Dagblaðið - 13.12.1979, Qupperneq 2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979.
Um fæðingarorlof
Jenetta Bárðardóttir hringdi:
Mig langar til að segja nokkur orð í .
tilefni af lesendabréfi í DB 5. des. sl.
þar sem spurt var, hvers vegna frum-
varp Framsóknarflokksins um
fæðingarorlof húsmæðra hafi ekki
verið afgreitt.
Ég vil fyrst segja það, að þetta var
ekki frumvarp Framsóknar heldur
var þetta eitt atriði í félagsmálapakk-
anum.
Ég vil lika spyrja: Er fólk að eiga
börn ánægjunnar vegna eða til þess
að græða peninga. Ég hefði haldið
að þær konur sem ætla sér að eignast
börn hugsi fyrst og fremst um hvort
þær langi til þess og hafi efni á því en
ekki um það, hversu mikið þær fái
borgað fyrir það.
Hvað mega þá þær mæður segja
sem hafa komið á legg 5 —12 börnum
og auk þess unnið úti? Ætti ekki að
sæma þær fálkaorðunni? Sem betur
fer breytast tímarnir og mennirnir
með. Hér áður fyrr voru ekki til*
pillur, lykkjur eða aðrar slíkar getn-
aðarvarnir. Nú getur fólk ráðið,
hvort það vill eignast börn og hvenær
börnin eiga að fæðast.
Ég hugsa að gift fólk fari ekki út í
barneignir nema það hafi efni á því.
Á ekki alveg eins að verðlauna karl-
menn fyrir þeirra framlag við að
koma blessuðum börnunum í þennan
verðbólgna heim?
,,Ég hugsa að gift fólk fari ekki út i
barneignir nema það hafi efni á þvi,”
segir bréfritari.
Morgunpósturinn
þunnur og hlutdrægur
— Pétur Pétursson og Jón Múla aftur
Hörður Óskarsson skrifar:
Ég vil taka undir gagnrýni í Dag-
blaðinu síðastliðinn föstudag á
Morgunpóstinn fyrir hlutdrægni.
Það ágæta fólk, sem stjórnar þessum
þætti, virðist alltaf vera að hnýta i
Alþýðublaðið þegar það er að vitna í
einstakar greinar dagblaðanna.
Síðast i ntorgun (11. desember)
sagði Páll lleiðar eitthvað á þá leið,
að Alþýðublaðið væri þunnt að
venju. Við kratar vitum að Alþýðu-
blaðið er ekki eins stórt og Tíminn en
kemur það Morgunpóstsmönnum
nokkuð við? Aldrei hefi ég heyrt þá
segja að Morgunblaðið væri stórt og
SKARTGRIPIR
Iiljólagjafa
SIGMAR 6. MARÍUSSON
Hverfisgötu 16A - Simi 21355.
SPARI
Vínrautt
leöur,
leðursóli,
leðutfóður
kr. 29.180.-
SKÓR
nýkomnir
Svart leður,
leðursóli, leðutfóður
kr. 27.990.-
PÓSTSENDUM
LAUGAVEGI69
SÍM116850.
efnismikið að venju þó að það sé
langstærsta íslenzka dagblaðið.
Þessi Morgunpóstþáttur finnst mér
stundum nokkuð góður en þegar
þetta ágæta fólk er að reyna að vera
fyndið þá eru brandararnir oft anzi
þunnir. Eins og þessi frasi: „Eins og
þeir segja í . . . .”, sem er orðinn út-
þvældur.
Alltaf er verið að tala um peninga-
leysi útvarpsins og að stofnunin geti
ekki reist hús fyrir starfsemi sína.
Mín skoðun er sú, að þeim pening-
um sem varið er 'í þetta kostnaðar-
sama morgunútvarp væri betur varið
í byggingarsjóð útvarpshússins og
láta þá ágætu þuli Pétur Pétursson og
Jón Múla taka við morgunútvarpinu
á ný með sínu þægilega rabbi og laga-
vali.
Bréfritari vill að þeir Jón Múli Arna-
son og Pétur Pétursson taki við
morgunútvarpinu á ný.
Hringið
í síma
27022
milli kl. 13
og 15,
eða skrifið
„En nú er glansinn farínn af nýja veginum i bili,” segir bréfritari.
DB-mynd: emm.
AKALLTILVEGA-
GERÐAR RÍKISINS
Vegfarandi skrifar:
Mikið urðu margir glaðir hér á
Suðurnesjunum sl. haust, þegar nýr,
olíumalarborinn vegur var opnaður
milli Garðs og Sandgerðis og átti þá
að vera lokið áratuga löngu píslar-
vætti okkar bíleigenda, svo og ann-
arra vegfarenda, á skaganum. En nú
er glansinn farinn af nýja veginum í
bili, því það er kominn vetur. Hann
er nú ekki hálli en aðrir léttir vegir
en á hann vantar algjörlega allar
■ merkingar, svo sem strik til hliða og í
miðju og einnig stikur með endur-
skinsmerkjum á við vegbrúnir. Þetta
gerir veginn nær óökufæran i snjó-
komu, þar sem engin kennileiti eru til
að fara eftir og er ekki öruggara að
aka þarna i byl en að aka ljóslausum
bíl i niðamyrkri. Við sem ökum
þarna um daglega komumst sennilega
upp á lag með að paufast þetta en
hinir verða að, ,taka sjensinn”.
Það væri óskemmtilegt að missa
þarna út af fullan fiskbíl eða áætl-
unarbíl með farþega, að ótöldu því
basli sem þeir lenda í sem eru einir á
ferð.
Ég tel mig tala fyrir munn margra
þjáningarsystkina minna nú er ég vil
hér með skora á Vegagerð ríkisins að
gera eitthvað í málinu hið fyrsta,
áður en stórtjón eða slys hljótast af
þessum skorti á jafn nauðsynlegum
öryggisútbúnaði og ég nefndi fyrr í
greininni.
Með kveðju og þökk fyrir góðan
sumarveg.
Borgarbio:
Fjölskyldumyndin
reyndist klámmynd
Gréta Björgvinsdóttir hringdi:
Eftir jólainnkaup í bænum ákvað
ég að fara í kvikmyndahús með fjöl-
skyldu minni. Fyrir valinu varð
myndin Rúnturinn í Borgarbíói enda
var hún auglýst sem mynd fyrir alla
fjölskylduna.
Ég hafði hins vegar ekki setið lengi
undir þessari mynd ásamt 8 og 12 ára
gömlum börnum mínum þegar birtist
hvert nektar- og samfaraatriðið á
fætur öðru á sýningartjaldinu. Börn-
in sátu alveg gáttuð undir þessu og
fljótlega gengum við út enda greini-
legt að við höfðum verið blekkt.
Ég bað síðan um að fá að tala við
eigandann en hann reyndist ekki við.
Ég fór fram á endurgreiðslu og fékk
hana hjá afgreiðslustúlku, sem var
hin almennilegasta. Hún gat hins
vegar engar skýringar gefið á því,
hvers vegna þessi mynd var auglýst
sem mynd fyrir alla fjölskylduna. Ég
hef séð margar myndir bannaðar inn-
an 16 ára sem eru alls ekki eins ljótar
og þessi. Mér þætti gaman að vita,
hvort eigandinn ræður því sjálfur
hvort myndin sé bönnuð ákveðnum
aldurshópum eða ekki.
Afgreiðslutími bankanna:
EFTIR HOFÐINU
DANSA UMIRNIR
,,Ein sem fylgist með” hringdi:
Nauðsynlegt er að bankarnir á ís-
landi auglýsi opnunartíma sinn, sem
ekki alls fyrir löngu var breytt, og
minnist þess að margir erfiða mikið
og koma oft að lokuðum bönkum
vegna óvissu.
Fólk þarf tíma til að átta sig á
örum breytingum og hringli sem allt-
of mikið er af hér á landi. Margir eru
ósjálfbjarga á einn eða annan hátt.
Aumt er að íslendingar skuli vera
svona sofandi, ekki sízt bankastjór-
arnir, þvi eftir höfðinu dansa lim-
irnir.
Mannréttindadagurinn er
10/12 1979.
dag.
Atvinnulaus sjómaður:
Engarbætur
Sjómaður hringdi:
Ég hef stundað sjó frá Hafnarfirði
talsvert á fjórða ár. Samt fæ ég ekki
inngöngu 1 Sjóitiannafélag Hafnar-.
fjarðar vegna þess að ég er búsettur í
Reykjavík. í Sjómannafélag Reykja-
vikur fæ ég ekki inngöngu nema ég
hafi verið starfandi í hálft ár á svæði
þess.
Núna er ég atvinnulaus og ég fæ
engar atvinnuleysisbætur vegna þess
að ég er ekki í neinu stéttarfélagi.