Dagblaðið - 30.05.1979, Síða 14
14
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ1979.
Allir veðja á Nottm. Forest
—úrslitaleikur Evrópubikarins í Miinchen íkvöld
„Þetta er aðeins spurning um form
leikmanna á kvöldinu. Við höfum eng-
an áhuga á öðru. Möguleikarnir eru 50-
50,” sagði Bob Houghton, hinn 32ja
ára Lundúnabúi, sem þjálfað hefur
Malmö FF síðustu fimm árin, í
Múnchen í morgun. í kvöld verður úr-
slitaleikurinn i Evrópubikarnum háður
á ólympíuleikvanginum í Múnchen —
þá leika Nottingham Forest og Malmö
FF — en þó Houghton sé kokhraustur
veðja allir á sigur Forest. En Malmö
gæti þó komið á óvart. Liðið hefur
aðeins fengið á sig eitt mark í keppn-
inni — slegið út fræg lið eins og t.d.
Dynamo Kiev. En það háir Svíum í
kvöld að tveir af sterkustu varnar-
mönnum liðsins, Bo Larsson, sem
leikið hefur 71 landsleik.og Roy
Andersson, geta ekki leikið vegna
meiðsla.
Stjóri Forest, Brian Clough, hefur
ekki viljað spá um úrslit. Þrír af leik-
mönnum hans eiga við meiðsli að stríða
— Archie Gemmill, Frank Clarke og
Martin O’Neil. „Ég hefði viljað hafa
Gemmill, O’Neil og Trevor Francis í
liðinu — en þaðverður ekki þannig,”
sagði Clough. „Við getum ekki haft þá
allaþrjá.”
Malmö hefur skorað átta mörk í
leikjum sínum i Evrópubikarnum og
tengiliðurinn Anders Ljungberg
skoraði þrjú þeirra á 23 mín. kafla gegn
Wisla Krakow. Hann er elzti maður
sænska liðsins, 32ja ára. Forest hefur
skorað 18 mörk í Evrópuleikjum sínum
og miðherjinn ungi, Gary Birtles, hefur
skorað sex þeirra.
Mikill viðbúnaður er hjá lögreglunni
i Múnchen. Tuttugu þúsund Eng-
lendingar eru komnir til borgarinnar —
og einnig er búizt við þúsundum Svía.
Næturflug var leyft til Múnchen í nótt
og létti það mjög á áhyggjum lögreglu-
mannanna, því næturflug hefur verið
bannað þar að undanfömu. Lögreglan
óttaðist að þúsundir kæmu einum til
tveimur dögum fyrir leikinn og það gat
haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för
með sér.
Liðsskipan hefur ekki verið gefin
upp endanlega en reiknað er með að
liðin verði þannig skipuð.
Malmö FF: Möller, Roland Anders-
son, Magnus Andersson, Jonsson, Er-
lendsson, Prytz, Tapper, Ljungberg,
KinnvaU, Hansson, Cervin.
Nottingham Forest: Shilton, Ander-
son, Lloyd, Burns, Clarke (eða
Bowyer), McGovern, GemmUl, Fran-
cis, Birtles, Woodcock og Robertson.
í liði Malmö eru því fimm af HM-
leikmönnum Svía, sem léku í Argentínu
í fyrra — en tveir, Bo Larsson og Roy
Anderssott, geta ekki leikið vegna
meiðsla eins og áður er getið.
VeðmáUn standa Forest mjög í hag
— eða 6-1 og allar líkur benda til þess
að Evrópubikarinn hafni á Englandi
þriðja árið í röð. Liverpool sigraði í
þessari keppni 1977 og 1978.
Knötturinn svifur yflr Ólaf markvörð Þróttar eftir
hafnaði i þverslá og hrökk út á völlinn aftur.
Fyrsti \
sigurini
—Víkingursigraöi
„Ég er ánægður með að hafa hlotið tvö stig úr
þessum leik — við vorum satt að segja hræddir
við leikinn við Þrótt því fyrir hann voru sjö leik-
menn Víkings í meðferð vegna meiðsla. Ekki
hægt að ákveða liðið fyrr en á síðustu stund —
mikil spurning hvort þrír leikmenn kæmust í
gegnum upphitun fyrir leikinn,” sagði Sigurður
Bjarnarson, formaður knattspyrnudeildar Vík-
ings, eftir að Víkingur hafði sigrað Þrótt 2-1 á
aðal-leikvanginum i Laugardal í 1. deild i gær-
kvöld.
Þar með hlaut Víkingur sín fyrstu stig í 1.
deild í ár — vann sanngjarnan sigur — en
Þróttur hefur enn ekki hlotið stig. Hinir ungu
leikmenn Þróttar þurfa þó ekki að örvænta —
þar er mikill efniviður fyrir hendi og allgott spil.
Páll Ólafsson og Ágúst Hauksson snjallir leik-
menn.
Víkingur er greinilega í sókn undir stjórn dr.
Youri flitchev. Það er farið að bregða fyrir fal-
legum samleiksfléttum í sóknarleik hinna nettu
leikmanna Sigurlásar Þorleifssonar, sem þó lék
haltur mest allan leikinn, Óskars Tómassonar og
Lárusar Guðmundssonar. Að baki þeún er sterk
framvarðalína, Heimir Karlsson, bezti maður
liðsins i leiknum þrátt fyrir meiðsli, sem að lok-
um knúðu hann til að yfirgefa völlinn, Hinrik
Þórhallsson og Gunnar örn Kristjánsson. Vörn-
in er hins vegar vandamál þó Róbert Agnarsson
vinni flesta skallabolta.
Þróttur byrjaði betur í leiknum án þess að
skapa sér færi — en fyrsta opna færið fékk
Sigurlás á 11. mín. Spyrnti framhjá Þróttar-
markinu. Eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn
náði Víkingur góðum tökum á leiknum. Hinrik
átti hörkuskalla í þverslá og þaðan hrökk knött-
urinn til Óskars, sem var brugðið innan vítateigs
án þess ágætur dómari leiksins, Guðmundur Har-
aldsson, sæi ástæðu til að dæma vítaspyrnu. Þá
varði Ólafur Ólafsson, markvörður Þróttar,
hörkuskot frá Óskari, sem hafði fengið knöttinn
eftir aukaspyrnu — drap knöttinn niður með
brjóstinu og hleypti viðstöðulaust af — en
Ólafur varði snilldarlega.
Þróttur byrjaði einnig betur i síðari hálfleik og í
Halldór Arason átti fastan skalla á Víkings-
markið á 47. mín. Sigurjón Elíasson, mark-
vörður Vikings, varði mjög vel — og á 54. mín.