Dagblaðið - 02.07.1979, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 02.07.1979, Blaðsíða 12
12 gerirsvefn- pokann DÚNVATT (HOLLOFIL) » FRA BLAFELDI léttan, fyrirferðarlítinn og dúnhlýjan. Aðeins 1,9 kg. FÆST Í ÖLLUM SPORTVÖRUVERZLUNUM Ólafsfjörður Starf skólastjóra við Tónskóla Ólafsfjarðar Auglýst er laust til umsóknar starf skólastjóra Tónskóla Ólafsfjarðar frá 1. október nk. Nánari upplýsingar gefur formaður skólanefndar tón- skólans Björn Þór Ólafsson, Hlíðarvegi 61, Ólafsfirði, sími 96-62270. Umsóknir sendist á bæjarskrifstofurnar i Ólafsfirði, Kirkjuvegi 12, eigi síðar en 20. júlí 1979. Skólanefnd. r, Ummm ísinn á Skalla r Lækjargötu 8, Hraunbæ102 Reykjávíkurvegi 60 Hf. Ótal tegundir af ís. ís meö súkkulaöi, ís meó hnetum. -Allskonar ís, shake og banana-split. Christu Klages Mónudagsmyndin: Endurroisn Christu Klages Das Zweite Erwachen der Christa Klages. Leikstjóm: Margaretha von Trotta. Handrit: von Trotta og Luisa Francia Kvikmyndun: Franz Rath Tónlist: Klaus Doldinger. Gerð í V-Þýzkalandi 1978. Sýningarstaður: Mánudagsmynd Hóskólabíós. Myndin fjallar um unga móður sem fremur bankarán til þess að út- vega fjármagn í barnaheimili sem hún hefur dóttur sína á. En barna- heimilið er í upplausn vegna fjár- skorts. Aðstandendur barna- heimilisins neita hins vegar að þiggja peningana og gagnrýna fjár- öflunaraðferðir Christu. Christa fer huldu höfðu um hríð og leitar á náðir gamallar vinkonu sinnar sem er kúguð af eiginmanni sínum. Síðan fer hún til Portúgals þar sem hún vinnur á samyrkjubúi en verður að snúa aftur til Þýskalands vegna þess að fréttir af fortíð hennar höfðu borist þangað. í heimalandi sinu leggst hún í þunglyndi og að lokum er hún handtekin. Hún er leidd fyrir eina vitnið sem getur sannað sekt hennar en það er bankamær sem neitar að þekkja hana aftur vegna þess að hún hafði kynnt sér bakgrunn Christu og f engið sam úð með henni. Kvennamynd Þessi fyrsta mynd Margarethu von Trottu sver sig hugmyndafræðilega í stíl við margar myndir Fassbinder þar sem persónurnar verða að taka örlögin í sínar hendur og finna óvenjulegar leiðir til þess að leysa vandamál sín. Von Trotta kemur víða við i þessari mynd og drepur á mörg málefni. Frelsisbarátta kvenna er ekki áberandi þáttur í myndinni þó Kvik myndir ^ Borgarskæruliðar Einnig er Von Trotta að fjalla um stöðu borgarskæruliða í þýsku sam- félagi. Því óneitanlega er staða Christu áþekk stöðu þeirra. Þeir hafa tekið upp líkar baráttuaðferðir og Christa og þess vegna einangrast frá því fólki sem vill breyta samfélaginu eftir leikreglum lýðræðisins. Þannig er hægt að segja að myndin fjalli um borgarskæruliða í einskonar dæmi- sögustíl. Niðurstaðan hjá Von Trottu er að borgarskæruliðarnir beiti röngum baráttuaðferðum en einnig má finna samúð hennar með þeim. Eins og atriðiðþegarbankamærin fær að sjá mynd af Christu sem er eins og allar myndir af sakamönnum viljandi gerð skuggaleg með sérstakri Ijós- myndatækni. Friðrik Þ. Friðriksson hún sé undirtónn hennar. í raun fjallar myndin um þrjár konur sem eru mismunandi meðvitaðar um hlutverk sitt í þjóðfélaginu. Það er bankamærin sem virðist fara alger- lega á mis við lífið og er dæmigert fórnarlamb fjölmiðla og vinkona Christu sem er kúguð af eiginmanni sínum og vantar styrk til þess að rísa upp gegn honum. Christa verður þess valdandi að báðar þessar konur öðlast meiri vitund um það samfélag sem þær lifa i. Það sama má segja um Borgarskæruliðana, þeir hafa vakið marga til umhugsunar. Margaretha Von Trotta Þó þetta sé fyrsta mynd Von Trottu, er hún enginn nýgræðingur á kvikmyndasviðinu. Hún hefur verið potturinn og pannan i flestu af því er maður hennar Volker Schloendorffs hefur gert. Einnig hefur hún leikið í myndum Fassbind- ers en er líklega þekktust hér á landi fyrir „Ærumissir Kathrínar Blum” sem var sýnd í Háskólabíó í fyrra. En þar gerði hún handrit og leikstýrði ásamt eiginmanni sínum. Það má því segja með sanni að hún hafi lagt sitt að mörkum við að gera nafn Þýska- lands svo stórt í kvikmyndaheiminum sem raun ber vitni. Þaðer ánægjulegt að þessi mynd skuli hafa borist svona snemma hingað til lands. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 1979. V Christa og vinkona hennar Ingrid. Endurrelsn RQADSTAR' RS-2B50 í BÍLINN ÞEGAR Á REYNIR. útvarp og segulband í bílinn Mikifl úrval af bílloft- netum og há tölurum Beztu kaup lands- ins Isetning samdægurs! Verð f rá 54.000.- Skipholti 19 29800

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.