Dagblaðið - 02.07.1979, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 02.07.1979, Blaðsíða 16
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 1979. Iþróttir Iþróttir 16 i Iþróttir Iþróttir „Páll braut reglumar” — og því átti að dæma hann úr keppni, sagði Júlíus R. Júliusson ígærkvöld — Bráðabana þurfti til að skera úr um sigurvegara íToyota keppninni ,,l*að átli aA vera búiA art dæma Pál úr keppninni strax á 1. brautinni því hann braut reglurnar,” sagrti Júlíus R. Júlíusson, kylfingur úr Keili, og var heldur betur óhress i gærkvöldi. Málirt var þart, art Júlíus, Páll Kctilsson og Óskar Sæmundsson voru art leika brártabana til úrslita í ,,The Victory Toyota Cup” á Hvaleyrarholtsvellin- um. Tvivegis í brártabananum kom þart fyrir art Páll tók bollann upp af vellin- um — þurrkarti hann og setti sírtan nirtur. Þetta mælir gegn golfreglunum og því var hér um nokkurt augljóst brot art rærta. Hvernig svo scm á stóð og hverjum var um art kenna var málið ekki tekirt fyrir fyrr en art lokinni kcppninni og þá ekkert gert í þvi. Vissulega var hér um brot Páls á regl- unum art rærta og átti samkvæmt því art dæma hann frá keppninni strax, en úr því þart var ekki gert var það um scinan. Annars setti þessi dcila nokkurt leirtinlegan svip á brártskemmtilegan endi á mótinu. Kcppnin var gcysilcga hörrt um fyrstu sætin og þrír kylfingar komu jafnir inn á 75 höggum og fjórir léku á 76 höggum, þ.á m. Sigurjón Gíslason, sem fyrir skömmu brákarti í sér rifbcin en lék nú mert á ný og var ekki art sjá art meiðslin hártu honum. Þeir Júlíus, Páll og Oskar léku því bráðabana og varð hann mjög skemmtilegur þó ekki væri hann ýkja langur. Þeir stilltu sér upp á fyrsta teig og upphafshögg þeirra voru öll mjög svipuð að lengd, nema livað bolti Júliusar var utan brautar. Óskar sló l'yrstur annað höggið og það var glæsú legt skot og hafnaði boltinn um 5 metra l'rá holu. Páll sló næstur og skot hans var mjög svipað. Júliusi tókst hins vegar ekki vel upp og skot hans lenti rétt utan flatarinnar. Innáskot Júliusar misheppnaðisl einnig illilega. Hann náði ekki að lyfta boltanum, sem rúllaði yfir i fjærend- ann á flötinni. Þegar hér var komið sögu hafði Júlíus notað þrjú högg og var um 10 metra frá holu, en þeir Páll og Óskar voru með 2 högg og i mun betri aðstöðu. Eitthvað var Július óhress með sína frammistöðu því hann vandaði sig litt við púttið. Gekk beint að boltanum og sló frekar kæruleysis- lega í átt að holunni. Öllum til mikillar undrunar stöðvaðist boltinn ekki fyrr en á holubotninum og nú var öll press- an á Páli og Óskari sem þurftu báðir að einpútta. Hvorugum tókst það og luku þvi allir holunni á 4 höggum eða pari. Þeir léku næst 4. holuna, sem er lengsta hola vallarins. Teigskot Július- ar og Óskars voru góð en Páll lenli utan brautar. Páll náði siðan mjög góðu öðru skoti, en Júlíus lenti úti i sjó í öðru höggi og þar mcð var draumurinn búinn hjá honum. Óskar var hins vegar öryggið sjálft uppmálað allan timann og sló hvert höggið öðru fallegra. Hann var kominn tæpa tvo metra frá holu í þrcmur höggum, Páll var í flatarkant- inum i 4 höggum og Július, sem fékk viti fyrir að fara út i sjó, var í nærkanti flatarinnar á 5 höggum. Hann púttaði fyrst en boltinn hafnaði um metra frá holu. Annað pútt hans var óvandað og fór framhjá og loks í 8. höggi setti hann niður. Páll púttaði næst og varð að hitta ófan i til að setja pressu á Óskar. Páli mistókst það og fór á 6 höggum og mátti því Óskar tvípútta, sem hann gerði, og vinna samt. Hann var þvi verðugur sigurvegari í keppninni. Páll hlaut annað sætið og Júlíus það þriðja. Þátttaka í mótinu varð i heildina mjög góð eða tæplega tvö hundruð manns, þrátt fyrir að aðeins T8 lékju i mcistaraflokknum. Hvaleyrarvöllurinn var mjög vel sleginn og hirtur enda aukamannskapur settur í það að gera hann sem beztan fyrir mótið. Þrátt fyrir fremur leiðinlegt veður létu kylf- ingar það ekki á sig fá og mættu vel, enda voru verðlaunin, sem Toyotaum- boðið gaf, sérlega glæsileg. Enginn hreppti þó bifreiðina sem í boði var fyrir að fara 7. brautina í einu höggi. Það næsta sem menn komust var 52 cm en það var að sjálfsögðu ekki nóg. Þau úrslit í mólinu, sem sennilcga hvað mesta athygli vöktu var hinn glæsilegi sigur Gunnars Haraldssonar, GR, í 3. flokknum. Gunnar lék á 85 höggum, en næsti maður lék á 95 högg- um. Árangur Gunnars er þeim mun at- hyglisverðari þar sem hann hóf að leika golf nú i vor, en hér á eftir árangur keppenda á mótinu. er listi yfir Meistaraflokkur (án forgjafar) I. Óskar Sæmundsson, GR, 37-38 = 75 2. Páll Kctilsson GS, 38-37 = 75 3. Júlíus R. Júliusson, GK 38—37 = 75 4.—7. Hilmar Björgvinsson, GS, 40-36 = 76 4.-7. Hálfdán Þ. Karlsson, GK, 39—37 = 76 4.—7. Sigurjón Gíslason, GK, 37—39 = 76 4.-7. Þorbjörn Kjærbo, GS, 38—38 = 76 8. Magnús Halldórsson, GK, 39—41 =80 9.— 11. Karl Hólm, GK, 38-43 = 81 9.— II. Jóhann Jósepsson, GS, 42—39 = 81 9.— 11. Siguröur Thorarensen, GK, 42—39 = 81 12.—13. Siguröur Albertsson, GS, 43-39 = 82 12.—13. Jóhann Ó. Guðmundsson, GR,41—41 = 82 14.—15. Magnús Hjörleifsson, GK. 39—44 = 83 14.—15. Ólafur Skúlason, GR, 43—40 = 83 16.—17. Einar Þórisson, GR, 41—43 = 84 16.—17. Ólafur Bjarki Ragnarsson, GR,40—44- 84 18. Eirikur Jónsson, GR, 44—44 = 88 1. flokkur (án forgjafar) 1. Gunnlaugur Jóhannsson, NK, 80 2. Guðlaugur Kristjánsson, GS, 80 3. Henning Bjarnason, GK, 82 4. Jóhann Bencdiktsson, GS, 82 5. Þorgcir Þorsteinsson, GS, 84 6. Hólmgeir Guðmundsson, GS. 84 5.-7. Knútur Björnsson, GK, 84 8,—10. Hafstcinn Þorgeirsson, GR, 85 8.—10. Tómas Ámason. GR, 85 8.—10. Gísli Sigurðsson, GR. 85 Kvennaflokkur (með forgjöf) 4. Guðfinna Sigurþórsdóttir, GS, 74 2. Steinunn Sæmundsdóttir, GR, 77 3. Jakobina Guðlaugsdóttir, GV, 78 4. Ásgerður Sverrisdóttir, GR. 78 5. Elín Hannesdóttir, GL, 79 6. Hanna Gabrielsson, GR, 80 7. Lóa Sigurbjörnsdóttir, GK, 83 8. Ágústa Guðmundsdóttir, GR, 87 9. Kristin Pálsdóttir, GK, 88 10. Kristín Þorvaldsdóttir, NK, 89 Drengjaflokkur (án forgjafar) 1. Héðinn Sigurðsson, GK, 77 2. Gunnar Halldórsson, GK, 78 3. Ásgcir Þórðarson. NK, 78 4. Gísli Sigurbcrgsson, GK, 82 5. Frans Sigurðsson, GR, 84 6. ívar Hauksson, GR, 85 7. Helgi Eiriksson, GK, 86 8.—9. Sigurbjörn Sigfússon, GK, 88 8.-9. Kristján Hansson. GK, 88 10. Jón Ragnarsson, GK, 9Í Unglingaflokkur (án forgjafar) 1. Jónas Kristjánsson, GR, 85 2. Rafn Sigurðsson, GK, 88 3. Stefán Unnarsson, GR, 88 4. Magnús Jónsson, GS, 88 5. Gústaf Helgason, GR, 98 6. Magnús Ingvarsson, GR, 99 7. Már Gunnarsson, GK, 102 8. Rúnar Halldórsson, GK, 104 9. Hafsteinn Jensson, GR, 111 öldungaflokkur (án forgjafar) 1. Hólmgeir Guðmundsson, GS, 81 2. Óli B. Jónsson, NK, 83 3. Jóhann Eyjólfsson, GR, 89 4.-5. Sverrir Guðmundsson, GR, 90 4.-5. Gunnar Pétursson, NK, 90 6.—7. Ingólfur Hclgason, GR, 91 6.—7. Ólafur Ág. ólafsson, GR, 91 7.—10. Þorsteinn Þorvaldsson, GL, 92 7.—10. Guðmundur ófeigsson, GR 92 7.—10. Sveinn Snorrason, GR, 92 7.—10. Hjalti Þórarinsson, GR, 92 öldungaflokkur (með forgjöf) 1. Óli B. Jónsson, NK, 68 2. Hólmgeir Guömundsson, GS, 74 3. Sverrir Guðmundsson, GR, 75 4. Ingólfur Helgason, GR, 75 5.-6. Guðmundur Ófeigsson, GR, 76 5.—6. Hjalti Þórarinsson, GR, 76 7. MagnúsGuömundsson, NK, 77 8. —10. Þorslcinn Þorvaldsson, GL, 78 8.—10. Jón Thorlacius, NK, 78 8.—10. Gunnar Pétursson, NK, 78 2. flokkur (án forgjafar) 1. Þorsteinn Magnússon, NK, 92 2. Jóhann Einarsson, NK, 94 3.-4. Guðmundur Hafliðason, GR, 95 3.—4. Jóhann Gunnlaugsson, NK, 95 5.-7. Jens Karlsson, GK, 97 5.-7. Guöbjörn Jónsson, GK, 97 5.—7. Donald Jóhannesson, GK, 97 8.—10. Sæmundur Knútsson, GK, 98 8.—10. Jensólafsson, GK, 98 8. —10. Jón Halldórsson, GK 98 3. flokkur (án forgjafar) I. Gunnar Haraldsson, GR, 85 2. Ólafur ólafsson, NK, 95 3. Árni Jakobsson, GK, 99 4.—5. Sveinn Þórðarson, GL, 100 4.-5. Gaúti Indriðason, GK, 100 6.—10. Ómar Zóphaníasson, GK, 101 6.—10. Steingrímur Guðjónsson, GK 101 6.—10. Jónas Ragnarsson, GK, 101 6,—10. Gcstur Sigurðsson, GB, 101 6.—10. Jakob Gunnarsson 101 -SSv.- Óskar Sæmundsson sigraði með glæsi- | brag í gær á Hvaleyrinni. Jón Þorbjörnsson missir undir sig aukaspyrnu Ómars Jóhannssonar eftir að hafa gripið knöttinn. Tómas Pálsson fylgir eftir til vonar og vara. DB-mynd Ragnar Sigurjónsson. Þrumufleygur Sveins sökkti Skagamönnum Tómas Pálsson óstöðvandi er Eyjamenn unnu Akurnesinga Ekki sóttu Skagamenn gull í greipar Eyjamanna á laugardaginn þegar lirtin léku saman í 1. deildinni á grasvellinum við Helgafell í Vestmannaeyjum. ÍBV sigrarti 2-0 og mátlu Akurnesingar raunar þakka fyrir art slcppa mert arteins tvcggja marka mun. Heima- menn léku oft á tíðum stórvel og Tómas Pálsson átti stórkostlegan leik mert ÍBV. Bókstaflcga lék virt hvern sinn fingur. Akurncsingar voru aftur á móti furðudaufir og nártu sér aldrei á strik og svo virrtist sem lirtsandinn sé ekki alveg upp á þart bezta um þessar mundir. Eyjamenn hófu leikinn strax af miklum krafti og voru mun ákveðnari i boltann í byrjun. Fyrsta marktækifæri leiksins féll þeim í skaut þegar Tómas skaut hárfínt yfir og aðeins mínútu síðar varði Jón Þorbjörnsson skalla- bolta frá Erni Óskarssyni, sem brá sér í sóknina, en hann leikur stöðu mið- 2—OíEyjum varðar. Skagamenn fengu mjög gott tæki- færi til að taka forustuna í leiknunt á 29. mínútu er Sigurður Lárusson skall- aði í stöng. Skagamenn voru farnir að koma töluvert inn i leikinn en leikmenn ÍBV voru þó aðgangsharðari upp við markið og á 39. minútu tók ÍBV foryst- una þegar Ómar Jóhannsson tók auka- spyrnu af um 25 metra færi. Hann sendi knöttinn með föstu jarðarskoti beint á markið. Jón varði, en hélt ekki knettinum, sem rúllaði inn fyrir línuna. Nokkuð klaufalegt hjá Jóni, en sann- gjörn forysta ÍBV i leikhléi. Engin breyting varð í siðari hálfleik — leikurinn sem fyrr opinn og skemmtilegur á að horfa. Á 64. mínútu skoruðu Eyjamenn siðan síðara mark sitt. Jóni Áskelssyni mistókst að hreinsa frá marki ÍA og boltinn hrökk út til Sveins Sveinssonar, sem var ekk- ert að tvínóna við hlutina heldur sendi boltann með viðstöðulausum þrumu- fleyg upp i markvinkilinn — gjörsam- lega óverjandi fyrir Jón markvörð. Glæsilegt mark. Eftir markið var sem allur vindur væri úr Akurnesingum og leikmenn ÍBV tóku öll völd á vellinum og bók- staflega yfirspiluðu ÍA-liðið. Ekki tókst heimamönnum að bæta við fleiri mörkum þó oft skylli hurð nærri hæl- um við mark ÍA. Eins og fyrr sagði var Tómas Pálsson í banastuði og bókstaf- lega tætti vörn Skagamanna í sundur og renndi siðan knettinum á samherja, sem oft á tíðum voru algerlega á auðum sjó. Aðrir leikmenn Eyjamanna áttu l'lestir góðan dag. Beztur í liði Akurnes- inga var Kristján Olgeirsson, tengi- liðurinn ungi frá Húsavik. Aðrir leik- rnenn Skagaliðsins voru daprir og sér- staklega var vörnin óörugg. Góður dómari var Magnús V. Pétursson. - FÓV. ISLAND í 16. SÆTINU — á EM ígolfi íEsbjergþráttfyrirað Jón Haukur færi holu íhöggi ígær íslendingar nártu ekki að fylgja hinni góðu byrjun eftir á Evrópumeistara- mótinu i golfi i Esbjerg í Danmörku um helgina og hafnaði íslenzka landsliðið í 16. sæti eftir að hafa átt möguleika á að komast í hóp 10 efstu. í gær tapaði ísland fyrir Belgíu 1-6 og hafrti áður tapart fyrir Austurríki 1 1/2 gegn 5 1/2 og þar á undan fyrir Sviss 3-4. Þrátt fyrir art Jón Haukur Gurtlaugs- son gerði sér lítið fyrir og færi holu í höggi var árangur íslcndinganna fremur slakur i gær. Englendingar báru sigur úr býtum í keppninni og Bretlandseyjaþjóðirnar höfðu umtalsverða yfirburði — hlutu fjögur af fimm efstu sætunum. í keppninni um sætin i gær unnu Eng- lendingar Wales 6-1, írar hirtu þriðja sætið mcð sigri yfir Dönum 5 1/2 gegn 1 1/2. Skotar unnu Frakka 5-2 og tryggðu sér 5. sætið. Svíar urðu 7. með sigri yfir V-Þjóðverjum 5 1/2 gegn 1 1/2. Ítalir komu síðan í 9. sæti er þeir unnu Noreg með 5 1/2 gegn I 1/2. Spánverjar urðu aðeins í 11. sæti og kom slakur árangur þeirra nokkuð á óvart. Þeir unnu Svisslendinga 4-3 i leiknum unt 11. sætið. Holland varð númer 13 með sigri yfir Austurríki 4 1/2 gegn 2 1/2 og Belgar urðu síðan 15. með sigrinum yfir okkur. Luxemborgarar urðu neðstir á mótinu á eftir Finnunt og Tékkum, Tékkar eru eina austantjaldsþjóðin, sem sendir lið til golfkeppni. Þarna fyrir austan er litið á golfið sem kapitaliska íþrótt og því óþarfi að stunda slíka fásinnu. Mörk Kempes færðuValencia bikarinn Tvö mörk argentinska heimsmeistar- ans, Mario Kempes, tryggðu Valencia sigur í spænsku bikarkeppninni á laugardag i úrslitaleiknum við Real Madrid i Madrid. Úrslit 2-0 og það var í fimmta sinn, sem Valencia verrtur spænskur bikarmeistari. Úrslitaleikurinn var mjög tvísýnn. Valencia nárti forustu á 24. mín. þcgar Kempes skoraði og forusta lirtsins í hálfleik var sanngjörn þó svo Real misnotaði vitaspyrnu. Á lokasekúnd- um leiksins skorarti Kempes síðara markirt cftir mikið einstaklingsfram- tak. Real Madrid var án nokkurra þekktra leikmanna vegna meiðsla.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.