Dagblaðið - 10.12.1979, Side 27
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 1979.
/* " _
ARIN MIN (0G GUNNLA UGS)
27
N
Grete Linck Grönbech:
ARIN OKKAR GUNNLAUGS
AB, 199 bh.
Gunnlaugur heitinn Scheving list-
málari var maður mjög dulur og það
tók jafnvel nánustu vini hans mörg ár
að kynnast einkahögum hans og for-
tíð. Margir þeirra höfðu t.d. lengi vel
ekki hugmynd um að á síðustu náms-
árum sínum í Kaupmannahöfn,
1928—31, hafði Gunnlaugur kynnst
ungri danskri listakonu, Grete Linck,
og gengu þau i hjónaband árið 1932.
Frá 1931—36 bjuggu þau síðan á
Seyðisfirði, heimabæ Gunnlaugs, en
árið 1936 fluttu þau til Reykjavikur.
Sumarið 1938 fór Grete svo til síns
heima. Sagt hefur verið að fátæktin
og stríðið hafi skilið þau að, en Grete
giftist svo dönskum listamanni,
gömlum skólabróður sínum, árið
1942.
Nú voru þetta afar mikilvæg ár
fyrir Gunnlaug sem listamann, bæði
sjálfur námstíminn og árin þar á
eftir, en á þeim tíma er hann smátt og
smátt að vinna sig frá dramatískri en
talsvert drungalegri túlkun á íslensku
mannlífi og leggja drög að hinum
voldugu málverkum sínum, glóandi
af kyrrð og djúpum litum.
Rómantískur blær
Það væri hreint ekki lítils virði að
geta leitað til marktækra samtima-
heimilda, ekki aðeins um skólun
Gunnlaugs og listrænan þroska,
heldur einnig um hugsanagang hans, ■
skaphöfn, skoðanir og ástríður. Að
vísu er margt að finna í bók Matthias
ar Johannessen um listamanninn,
t.d. um kennara Gunnlaugs, nokkra
kunningja, vistarverur, stöku lista-
verk og fieira. En þar er Gunnlaugur
að rifja upp hið liðna og bregður
kannski rómantiskum blæ yfir fortíð-
ina sem samtímaheimildir gætu
dregið úr. En um eitt er Gunnlaugur
undarlega þögull en það er hjóna-
band sitt. Það fær sem svarar hálfri
síðu í allri bók Matthiasar. Snemma í
henni segir hann einfaldlega: „Við
fluttumst heim til Seyðisfjarðar, og
fórum að búa saman, síðan til
Reykjavíkur og sýndum þar saman
1933, en i byrjun stríðsins var stúlkan
mín erlendis, — og við skildum að
lögum nokkrum árum síðar.'Ég hef
siðan verið í Reykjavik og nágrenni
og haft það gott . . .” (bls. 53—54).
Siðar segir Gunnlaugur: „Við bjugg-
um hér saman nokkur ár, en svo fór
hún til Danmerkur, skömmu áður en
Þjóðverjar gerðu innrás í landið og
komst ekki heim aftur. Eftir stríðið
sagðist hún hafa kynnst manni, sem
hún vildi giftast, og bað mig um
skilnað þegar i stað . . . Þetta hafði
litil áhrif á mig. Ég er kaldlyndur, ef
með þarf. Ég vil halda allri bliðu frá
mér.” (bls. 208).
37stiga ást
Um ástina segir Gunnlaugur loks:
„Ástin er ekki nema þessi venjulegu
37 stig og mér finnst bæði barnalegt
og tilgangslaust að streistast við það
alla ævi að koma henni upp í 52 stig,
sem eru ekki til.” (bls. 210). Er þetta
rétt mynd af manninum Gunnlaugi
Scheving og ef svo er, hvers eðlis
hefur þá hjónaband þeirra Grete
Linck verið? Nú þekkti ég Gunnlaug
ekki vel en finnst næsta ólíklegt að
maður sem sýnir af sér svo sterkar til-
finningar í málverki eins og hann
gerir og viðurkenndi auk þess að hann
táraðist yfir fallegri tónlist skuli vera
alveg tilfinningalaus í þessum efnum.
Er ekki líklegra að aðskilnaðurinn
hafi fengið svo á Gunnlaug að hann
hafi ásett sér að hugsa ekki meira um
ástina, eða þá að hjónabandið sjálft
hafi í raun verið þungur kross sem á
endanum hafi gert Gunnlaug bitran
og flýtt fyrir því að eiginkona hans
hvarf af landi?
Smáborgaralegir
fordómar
Það verður að segjast eins og er að
svörin við þessu er ekki að finna i
endurminningabók Grete Linck
sjálfrar sem AB hefur gefið út undir
nafninu Árin okkar Gunnlaugs.
Reyndar er ansi litið gagn að bókinni
ef á heildina er litið — og lítið
gaman. Það bætir ekki úr skák að
höfundur er ekki lipur penni, er
mikið fyrir málalengingar og á erfitt
með að greina aðalatriði frá aukaat-
riðum — og þó skilst mér að bókin
hafi verið stytt verulega i þýðingu.
Höfuðgallar bókarinnar virðast samt
eiga rætur sínar að rekja til skapferlis
höfundar annars vegar og uppeldis
hins vegar. Grete Linck er af settlegri
millistéttarfjölskyldu og alls staðar
skina í gegnum skrif hennar ýmsir
smáborgaralegir fordómar. Það er
ekki á bók hennar að sjá að hún hafi
fundið sig knúna til listsköpunar
heldur er hún eins konar framhald á
handavinnu, nokkuð sem prýða
mátti yngismeyjar. Hún hænist að
Gunnlaugi í listaskólanum, þau
haldást í hendur og eru þar með trú-
lofuð. Það er ekki Ijóst hvers vegna
Gunnlaugur varð fyrir valinu en
kannski var það bara ævintýralegt að
vera trúlofaður og ekki síst þegar
karlmaðurinn var frá því fjarlæga og
rómantíska Iandi, íslandi. Unga
parið er alsælt og þau fara i göngu-
ferðir en Grete man þó eftir að hafa
með sér pappír til að hlífa nýju
kápunni sinni, skyldu þau setjast á
bakk.
Ekkert grín
En Islendingurinn er dálitið rusta-
legur og Grete kennir honum manna-
siði við matarborðið og hún tekur
það skýrt fram, þegar þau fara í
ferðalög saman, að þau hafi sofið sitt
í hvoru herberginu, —jafnvel eftir að
þau eru gift og komin til íslands.
Nú hefur það sjálfsagt ekki verið
grín fyrir unga stúlku frá Danmörku
að setjast að á íslandi á því herrans
ári 1932, í kreppunni miðri, allra sist
úti á landsbyggðinni. En þær létu sig
nú hafa það sumar og gerðu sér gott
af, enda hafa mikil ást og stórar hug-
sjónir eflaust verið þar með i spilinu.
Hvorugu er fyrir að fara í endur-
minningum Grete frá þessum tima
enda fer flest í taugarnar á henni, —
veðráttan, mataræðið, þumbaralegir
íslendingarnir og svo fátæktin, en
ánægju hefur hún samt af börnum,
dýrum og landslaginu á góðviðrisdög-
um. Það særir hana líka þegar list-
vinir eins og Guðbrandur Jónsson
prófessor og Markús ívarsson sækj-
ast eftir myndum Gunnlaugs en
hafna hennar verkum, — sem er
raunar vel skiljanlegt ef marka má
Ijósmyndir sem prentaðar voru í Vik-
unni fyrir nokkrum mánuðum með
viðtali.
Hafin yfir
gagnrýni
Allt um það lætur hún að því liggja
að listasmekkur þessara heiðurs-
manna hafi ekki verið óbrigðull og
notar meira að segja tækifærið til að
endursegja rætinn orðróm um
prófessorinn og væna Markús um
óheilindi. En ekki dettur Grete í hug
að líta í eigin barm, nú 45 árum síðar,
til að kanna hvort framkoma hennar
sjálfrar hafi ávallt verið hafin yfir
gagnrýni. Það er reyndar næstum
takmarkalaus sjálfselska sem ein-
kennir þessa frásögn Grete Linck og
Gunnlaugur sjálfur kemur þar við
sögu aðeins sem eins konar taglhnýt-
ingur hennar. Bókin gæti þess vegna
heitið Árin mín á íslandi. Þegar
námsárunum í Danmörku sleppir
fáum viðeiginlega cngar fregnir af því
hvað Gunnlaiigur aðhafðist sem
myndlistarmaður, hvað hann
hugsaði og hvernig hann vann. Það
er á köflum eins og myndlist hafi
yfirleitt ekki verið til umræðuþeirra á
meðal, þaðan af síður stunduð.
firði árið 1935,ræddi mikið við
Gunnlaug en virti hana ekki viðlils.
Um manninn segir hún: ,,(Hann) var
rithöfundur og kvæntur leikkonunni
Eriku Mann . . . hann var að safna
efni i bók á íslandi.” Ekki virðist hún
gera sér grein fyrir þvi cftir öll þcssi
ár að þarna var á ferð W.H. Auden,
eitt helsta Ijóðskáld vorra tíma.
En virðum það sem vel cr gcrt. Við
laum i bókinni ntjög skýra mynd at'
fátækt og umkomulcysi fólks á þcss-
um áratug og það niætti svosem
ímynda sér að það hafi verið Örbitgð
kerling scm skildi þau að, Gunnlaug
og Grete. En hcfði Grctc hal't til að
Bók
menntir
Tr
AÐALSTEINN r; m
INGÓLFSSON iL—---— JSl
Meiri ástúð
í staðinn eru vandlega tíunduð alls
konar óþægindi sem Grete verður
fyrir, — erfiðar kamarferðir, vaskar
sem ekki eru þrifnir, þrátt smjör,
stríðnir unglingar o.s.frv. Og undar-
lega sljó er Grete á köflum, eins og
þegar hún minnist á Englending sem
kom á sýningu þeirra hjóna á Seyðis-
bera meiri skilning, umburðarlyndi
ogástúðen fram kemur i minningum
hennar þá trúi ég ekki öðru en hægt
hefði verið að bjóða fátæktinni byrg-
inn. En þá hefði þcssi bók ckki
heldur verið skrifuð.
Þýðing Jóhönnu Þráinsdóttur
virðist ntér vel af hendi leyst og mál-
far allt blátt áfram og cðlilect.
- \l
Kær kveðja til allra þeirra,
sem beðið hafa eftir ódýrri
ljósritunarvél fyrir
venjulegan pappír!
(OMIC)
LJ5)
Við bjóðum þér splúnkunýja OMIC SELEX
1100 LD fyrir aðeins:
Kr. 1.450.000.-
Þegar aðrar sambærilegar vélar kosta
frá 1.900 þúsundum upp í rúmlega
3 milljónir, ef ekki meira.
Sýningarvél í verzlun okkar.
Komið, skoðið - Hringið, skrifið.
%
SKRIFSTOFUVELAR H.F.
\+rx+J?