Dagblaðið - 10.12.1979, Síða 10

Dagblaðið - 10.12.1979, Síða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 1979. Þad spillir ekki fyrir frægðinni aðveratvíburar Mikla athygli vekur jafnan ef systur taka upp á þvi að koma fram opinberlega á einhverju sviði, til dæmis sem tízkusýningarstúlkur. Ekki spillir ef þær eru tvíburar og langbezt ef þær eru eineggja. Þá er framtíðin björt. Þessar tvær, sem við sjáum hér á myndinni sætar og rjóðar (hvaða vitleysa, þetta er svart/hvít mynd) heita Sharon og Tina Bond. Þær fallast fúslega á að það hafi verið þeim mjög til framdráttar á frama- brautinni að vera eineggja tvíburar — þær hafa sumsé lagt sönglistina fyrir sig síðan þær voru tólf ára gamlar og nú hafa þær verið í „bransanum” i fimm ár. Glöggir lesendur ættu því að eiga auðvelt með að reikna út aldurþeirra. Sharon og Tina hafa nýlega sungið inn á sína fyrstu tveggja laga plötu. Aðallag hennar heitir Pretty Boy (Sætur strákur). Róm: Tvær miklar sprengingar —níu slasast á skrif stof u brezka og ísraelska f lugfélagsins Ný og áður óþekkt hreyfing sem kallar sig armensku andspyrnu- hreyfinguna hefur lýst sig ábyrga fyrir sprengingunum. Sá sem hringdi áskrif- stofur Reuter fréttastofunnar í Róm og lýsti sökinni á hendur hreyfingunni sagði að flugfélögin tvö hefðu verið valin sérstaklega og tilgangurinn væri að berjast gegn tyrkneskum fasistum og nýlendusinnum i heiminum. Var beðið afsökunar á þvi að saklaust fólk skyldi verða fórnardýr sprenginganna. Af þeim niu sem slösuðust urðu itölsk hjón einna alvarlegast úti. Flestir slösuðust í síðari sprengingunni sem varö fyrir utan brezka flugfélagið. Var það fólk sem kom aðvífandi er það heyrði sprengingarnar frá skrifstofu El Al. í nóvember síðastliðnum lýsti önnur hreyfing Armeniumanna sök á hendur sér vegna sprenginga við skrif stofur tyrkneska flugfélagsins í Róm og Milanó. Thailand: Herinn stöðvar vatns- og matarsendingar Thailenski herinn hefur undan- farið hvað eftir annað komið í veg fyrir að matur og vatn væri flutt til fióttamannabúða sem eru rétt innan landamæra Kambódíu. Samkvæmt fregnum fráThailandi er ástandið nú orðið mjög alvariegt i búðunum sem víðar en þar eru nú um það bil tvö hundruð þúsund manns. Stjómendur búðanna, sem eru Kambódíumenn hafa hingað til neitað fólki þar um leyfi til að halda áfram til Thailands. Aðeins i fárra kílómetra fjarlægð eru móttöku- stöðvar fyrir flóttamenn innan landa- mæra Thailands. Fulltrúi Rauða krossins, sem komið hefur til búðanna í Kambódíu, segir að ekki séu matarbirgðir þar nema til þriggja daga og vatns- skortur séu orðinn þar tilfinnanlegur nú þegar. Thailenzk yfirvöld hafa tilkynnt 'að ekki verði heimilaðar matar- og vatnssendingar til búðanna innan kambódísku landamæranna fyrr en i það minnsta átta þúsund manns fái að fara þaðan daglega til Thailands. Fulltrúar þeirra hjálparstofnana sem aðstoða flóttafólkið hafa þungar áhyggjur af ástandinu. Einn þeirra, Walter Nichler, sagði í Bonn fyrir nokkrum dögum að líklega væri ástandið meðal fióttafólks frá Kambódíu að ná hámarki hörmung- anna um þessar mundir. Hryllingur hungurs og bjargarskorts væri nú fyrst að byrja. Níu manns, þar af tveir Kanada- menn og vestur-þýzkur prestur slösuðust er sprengja sprakk á skrif- stofum tveggja flugfélaga í Róm í gær- kvöld. Voru þar brezka flugfélagið British Airways og El Al, ísraelska fiugfélagið. i AÐ SNÚA HEIM. Eftir áralanga baráttu f útlegð eru nú loks allar horfur á að skæruliðaleiðtogarnir Joshua Nkomo, til vinstri á myndinni, og Robert Mugabe fái að snúa aftur til Zimbabwe'Ródesfu. Samningar eru um það bil að takast á milli þeirra og Muzorewa biskups og forsætisráðherra rikisstjórnarinnar i Salisbury. Erlendar fréttir íranogBandaríkin: Vánce leitar háfama um viðskiptabann Bandaríkjamenn vinna stöðugt að þvi að finna leiðir til að gíslamir í bandaríska sendiráðinu i Teheran verði látnir lausir. í gærkvöldi flaug Cirus Vance, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Evrópu en þar hyggst hann ræða við forustumenn í bandalagsríkjum lands síns um möguleika á viðskiptabanni á íran. Sabeq Qotbzadeh, utanríkis- ráðherra írans, sagði aftur á móti i gær að land hans gæti auðveldlega staðizt slíkt bann eða aðrar efnahags- legar þvinganir. — Við getum raunverulega fengið allt sem okkur- lystir hvaðan sem er úr heiminum, nema þá frá Bandaríkjunum sagði ráðherrann i sjónvarpsviðtali sem tekið var í Teheran en útvarpaö um Vestur-Evrópu og Bandaríkin í gær. Hann ítrekaði fyrri yfirlýsingar írönsku stjórnarinnar um að gíslarnir yrðu leiddir fyrir rétt og þar kannaður þáttur þeirra í banda- rískum afskiptum í íran síðastliðinn aldarfjórðung. Farið yrði líkt að og við bandaríska dómstóla og valdir yrðu kviðdómendur. Mundi það taka um það bil tíu daga að sögn íranska utanríkisráðherrans. Haft var eftir heimildum meðal ættingja gislanna i bandaríska sendiráðinu að Jimmy Carter Banda- ríkjaforseti hefði sagt þeim að hann mundi leita eftir að allsherjar viðskiptabann yrði sett á íran efi gíslarnir yrðu leiddir fyrir rétt. Vance, bandariski utanrikis- ráðherrann, mun hafa skamma viðdvöl í London, París, Róm og Bonn og ræða þar husanlegar efna- hagslegar aðgerðir gegn íran eins og áður sagði. Vitað er að nokkrir sendimenn frá ríkjum i Vestur- Evrópu og Miðausturlöndum hafa farið til Teheran og beðið gíslunum griða. Ekki hefur Bandaríkjastjórn viljað viðurkenna neinn þátt i þeim ferðum og sagt að sendimennirnir hefðu engin umboð til samninga. Amnesty Intemational: 4 ARA FANGELSIFYRIR IRÚARATHAFNIR SÍNAR —Gregory Sekack í Sovétríkjunum einn af fímm samvizkuf öngunum sem íslandsdeildin starfar fyrir „Hann var dæmdur í apríl árið 1976 til fjögurra ára fangelsisvistar fyrir trúarathafnir sinar. Gregory Sekack hafði verið prestur í rétl- trúnaðarkirkjunni þangað til árið 1962 en þá var hann rekinn úr henni fyrir að leyfa börnum að taka þátt í messum, samkvæmt fregnum úr sovézku dagblaði. Gregory Sekack er einn þeirra fimm samvizkufanga sem íslandsdeild Amnesty Internalional samtakanna hefur starfað fyrir á þessu ári. Hann er frá Sovétríkjunum. Félagar í Amnesty International um allan heim störfuðu á síðast- liðnu starfsári (30.4 ’78 til 30.4. ’79). fyrir 4153 samvizkufanga. Þar af voru rúmlega fimmtán hundruð nýir aðilar. í skýrslu Amnesty International segir að víða í rómönsku Ameriku hafi verið haldið áfram þeirri iðju að láta pólitíska andstæðinga hverfa sporlaust. Siðan finnist líkin löngu eftir að fórnarlömbin hafi verið tekin höndum. í þessu sam- bandi eru nefnd lönd eins og Argen- tína, Chile, Kólombía, E1 Salvador, Guatemala., Mexikó, Nicaragua, Paraguay, og Uruguay. í mörgum Asíulöndum hafi ekki verið slakað á fangelsunum án réttarmeðferðar, auk morða. Eru nefnd ríki eins og Afghanistan, Kina, Kambódía, Nepal, Pakistan, Filippseyjar og Taiwan. Samvizkufangarnir fimm sem hin íslenzka deild Amnesty International hefur reynt að hjálpa, eru i Sovétríkj- unum, Júgóslavíu, Argentínu, Taiwan og Ródesíu.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.