Dagblaðið - 10.12.1979, Side 31
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 1979.
31
NviarhfpJíjm
Stórmarkaðurinn
Bókaútgáfan Hildur hefur gefið út bókina Stór-
markaðurinn eftir Ib Henrik Cavling. Skúli Jensson
þýddi. Útáviö er Stórmarkaðurínn rísavaxið
verzlunarfyrirtæki þar sem hver af hinum mörgu
deildum gengur eins og vel smurt hjól I vél. En þegar
Birta er ráöin sem einkaritarí yngsta forstjórans, skilst
henni fljótt að bak við tjöldin er á ferðinni hættulegt
laumuspil.Bókin er 188 bls.
«
Erfingi Patricks
Mál og menning hefur sent frá sér unglingabókina
Erfingi Patricks eftir K.M. Peyton í þýðingu Silju
Aðalsteinsdóttur. Þetta er þriðja og síðasta bókin í
bókaflokknum um vandræðagripinn og hæfileika-
manninn Patrick Pennington, hinar bækurnar eru
Sautjánda sumar Patricks og Patrick og Rut Allar
þessar bækur hafa verið lesnar í útvarp og notið mik-
illa vinsælda, og þýðing Silju Aðalsteinsdóttur á fyrstu
bókinni hlaut verðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur fyrir
beztu þýð'ngar bama- og unglingabóka 1977.
Erfingi Patricks er 233 bls., prentuð í Prentsmiðj-
unni Hólum hf.
Nóttpabbi
Mál og menning hefur nýlega gefið út bamabókina
Náttpabbi eftir Maríu Gripe i þýðingu Vilborgar Dag
bjartsdóttur. Þetta er sérkennileg og falleg saga um
Júliu sem er föðurlaus og „náttpabbann" sem
hún eignast, manninn er gætir hennar á næturnar
meðan mamma hennar er á vakt. Þessi náttpabbi er
enginn venjulegur maður, svo á hann líka uglu sem
hann hefur með sér „i vinnuna”. Allir vita að uglur
vaka um nætur en sofa á daginn ...
Maria Gripe er meðal allra vinsælustu bamabóka-
höfunda á Norðurlöndum. Vilborg Dagbjartsdóttir las
þýðingu sina á Náttpabba i Morgunstund barnanna
fyrir nokkmm árum við miklar vinsældir, en áður
hafði hún fengið verðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur
fyrir þýðingu á annarri bók eftir Mariu Gripe.
Náttpabbi er 139 blaðsiður, prýdd mörgum falleg-
um myndum eftir Harald Gripe. Bókin er sett og
prentuð i Prentstofu Guðjóns ó., skeytingu og filmu-
vinnu annaðist Prentþjónustan.
Gerður Steinþórsdóttir cand. mag.
Kvenlýsingarf
Reykjavíkurskóldsögum
Út er komin Kvenlýsingar i sex Reykjavikurskáldsög-
um eftir seinni heimsstyrjöld. Höfundur er Geróur
Stelnþórsdóttir cand. mag. og er hér um að ræða rit-
gerð hennar til kandidatsprófs i islenzkum bókmennt-
um frá Háskóla íslands haustið 1978. Ðókin er gefin
út af Hinu íslenzka bókmenntafélagi i samvinnu við
Rannsóknastofnun í bókmenntafræði við Háskólann.
Er hún fjórða bókin i flokki fræóirita stofnunarinnar.
Skáldsögumar sex sem fjallað er um eru þessar:
Atómstöðin eftir Halldór Laxness, Disa Mjöll eftir
Þórunni Elfu Magnúsdóttur, Sóleyjarsaga eftir Elias
Mar, Sjötiu og niu af stöðinni eftir Indriða G. Þor-
steinsson, Dyr standa opnar eftir Jökul Jakobsson og
Dægurvisa eftir Jakobinu Sigurðardóttur. — Kvenlýs-
ingar í þessum sögum em kannaðar út frá hugmynda-
fræði kvenfrelsishreyfingarinnar. Skiptist bókin i tvo
meginhluta: í hinum fyrri er fjallað um karlveldisþjóð-
félagið og drepið á nokkrar hugmyndir sem mótað
hafa viðhorf til kvenna i vestrænni menningu. Þá er
lýst kvenfrelsisstefnu i bókmenntarannsóknum og
greiningaraðferðum feminiskra fræðimanna. í seinni
hluta eru sögumar kannaðar hver fyrir sig, staða
kvenna þar og sú hugmyndafrasði sem að baki býr.
Bókin er liðlega 220 bls. Oddi prentaði.
»
Nýjar lystrœningjabækur
ólafur Ormsson, sem þekktari er undir dulnefninu
Fáfnir Hrafnsson, sendir nú frá sér sina fyrstu skáld-
sögu: Stútungspunga. Þetta er meinfyndin ádeilu
saga, satira, sem segir frá Guðmundi bruggara á Akur-
eyri og sonum hans, Snorra Þór og Pjetri Diðrik. Á
kreppuárunum fylgja þeir ólíkum flokkum, Snorri er
kommúnisti en Pjetur nasisti. Þegar Snorri flytur tii
Reykjavíkur kastar hann þó fljótt trúnni á Jósep
Stalin og gengst hemámsgriSAanum á hönd. Sögunni
lýkur á frásögn af próf kjörsþátttöku Helga Brynjólfs
sonar Snorra.
Stútungspungar er ólik öðrum skáldsögum er nú
koma út. Þar er pólitískri geggjun lýst af svo miklum
húmor að lesandinn hlær sig máttlausan en öllu
gamni fylgir alvara. Nýr skáldsagnahöfundur hefur
bæst i hinn friöa flokk, höfundur sem er ólikur öllum
öðrum. Kápu gerði Ingi Hrafn. Lystræninginn gefur
út.
Skfmir
Út er kominn Skírnir fyrir árið 1979 ásamt hók
menntaskrá fyrir 1978. Þetta er 153 árgangur en rit
stjóri er ólafur Jónsson. í þessum árgangi er grein eftir
Kristinu Geirsdóttur sem nefnist Fáein alþýðieg orð,
grein eftiur Lýö Björnsson um Reykjavik, upphaf
höfuðstaðar, grein eftir Lúðvík Kristjánsson og Her
mann Pálsson. Birt eru tvö kvæði eftir Jón Thorodd
sen og Sveinn Skorri Höskuldsson skrifar um skáldiö.
Sveinbjörn Rafnsson skrifar um kristnitökufrásögn
Ara prests Þorgilssonar. Gísli Pálsson skrifar um vont
mál og vonda málfræði og Einar Júliusson ritar bréf til
Skirnis. Siðan eru birtir bókadómar eftir Jón Gunnars
son, Magnús Pétursson. Véstein ólason. ólaf Jónsson
og Svein Skorra Höskuldsson. Skírnir er 280 bls.
í bókmenntaskránni eru eins og venjulega heimildir
um bókaútgáfu, blaðaútgáfu og tímarit sem gefin hafa
veriðútárið 1978.
SKÍRNIR
mTASKB*
n MARJT
HWS <SM>.SI«»(5kM1;N.NIa,,ÍIa0«
r. ■. v,
nurxjAv
þvottapokarnir
og böndin eru loksins
komin aftur
Til jólagjafa:
Ilm vötn og snyrtivörur. •
Gjöríð svo vel og Iftið inn
REGNHLlFABÚÐIN
Laugavegi 11 - Sfmi 13846.
Diskó-mussur
IRMA
LAUGAVEGI 61.
SÍM114197
Faðu mikið Krir lítið fé
Ódýrustu hljómtœkjasettin
á markaðnum.
4ra bylgju útvarp — plötuspilari —
kassettusegulband og 2 hátalarar.
'ÆÉ
BORGARTÚN118
REYKJAVÍK SÍMI27099
SJÓNVARPSBÚDIN
Gerö 2000: magnari 25 vött,
kr. 249.500.-
Gerð 3050: magnari 50 vött
kr. 298.000.-