Dagblaðið - 11.06.1979, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 11.06.1979, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 1979. Þessi hvalur strandaði við strönd Bandarikjanna, nánar tiltekið i New Jersey. Ekki voru honum þó allar bjargir bannaðar þar sem hvalavinir fluttu hann á börum til Atlantic City þar sem hann á að vera i sundlaug einni þar til hann hefur jafnað sig. Luxemborg: Gaston Thom bíðurósigur stjórnarflokka til að hafa þingmeiri- hluta. Gaston Thorn mun taka sæti á hinu nýkjörna Evrópuþingi en hann hefur verið nefndur sem hugsanlegur forseti ráðs Efnahagsbandalags- ríkjanna eða framkvæmdastjóri Atiantshafsbandalagsins. Verslunargreinar Viljum ráða kennara til að annast kennslu verslunar- og hagfræðigreina við Gagnfræðaskólann og fram- haldsskólann á Sauðárkróki. Frekari upplýsingar veitir skólastjórinn, Friðrik Margeirsson, í síma 95—5219 eða formaður skóla- nefndar, Jón Ásbergsson, í síma 95—5600/5544. Skólanefndin á Sauöárkróki. TisöluVW Til sölu nokkrir VW1200 L ár- gerö 1974. Upplýsingar í síma 22022. Erlendar fréttir Talið er víst að Gaston Thorn for- sætisráðherra Luxemborgar muni í dag segja af sér embætti eftir að úrslit þingkosninga í landinu verða að fullu Ijós. Sigurvegarar þeirra er hin ihaldssami flokkur kristilegra sósíalista. Samstarfsflokkur Frjáls- lynda flokks Gaston Thorn, Sósíalist- ar, töpuðu þrem þingsætum og þar með hefur stjórn hans ekki lengur meirihluta á þingi. Kristilegir sósíalistar bættu við sig sex þingsætum og búizt er við því, að Pierre Werner foringja þeirra verði falið að reyna myndun nýrrar ríkis- stjórnar en til þess verður hann að leita til annars hvors núverandi Hús til sölu Borgarsjóður Reykjavíkur auglýsir eftir tilboðum í húsið að Hverfis- götu 40. Húsið, sem er timburhús, skal flutt af núverandi grunni sínum fyrir 1. september nk. á lóðina nr. 36 við Bergstaðastræti, er borgarsjóður mun úthluta undir húsið með venjulegum leigulóðarkjörum. Teikningar af húsinu ásamt undirstöðum þess á hinni nýju lóð skal leggja fyrir byggingarnefnd með venjulegum hætti. Kaupandi skal kosta flutning hússins að öllu leyti, líka gerð á undir- stöðum og aðrar framkvæmdir að Bergstaöastræti 36 og skal hann greiða gatnagerðargjald skv. gjaldflokki einbýlishúsa fyrir nýju lóðina. Nánari upplýsingar um húsið veitir Teitur Finnbogason hjá Félags- málastofnun Réykjavíkurborgar, Tjarnargötu 11, simi 18800. Tilboð, sem miðist við greiðslu kaupverðs að fullu fyrir 1. september nk. skal skila til skrifstofu fjármáladeildar, Austurstræti 16, fyrir kl. 15, fimmtudaginn 21. júní nk. Borgarstjórínn i Reykjavík. 7. júni 1979. Bandaríkin: ALLAR RISAÞOT- UR KANNAÐAR —flugmálayfirvöld fyrirskipa að kanna skuli hreyfilfestingar þeirraallra FlugmálayFirvöld í Bandaríkjunum fyrirskipuðu í gærkvöld að allar risa- þotur í eigu þarlendra aðila yrðu kannaðar sérstaklega. Er hér enn um að ræða afleiðingar flugslyssins mikla við Chicago á dögunum þegar þar fórst DC-10 þota og með henni 273 menn. Hafa allar slikar vélar verið stöðvaðar um sinn á meðan rannsókn fer fram á öryggisútbúnaði þeirra. Nú hefur verið ákveðið að allar risaþotur verði kannaðar og þá sér- staklega hreyfilfestingar við vængi. Þoturnar sem um er að ræða eru Boeing 747, Lockheed-111 og A-300 sem einnig hefur verið nefnd flug- strætóinn. Tekið er fram að ekki eigi að banna flug með þotum af þessum gerðum. Hér sé aðeins um öryggis- ráðstöfun að ræða og eigi að kanna þotumar við fyrsta tækifæri. Flug með DC-10 þotum hefur enn ekki verið leyft í Bandaríkjunum. Mikillar óánægju gætir vegna þessarar ráðstöfunar meðal tals- manna flugfélaga, sem reka slikar þot ur. Evrópukosningar: MIÓTT A MUNUM MILU ÍHALDSINS OGKRATA Svo virtist í morgun að íhalds- menn og jafnaðarmenn yrðu nær hnífjafnir á hinu nýja Evrópuþingi sem kosið var til um helgina. Verið er að telja atkvæði víðs vegar i ríkjum Efnahagsbandalagsins. Þó eru taldar nokkrar líkur á því að jafnaðarmenn fengju örlitlu fleiri fulltrúa á þinginu. Samkvæmt heimildum í Brussel í nótt var kosningaþátttaka um það bil t immtíu af hundraði að meðaltali á þeim svæðum, sem búið var að telja atkvæði í. Þing Efnahagsbandalagsins ér ekki valdamikil stofnun en hefur verið við lýði í tuttugu og tvö ár. Hingað til hafa þjóðþing viðkomandi landa séð um að velja fulltrúa til setu þar en þeir eru 198 samtals. Val þingfulltrúa fór nú i fyrsta skipti fram með beinum kosningum kjósenda viðkomandi ríkja. Fyrir- fram virtist áhugi fólks fyrir kosningunum ekki vera mjög mikill, en samkvæmt fregnum kusu nokkru fleiri en búizt hafði verið við. Jafnaðarmenn nnta rauðu nellikuna sem sitt tákn vfðar en á Is'andi. Á myndinni sjást þrír þekktir flokksmenn á útifundi i Farisí tilefni kosningannatil Evrópuþingsins. Lengst til vinstrí crVistur Þjóðverjinn Willy Brandt fyrrum kanslari og borgar- stjóri i Vestur-Berlín Mitterand hinn franski er i miðið en við hlið hans er gríska leikkonan Melina Mercuri. Hefur hún æ meir snúið sér að stjórnmálum hin síðari ár og er nú þingmaður í heimalandi sínu. GAFST UPP VK) ÞMDJU T1LRAUN —Stella Taylor varð enn einu sinni að hætta við að reyna að synda fra Bahamaeyjum til Bandaríkjanna Slæmt veður og þungur sjór olli því í gær að Stella Taylor sundkona varð enn einu sinni að gefast upp við tilraun sína til að verða fyrsta mann- eskjan til að synda frá Bahamaeyjum til Bandaríkjanna. Var hún í þriðju ferð sinni, sem tók nærri því tuttugu klukkustundir, en hún hafði reiknað með að synda i um það bil fjörutíu klukkustundir hina áttatíu mílna leið. Að þessu sinni komst hún þó ekki nema 22 mílur á nítján og hálfum klukkutíma. Ljóst var að ef hún ætlaði að ná markinu yrði hún að vera í sjónum tvo daga í viðbót og var það meira en þjálfari hennar taldi mögulegt. Stella Taylor sagði að sjóirnir hefðu valdið miklum erfiðleikum. öldumar urðu þriggja metra háar og ollu henni miklum sársauka, bæði í handleggjum og hálsi. Sagði sundkonan að hún hefði aldrei kynnzt öðrum eins kvölum og við sundið. Ekki sagði hún neitt um hvort ætlunin væri að gera fjórðu til- raunina eða láta hér við sitja.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.