Dagblaðið - 10.12.1979, Side 8
8
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 1979.
,Pabbi, afhverjuláta þeir ekki klippa sig'
spurði barn föður sinn og fannst nóg um útganginn á Hurðaskelli og Kertasniki.
Kertasníkir og Hurða
skellir sprelluðu
— einstaka ungviði stífnaði upp af skelfingu þegar þeir nálguðust
Fólk á öllum aldri, skrautleg Ijós,
lúðrahljómur, grenitré, jólasveinar og
jólaskap. Allt á einum stað við Fáks-
heimilið í gærdag. Þá byrjuðu félagar í
Kiwanisklúbbnum Elliða að selja
borgarbúum greintré og greinar til að
skreyta með híbýli sín um jólin.
Kiwanismenn nutu fagmannlegrar
áðstoðar Hurðaskellis og Kertasnikis
sem mættir voru á staðinn ofan af fjöll-
um. Þeir rauðklæddu félagar heilsuöu
upp á krakkana við misjafnar undir-
tektir. Einstaka ungviði stífnaði upp af
skelfingu við að sjá þessi síðhærðu og
síðskeggjuðu voðamenni nálgast sig.
önnur létu sér nærveru þeirra vel líka
og áræddu jafnvel að skriða upp í fang-
ið á þeim.
Lúðrasveit Árbæjar og Breiðhoits
blés lög sín yfir viðstadda af hjartans
lysi Þau voru ekki öfundsverð krakk-
.irntr af þvi að norpa úti í kuldanum
meö básúnur og trompeta og blása lög
út úr þeim verkfærum.
Kertasníkir og Hurðaskcllir eru ekki
á förum úr borginni alveg strax. Þeir
hafa komið sér upp leiguhúsnæði á
Njálsgötunni og halda þar til um sinn.
Á sunnudaginn koma þeir aftur að
Fáksheimilinu og sprella dálítið eins og
þeim einum er lagið.
Og núna í vikunni langar þá til að líta
inn hjá Steingrími og félögum, gefa
epli á línuna og góð ráð í stjórnar-
myndunarstreðinu. Þeir hafa þá bjarg-
föstu trú að eitt epli á mann geti gert
gæfumuninn. Bara að stjórnmála-
mennirnir lendi ekki á sömu gerð af
eplum og ræfillinn hún Mjallhvít forð-
um. Þá yrði litið úr stjórnarmyndun
fyrst um sinn.
- ARH
Mesta úrval landsins af
ÚTVARPSKLUKKUM
12 gerðir
VERÐ FRÁ KR. 24.400,
Þessi var ekki vitund hrædd við jóla-
sveininn og þorði meira að segja að
toga i skeggið á honum.
DB-myndir Hörður.
Ölvun íEyjum:
Brotizt inn í
rakarastofu
Brotizt var inn í rakarastofu á
Skólavegi 8 í Vestmannaeyjum
aðfaranótt sunnudagsins. Þaðan
var stolið þremur hljómsnældum
en allt annað látið vera. Þó voru í
stofunni dýr tæki, svo sem segul-
bandstæki með áföstum hátölur-
um og magnara. Þjófarnir brutu
upp einar dyr og brutu gler í ann-
arri hurð.
Þá var stolið rafgeymi úr bíl við
heimahús sömu nótt. Þjófarnir
voru ófundnir síðdegis í gær.
Talsverð ölvun var í Vest-
mannaeyjum um helgina enda
landlega. Dansleikir voru föstu-
dags- og laugardagskvöld, en þar
gekk allt „stórslysalaust,” eins
og lögreglan orðaði það.
-ÓV
Húsaleigunefnd er tekin til starfa:
VEITIR ÚRLAUSN
í ÁGREININGI
— leigusala og leigutaka. Kveður til sérstaka
úttektarmenn er ágreiningsefni koma upp
„AUir þeir sem á einhvern hátt
telja sig vanhaldna af sínum húsa-
leigusamningi — eöa túlkun á honum
— §gta snúið sér til húsaleigunefndar
skriflega sem mun leitast við að veita
úrlausn eftir beztu getu og benda á
hugsanlegar lausnir. Einnig yrði
nefndin þakklát þeim aðilum, sem
gætu komið á framfæri upplýsingum
til nefndarinnar um framkvæmd
húsaleigumála í Reykjavík.” Þannig
segir m.a. í fréttatilkynningu er blað-
inu hefur borizt frá húsaleigunefnd
Reykjavíkur er var skipuð af Borgar-
stjórn Reykjavíkur þann 28. ágúst sl.
Hlutverk nefndarinnar er sam-
kvæmt lögum um húsaleigusamninga
að:
1) fylgjast með framkvæmd húsa-
leigumála og afla upplýsinga um þau,
2) hlutast til að úttektarmenn séu
dómkvaddir,
3) gefa aðilum leigumála, sem þess
óska, leiðbeiningar um ágreinings-
efni og leitast við að sætta ágreining
ef báðir aðilar óska.
í fréttatilkynningunni vekur húsa-
, leigunefnd athygli á, að alla leigu-
samninga skuli gera skriflega og um
þá gildi aöeins sérstök eyðublöð sem
félagsmálaráðuneytið gefur út eða
hefursamþykkt.
Þá er vakin athygli á hlutverki út-
tektarmanna. Þeir eru sérstaklega
dómkvaddir af óhlutdrægum aðila,
borgardómi Reykjavikur að tilhlutan
húsaleigunefndar.
Af störfum úttektarmanna er m.a.
.nefnt að þeir ákveða sanngjarna fjár-
hæð leigu, ef leigusali getur ekki sýnt
fram á hversu háa fjárhæð leigutaki
hefur samþykkt. Ef ekki er sinnt úr-
bótum eða viðgerðum á leigðu hús-
næði getur leigutaki dregið útlagðan
kostnað sinn vegna viðgerða frá um-
saminni leigu með samþykki úttekt-
armanna. Úttektarmaður gefur skrif-
lega lýsingu á húsnæði við upphaf og
lok leigutíma, ef aðilar óska.
Þeir sem óska aðstoðar úttektar-
manna snúi sér símleiðis eða bréf-
leiðis til skrifstofu borgarstjóra, sími
18800, en kostnað af vinnu úttektar-
manna greiða aðilar sjálfir. - GAJ
Kór meistaraflokks KR.
Meistaraflokkur KR
syngur inn á plötu
Meistaraflokksmönnum KR í knatt-
spyrnu er fleira til lista lagt en að skora
mörg. Nýkomin er á markaðinn
hljómplata með söng þeirra. — Þetta
mun vera í fyrsta skipti, sem knatt-
spyrnulið tekur sig til og syngur inn á
plötu.
Á þessari fyrstu KR-plötu eru tvö
lög. Þau eru „Áfram KR” og
„Mörk”. Árni Sigurðsson samdi bæði
lögin. Hið fyrra er baráttusöngur KR-
inga, en seinna lagið segir frá knatt-
spyrnuaðdáanda nokkrum, sem
dreymir um að sjá mörk og aftur mörk.
Að sjálfsögðu eru það eingöngu KR-
ingar, sem sjá um undirleik á plötunni.
Þeir eru Jónas Þ. Þórisson píanóleik-
ari, Ragnar Sigurðsson leikur á gítar,
Kristinn I. Sigurjónsson á bassa, Þor-
leifur Gíslason og Stefán S. Stefánsson
á saxófóna og útgefandi plötunnar
Guðjón B. Hilmarsson hægri bak-
vörður í KR á trommur. Lagahöfund-
urinn, Árni Sigurðsson sér um söng á
plötunni með liðsmönnum meistara-
flokks KR. Hann leikur einnig með á
belggítar.
Upptakan fór fram hjá Tóntækni hf.
í byrjun síðasta sumars. Upptöku-
maður var Sigurður Árnason.
- ÁT
TJALMÐ AF STAD
0GUPPÁNÆSTA
Snarpar vindhviður gengu yfir borgina aðfaranótt sunnudagsins og um miðnættió
náði ein að svipta upp kúnstugu tjaldi, sem búið var að koma upp á útimarkaðnum á
Lækjartorgi. Fauk tjaldið — kúlulaga og snjóhúslegt — upp á næsta tjald.
Lögreglan var kölluð til og aðstandendur tjaldsins, sem tóku það niður og fóru með
heim. önnur tilraun verður gerð með það. DB-mynd- S Þ