Dagblaðið - 10.12.1979, Qupperneq 21
21
Iþróttir
Iþróttir
I
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 1979.
i
Iþróttir
Iþróttir
Klúður IS að
tapa fyrir ÍR
— IRvann 102-101 íHagaskólanum
ÍR-ingar eru enn með i baráttunni
m íslandsmeistaratitilinn í körfu-
knattleik eftir nauman sigur á Stúdent-
um i íþróttahúsi Hagaskóla í gærkvöld.
ÍR sigraöi 102—101 eftir að Stúdent-
arnir höfðu leitt lengst af í leiknum og
haft yflr i leikhléi, 61—50. Undir lok
leiksins fór hins vegar flest úr böndun-
um hjá ÍS og liðið situr því enn eitt og
yfirgefið á botni deildarinnar. Úrslit
siðustu leikja ÍS sýna það og staðfesta
að ekki er mikill munur á beztu og lök-
ustu liðum deildarinnar. Heppnin var
hins vegar ekki fylgifiskur ÍS að þessu
sinni og því fór sem fór.
ÍS náði fljótlega undirtökunum í
leiknum og virtist leikgleði ÍR-inganna
alveg í lágmarki. ÍS komst í 16—10 en
ÍR náði að jafna 24—24 um miðjan
hálfleikinn. ÍS hélt áfram á sömu braut
og tókst að komast örugglega yfir að
nýju og þegar 4 mín. voru til leikhlés
munaði 9 stigum, 50—41. Hálfleiks-
tölururðu hinsvegaról—50 og þaðvar
mikiðskoraðí Hagaskólanum. Varnar-
leikurinn látinn lönd og leið og öll
áherzla lögð á sóknina.
Þessi munur hélzt til að byrja með í
siðari hálfleiknum og t.d. leiddi ÍS 72—
62. Þá kom mjög góður kafli hjá ÍR og
liðið breytti stöðunni í 79—76 sér i hag
og síðan 85—80. Stúdentarnir neituðu
að gefast upp og komust enn yfir 91 —
90. Liðin voru ákaflega jöfn lokakafl-
ann og skiptust á um að skora. Þegar
56 sek. voru til leiksloka leiddi ÍR
100—99 og tókst að bæta það í 102—99
þegar 36 sek. voru eftir. Trent Smock
skoraði fyrir ÍS 101—102 þegar 26 sek.
voru eftir. ÍR náði knettinum og tókst
að halda honum út leiktímann. Þó voru
IR-ingar afar heppnir að tapa ekki
knettinum lokakaflann og eitt skiptið
héldu þeir knettinum á afar vafasaman
hátt. Stefán Kristjánsson náði ekki að
grípa knöttinn almennilega og missti
hann aftur yfir endalínu. Eitthvað var
stjakað við honum en ekkert dæmt.
Það vakti því undrun er ÍR var
dæmdur boltinn. Þarna átti annað
hvort að dæma brot á varnarmanninn
eða þá að ÍS átti að fá knöttinn.
Hvorugt gerðist. Þó er engin ástæða til
að ætla að saka dómarana um hvernig
fór. Stúdentar geta engum nema sjálf-
um sér um kennt.
Stig ÍR: Kristinn Jörundsson 33,
Mark Christensen 24; Kolbeinn Krist-
insson 18, Stefán Kristjánsson 15 og
Jón Jörundsson 12.
Stig ÍS: Trent Smock 44, Bjarni
Gunnar Sveinsson 18, Gísli Gíslason
13, Jón Héðinsson 8, Ólafur Thorodd-
sen 6, Gunnar Thors 6, Albert Guð-
mundsson 4 og Atli Arason 2.
Dómarar voru þeir Kristbjörn Al-
bertsson og Ingi Gunnarsson og
dæmdu lengst af ágætlega.
-SSv.
Staðan í úr-
valsdeildinni
Staðan í úrvalsdeildinni eftir leiki
helgarinnar:
Njarðvik — KR 74—76
ÍR — ÍS 102—101
Njarðvík 9 7 2 765—717 14
KR 9 6 3 716—658 12
Valur 8 5 3 684—664 10
ÍR 8 4 4 680—709 8
Fram 8 2 6 622—665 4
ÍS 8 1 7 697—724 2
Síðustu leikirnir á þessu ári verða í
vikunni. Á miðvikudag leika Valur og
ÍS kl. 19 i Hagaskólanum og nk.
sunnudag leika Fram og ÍR kl. 14.
Stigahæstu menn eru nú:
Trent Smock, ÍS 277 stig
John Johnson, Fram 245
Tim Dwyer, Val 221
Jón Sigurðsson, KR 215
Kristinn Jörundsson, ÍR 183
Mark Christensen, ÍR 178
Símon Ólafsson, Fram 168
Ted Bee, Njarðvík 167
Njarðvíkingar áttu
ekki svar við Jóni
— hann skoraði 30 stig í76-74 sigri KR í Njarðvík
Körfuknattleikur, úrvalsdcild, UMFN
— KR, 74—76 (35—35)
Greinilegt var á áhorfendaskaranum
sem fyllti íþróttahúsið i Njarðvík á
laugardaginn, þegar UMFN og KR
kepptu i 'úrvalsdeidlinni, að mikið var í
húfi, fyrir báða aðila. Njarðvikingar
sem voru efstir i deildlinni sáu mikla
möguleika á að bæta enn við forskotið,
vegna þess að bezti KR-ingurinn Jack-
son, var í leikbanni, en þrátt fyrir það
mátti fullvíst telja að þeir seldu sig dýrt
— berðust til seinasta blóðdropa.
Aldrei þessu vant voru einkennis-
klæddir lögregluþjónar hafðir innan
dyra, en þess var krafizt til að tryggja
öryggi dómaranna, sem fengu heldur
óblíðar móttökur í höfuðborginni fyrir
skömmu. Allt fór fram með ró og
spekt, — hvorki dómarar né leikmenn
urðu fyrir neinu aðkasti, þrátt fyrir
ósigur heimamanna, 74—76.
Öðrum fremur var það Jón Sigurðs-
son, sem átti stærstan þáttinn í sigri
KR-inga. Njarðvíkingar réðu hreinlega
ekkert við Jón sem skoraði samtals 30
K
Jón Sigurðsson var óstöðvandi i
Njarðvík er KR-ingar lögðu heima-
menn 76—74 í úrvalsdeildinni á laugar-
dag.
stig, úr öllum mögulegum færum, auk
þess sem hann var grimmur í fráköst-
unum og komst inn í sendingar UMFN,
á þýðingarmiklum augnablikum.
Dugnaður hans og sigurvilji kostaði
hann auðvitað fimm villur áður en
lauk, en hann yfirgaf völlinn þeirra
vegna, þegar tæp mínúta var til loka.
KR-ingar höfðu þá fjögurra stiga
forustu, 76—72. Njarðvíkingar hugðu
þvi gott til glóðarinnar og ætluðu
sannarlega að jafna metin að minnsta
kosti, en þrátt fyrir villu á Geir Þor-
steinsson, sem nú lék gegn sínum
gömlu félögum, þegar 29 sek. voru
eftir, þá nægði tíminn ekki að þessu
sinni fyrir UMFN að skora þau fjögur
sem vantaði, til að fá framlengingu,
þeir náðu aðeins tveimur, stigum
Jónasar Jóhannessonar.
Annars var leikurinn í járnum
framan af. Birgir Guðbjörnsson, sem
átti mjög góðan leik, skoraði tvær
fyrstu körfurnar fyrir KR-inga, en
hann var mjög kræfur í leiknum, en
Guðsteinn Ingimarsson og Gunnar
Þorvarðarson, beztu menn UMFN,
svöruðu fyrir UMFN. Síðan tók Jón
Sigurðsson heldur betur við sér og
skoraði í tvígang fyrir KR. Um miðjan
hálfleikinn var staðan jöfn, 22—22, en
þá tóku Njarðvíkingar mikinn fjörkipp
og náðu 8 stiga forskoti. Héldu menn
nú að „kanaleysið” væri aðsegja til sín
hjá KR-ingum, en svo var nú aldeilis
ekki. Áður en leikhléshringingin gall
við var staðan jöfn, 35—35.
Seinni hálfleikinn léku KR-ingar af
mikilli yfirvegun og aldrei með ncitt
fum eða fát. Jón Sigurðsson, var eins
og áður drýgstur við að skora, — af
fyrstu 10 í hálfleiknum, skoraði hann
átta, en UMFN, reyndi að halda i \ ið
KR-inga — sérstaklega Ted Bee — en
allt kom fyrir ekki. Smám saman dró
sundur með liðunum, þó aldrei mcira
en sjö stig.
Auk Jóns og Birgis áttu þeir Gcir
Þorsteinsson og Garðar Jóhannesson
góðan leik. Geir er að finna sig æ bctur
í KR-liðinu og Garðar er ávallt santi
dugnaðarforkurinn.
Ted Bee hefur oft verið bctri með
UMFN-liðinu en í þessum leik, en
Gunnar og Guðsteinn bættu það
nokkuð upp. Annars var eilthverl slen
yfir liðinu og þeir áttuðu sig ekki fylli-
lega á KR-ingum. Sennilega hafa þeir
tekið einum of seint upp „pressuna”.
Áður en leikurinn hófst var frá þvi
skýrt að Lionsklúbbur Njarðvíkur
hefði gefið UMFN myndsegulbands-
tæki að andvirði 2,2 milljónir króna.
Vonandi verður það þeim til gagns i
framtiðinni, þvi ekki er ónýtt að gcta
skoðað leikina eftir á og barið i brcst-
ina.
Stigahæstu menn UMFN: Gunnar
Þorvarðarson 23, Ted Bec 21, Guð-
steinn Ingimarsson 10, Júlíus Valgcirs
son 6.
Stigahæstu menn KR: Jón Sigurðs-
son 30, Garðar Jóhannesson 14, Gcir
Þorsteinsson og Birgir Guðbjörnsson
10 hvor.
- cmm
Nýkomi
„Exclusive
FÖT
MEÐ
VESTI
RÐURINN
AÐALSTRfETI 8
REYKeJAVlK-
SÍMI 1EE34