- hluta. Bæði flokkar Sithole ættar- höfðingja og Ndiweni höfðingja hafa dregið sig til baka vegna ósamkomu- lags við Muzorewa biskup. Sithole sakaði hann um að hafa beitt rang- indum í kosningunum, þar sem fylgi Muzorewa reyndist langmest og fékk hann meirihluta á þinginu. Ekkert lát virðist vera á bardögum við svarta skæruliða í Ródesiu, þó svo að tilkynnt hafi verið um meiri- hlutastjórn svartra. Tilkynnt hefur verið um hundrað og þrjátíu fallna í Ródesíu af völdum skæruliða siðustu þrjá daga. Erlendar fréttir Japan: Mótmæla- adgerðir á afmæli Andstæðingar Narita flugvallarins við Tokíó beittu sér fyrir miklum mótmælaaðgerðum fyrir helgina en þá var ár liðið síðan hann var tekinn í notkun. Ekki var tilkynnt um miklar skemmdir eða manntjón en mikill fjöldi tók þátt í aðgerðunum. Heldur virðist þó vera að draga úr andstöð- unni gegn Narita flugvelli þar sem lögreglan í Tókíó tilkynnti að aldrei hefðu færri tekið þátt i mótmælum gegn honum en nú. Helztu aðgerðirnar voru í því fólgnar að loftbelgir fylltir gasi voru látnir svífa inn yfir flugvöllum Voru sumir þeirra nokkuð stórir og úr áli en aðrir voru á stærð við venjulegar leikfangablöðrur. Ekki múnu belg- irnir hafa valdið neinum truflunum á flugi um flugvöllinn. Rúmlega sjö hundruð sérþjálfaðir lögreglumenn voru við Narita flug- völl til að taka á móti ef til óeirða kæmi. í hópi mótmælenda bar mest á stúdentum og bændum en þeir hafa ávallt verið fjölmennastir í þeirra hópi. Mikið landsvæði var tekið úr ræktun, þegar Narita flugvöllur var tekinn í notkun. Olli það mikilli reiði bænda sem þar bjuggu og umhverfis- verndunarmanna. ■liik::::::-:-:-?..:.;:::-:- L John Spenkelink var tekinn af Iffi i Florida fyrir helgina. Skömmu áður en það varð var móðir hans i heimsókn hjá hinum dauðadæmda. Sést hún fara frá fangelsinu i bifreið. Þetta var fyrsta aftakan i Bandarikjunum siðan Gary Gilmore var tekinn aflífií Utah árið 1977. Spáð meirí verð- bólguhraða í ár Michael Blumenthal fjármálaráð- herra Bandaríkjanna segist búast við aukinni verðbólgu i heiminum á þessu ári miðað við liðið ár. Hann telur þó ekki ástæðu til að grípa til sérstakrar herferðar gegn henni i Bandaríkjunum sjálfum. Ráðherrann segir að búast megi við um það bil 1,5% meiri hraða verðbólg- unnar en í fyrra, þegar hún var talin 6,9% meðal stærstu iðnrikjanna. Helztu ástæðurnar fyrir aukinni verð- bólgu telur Blumenthal vera, að olíu- verð hækkar og ríkisstjómir landanna hafa oflítið taumhald í peningamálum. Einnig segir ráðherrann að almenn hækkun á hráefnisverði valdi nokkru þar um, auk verulega aukinna krafna um launahækkanir i helztu iðnríkjum. Blumenthal hefur varað við þeirri þróun að helztu iðnríkin eru flest með óhagstæðan greiðslujöfnuð. Hvatti hann alla aðila til að reyna að forðast aukna verðbólgu og tók fram að Bandaríkjastjórn hygðist bæði stemma stigu við henni og sjá um að dollarinn styrktist á alþjóða gjaldeyrismarkaði. ; wmmz IIÍÍ?: Þeim þykir vissara aó vera viðbúnir öllu á bensinstöðvum 1 Kaliforniu þessa dagana. Sá sem við sjáum á myndinni er vopnaður skammbyssu. Ætlar hann ekki að láta reiða bifreiðastjóra vaða neitt uppi en i Kaliforniu er bensinskömmtun þessa dagana. Máritanía: Forsætisráðherrann rórst í flugslysi Björgunarsveitum hefur ekki tekizt að finna neitt brak úr flugvél þeirri sem fórst undan ströndum Afríkurikisins Senegal í gær. Með henni var forsætis- ráðherra Máritaníu og ellefu menn aðrir. Flugvélar og skip hafa leitað að flug- vélinni sem var af gerðinni de Havi- land, tveggja hreyfla. Er talið að hún hafi hrapað i Atlantshafið í miklum stormi sem barst frá Afríku. Búið er að tilkynna lát forsætisráð- herrans Ahmed Ould Bouceif opinber- lega í Máritaníu. Hefur verið tilkynnt fjörutíu daga þjóðarsorg í landinu. Með í för með forsætisráðherranum var nýskipaður sendiherra Máritaniu í París, tveir meðlimir í þjóðlega bylt- ingarráðinu, tveir blaðamenn og áhöfn flugvélarinnar fimm manns. Bouceif hafði verið forsætisráðherra í aðeins tvo mánuði. Áður var hann foringi i flugher landsins en tók við völdum eftir byltingu hersins. Bouceif var 45 ára að aldri og talinn tvimæla- laust voldugastur í sinu heimalandi. Ekki er Ijóst hver tekur við embætti forsætisráðherra að honum látnum.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.