Dagblaðið - 10.12.1979, Side 4

Dagblaðið - 10.12.1979, Side 4
:rókur 50.018 Kópavogur . GartUa 28.544 . j SandSeröias.tSTj KelWitc 24.7431 WjwðvSt 38.813' Grindavik 29 Lítið vöruúrval og hátt verð en samt langlægsta meðaltalið Þegar meðaltalskostnaðurinn í hin- um ýmsu byggðarlögum er skoðaður kemur i ljós að einn staður, Borgar- fjörður eystri, er langlægstur. Þar er meðaltalið 9.272 kr.l Aðeins kom einn seðill frá þessum stað og með honum fylgdi bréf. í því segir m.a.: „Það voru mikil viðbrigði að flytja hingað austur hvað varðaði vöru- úrval. Það er mjög lítið hér og allir hlutir dýrari en í höfuðborginni. Það er t .d. ótrúlegt að það geti kostað 300 kr. að flytja einn djúsbrúsa hingað austur á land. Hér vantar líka hitaveituna. Það er mjög dýrt að kynda hús hér. Flestir eru með olíukyndingu og margir, þurfa að greiða allt að milljón kr. í hitakostnað á ári. í bænum er kostnaður við að hita samsvarandi íbúð ekki nema um 100 þúsund kr. á ári. Að mínu mati er þvi miklu dýrara að búa úti á landi en í Reykjavik, i það minnsta þar sem ekki er hita- veita.” Þar sem okkur þótti kostnaðurinn ótrúlega lítill hjá þessari fjölskyldu hringdum við austur í Borgarfjörð. Sendandi seðilsins fullyrti að hún hefði skrifað allt skilmerkilega niður sem keypt hefði verið. Hins vegar var ekkert kjötmeti í þessari upphæð. Við spurðum nánar út í lítið vöru- úrval sem getið var um í bréfinu. „Þaðer sjaldan eða aldrei til nýtt grn’nmeti og litið úrval er af ávöxtum. Appelsínur, epli og banam ar koma einu sinni i viku og eru þá lljúlir að seljast upp. Einnig kemur oft fyrir að ávextirnir virðast vera komnir á „siðasta snúning”, í það minnsta bananarnir,” sagði bréf- ritarinn. Við höfum stundum leitt að þvi hugann hér á síðunni hvers vegna meðaltalskostnaðurinn á hvern þann sem búsettur er á Stór-Reykjavíkur- svæðinu hafi jafnan verið hærri heldur en á þann sem býr úti á lands- byggðinni. Okkur hefur komið einmitt til hugar að skýringin væri fólgin í því að vöruúrvalið er miklu minna víðast hvar annars staðar en í höfuðborginni. Það er hreinlega miklu færra sem freistar neytenda í verzlunum úti á landi. Þetta er kannski að breytast, i það minnsta er landsbyggðarmeðaltalið hærra en höfuðborgarmeðaltalið nú í október. Annars er varla von til þess að vöruúrval geti verið mikið i kauptúnum sem telja ekki nema nokkur hundruð manns. Einu sinni gerðum við athugun á því hve margar tegundir af tannkremi væru til í Grímsey. Þær reyndust vera tvær. Önnur með flúor og hin án þess. Þær voru hins vegar báðar á „eldgömlu” verði, sem var mun lægra en almennt gerist í verzlunum í höfuðborginni! -A.Bj. Meðaltalið af landsbyggðinni komið yfir Stór-Reykjavíkursvæðið —Verð á mat- og hreinlætisvörum hefur hækkað um 11% úti á landi og6% í Reykjavík, síðan í sept- Nú hcfur það gerzt i fyrsta sinn cftir að við lorum að bera saman kostnað við heimilishald í hinum ýmsu sveitarfélögum landsins að Stór-Reykjavikursvæðið er með lægra meðaltal en landsbyggðin. Það bendir til þess að verðlagið stígi hraðar úti á landi en i höfuðborginni og nágrenni hennar. Meðaltalskostn- aður á hvern mann á landinu í októ- ber, án tillits til fjölskyldustærðar, reyndist vera 36.566 kr. Meðaltalið á hvern mann á Stór-Reykjavíkur- svæöinu reyndist 35.588 kr., eða aðeins lægri en landið i heild. Ef tekið er meðaltal af öllu landinu að frádregnu Stór-Reykjavikursvæðinu verður talan 36.723 kr. Ef við þerum saman þennan meðaltalskostnað í október og sept. sl. kemur fljós eftirfarandi: Sept. Okt. Hækkun milli mán. Allt landið 33.113 36.569 10% Stór-Reykjav. Allt landið án 33.459 35.588 6% Stór-Reykjav. 33.065 36.722 11% Á samanburðinum sést að hækkunin frá því í september hefur orðið meiri á landsbyggðarmeðaltal- inu eða 11% á móti 6% hækkun á Stór-Reykjavíkursvæðinu. -A.Bj. Góðar kókoskökur 125 g kókósmjöl 125 g smjörl. 125 g hveiti 125 g sykur 1 lítifl egg öllu hnoðað saman á venjulegan hátt. Búnar til litlar kúlur úr deiginu, látnar á plötu með smjörpappír ofan á. Þá er þrýst ofan á kökurnar með gaffli sem difið hefur verið ofan i skál með heitu vatni. Kökurnar bakast við 200°C hita í um það bil 10 minútur þangað tit þær eru Ijósbrúnar og gegnumbakaðar. Geymast í luktri blikkdós. Hráefniskostnaður er í kringum 498 kr. Deigið nægir i að minnsta kosti 60 kökur, þannig að hver kaka kostar því rúml. 8 kr. stykkið. -A.Bj. Kókosmjöl er ákaflega gott I allan bakstur. Þessar kökur eru stökkar og bókstaf- lega bráðna I munni. ^öfa'HomiWÍi 4&331 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 1979. DB á ne yt$ndamarkaði TálkhaQörður 32.t

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.