Dagblaðið - 11.06.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 11.06.1979, Blaðsíða 4
DAGBLAÐID. MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 1979. DB á neytendamarkaði . I Efnahagur saklauss ssi folks lagður i rust? bímI _ Hver ef réttarvemd hins almenna borgara? ,,Ég hélt alltaf að fjárnámið mundi ganga til baka þegar forsvars- mönnum Málningar hf. yrði Ijóst að Breiðholt hf. á ekkert í íbúðinni minni. Málning hf., stórt og öflugt fyrirtæki, ætti að vera vandara að virðingu sinni. Það er ótrúlegt að það skuli ætla sér að nota eignir saklauss aðila til að ná inn skuldum Breiðholts,” sagði Bragi ÞórStefáns- son læknakandidat i samtali við DB. Bragi Þór hefur orðið fyrir allsér- stæðri lífsreynslu. Fyrirtækið Málning hf. i Kópavogi er að reyna að taka ibúð hans að Krummahólum 6 i Reykjavik upp i viðskiptaskuldir Breiðholts hf., það fyrirtæki varð gjaldþrota á siðasta ári. Notfærir Málning hf. sér það formsatriði að Bragi Þór hefur enn ekki fengið afsal fyrir ibúð sinni, þótt hann haf'i greitt umsamið kaupverð. Það var á árinu 1975, þegar Bragi Þór var við nánt í læknisfræði við Háskóla íslands, að hann og kona hans keyptu íbúð af Breiðholti hf. á iarðhæð hússins Krummahólar 6. Kaupverð íbúðarinnar greiddi Bragi á umsömdum tíma, mestmegnis með lántökum, og fluttist síðan með fjöl- skyldu sina i íbúðina lausl l'yrir árs lok. Ekki hirti hann þá um að 'á afsal fyrir eigninni, enda skorti þá ntjög á að Breiðholt hf. hefði efnt kaupsamninginn að sínum hluta, svo sem frágang sameiginlegs húsrýmis, frágang lóðar og byggingu bifreiða- geymslu, en allt var þetta innifalið i kaupunum. Hann skuldaði þá Breiðholti hf. smávegis fjárhæð i lán- tökukostnað er hann hugðist greiða þegar félagið hefði staðið við sínar skuldbindingar. íbúðin seld Snemma á árinu 1977 bauðst Braga endurgjaldslaus afnot af ibúð móður sinnar i vesturbænum þar til hann hefði lokið námi. Leigði hann þá í fyrstu ibúðina að Krumma- hólum. En þar sem hugur þeirra hjóna hafði staðið til þess að setjast að á Akureyri um hríð eltir að hann lyki námi vorið 1979, varð úr að hann seldi ibúðina að Krummahólum 6 Skipasund 80 til sölu Til sölu er I. og 2. hæð hússins að Skipasundi 80 ásamt aðstöðu í kjallara (áður notuð fyrir skóladagheimili). Nánari upplýsingar um húsnæðið gefur Teitur Finnbogason hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar,Tjarnargötu ll.simi 18800. Tilboðum er greini verð og greiðsluskilmála skal skila til skrifstofu fjármáladeildar, Austurstræti 16, fyrir kl. 15, fimmtudaginn 21. júní nk. Borgarstjórinn í Reykjavík. 7. júni 1979. Framháldsnám á Sauðárkróki Á komandi vetri verður kennsla á eftirtöldum námsbrautum við framhaldsdeildirnar á Sauðárkróki: 1. ár Almennt.bóknám 2. ár Viðskiptabraut Viðskiptabraut Uppeldisbraut Heilsugæslubraut Frekari upplýsingar veitir skólastjóri Gagnfræðaskólans, Friðrik Margeirsson, í síma 95—5219. Skólanefndin. Kaffistofa Norrœrn hússins verður lokuð vegna viðgerða 11.-14. júní nk. NORRÆNA HÚSIÐ Fyrst var þess farið á leit við lögmann Málningar hf. Brand Brynjólfsson hrl., að fjárnáminu yrði létt af íbúð læknanemans þar sem Breiðholt hf. ætti ekkert í henni og saklaus yrði þarna að liða fyrir sekan. Þessari málaleitan var hafnað algjörlega, enda kom i Ijós við athugun að við sáttagerðina vissu báðir aðilar fullkomlega að Breiðholt hf. átti ekkert i íbúðinni, aðeins hafði láðst að fullnægja því formsatriði að þinglýsa afsali. Enn fremur kom i Ijós að aðgerðir lögmannsins voru með vitund og vilja forráðamanna Málningar hf. Efnahagur fjölskyldu lagður í rúst Læknaneminn fékk nú lögmann sér til fulltingis. Lögmæti sáttagerðar og fjárnáms hefur verið vísað til Hæstaréttar og um það verður væntanlega fjallað á árinu 1980. Á meðan er hann í þeirri aðstöðu að geta ekki krafizt eftirstöðva söluverðs ibúðarinnar að Krumma- hólum og hann hefur orðið að standa straum af kaupverði íbúðarinnar á Akureyri með því að taka stórar fjár- hæðir að láni á hæstu vöxtum, en auk þess hefur hann notið nokkurrar aðstoðar ættingja. Til framfæris hefur verið stopul sumarvinna, auk námslána. Börnin eru orðin þrjú og hefur konan þvi ekki getað stundað vinnu utan heimilis. Ef fjárnáminu verður ekki hnekkt i Hæstarétti hefur Bragi Þór þar nteð tapað andvirði íbúðarinnar að Krummahólum, auk þess að hala orðið að greiða tilfinnanlegar upphæðir i vexti af lánum, sem hann hefði ella ekki þurft að taka. Við bætist svo málskostnaður. -GM- Málning hf. gerir fjárnám Síðsumars 1978 -sneri Bragi Þór sér til framkvæmdastjóra Breiðholts hf. og bað um afsal. Er veðbókar- vottorðs hafði verið aflað kom i Ijós að fyrr á árinu hafði Málning hf. i Kópavogi gert fjárnám i íbúðinni fyrir viðskiptaskuld Breiðholts h.f. og var fjárnámsupphæðin litlu lægri en söluverð íbúðarinnar hafði verið. Fjölbýlishúsið nr. 6—8 að Krummahótum I Breiðholti. Þar er ibúð Málning hf. ætlar nú að reyna að taka upp I viðskiptaskuldir Breiðholts hf. Bragi Þór Stefánsson og tvö af þremur börnum hans. Þegar blaðamenn DB bar að garði var fjölskyldan að pakka niður fyrir flutninginn til Akureyrar. DB-myndir: Hörður. siðla árs 1977. Kaupsamningur var gerður með venjulegum hætti og af- sal skyldi gefa út haustið 1978, þegar greiðslur samkvæntt kaup- samningum væru af hendi inntar. í ársbyrjun 1979 gerði hann svo samning um kaup á ibúð á Akureyri og voru greiðslur miðaðar við samninginn um Krummahólaibúðina að svo miklu leyti sem til dugði. Grundvöllur fjárnáms þessa var sáttagerð milli umboðsmanns Breið- holts hf. og lögmanns Málningar hf. Framkvæmdastjóri Málningar hf LOGFRÆÐINGURINN LÝKUR ÞESSU —einhvem veginn „Þetta mál fékk venjulega af- greiðslu hér. Það var sett í innheimt'u hjá lögfræðingi og hann gerði fjár- nám hjá Breiðholti hf. Þannig snýr málið við okkur,” sagði Stefán Guðjohnsen, framkvæmdastjóri’ Málningar hf. i Kópavogi, i samtali við DB þegar hann var spurður út í ntál Braga Þórs Stelánssonar sem frá er skýrt annars staðar á síðunni. ,,Þetta mál hefur ekki verið höndlað öðruvísi en venjuleg viðskiptaskuld. Það er i sjálfu sér allrar samúðar vert finnst mér. En það er eiginlega lögfræðingurinn sem ler með þetta mál fyrir okkur. Ég held að ekkert hafi verið rætt við hann um neina samninga eða ncitt svoleiðis. Málið er alfarið i höndunt Brands Brynjólfssonar. Hann lýkur þessu einhvern veginn,” sagði Stefán Guðjohnsen ennfremur. -GM.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.