Dagblaðið - 02.07.1979, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 02.07.1979, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ1979. 13 Norðmenn fóru í fússi: „STRANDAÐIA KRÖFVM UM HAFRETTARMAL” —segir Ólafur Ragnar Gnmsson „Það var mikil reynsla að taka þátt í þessum viðræðum og óneitaniega voru síðustu 2 klukkustundirnar ærið dramatískar og sérkennilegar,” sagði •Ólafur Ragnar Grímsson, alþingis- maður, sem átti sæti í viðræöunefnd íslendinga við Norðmenn um loðnu- veiðar og hafréttarmál við Jan Mayen. „Norðmenn komu hingaö með mikla kröfugerð, en við héldum fast í málstað ísiendinga. Samningagerðitr •reyndist lika bæði ströng og erfið. ,Eftir hádegi á laugardaginn virtist 'samkomulag í sjónmáli, sem báðir aðilar gátu sætt sig við, þar sem hags- munir íslands gagnvart Jan Mayen- svæðinu voru tryggðir. Þá kom skyndilega allt annað hljóð í Norð- mennina. Þeir drógu i land margt sem þeir áður höfðu fallizt á og innan klukkustundar kvöddu þeir og hurfu!' , Okkur tókst að koma í veg fyrir ofveiði á loðnu utan við íslenzka lögj sögu og ég vænti þess að Norðmenn taki tillit til samkomulagsins í þeim, efnum. Hins vegar var það kröfugerð þeirra um hafréttarmál sem allt strandaði á,” sagði Ólafur Ragnar. -ARH. Félagamir Aron og Benedikt Davíð við veiðamar á bryggjunni á Tálknafirði., DB-mynd JH. Tálknafjörður: ÆFING FYRIR FRAMTÍDINA Þeir notuðu góða veðrið strákarnir tveir á Tálknafirði og brugðu sér niður á bryggju að veiða. Þeir félag- anir heita Aron Kristinsson, 7 ára, og Benedikt Davíð Hreggviðsson, 8 ára. Veiðin gekk þokkalega en aflinn samanstóð af ufsaseiðum, er héldu sig inn á milli bryggjustólpanna. Strákunum þóttu þetta hálfgerðar pöddur, en héldu þó áfram að krækja í seiðin af mesta kappi. Það mátti alltaf gefa máfunum veiðina. Þetta er góð æfing fyrir lífsstarfið, en það er þegar ákveðið hjá þeim guttunum. Annar þeirra ætlar sér að fara á bát þegar hann verður stór, en hinn er ákveðinn í því að fara á skut- togara frá Tálknafirði, þegar aldri og þroska er náð. Það ætti enda ekki að vera dóna- legt, þar sem íálknfirðingar fengu sinn fyrsta skuttogara i vor. -JH Allt fór vel f ram á Vindheimamelum — Hér hefur verið töluvert um að manninn á hestamótinu, lögreglan taldi vera, sérstaklega í kring um hestamótið 500 tjöld á mótssvæðinu. Allt fór vel á Vindheimamelum, sagði lögreglu- fram, þrátt fyrir að ölvun hafi verið maður á Sauðárkróki. Margt var um talsverð. -ARH Sumarbústaðaþjófur gómaður f Graf ningi Lögreglan á Selfossi gómaði um vegna þjófnaða úr bústöðunum á helgina mann sem brotizt hafði inn í svæðinu. Þegar kæra barst, var maður- sumarbústað í Nesjavallalandi í Grafn- inn í hliðstæðum erindagjörðum við ingi. Maðurinn, sem sagður er tilheyra ölfusvatn norðan Villingavatns. 2 „kunningjahóp” lögreglunnar, olli ein- lögreglumenn frá Selfossi fóru á stað- hverjum skemmdum á bústaðnum en inn og fundu hann í Nesjavallalandi. lögreglunni höfðu ekki borizt kærur -ARH Nýi flugtuminn í Keflavík: Bandaríkjamenn greiða hálfan annan milljarð Flugturninn nýi í Keflavík, sem milljónir dollara fyrir tuminn. tekinn verður í notkun í dag, er nokkru Hið rétta er, að Bandaríkjamenri dýrari, en DB greindi frá á laugardag. greiða 4.5 milljónir dollara eða 1.5 .Þar sagði að Bandaríkjamenn, sem milljarð íslenzkra króna. greiða bróðurpartinn, greiddu 1.5 -JH. Afdrifaríkir loftfimleikar Loftfimleikar geta verið afdrifaríkir, um helgina. Að loknum dansieiknum' endaði með sigri þyngdarlögmálsins og sérstaklega fyrir óvana. Það sann- tók hann upp á því að klifra upp í ljósa- afleiðingin er fótbrot og sjúkrahúsvist. reyndi einn gestur á dansleik á Selfossi staur utan við dansstaðinn. Sú ferð -ARH. HANN ER A” Aðalatriði veiðisportsins eru rétt og góð veiðarfærl. Dvfnandi áhugi byrjandans og óhöppin við löndun þeirra stóru er oftast röngum áhöidum að kenna. Gæði SHAKESPEARE sportveiðarfæranna eru óumdeilanleg hvort sem um hjól, stengur, Ifnur eða annað er að ræða. Hvort sem þú ert 10 eða 60 ára byrjandi eða þaulreynd afiakló, færðu SHAKESPEARE við þitt hæfi. SHAKESPEARE fæst f næstu sportvöruverslun. — Fullkomln varahluta- og viðgerðaþjónusta. Þú nýtur óblandinnar ánægju með SHAKESPEARE í veiðitúrnum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.