Dagblaðið - 11.06.1979, Blaðsíða 35

Dagblaðið - 11.06.1979, Blaðsíða 35
DAGBLAÐIC MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 1979. £ Utvarp Sjónvarp D HJÓNABAND - sjónvarp kl. 21,35: Eiginmaðurinn ástfanginn fram hjá Hjónaband nefnist norskt sjón- varpsleikrit sem sýnt verður í kvöld kl. 21.35, byggt á smásögunni Knut Tand- berg eftir Amalie Skram. Amalie Skram er vel þekktur höfundur og hefur sjónvarpið áður sýnt verk eftir hana. Má þar nefna leikritið um Elsu Kant en það leikrit vakti mikla athygli hér er það var sýnt. Handrit að leiknum gerðu Erna Ofstad og Eli Ryg sem jafnframt leikstýrði. Aðalhlutverk leika þau Marit Grönhaug og Jan Haarstad. Leikritið fjallar um hjónaband, eins og nafnið bendir til, þeirra Knúts og Birgittu Tandbergs. Birgitta málar i frístundum sínum en Knútur spilar á píanó. Þau hafa engan áhuga á störfum hvors annars en kjósa að fara eigin leiðir. Knútur er mikið upp á kvenhöndina en sjaldnast er nokkur alvara að baki ástarævintýra hans. Þó kemur að því ELÍN ALBERTS DÓTTIR 35 rv GLUGGASMIDI Tek að mór smíði á öllum g/uggum i hús yðar og sva/ahurðum. Fast tilboð. Vönduð vinna og fullkomnustu vólar sem völ er á til gluggasmíði. Upplýsingar í síma 11253kl. 9—12f.h.og eftir kl. 18. NES-GLUGGAR örn Felixson, [._____ Llndarbraut 19, Seltjarnamesl. 'Á Marit Grönhaug og Kaare Kroppen. að hann verður alvarlega ástfanginn. Lýsir leikritið siðan hvernig þau hjón ganga frá sínum málum. Þetta leikrit er bæði vel Ieikið og vel gert, að sögn þýðanda, svo óhætt ætti að vera að mæla með þvi. Dóra Hafsteinsdóttir er þýðandi en myndin er um klukkustundar löng. MORGUNSTUND BARNANNA - útvarp í fyrramálið kl. 9,05: HÖLUN BAK VID HAMRANA — eftir Armann Kr. Einarsson í morgun byrjaði Ármann Kr. Einarsson lestur á ævintýri sínu, Höllin bak við hamrana, i Morgunstund barnanna kl. 9.05. Ármann samdi þetta ævintýri sitt fyrir 40 áruni og varð það strax vinsælt enda seldist það uppl Það verður þó endurútgefið í fyrsta bindi ritsafns Ármanns sem kemur út á næstunni. „Það má segja að ævintýrið sé i þjóðlegum stil, temað i því er bragð á milli góðs og ills og auðvitað ber það góða hærri hlut eins og í sönnum ævintýrum,” sagði Ármann. Ævintýrið fjallar um leiksystkin sem verða ósátt. Drengurinn yfirgefur bæinn i reiði sinni og villist inn á öræfi. Þar hittir hann fyrir tröllkarl einn sem tekur hann til fanga. Tröllkarlinn á töfragler svo drengur getur ekki strokið frá honum. Þó kemur að þvi að drengurinn nær glerinu og kemst burt. Þá lendir hann í álfabyggð, þar sem álfakonungurinn er nýdáinn. Hann er gerður að álfakóngi og giftist álfa- prinsessu. Þó er hugur hans alltaf hjá mönnunum og hann er ekki ánægður fyrr en hann er kominn í mannheim á ný. Ármann sagðist vita til að þetta ævintýri væri'vinsælt hjá börnum og væri mikið lesið á skólabókasöfnun. „Ævintýri örva hugmyndaflug Ármann Kr. Einarsson mun í fvrramálið og næstu morgna iesa 40 ára gamalt ævintýri sitt. krakka og eru þroskandi fyrir þá,” sagði Ármann, ,,og auðgar þeirra hug- arheim, þeir fá eitthvað til að hugsa um.” DB-mynd Sv. Þ. Ármann heldur áfram að lesa sögu sína i fyrramálið kl. 9.05 og næstu morgna. -ELA. Tækniþjónusta á sviði plastiðnaðar Jorolov Holten, ráðgjafi við Tæknistofnun ríkisins í Osló, heldur erindi um tækniþjónustu við plastiðnað í Noregi í Iðntæknistofnun íslands, Skipholti 37, Reykjavík, miðvikudaginn 13. júní nk. kl. 17.00. Stjórnendum og tæknimönnum plastiðnaðarfyrirtækja er sérstaklega boðið að hlýða á ráðgjafann. Iðntæknistofnun íslands. FJÖLBREYTT ÚRVAL AF KÚPLUM HEIMTUGIR í ELDHÚS, BÖÐ, GANGA OG ALLS STAÐAR ÞAR SEM GÖÐRAR LÝSINGAR ER ÞÖRF HAGSTÆTT VERÐ PÓSTSENDUM LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL LJÓS & ORKA Suðurlandsbraut 12 sími 844 88 PERMANENT KLIPPINGAR BARNAKLIPPINGAR LAGNINGAR BLÁSTRAR LITANIR GERUM GÖTI EYRU SÍMI24596 RAGNHILDUR BJARNADÓTTIR HJÖRDlS STURLAUGSDÓTTIR frfálst, úháð dagblað M0TTAKA SMÁAUGLÝSINGA í SUMAR MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA KL. 9-22 LAUGARDAGA KL 9-14. SUNNUDAGA KL18-22.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.