Dagblaðið - 11.06.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 11.06.1979, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 1979. Skammastu þín aö fara svona ineð kartöflumar Hann er heldur skömmustulegur, hesturinn á myndinni, enda fær hann það óþvegið frá Sigurði vörzlumanni borgarinnar. Hrossið fór ásamt nokkrum öðrum hörðum hófum um kartöflugarða Keykvíkinga í Gufuneslandi á laugar- daginn og skemmdi þá illa, át útsæðið og sparkaði allt út eins og glöggt má sja af myndinni. Hestana á Þorgeir i Gufunesi, en þeir sluppu út úr lélegri girðingu — og fór svo, að eigendur garðanna tóku nokkra hesta ,,til fanga” og kölluðu á lögreglu. Málalok urðu þau, að Þorgeir hóf viðgerð á hestagirðingunni og lofaði að láta þetta aldrei koma fyrir aftur. -ÓV/DB-mynd: Sv. Þorm. ENNREYNTAD SETJAHBMSMET — á Kjarvalsstöðum um helgina Tjöldin sem komið var upp á Miklatúni um helgina í tilefni samkomu „Lffs og iands”. Veðrið bauð ekki upp á að hátiðin tækist sem best. Á litlu myndinni er Einar Þor- steinsson-með „kassakúluna”. DB-myndir: Árni Páll. Samtökin „Líf og Iand” efndu til samkomu i og við Kjarvalsstaði um helgina, laugardag og sunnudag. En eins og svo oft áður gaf ekki gott veður til útihátíðahalda, svo menn urðu að halda sig innan dyra að mestu. Sótti nokkur fjöldi manns samkomuna, og boðið var upp á kaffi og með því í breyttu fyrirkomulagi á kaffistofu Kjarvalsstaða, þar sem nú hefur verið tekin upp sjálfsafgreiðsla. Einar Þorsteinn Ásgeirsson arkitekt hafði yfirumsjón með „kassakúlu- limingu”, en samkomugestir gátu gert sér það til dundurs að Iíma saman „kassakúlu” en síðan átti að safna þeim öllum saman og mynda úr þeim eina stærðarinnar kúlu og ná heims- meti. Á siðan að skrá heimsmetið í heimsmetabók Guinnes, en sem kunnugt er, er það orðin einhver mesti metnaður íslensku þjóðarinnar að setja met sem skrásetningarhæft er í bókaút- gáfu þessa velþekkta bjórgerðarfyrir- tækis. Tjöldunum frá útimarkaðnum á Lækjartorgi var komið fyrir skammt frá Kjarvalsstöðum og fór þar fram sala á þvi sem samkomugestir höfðu haft meðferðis, allskyns dóti. Einnig voru sett upp önnur stærðarinnar sam- komutjöld þar sem seld voru blóm. En veðrið skemmdi mjög fyrir skemmtun- inni sem ella hefði verið tilvalin sunnu- dagsskemmtun fyrir fjölskylduna. -BH. sem ciá má var komið fvrir fjölda gáma á hátíðasvæðinu sem n< a->ir voru rir s i.'jöld. DB-mynd: Arni Páll. Issala úr gámum — á rígningaiiegum sjómannadegi Það viðraði eins og alltaf viðrar á útihátíðahöldum á íslandi. Hvassviðri, rigning og kuldi hrjáði samkomugesti sem fögnuðu sjómannadeginum á sam- komu sjómannadagsráðs í Nauthóls- víkinni á sunnudag. Nokkur fjöldi manna lét sig þó hafa það að sækja hátíðahöldin þrátt fyrir veðrið og var stöðugur straumur bif- rei " x suður í Nauthólsvík. Má segja að sa» xoman hafi verið nokkurs konar „generalprufa” á sautjánda júní um næstu helgi. í stað sölutjalda eins og í miðbænum á sautjándanum var í Naut- hólsvíkinni búið að koma fyrir gámum frá Eimskipi og þar fór fram sala á hressingum fyrir samkomugesti. Skemmtiatriði voru með hefðbundnum hætti. Skemmtun var á palli fyrir börnin þar sem trúðar og aðrir tróðu upp . Úti á voginum sigldu um seglbátar af öllum stærðum og gerðum. Kappróður var háður milli áhafna á kaupskipum og sigraði þar sveit Brúar- foss. Einnig kepptu stúlkur úr fiskiðju- veri BÚR við stallsystur sínar úr frystihúsi ísbjarnarins. Ávö p voru flutt og lauk dag- skránm ' Nauthólsvíkinni síðdegis. •BH. Síðasta hvalvertíðin að hefjast? — hvalbátamir sigla á miðin Hvalbátarnir spýttu kolsvörtu úr reykháfum sínum þegar þeir voru ræstir á sunnudag. Hvalvertíðin var að hefjast og bátarnir fjórir að halda á miðin. En hvalbátarnir verða ekki einir á miður im að þessu sinni, fremur en í fyrra. Greenpeace” náttúruverndar- samtókii' munu fylgja hvalbátunum á miðin á skipi sínu „Rainbow Warrior”. Er að því kemur að einhver hvalbátanna ætli að fara að skjóta hval munu „Greenpeace” menn skjóta út léttum bátum og hindra þar með að hvalurinn verði drepinn. Rannsóknir á hvölum eru enn mjög takmarkaðar svo enginn veit hvort óhætt er að veiða þann fjölda sem hvalbátar Hvals hf. eiga eftir að veiða í sumar. Gæti því svo farið að þessi vertíð verði allt eins sú síðasta, næsta sumar verði eng- inn hvalur eftir til að veiða. Hvalvertiðin stendur aðeins há- sumarið, lýkur í haust og er bátunmn lagt í Reykjavikurhöfn yfii wrar- mánuðina. -BH. (DB-mynd Arni P4II) Stokkið um borð I hvalbátana i upphaft vertíðar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.