Dagblaðið - 02.07.1979, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 02.07.1979, Blaðsíða 23
DAGBLÁÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 1979. 23 „Hann vill lífga upp —orti lögreglumaðurinn á Húsavík er DB kom þangað í heimsókn Óvíða er ísland stærra, ef svo má að orði komast, en í Þingeyjarsýslum. Má m.a. skynja þessar fjarlægðir á þeim vegalengdum sem lögreglumenn S- Þingeyjarsýslu, staðsettir á Húsavík, þurfa að fara ef útköll berast. Að austurmörkum umdæmis þeirra, sem liggja milli Þórshafnar og Bakka- fjarðar eru um 200 km. Syðri austur- mörkin eru austan við Möðrudal í um 150 km vegalengd frá Húsavík. Til suðurs teygja mörkin sig allt í Herðu- breiðarlindir í 150 km vegalengd frá Húsavík og í vestri eru mörkin skammt austan Eyjafjarðarár en þangað eru 80 km ef Vaðlaheiði er fær en 110 km ef fara þarf Svalbarðsstrandarveg. „Við erum sex í lögregluliðinu hér,” sagði Guðmundur Gunnlaugsson lög- reglumaður á Húsavík sem var á vakt með Hjálmari Hjálmarssyni er DB- menn bar að garði lögreglustöðv- arinnar. „Tveir eru á vakt í senn og vaktir eru frá 9—5 að degi og 5—1 að kvöldi fimm daga vikunnar en til klukkan tvö að nóttu á föstudögum og laugardögum. Þessi vinnutími er svo framlengdur eftir þörfum. Aukavinna er misjöfn, lítil á vetrum en oft mikil að sumarlagi.” Nýbúið er í sparnaðarskyni að breyta dagvaktarkerfi lögreglu- mannanna á Húsavík. Voru þeir áður 2 á vakt ásamt stöðvarmanni, en nú hefur hann verið settur á fastar vaktir, svo aðeins tveir eru á vakt í senn. Það þýðir að í flestum tilfellum fer aðeins einn maður í útköll og eftirlitsferðir, en hinn er á stöðinni, nema mikið liggi við og báðir fari og stöðinni lokað á meðan. Þetta þýðir t.d. að hraðamælingar leggjast af nema sérstaklega sé undir- búið og ýmislegt fleira verður losara- legra í störfum lögreglunnar. „Við ýrðum afar illa settir ef t.d. yrði stórslys í Bárðardal. Mannahald hér er ekki byggt á þeirri þörf sem álagstoppar sýna að þurfi,” sagði Guðmundur. „Mitt álit er að svo mik- ið kosti að reka löggæzluna illa að skynsamlegra sé að bæta nokkru við kostnaðinn og hafagæzluna góða.” Auk fastráðinna lögreglumanna eru 4—5 löggæzlumenn í Mývatnssveit. Þar er um aukastörf að ræða, mest við samkomuhald, en þessir starfsmenn' hafa fengið nokkra tilsögn í störfum. Þá eru 3 slíkir starfsmenn á Svalbarðs- strönd auk þess sem Akureyrarlög- reglan léttir oft undir með úttöll vegna slysaáVaðlaheiði. Bílakostur Húsavíkurlögreglunnar er lítill Escort, kallaður „Skortur” og stór GMC bíll sem búinn er til sjúkra- flutninga, t.d. af slysstað. Auk lögreglustarfanna sinna lög- reglumenn á Húsavík allri tollgæzlu i Húsavíkurhöfn, afgreiða skip og sjá um vöruskoðun. Það er því í mörg horn að líta hjáþeim. Guðmundur og Hjálmar, sem heitir eiginlega Hjálmar í bak og fyrir, enda af Bólu-Hjálmari kominn, eru skáld- mæltir og eiga gnótt vísna í fórum sínum. Við báðum því um vísu um heimsókn DB í stöðina og hún kom fljótlega og hljóðar svo: Atli gefurengingrið ýmsir honum veita lið Hann vill láta ljóðasmið lifga upp á Dagblaðið. Eins og sjá má er þetta upphafs- erindi í kvæðabálki og vonum við að fá framhaldið síðar. -ASt. Húsavikurlögreglan hefur yfir að ráða fimm fangaklefum I kjallara sem rúma sex fanga. Á annað hundrað innisetur eiga sér stað þar árlega og langmest vegna ölvunar. Hér sitja lögreglumennirnir Guðmundur og Hjálmar I einum klefanna. Hægt hefði verið að skeUa I lás og ráða rfkjum á lögreglustöðinni — en svona vel treysta löggurnar á Húsavfk DB-mönnum. DB-myndir Hörður. Verkstjóri Viljum ráða verkstjóra í frystihús vort á Patreksfirði nú þegar. Allar nánari upplýsingar gefur Helgi Jónatansson í síma 94-1308 og 94-1316 eftir vinnutíma, Hraðfrystihús Patreksfjarðar h.f. láta Ijóðasmið á Dagblaðið” wm Hér er bækistöð Húsavikurlögreglunnar við Ketilsbraut. Bilakosturinn allur er tilbúinn. Til vinstri við lögreglustöðina er slökkvistöðin en bæjarskrífstofurnar hægra mcgin. eitt skipti fyrir öl Samkvæmt rannsóknum sem Rannsóknastotnun byggingariðnaðarins hefur gert á steypuskemmdum og sprungumyndunum á húsum, hetur komið i Ijós að eina varanlega lausnin, til að koma i veg tyrir leka og áframhaldandi skemmdir, er aö klæða þau alveg til dæmis meö álklæðningu. A/klæðning er seltuvarin, hrindir frá sér óhreinindum, og þolir vel islenska veöráttu. A/klæðning er fáanleg i mörgum litum sem eru innbrenndir og þarf aldrei að mála. Leitið nánari upplýsinga og kynnist möguleikum A/klæðningar. Sendið teikningár og viö munum reikna út efnisþörf og gera verðtilboö yður að kostnaöarlausu. FULLKOMIÐ KERFI TIL SÍÐASTA NAGLA INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMI 22000 - PÓSTHÓLF 1012. TELEX 2025 - SÖLUSTJÓRI: HEIMASÍMI 71400.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.