Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 10.12.1979, Qupperneq 11

Dagblaðið - 10.12.1979, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 1979. 11 Erlendar fréttir REUTER iran: H a BARIZT UM VOLDIN í BORGINNITABRIZ Bardagar á milli stuðningsmanna tveggja helztu trúarleiðtoganna í íran voru mjög harðir í gærkvöldi í borg- inni Tabriz. Hún er í norðvesturhluta landsins næst Sovétríkjunum þar sem andstaðan gegn Khomeini trúarleið- toga er mest. >ar reyndu stuðningsmenn Kazem Sahriat-Madari að ná aftur á vald sitt útvarps- og sjónvarpsstöð borgar- innar sem herlið hollt Khomeini náði úr höndum stuðningsmanna hins fyrrnefnda í gær. Vitað er að í það minnsta fimm manns féllu og 26 særðust í bardögunum. Er siðast fréttist höfðu menn Khomeinis stöðina enn á sínu valdi. í miðborg Tabriz höfðu menn Sahriat-Madari aftur á móti betur og réðu yfir aðalaðsetri ríkisstjóra stjórnarinnar i Teheran. Uppreisn íbúa Azerbaijansfylkis hófst í síðustu viku, er tilkynnt var um að tveir trúarleiðtogar þeirra hefðu verið ráðnir af dögum í hinni heilögu borg Qom. íbúar Azerbaijan tala tyrknesku, og hafa lengi verið litt hrifnir af valdinu frá Teheran, eru enn minna hrifnir af hinni nýju stjórnarskrá Irans sem leggur nær öll völd í hendur Khomeini. Vilja þeir fá meiri heimastjórn fylkis sins. >ar fara þeir i kjölfar Kúrda, Balukka og Turkomena. Hugsanlcgt er að óróinn i Azerbaijan eigi eftir að breiðast út víðar um íran. Sýður upp iír hjá Ubýu og PLO Missætti á milli PLO, samtaka Palestínuaraba, ogGaddafi þjóðarleið- toga í Líbýu hefur skyndilega komið upp á yfirborðið og valdið vinslitum. Hefur verið tilkynnt í Tripoli í Líbýu að fulltrúa PLO samtakanna hafi verið vísað þar úr landi og skrifstofum þeirra lokað. Samkvæmt heimildum innan PLO er Gaddafi ekki ánægður með starfsað- ferðir PLO og vill að teknar verði upp herskárri vinnubrögð. Deilurnar komu Ijóslega fram í lok síðustu viku er fulltrúar PLO í Tripólí ásökuðu libýska öryggisverði um að hafa lokað fyrir allan aðgang að skrifstofu PLO i borg- inni. Líbýumenn báru á móti þessum ásökunum en i gærkvöldi visuðu þeir fulltrúa PLO opinberlega úr landi, að því er palestínska fréttastofan sagði. í fregnum frá fréttastofunni sagði einnig að palestínskum stúdentum í Líbýu hefði verið tilkynnt að þeir mættu búast við brottvísun lika ef þeir tækju sig ekki til og stofnuðu skæru- liðasveitir meðal félaga sinna. Fulltrúar PLO hafa áður skorað á libýsk yfirvöld að skipta sér ekki af málefnum samtakanna. Haft er eftir Yasser Arafat að líbýzk sendiráð um allan heim mundu verða tekin herskildi af liðsmönnum í PLO ef skrifstofa samtakanna í Tripoli yrði ekki látin afskiptalaus. Talsmenn samtakanna hafa sakað Gaddafi um að hann vilji ná yfirráðum yfir þeim og svipta þau sjálf- stæði sinu. Samkvæmt heimildum innan PLO endurspegla deilurnar á milli þeirra og Libýumanna andstæðar fylkingar, sem ekki eru sammála um hve harðar aðgerðir eigi að gera gegn Israelsmönn- um og öðrum þeim sem berjast eigi gegn. Talsmenn þeirra sem meira mega sin innan PLO um þessar mundir vilja fara sér hægt, þar sem ekki megi spilla þeim árangri sem náðst hafi á undan- förnum mánuðum. kim Jae Kyu fyrrum yfirmaður öryggislögreglu Suður-Kóreu hefur nú verið leidd- ur fyrir rétt og ákærður fyrir morðið á Park forseta landsins. Myndin sýnir er hann mætti fyrir dómarann í fyrsta skipti. Allt viröist með kvrrum kjörum í Suður-Kóreu eftir fall Parks en margir höfðu óttazt að upp úr s.vði. Frá Hlíöarhúsum til Bjarma- lands er stórskemmtileg minn- ingabók, létt og leikandi frá- sögn, m.a. af nágrönnunum á Vesturgötunni og lífinu í Reykja- vík í upphafi aldarinnar, félög- unum og brekum þeirra og bernskuleikjum, námsárunum í Menntaskólanum og kennara- liði skólans, stjórnmálaafskipt- um og stofnun Alþýðusam- bands íslands á heimili foreldr- anna, aðdraganda að lausn sambandsmáisins við Dani, stofnun Jafnaðarmannafélags- ins og átökum í Alþýðuflokkn- um, sögulegri för höfundarins og Brynjólfs Bjarnasonar á 2. þing Alþjóðasambands Komm- únista í Leningrad 1920 o.fl. Auk þess að vera bráðskemmti- leg, hefur þessi bók mikið menningarsögulegt gildi. Hér er skráð mikil saga löngu liöinna tíma, — saga, sem nær óslitið yfir tvær aldir og spann- ar ágrip af sögu sex kynslóða. í samanþjöppuðu formi er hér sögð saga Eggerts Ólafssonar í Hergilsey og barna hans, rakin fjölmörg drög að ættum þeim, er að honum stóðu, og eins að konum hans. Og hér er að finna staðalýsingar, sem gera sögusviðið og lífsbaráttu fólksins Ijóslifandi. Þá mun engum gleymast örlög systr- anna Guðrúnar elstu og Stein- unnar, en þær eru ættmæður fjöimennra kynkvísia, svo margir geta hér fræðst um upp- runa sinn í sögu þeirra. Sú þjóðlífsmynd, sem hér er brugðið upp, má aldrei mást út né falla í gleymsku. JÁTVARÐUR J. JULIU: AGRIP ÆTTARSAGNA HERGILSEYINGA SKUGGSJÁ Þessi bók fjallar um efni, sem lítt hefur verið aðgengilegt is- lenzkum lesendum til þessa. Sagt er frá lífi og störfum heims- kunnra vísindamanna, sem með vísindaafrekum sínum ruddu brautina og bægðu hungri, sjúkdómum og fátækt frá dyrum fjöldans. Þeir fórn- uðu lífi sínu og starfskröftum í þágu heildarinnar, sköpuðu nýja möguleika, sem þeir, er á eftir komu, gátu byggt á og aukið við. Ævikjör þessara frumherja vísindanna og hinar stórstígu framfarir í lyfja- og læknisfræði varðar okkur öll. í bókinni eru 20 teikningar af þessum. kunnu vísindamönn- um gérðar af Eiríki Smith, list- málara.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.