Dagblaðið - 11.06.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 11.06.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR II. JÚNÍ 1979. [39L^oðana^niffl^^bibð^nÍ^ða?ÍökkmundírþúÍ^ar| ef þingkosningar færu f ram nú?J Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar. Alþýðuflokkur 20 eða 6 2/3% Framsóknarflokkur 34eðall 1/3% Sjálfstæðisflokkur 80 eða 26 2/3% Alþýðubandalag 21 eða 7% Samtökin 2 eða 2/3% Fylkingin 1 eða 1/3% Óákveðnir 72 eða 24% Svara ekki 34 eða 111/3% „Engan flokk’’ 36 eða 12% Ef aðeina eru teknir þeir, sem tóku afstöðu, verða niðurmtöðumar þossar. Til samarv buröar eru úrslit úr skoðanakönnun DB1 marz og siðustu kosningum. nú marz þingskosn. Alþýðuflokkur 12,7% 15,1% 22,0% Framsóknarflokkur 21,5% 13,5% 16,9% Sjálfstœðisflokkur 50,6% 49,2% 32,7+ Alþýðubandalag 13,3% 22,2% 22,9% Samtökin 1,3% 3,3% Fylkingin 0,6% 0,2% Þingsæti mundu skiptast þannig samkvæmt könnuninni nú. Til samanburðar er tekið, hvemig þingsætí hefðu skipzt samkvæmt könnuninni í marz og hvemig þau skiptust eftír þingkosningamar f f yrra: nú marz þingkosn. Alþýðuflokkur 7 9 14 Framsóknarflokkur 14 8 12 Sjálfstœðisflokkur 31 30 20 Alþýðubandalag 8 13 14 Samtökin 0 0 0 n Geir Hallgrímsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, hefur ástæðu til að kætast yfir niðurstöðu skoðana- könnunar DB um fylgi flokkanna. Kyigið hrynur hins vegar af stjórnar- flokkunum — en Framsókn bætir við sig. Sjálfstæðisflokkurinn mundi vinna yfirburðasigur, ef þingkosningar færu fram nú og fengi meirihluta atkvæða og þingsæta. Þetta er betri útkoma fyrir sjálfstæðisflokkinn en varð af skoðanakönnun DB í marz. Könnunin nú sýnir mikla breytingu frá fyrri könnunum i því, að Framsóknar- flokkurinn er farinn að rífa til sín fylgi frá samstarfsflokkunum. Fylgisaukning Framsóknar frá fyrri könnunum er greinilega mest á kostnað Alþýðubandalagsins, sem nú er farið aðhríðtapa fylgi. Fylgishrun Alþýðuflokksins frá síðustu kosningum helduráfram. Hf teknir eru þeir sem tóku afstöðu til flokka í þessari könnun fær Sjálf- stæðisflokkurinn 50,6 af hundraði atkvæða. Þetta er 1,4 af hundraði meira en flokkurinn fékk samkvæmt könnun DB í marz og 17,9 af hundraði meira fylgi en hann fékk í síðustu þing- kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í sókn stig af stigi í öllum skoðanakönnunum DB, frá því að ríkisstjórnin var mynduð. í hinni fyrstu, sem var gerð í desember, hafði flokkurinn 42,4 af hundraði atkvæð- anna. Sjálfstæðisflokkurinn mundi sam- kvæmt þessu bæta við sig ellefu þing- sætum og komast í hreinan meirihluta á þingi. Samkvæmt skoðanakönnun DB í marz vantaði Sjálfstæðisflokkinn mjög lítið til að komast í meirihluta og þvi hefur hann náð samkvæmt þessari nýjustu könnun. Sókn Framsóknar Framsóknarflokkurinn hafði verið í öldudal frá síðustu þingkosningum fyrir ári. í fyrri skoðanakönnunum DB eftir stjórnarmyndunina hafði flokkinn ekki rétt við. Hann var enn á niðurleið. Samkvæmt könnuninni nú hefur þeirri þróun verið snúið við. Samkvæmt könnun DB nú fengi Framsókn 21,5 af hundraði atkvæða og væri þar með aftur komin nálægt svipuðu formi og var fyrr á árum. Framsókn fengi 14 þingsæti, sem væri tveggja þingsæta aukning frá síðustu þingkosningum. Tap Alþýðu- bandalagsins Alþýðubandalagið hafði nokkurn veginn haldið í horfinu frá síðustu þingkosningum samkvæmt skoðana- könnunum DB í desember og marz. Nú hefur það gerzt síðustu mánuði, samkvæmt þessari könnun, að fylgi hefur hrunið af Alþýðubandalaginu. Flokkurinn fengi samkvæmt þessari könnun aðeins 8 þingsæti og tapaði því 6 þingmönnum. Fylgistap Alþýðuflokksins heldur áfram samkvæmt þessari skoðana- könnun, þótt nokkuð dragi úr hraða þess. Alþýðuflokkurinn fékk 22,0 af hundraði atkvæða í þingkosningunum í fyrra. Hann var kominn niður í 15,1 af hundraði samkvæmt könnun DB í marz og fer nú alla leið niður í 12,7 af hundraði. Alþýðuflokkurinn hefur því tapað hátt í helming fylgis síns frá síðustu kosningum og fengi 7 þingsæti eða helming þess, sem hann hefur nú. Öruggur sjálfstæðis- meirihluti í Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn fengi 52,0 af hundraði atkvæða í Reykjavík sam- kvæmt þessari skoðanakönnun og ynni tvö þingsæti af Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi sitt af hvorum. Auk þess ynni Framsóknarflokkurinn naumlega þingmann af Alþýðuflokkn- um í Reykjavík, samkvæmt þessari könnun. Mjög litlu munar á fylgi stjórnar- flokkanna þriggja i Reykjavík. Sam- kvæmt könnuninni yrði Alþýðuflokk- urinn þó minnstur þeirra og fengi aðeins einn þingmann. Alþýðubanda- lag og Framsókn fengju tvo hvor og Sjálfstæðisflokkurinn sjö. Vegna skiptingar þingsæta úti á landi fengi Framsókn einum þing- manni fleira en atkvæðamagn segir til um en Alþýðuflokkurinn einu þingsæti minna. Mikil fjölgun þeirra sem nefna ekki flokk Að sjálfsögðu ber ekki að taka hinar nákvæmu prósentutölur sem hér eru gefnar upp um fylgi flokkanna of bók- staflega. 1 slíkri könnun gætir jafnan nokkurrar skekkju. Hún á að sýna í stórum dráttum hvernig landið liggur og hvaða sveiflur verða á fytgi flokka frá einum tíma til annars. Mestu skiptir þó að nærri helmingur þeirra sem spurðir voru svara ýmist „óákveðinn”, ,,vil ekki svara spurningunni” eða ,,kýs engan af flokkunum”. eða eitt- hvað í þeim dúr. Því liggur í augum uppi, að tiltölulega lítil hreyfing á þessum hópi í átt til einhvers flokkanna mundi breyta verulega niðurstöðum. Þessi hópur er nú miklu stærri cn hann var i könnun DB i marz. í marz voru samtals i honum 115 eða 38,3% allra sem spurðir voru. Nú eru í þessum hópi samtals 142 eða 47,3 af hundraði allra sem spurðir voru. Þetta sýnir að sjálfsögðu mjög aukna óánægju m'eð flokkana og eykur til mikilla muna vafann um niðurstöður. DB'sneri sér til 300 manna, 150 karla og 150 kvenna, með þessa spurningu eins og í fyrri könnunum. Helmingur fólksins var á höfuðborgarsvæðinu. -HH. r Athugasemdirfólks: „EG REYNI SJALFSTÆENSRjOKKINN” ,,Kýs ekki aftur yfir mig vinstri stjórn,” sagði karl á ísafirði. „Þeir eru allir eins, ætli ég reyni ekki Sjálf- stæðisflokkinn,” sagði kona í Kefla- vík. „Ég mundi kjósa Sjálfstæðis- flokkinn. Ég hef aldrei kosið hann áður, en ástandið er orðið alveg hrikalegt,” sagði kona í Vogum. Þetta eru nokkur dæmi um þá miklu hreyfingu sem er í átt til Sjálfstæðis- flokk sins. ,,Ég kaus Vilmund síðast, en það geri ég aldrei aftur. Hann hefur brugðizt öllum vonum og Alþýðu- flokkurinn spilað rassinn úr buxun- um. Ég hugsa, að ég kjósi Óla karl- inn,” sagði karl á Reykjavikur- svæðinu. Miklu fieiri en áður lýstu óánægju með alla flokkana. ,,Ég veit nú ekki hvað hægt er að kjósa nú orðið. Þetta virðist allt sömu fíflin. Ætli sé ekki bezt að kjósa ekki neitt,” sagði kona úti á landi. ,,Þeir eru allir eins. Það er maður búinn að sjá,” sagði karl á Reykjavikursvæðinu. „Búinn að missa trú á öllum flokkunum” sagði annar. ,,Við erum búin að prófa þá alla. Þeir eru allir jafnvon- lausir,” sagði kona í Sandgerði og kvaðst ekki mundu kjósa. „Þeir hafa engir staðið við loforðin,” sagði karl í Keflavík og kona í Kefiavík sagði: „Þeir leika alltaf sama leikinn, aftur og aftur.” „Þetta er allt skripa- leikur,” sagði kona á Hvolsvelli. „Hef ekki áhuga á núverandi flokk- um,” sagði karl á Ólafsfirði. „Engan flokk. Það virðist enginn geta stjórnað landinu,” sagði karl á Akra- nesi. Margir töluðu um að þeir mundu breyta til. „Eitt er víst að ég kýs ekki það sama og síðast. Það verður að breyta til,” sagði karl i Reykjavík. „Ég ætla ekki að kjósa sama flokk og síðast og refsa fiokknum með því. Það er óákveðið hvað ég vel i staðinn. Það mun líklega ráðast meira af mannvalinu," sagði karl i Reykjavík. „Óákveðinn. Kýs sjaldan sama flokk tvisvar i röð og er ekki trú- lofaður neinum flokki til eilífðar," sagði karl í Reykjavik. „Breyti örugglega til, þótt ég vilji ekki segja hvernig,” sagði karl í Reykjavík. Margir skutu því fram i leiðinni að stjórnin ætti að fara frá. „Hún þjónar engum tilgangi lengur,” sagði karl i Reykjavik. „Ætli maður kysi ekki Óla Jó og strikaði alla hina út,” sagði karl á Akureyri, þótt ekki sé hann í kjördæmi Ólafs, og flciri nefndu Ólaf til heilla.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.