Dagblaðið - 11.06.1979, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 11.06.1979, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 1979. 13 ræfildómurinn og óréttlætið sé stundum yfirþyrmandi. Svo kom Guðbjartsmálið. Það var stórt og ljótt mál sem víða tengdist og hefur verið að þvælast víða í kerfinu. Ég geri ráð fyrir að þú hafir verið búinn að fá nóg af málum sem engu var líkara en væru kerfisbundið látin daga uppi. Samt gerðirðu auðvitað slæm mistök. Sóknin eftir réttlæti má ekki þola lögbrot, þó í réttlætistil- gangi sé. Þú tókst áhættu og kerfið gómaði þig. Þá verður það víst svo að vera. Lykill að hugmyndafræði Kosningar Svo komu kosningar. Þrátt fyrir allt urðu úrslit þau að umbótaskriðan vann stærri sigur en dæmi eru til um í sögu lýðveldisins. Gamla kerfið skítlá. Ástæður voru auðvitað margar og flóknar og snerta auðvitað fleiri þætti þjóðlífsins en þá sem hér eru gerðir að umræðuefni. Þegar rikisstjórnin var mynduð i lok ágúst vildi ég að nýja kerfið fengi embætti dómsmálaráðherra, taldi það rökræna og siðræna niðurstöðu kosninganna og auk þess skyldu við „Við höfum báðir farið í taugarnar á kerfínu. Kerfið hefur náð fram hálfri hefnd sinni, frestað þróuninni en ekki stöðvað hana.....” • „Hinu spái ég að sá dagur komi að fjár- málaævintýri Guðbjarts Pálssonar verði Iögð á borðið. 55 okkar verður að vera sá að hlýða lög- um, í efnahagsmálum sem og í al- rnennum dómsmálum, hversu sem okkur kann að mislíka þessi sömu lög eða þykja þau óbærileg. Annað er ávísun á villimennsku sem ekki verður séð fyrir endann á. Þú vilt auðvitað vera sjálfum þér sam- kvæmur og sitja þína 9 mánuði i tugt- húsi. Vont þykir mér að sameiginlegir andstæðingar okkar glöddust óstjórnlega. Fyrir þá var þetta sæt hefnd, þó svo aldrei hafi verið neitt samsæri. Það var þægileg tilviljun fyrir kerfið að upp um þig komst skömmu fyrir kosningar. Það var engu líkara en sókn þjóðarinnar í heiðarlegt réttarkerfi væri stöðvuð um sinn. Ég 'var mikið spurður um þetta á kosningafundum. Nú jæja, sagði fólkið, reyndist vinur þinn þá vera hreinræktaður skúrkur? Og hvað þá með öll gömlu málin, voru þau ekki svona lika? Ekki óeðlilega spurt. Ég var í kosningabaráttu í 4 mánuði fyrir kosningar. Fram að 28. maí, sveitarstjórnarkosningum, ferðaðist ég með félögum mínum um landið til þess að flytja áróður. Eftir sveitarstjórnarkosningar einbeitti ég mér að mínu eigin kjördæmi, Reykjavík, svo sem eðlilegt má teljast. Frá þessu gerði ég þó eina undantekningu. Ég fór á stóran kosningafund í Vogum 3. júni. Vogar eru þín heimabyggð, þar sem þú átt mikið af skyldfólki og vinum. Ég þóttist vita hvað fólk vildi spyrja um. Fyrst var spjallað um þessi venjulegu mál. Á miðjum fundi var spurt: Hvað finnst Vilmundi um mál Hauks Guðmundssonar? Það hefði mátt heyra saumnál detta. Ég sagði efnis- lega: Það má ekki brjóta lög í þvi skyni að vinna samfélaginu gagn. Slík regla getur aldrei gengið upp. En hinu spái ég að sá dagur komi að fjár- málaævintýri Guðbjarts Pálssonar verði lögð á borðið. Og þann dag er ég viss um að æra Hauks Guðmunds- sonar þyki nokkurs virði. Undirtekt- irnar í salnum yljuðu mér. skoðanasystkini til margra ára. Þetta gerðist ekki. Gamla kerfið hélt því embætti. Þá hef ég verið næst því að fara á taugum, láta yfirvegaða hug- myndafræði lönd og leið, í hasar undangenginna ára. Þetta voru auð- vitað svik við niðurstöður kosning- anna. En því miður, þingflokkur Alþýðuflokksins var ekki að mínu mati nægilega stórhuga á þeim tíma fyrir hönd hins nýja kerfis. Stjórnarmyndun á lokastigi gengur þannig fyrir sig að þingflokkar sitja á fundum en foringjar ganga á milli og bera skilaboð. Benedikt okkar krat- anna kom með þau skilaboð að hann hefði lagt þunga áherzlu á það við Ólaf og Lúðvík að það væri krafa okkar og í samræmi við kosninga- úrslit að við tækjum dómsmálin. Ólafur og Lúðvík sögðu jú en lögðu á það mjög þunga áherzlu að i slíkt embætti yrði að veljast löglærður maður!! Mér þótti ekki mikið koma til samningastyrkleika okkar manna en kaus að halda mér saman þar sem málið var mér nokkuð augljóslega skylt! Næst gerðist það að þau skila- boð komu frá Ólafi Jóhannessyni að þingflokkur Framsóknarflokksins harðneitaði að Alþýðuflokkurinn fengi þetta embætti. Okkar þing- flokkur svaraði með þvi að segja að við legðum mikla áherzlu á þetta embætti, en gerðum það þó ekki að úrslitaatriði. Vond samninga- mennska það. Allt um það. Daginn eftir las ég i blöðunum að embættið hefði hreppt Steingrímur Hermanns- son, rafmagnsverkfræðingur. Þeir hafa sennilega ætlað sér að koma upp rafmagnsstólum á íslandi — og afgangsorkuna mætti þá nota til þess -að sjóða niður grænar baunir. Þingið, rannsóknarnefndir, eftir- litsstörf og ný vinnubrögð eru minn starfsvettvangur. Þar held ég að nokkuð hafi áunnizt. Eigi að síður er kerfið hjá okkur þannig að það eru svo óljós mörk á milli framkvæmda- valds annars vegar og löggjafarvalds hins vegar að mér er enn ekki til hlítar ljóst hvernig nákvæmlega hefði verið rétt að málum staðið á þessum tíma. Eigi að síður var ég djúplega reiður fyrir eigin hönd, þína og annarra samherja og áhugamanna um þessi efni. En það þýðir ekki að láta það á sig fá. Þróunin hafði verið tafin — ekki stöðvuð. Benedikt er mikið ljúf- menni og honum sárnaði fyrir hönd sameiginlegs málstaðar okkar. Hann spurði mig hvort það væri lausn í stöðunni að ég tæki að mér embætti menntamálaráðherra en á lokaspretti samningaviðræðnanna var óuppgert hvorir fengju menntamál og hvorir heilbrigðismál, við og kommarnir. Það fauk í mig. Ég sagði honum að ég væri hingað kominn til þess að breyta þjóðfélaginu og ekki til þess að verða kontóristi uppi á Hverfis- götu. Hrokafullt svar — en mér var mikil alvara. Hvert barn sá auðvitað á þessum tíma að þessi stjórn ófædd sigldi hraðbyri í efnahagslega vit- leysu. Það var þvi lykillinn eða ekkert. Nú skulum við rétt líta á hið efna- hagslega samhengi. Við höfðum ævinlega sagt að við íslenzkar aðstæður, eftir áratugsverðbólguvit- leysu, væri ógerlegt að hafa styrka stjórn á efnahagsmálum, þar með töldum launa- og kjaramálum, nema ganga fyrst í skrokk á neðanjarðar- hagkerfinu. Þetta neðanjarðarhag- kerfi blasir við hverju barni sem til að mynda ekur um götur Reykjavíkur. Þar blasa við byggingar, t.d. ibúðar- hús, en þegar grannt er skoðað blasir einnig við hróplegt misræmi á milli lífsstíls annars vegar og uppgefinna tekna hins vegar. Þetta eru lykil- atriði. Það sem ríkisstjóm, sem hefði verið fulltrúi fyrir hið nýja kerfi, hefði átt að gera var að ganga með þeim hætti í skrokk á neðanjarðar- hagkerfinu að fólkið i landinu treysti því að verið væri að vinna vel þó svo þessi mál verði aldrei leyst til hlítar. En þetta hefur ekki verið gert og enda ræður gamla kerfið í miklu ríkari mæli en kosningaúrslitin sögðu til -um. Það hefur ekki verið hreyft við neðanjarðarhagkerfinu. Það hefur til að mynda ekki verið settur upp sérstakur skattsvikadómstóll svo 'ein tæknileg lausn sé nefnd til. Þvert á móti hefur þetta kerfi verið látið óárétt og það þýðir einfaldlega að þegar mörgum mánuðum seinna á að fara að reyna að skipa launamálum einum með lögum þá segir fólkið nei. Jafnvel svo að fjölmennur fundur lýsir því yfir að hann muni ekki hlýða lögum sem auðvitað er högg beint i andlitið á siðmenningunni. Hitt verðum við að skilja að það að ætla Kjallarinn VilmundurGylfason að skipa þeim launum, sem eru ofan- jarðar vegna þess að lögin í landinu ná ekki til annarra tekna met iögum, er eins og að ætla sér að strjúka yfir- borðið á Atlantshafinu og halda að með því verði öldurnar lægðar. Fólkið í landinu veit hvað um annað. Samfélagið er þrátt fyrir allt svo lítið að neðanjarðarhagkerfið, til að mynda skattsvikin, fara ekki leynt. Þess vegna blasir nú við okkur ógæfa. En þetta hefði mátt leysa í haust og kosningaúrslitin voru raun- ar krafa þar um. — en nú eru samt að koma ný spil á hendinga. Skuldfærð skýring Mér finnst ég skulda þér þessa skýringu. Eftirleikinn þekkir þú. Það er auðvitað vond staða að eiga að heita stuðningsmaður rikisstjórnar, greiða a.m.k. atkvæði með henni þegar sliks gerist þörf og um slikt hefur verið gert samkomulag, en hafa til að mynda slíkan lykilmálaflokk í höndunum á óvininum, sem auk þess koltapaði í kosningum. En við gefumst ekki upp. Nú um sinn verð ég áfram þingmaður, hversu lengi sem það stendur, en þú tugthúslimur. Málstaðurinn er samt sá sami —stigsmunur og ekki eðlis á aðferðum og jafnvel vinnubrögðum. Hins vegar hefur það ekki verið minn stæll að vera þingmaður upp á þau býti, að halda ræður milli 2 og 4, fara svo í kokkteilboð milli 5 og 7 og taka í spaðana á yfirstéttinni og sitja svo á kvöldin og skoða naflann á sjálfum mér. Það geta aðrir gert. Áhuginn er sá sami, málefnið er til staðar, en sumt hefur tekizt síður, gengið hægar en ég hefði kosið. Þá er komið að samsærinu fyrir ópnum tjöldum. Það er ekki flókið og heldur ekki merkilegt. En ég er löggjafi i landinu, 1 af 60, þú tugt- húslimur. Og auðvitað heimsæki ég þig í tugthúsið svo oft sem þú kýst. Ég á bækur og eitt og annað sem þú kynnir að hafa áhuga á að fá til láns til þess að stytta þér stundir. Með þvi vil ég undirstrika að sa-.iúð min er með þínum málstað — hinir, sem dæma þig og fagna fjálglega, væru i góðum rétti ef þeir hefðu staðið sig vel undanfarin ár. En það hafa þeir ekki gert. Foringi gengisins hefur meira að segja verið dæmdur líka. gleymdu því ekki; dæmdur fyrir það að kalla okkur, meðal annarra, glæpamenn. Hans eigið dómskerfi tók ekki undir rneð honum. BILLINN 75 ÁR Á ÍSLANDI SÝNING FORNBÍLAKLÚBBSINS LAUGARDALSHÖLL 16.-24.JÚNÍ ✓ Tvö verka Jóhanns G. Jóhannssonar á sýningunni i Hamragörðum. DB-mynd Árni Páll. jafnvel á austurlenska hugleiðslulist. Hugur Jóhanns leitar sem sagt enn í margar áttir og um sinn verðum við að bíða eftir þvi að allir þeir þræðir verði snúnir saman í einn magnaðan vef. í tilefni þess að 20. júní 1979 eru liðin 75 ár frá komu bílsins til íslands efnir Fornbílaklúbbur íslands til fjölbreyttrar sýningar í Laugardals- höllinni, sem standa mun frá 16. til 24. júní 1979. Afmælisrit, sem jafnframt er sýningarskrá, verður selt á sýningunni. í ritinu verður m.a. grein um fyrstu bílana á Islandi eftir Þór Magnús- son, þjóðminjavörð, og mikill fjöldi gamalla mynda af bílum. Á SÝNINGUNNI VERÐA: ★ ÓUPPGERÐIR GAMLIR BÍLAR ★ GAMLIR BÍLAR; SEM VERIÐ ER AÐ GERA UPP ★ BREYTTIR (MIXAÐIR) GAMLIR BÍLAR ★ ÞRÓUNARSAGA BÍLA - ALLT FRÁ ELSTA BÍL LAND- SINS, T-FORD 1917 TIL NÝJUSTU BÍLA ★ GÖMUL MÓTORHJÓL OG REIÐHJÓL ★ MIKILL FJÖLDI MYNDA - ALLT FRÁ FYRSTU ÁRUM BÍLSINS Á ÍSLANDI ★ ÝMSIR MUNIR TENGDIR BÍLUM - GAMLAR VÉLAR - HJÓL - MÆLABORÐ Komið og sjáið merkilega gamla bíla: Dixie Flyer 1919, Cord 1937, Austin 7 1937, Buick 1947 og allra nýjustu bílana: Mazda RX7 sport- bil 1979, Chevrolet Citation 1979. Sýningin verður opnuð kl. 14 laugardaginn 16. júní. 17. júní verður hún opin frá kl. 14-22.30, virka daga frá 17-22.30, laugardag 23. júní og sunnudag 24. júní frá kl. 14-22.30. Miðvikudaginn 20. júní verður sýningin opin frá kl. 19-22.30. FORNBÍLAKLÚBBUR ÍSLANDS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.