Dagblaðið - 11.06.1979, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 11.06.1979, Blaðsíða 14
KL. 9—9 i Aflar ikraytingar unnar at tag- . ma»tnum. Na| kllutaM a.u.k. 6 kvöldla BIO\1t?ÁVLXIIH HAFNARSTRÆTI Slmi 12J17 SKYNDUWYNMR Vandaðar litmyndir i öll skírteini. bama&fjölskyldu- Ijðsmyndir AUSTURSTRÆTI 6 SIMI 12644 Bs FREEPORTKLÚBBURINN í TfUFMf HEfMSÓKNAR Systur Peggy og systur Mary Ann 14-22 júnL hefur verið ákveðið að bjóða þeim til hádegis- verðar að Hótel Valhöll, Þingvöllum strax eft- ir AA fund að morgni sunnudags 17. júní. Lagt veröur af stað frá AA-húsinu við Tjarnargötu strax að loknum fundinum og haldið beint á Þingvöll. Þeir sem hefðu áhuga á að borða með systrunum á Þingvöllum láti skrá sig f síma 82399 (Skrifstofa SÁÁ) fyrir miðviku- dagskvöld 13/679. Fremportklwbbvrlmm CROSS" „„ _ SINCE IB46 CROSS penninn hefur sannað yfirbur sína um allan heim. PENNAVIÐGERI Ingólfsstræti 2 Sími 13271 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 1979. Kvik myndir V? *?*xms****m*mm s&uí*--***^ Pinky Rose drekkur bjórínn sinn með tilþrifum meðan Millie horfir á. 3ÓGLEYMAN- LEGAR KONUR I— Listrænt yfirbragð og krefjandi ef nisþráður einkennir 3 konur semNýjabíósýnir Heiti: 3 Women Handrít og leikstjóm: Robert Attrran Kvikmyndun: Chuck Rosher Kfipping: Donnis HOI Tónlist: Gerald Busby Gerð í Bandaríkjunum 1977 Sýningarstaður Nýja Bfó Aðalhlutvork: SheHey DuvaH Sissy Spacek Janico Rulo Robort Fortier Fyrir þá sem þekkja lítið til leik- stjórans Robert Altmans hlýtur það að vera sérkennileg upplifun að sjá 3 KONUR. Sjaldan hafa verið settar fram í kvikmynd jafnmargar spurn- ingar án þess að gerð væri tilraun til að svara þeim. Áhorfandinn fær hvert vandamálið á fætur öðru til að glíma við með óteljandi úrlausnar- möguleikum. Allt er þetta sett fram í einni órófa heild, þ.e. handrit, kvik- myndun og tónlist. 3 KONUR virkar sem draumur enda tekst myndinni ótrúlega vel að rjúfa skilin milli hugarburðar og hverdagslegs raunveruleika. Altman notar fyrrihluta myndarinnar til að byggja upp tvær persónur, Millie og Pinky, sem eiga fátt sameiginlegl nema að vera báðar ættaðar frá Texas. Þær vinna á endurhæfingar- stöð fyrir aldraða og sjúka og leigja ibúð samán. Þær eru mjög ólíkir persónuleikar. Millie virkar sjálfs- iraust en er mjög einangruð og ein- mana bak við ytra y firborðið. Hún er glysgjörn og vill helst vera miðpunkt- ur alls. Pinky aftur á móti dáir Millie því hún er andstæða hennar, klaufsk, einföld, og vantar þennan veraldar- vaíia blæ sem Millie hefur. Endurfæðing Þriðja konan í myndinni er aftur á móti ekki eins áþreifanlegur persónu- leiki. Hún er listmálari og dundar við að skreyta sundlaugar jafnt sem steyptar flatir með myndum sínum sem minna mest á egypsk veggmál- verk. Myndefnið er yfirleitt af- myndaðar mannverur og dýr, samofin á ýmsa vegu. Raunar má segja að þessar myndir séu tengi- punktar Altmans. Altman gefur sér góðan tíma til að byggja upp þessar 3 persónur. Það er ekki fyrr en Pinky reynir að fyrirfara sér eftir rifrildi við Millie að myndin tekur óvænta stefnu. Fyrsta þætti er lokið. Þegar Pinky kemst til mcðvit- undar er hún orðin að allt öðrum felur sig á bak við. Listakonan Willy notar aftur á móti mest frumlitina. Sérstaklega er henni blái liturinn hug- leikinn, sem gæti lýst þunglyndi hennar, ásamt rauða litnum. Pinky aftur á móti sveiflast þarna á milli. í upphafi myndarinnar er hún t.d. í Ijósbleikum kjól sem undirstrikar sakleysi hennar og er í stil við litar- smekk Millie. Eftir þvi sem persónu- leiki hennar breytist færist litasmekk- ur hennar í áttina lil Willy sbr. klæðaburð hennar siðar í myndinni. Einnig segja myndir Willy löluvert um efnið. Myndir hennar í sundlaug- inni og á flötunum fyrir utan heimili hennar sýna allar fjórar manneskjur, þar af þrjár kvenkyns, sem eru i innbyrðis togstreitu. Þetta kemur allt heim og saman við konurnar þrjár en karlmaðurinn er eiginmaður Willy og kemureinnig löluvert viðsögu. Áhrif Bergman 3 KONUR er að mörgu leyti lík £inni af eldri mynd Altmans, Images, þ.e. draumkennd. Raunar eru draumar ekki nýtt kvikmyndaefni og hafa einmitt verið mjög hugleikið efni nteislara á borð við Bcrgntan, I ellini og Bunuel. Þvi cr ekki að neita að Altman virðist undir sterkum áhrifum frá Bergmán og eiga 3 KONUR og Persóna (eftir Bergman) ótrúlega margt sameiginlegt. - Af öðrum slikum myndum má nefna 8 1/2 (Fellini), The Discreet Charm og the Bourgeoisie (Bunuel) og síðast en ekki síst hin frábæra mynd Alain Resnais, Providence. Það er vert íhugunarefni hvers vegna draumar skipa svona stóran sess í myndum þessa meistara og þó sérlega hjá Bergman. Það er full ástæða að mæla með þessari mynd fyrir kvikmyndaáhuga- fólk. Þótt Altman svari fæstum af þeim spurningum sem hann setur fram, tekst honum að skapa einstæðan persónuleika á hvíta tjald- inu sem er Millie, en Shelley Duvall leikur hana. Fyrir þá sem finnst efnið of laust í reipum eða of óraunveru- legt, er auðvelt að gleyma sér við ljóðræna myndatöku og seiðmagn- aða tónlist Gerald Busby. En ef þú ert að leita þér að hasarmynd, þá skaltu fara eitthvað annað en í Nýja Bió. BaldurHialtason persónuleika — hún hefur endur- fæðst. Saklausa sveitastúlkan er horfin en þess í stað er komin sú veraldarvana. Persónuleikar stúlkn- anna riðlast og listakonan Willy verður skyndilega þungamiðja myndarinnar. Hún fæðir andvana barn (sem verður að skoðast í sam- hengi við endurfæðingu Pinky) og myndin sigur inn í þriðja og síðasta hlutann. Enn á ný eru persónuleikar kvennanna þriggja stokkaðir upp og í lok myndarinnar eru þær látnar tengjast saman i sátt og samlyndi líkt og þrenningin amma, móðir og dóttir. Dulin merking Eins og komið hefur fram er efnis- þráðurinn mjög draumkenndur og óraunverulegur enda má líkja mynd- inni við einn langan draum. Altman styrkir þó söguþráðinn með yfir- vegaðri myndatöku og klippingu. Auk þess setur hann inn i atburðar- rásina margskonar ábendingar fyrir áhorfandann til að auðvelda honum að tengja saman hina þrjá þætti myndarinnar. Gott dæmi um þetta er hvernig Altman notar litina til að lýsa persónuleika kvennanna og sálrænu ástandi þeirra. Millie heldur upp á gulan iit eins og sést á klæöaburði hennar og íbúð og er hann táknrænn fyrir það glaðværa yFtrbragð sem hún

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.