Dagblaðið - 30.05.1979, Page 4

Dagblaðið - 30.05.1979, Page 4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1979. ~^ ... | DB a ne ytendamarkaði JJóra Stefánsdóttir Hvers virði er innbúið?: MIKLU MQRA EN WJ HELDUR „Fólk gerir sér almennt ekki grein fyrir því hversu verðmætt innbú það á fyrr en það er að einhverju leyti skemmt,” sagði einn af tryggingar- sérfræðingum Dagblaðsins. Til þess að auðvelda mönnum nokkuð það mat verður á Neytendasíðunni í dag fjallað um hvað algengustu húsmunir kosta nýir. Þegar tjón er metið er miðað við munina nýja en siðan er dregið frá verði það sem áætla má að munirnir hafi fallið í verði með árun- um. Það mat er misjafnt í hverju tilliti en oftast komast þeir tryggðu og tryggingafélögin að samkomulagi. Sé ekki svo eru kvaddir til óvilhallir matsmenn. Annað en verð á hlutnum nýjum þarf líka að hafa í huga þegar tryggt er og það er minjagildi hans. Klukk- an hans afa kostar ekki mikið keypt út úr búð en hún getur verið fjöl- skyldunni óendanlega mikils virði. Fólk ætti að athuga áður en það tryggir hvort tryggingin tekur til sér- staks verðmætis af þessu tagi því ef hún gerir það ekki gæti borgað sig að tryggja hlutinn sérstaklega. Flest tryggingafélög úthluta fólki lista sem það á að fylla út sér til hægðar þegar meta skal verðmæti innbús. Listinn skiptir íbúðinni niður í herbergi en síðan getur fólk fyllt út verðmæti einstakra hluta í hverju þeirra. Seint verður brýnt um of fyrir fólki að tryggja sig nægilega því eins og kom fram í fyrsta pistli þessarar framhaldssögu fara bæturnar eftir því hvort rétt er tryggt. En hvað kosta þá hinir ýmsu munir sem við eigum. DB bra sér í nokkrar verzlanir og spurðist fyrir um verð á hlutum. Stofan í flestum stofum sem komið er i er gólfteppi út í horn eða á miðju gólfi, sófasett með sófaborði, jafnvel borð- stofusett og veggskápar eru mjög vin- sælir. Inni i þeim veggskápum er svo geymt mávastell heimilisins, silfur- borðbúnaðurinn og matarstellið sem hjónin fengu í brúðargjöf. Sófasett kosta i kringum hálfa milljón í dag og upp undir heila. En mjög skapleg sett kosta þetta í kringum 600 þúsund og er gott að miða við það. Sófaborð kosta í kring um 80 þúsundir, borðstofusett, borð með 6 stólum, kostar um 400 þúsund og veggeiningar kosta um hálfa millj- ón. Gólfteppi út í horn kostar varla mikið undir hálfri milljón ef það er til dæmis á stofu og gangi. Verðið á silfurmunum og matar- og kaffistellum er mjög misjafnt en þó er ekki fjarri lagi að venjulegt heimili eigi fínan borðbúnað fyrir svona milljón. Þá er miðað við að hjónin séu búin að búa lengi og eigi orðið mávastell fyrir 12, fínt matar- stell fyrir aðra 12 og silfurborðbúnað í mat og kaffi fyrir annað eins. Auð- vitað eiga ekki allir svona mikið en þetta er sett hér fram til þess að fólk geti gert sér grein fyrir hve þessir hlutir eru miklu dýrari en menn halda í fyrstu. Málverk á veggjum og tjöld fyrir gluggum eru nokkuð sem erfitt reynist að slá á hvað kostar. Málverk eru nú komin upp i milljón krónur stykkið ef þau eru keypt hjá þeim listamönnum sem dýrastir eru. Gluggatjöld gætu kostað um 30 til 50 þúsund eftir stærð og gerð. Einhvers konar hljómfiutnings- tæki og útvarp og sjónvarp eru í vel- flestum stofum. Það má fá ódýra samstæðu útvarps, plötuspilara og kassettubands fyrir rúmar 200 þús- und krónrr. tn fiti merki, þar sem magnari er keyptur sér, útvarp sér, fónninn sér og svo framvegis, eru mörgum sir.num dýrari. Litsjón- varpstæki kosta orðið rúma hálfa m’ ljón en svarthvít sjónvarpstæki er v egt að fá fyrir lítið sem ekkert séu jkeyptnotuð. Hjónaherbergi í hjónaherberginu er vanalega ekki mikið nema rúmið. Eða er það? Hvað meö náttborðin og öll fötin sem eru í klæðaskápnum. Föt eru glettilega dýr ef fjölskyldan sleppur út á náttfötunum einum og þarf að fata sig upp algjörlega. Hjónarúm kostar orðið á milli 2 og 3 hundruð þúsund krónur. Ef nátt- borð fylgja fer verðið um og yfir 400 þúsund. Föt á hjónin eru náttúrlega eins misjafnlega dýr og hjónaböndin eru í landinu. Þó er ekki fjarri lagi að ætla að ef hjónin ætluðu að kaupa al- gjörlega ný föt þyrftu þau til þess á milli hálfa og heila milljón. Ný Gólfteppið er liður sem ekki mó gleymast. Fermetri af stofuteppi líku þessu kostar um 8 þúsund krónur en verð á fermetra stofuteppa er á milli 6 og 20 þús- und kr. Teppi sem ekki eru eins þétt ofin en ætluð til herbergisnota kosta um 5 þúsund krónur fermetrinn. Laus teppi á stofuna eru enn dýrari, kosta um 20— 50 þúsund krónur fermetrinn, enda teppin yfirleitt handofin. Teppi á heila 4 herbergja fbúð gætu þá kostað f kringum hálfa milljón. Hjónarúmið á myndinni er i dýrari flokki rúma, þar sem það er með inn- byggðri klukku og útvarpi. Það kostar 380 þúsund og 487 þúsund ef nátt- borðið á veggnum fylgir. Svona veggeiningar eru mjög vinsælar i seinni tið. Þessi gerð kostar 450 þús- und og er frekar i ódýrari verðflokki. Sófasettið á myndinni kostar 550 þúsund og sófaborðið 80 þúsund, Borðstofusett eins og þetta kostar 420 þúsund miðað við að 6 stólar fylgi borð- inu. Hægt er að fá mun ódýrari húsgögn af þessu tagi, allt niður i 200 þúsund kr. DB-myndir Hörður sængurföt myndu kosta 1—2 hundruð þúsund. Barnaherbergi í herbergjum barnanna eru oftast svefnbekkir, borð til að læra við og leikföng. Barnasvefnbekkir kosta orðið á milli 80 og 90 þúsund krónur. Leikföng bamanna og föt má meta á ein 300 þúsund og borð og stól á um 100 þúsund. Aðrir hlutir Enn er ekki allt upp talið. Eftir á að meta ýmsa lausamuni sem eru í herbergjum og á göngum. Hvað kosta til dæmis ný ljós? Hvað kosta ný eldhúsáhöld, diskar, boilar, glös, pottar og svo framvegis. Þetta reynist ómögulegt að slá á því þessir hlutir eru misjafnlega dýrir. Þó má áætla að ekki sé fjarri lagi að bæta við hálfri milljón eða heilli vegna slíkra hluta. Leðurstólar af þessu tagi kosta um 200 þúsund krónur. skrö yfir innbú. gerð_______________________19______ /skrAyfir HEIMILIS- VEROMÆTI 1 HINUM ÝMSU HERBERGJUM Stoto BorBotolo Foro.olo Svotnhorb Bornohorb Eldhúo Goymolo BDokúr Hútgogn Toppi Gluggatjold MAIvdrk Ldmpar Bakur Lairmunic BorBbúnoBur SiHur o.B. Otvsrp—kjónv Hl|6mll ..ki Skkr.gripir Ytri totn. N.rlot. Iln EldhútAkold ÍukApur ForBobúnoBur SAMTALS KR. ^ J yfirlit STOFA-------------KR_________ BOROSTOFA_________v» FORSTOFA__________KR_________ SVf FNHERBERGI----KR--------- BARNAHERBIRGI-----KR ______ ELOHUS------------KR_________ GEYMSLA-----------KR _______ SAMTALS KB Lista líkan þessum fá menn hjá þeim tryggingafélögum sem þeir skipta við. Gefið ykkur tima til að fylla hann út. Láti menn sér ekki nægja að hafa teppi á gólfum i stofunni heldur teppaleggi út í hom í herbergjum líka eykst verðmæti innbúsins enn. Líka þarf að athuga ef fólk hefur geymslur eða bílskúra hversu verðmætt það er sem í þeim er. ísskápurinn er orðinn 250 þúsund króna virði og þvottavélin kostar á milli 2 og 3 hundruð þúsund. Elda- vélin kostar tæp 200 þúsund og tau- þurrkari annað eins. Tryggingafélögin brýna umfram allt fyrir mönnum að gefa sér tíma í þetta mat og vanmeta ekki verðmæti þess sem þeir eiga. - DS ✓

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.