Dagblaðið - 02.07.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 02.07.1979, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 1979. DB á neytendamarkaði BUNAÐURFOT- BOLTAUÐSINS FERÍMILUÓN Þrátt fyrir að árangur íslenzka landsliðsins í knattspyrnu hafi ekki verið eins og bezt verður á kosið í sumar þá er ekki fjarri lagi að halda þvi fram að áhugi á knattspyrnu hafi aldrei verið meiri en einmitt núna. A.m.k. hafa þátttakendur í íslands- mótinu í knattspyrnu aldrei verið fleiri en nú. íþróttafréttaritari Dag- blaðsins segir þeim er þetta ritar að nú taki 60 félög þátt í fslandsmótinu. Mörg þeirra senda lið í 6-flokkum og sum þeirra hafa á að skipa A- og B- liðum í hverjum flokki. Svo aftur sé vitnað í íþróttafréttaritara DB þá taldi hann að nálægt 100 manns æfðu að jafnaði með hverju því félagi sem tekur þátt í fslandsmótinu. Þar ættu því að vera komnir 6000 þátt- takendur. Eru þá ótalin þau fjöl- mörgu firmalið sem æfa knattspyrnu að staðaldri, einnig skólalið og ýmis drengjafélög. Það má ljóst vera af upptalningu þessari að mikill markaður ætti að vera fyrir íþróttafatnað hér á landi. Hér hefur aðeins verið talað um knattspyrnu en allir vita að fjölmarg- ar aðrar íþróttir eru stundaðar hér á landi. Þar gildir alveg það sama. Þátttakendurnir þurfa á sínum íþróttaklæðnaði að halda. En í dag ætlar Dagblaðið að halda sig við knattspyrnufatnaðinn. Blaðið hafði samband við eina af þeim 16 sport- vöruverzlunum í Reykjavik sem eru gefnar upp í simaskránni til að kanna hvað iþróttabúningar á eitt knatt- spyrnulið kosta, Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar og spurðist fyrir um verð á þeim fatnaði er knatt- spyrnulið þarf á að halda. Við könnuðum verð á knattspyrnuskóm, buxum, peysum, sokkum, æfinga- göllum og íþróttatöskum. Verðið er talsvert mismunandi á hverri vöru og fer það hér á eftir. Miðað er við fatnaðá fullorðna: Knattspyrnuskór 6.040 — 23.000 kr. Stuttbuxur 2.070— 5.700 kr. Skyrtur 3.120— 4.400 kr. Sokkar 1.025— 1.400kr. Æfingagallar íþróttatöskur 10.450 —30.000 kr. 3.895 — 15.495 kr. Samtals 26.580 — 79.995 kr. Munurinn er geysilega mikill eftir þvi hvort ódýrasta varan er tekin eða sú dýrasta. Á hvern einstakling munar það yfir 50 þúsund krónum eins og taflan hér að ofan sýnir. Mjög algengt er að keypt sé á heilt lið í einu og er þá gefinn magnafsláttur 10— 15% eftir atvikum. Ef við reiknum með að ódýrasta varan sé valin í öllum tilvikum og reiknum með 26 mönnum í liði, þ.e. varamenn taldir með, þá kostar útbúnaðurinn fyrir eitt knattspyrnulið 425.580 kr.Efvið reiknum með að liðið fái 15% afslátt þá verður upphæðin 361.743 krónur. Ef dýrasta varan er hins vegar tekin í öllum tilfellum þá verður upphæðin talsvert hærri eða 1.279.920 krónur, og ef við reiknum með 15% afslætti, þá eru það 1.087.932 krónur. -GAJ- Úr 1. deildarkeppninni f knattspyrnu. Búningar liðanna eru dýrir en flest 1. deild- arliðanna losna þð við að greiða búningana, þar sem þauauglýsa ákveðin fyrir- tæki. DB-mynd Hörður. Létt göngutjöld 2ja, 3ja og 4ra manna frá Glæsibæ—Sími 30350 E! Tilkynning um S Bann við hundahaldi í Kópavogi Að gefnu tilefni vill Heilbrigðisnefnd Kópavogs vekja athygli ibúa staðarins á að hundahald er bannað í Kópavogi, nema með sérlegu leyfi bæjar- stjórnar, samanber samþykkt um bann við hunda- haldi í Kópavogi frá árinu 1975. Bæjarstjóm er heimilt að ve'rta undanþágu aðeins i eftirgreindum tilfellum: 1. Ef lögregluyfvvöid eða dómsm&larðöuneyti leyfi til að halda hund vegna löggœslustarfa. ssakja um Ef blindir menn sfflkja um leyfi til að halda hund sér til leiðsagnar. 3. Ef sótt er um leyfi til að halda hund fyrir fðlk með sðlræn vandamðl og fyrir liggur umsögn læknis og fðlags- rððgjafa. Það er því hér með lagt fyrir alla þá sem em með hunda i leyfisleysi að fjarlægja þá úr Kópavogi hið fyrsta — enda mega þeir sem brotiegir eru búast við að gengið verði fram í því, með öllum tiltækum ráðum, að framfylgja reglum er þetta mál varða. HEILBRIGÐISNEFND KÓPAVOGS Kaupmenn hugsið bet- ur um djúpfrystana Ó.G. hringdi og vildi koma þeirri ábendingu til kaupmanna að þeir kynntu sér betur djúpfrystingu á ýmsum matvælum. Benti hann sér- staklega á að ýmis matvæli, svo sem rækjur, humar og grænmeti væru mjög viðkvæm í meðhöndlun og miklu varðaði að rétt væri staðið að frystingunni. Sagði hann að sér- staklega yrði að gæta þess að þessar vörur væru nægilega neðarlega í frystinum eða að frostið væri nógu mikið. Oft hefði viljað brenna við að þessa væri ekki gætt og varan hefði því þiðnað að einhverju leyti og því eyðilagzt. Rækjur eru ákaflega Ijúffengar að flestra dómi en vandmeðfarnar og miklu varðar að frysting sé vel heppnuð. Krydduð hrísgrjón Handa fjórum. Þessi hrísgrjón henta vel með ýmiss konar mat, t.d.glóðarsteiktu kjöti, því þau eru heldur bragðmeiri en venjuleg, soðin hrísgrjón. Hér er notazt við hýðishrísgrjón, en áuðvitað getið þið notað þau grjón sem þið viljið. 4 dl hýðishrísgr jón 1 stór laukur 3 negulnaglar 3 korn af allrahanda 5 piparkorn 8 dl kjúklingasoð, eða annað soð, heimatilbúið eða úr teningum. 1. Afhýðið laukinn og saxið hann smátt. Hitið feitina í potti og látið laukinn verða glæran í henni. Bædð síðan hrísgrjónum út í og látið þau steikjast um stund. Hrærið vel á meðan. 2. Hellið soðinu yfir og bætið kryddinu út í. Látíð síðan grjónin soðna eins og rakið er hér að framan. Ath. í stað þess krydds sem hér er nefnt getið þið notað annað krydd, t.d. ýmsar kryddjurtir. -GAJ- „Svíkjum ekki undan söluskatti” Haukur Þorsteinsson hringdi og vildi gera athugasemd vegna þess að starfsmaður í Hagkaup gaf í skyn í Dagblaðinu, að þeir sem framleiddu ódýrustu húlahopphringana gerðu það með því að svíkja undan söluskatti. „Þar sem Dagblaðið var búið að gefa okkur (Haukur & Ólafur) upp sem ódýrasta söluaðila komumst við ekki hjá því að taka ney«n4a þetta til ókkar,” sagði Haukur. ,,Ég vil því útskýra hvernig okkar verð er fengið. Ódýrari gerðin er á 400 krónur en sú dýrari á 600 krónur. Ódýrari hringirnir eru óvafðir en þeir dýrari eru vafðir. Rörið sjálft kostar 300 kr. hólkurinn u.þ.b. 10 kr. og límbandið 55 kr. Söluskatturinn er innifalinn í þessu verði og eins vinnu- .kostnaðurinn, Vinnan við að vefja hringana er því metin á 245 kr. og 45 kr. eru teknar fyrir að beygja rörið og stinga því saman. Við erum alls ekki að gefa þessa vöru, heldur seljum við hana á fullu verði,” sagði Haukur. -GAJ-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.